Morgunblaðið - 22.03.2009, Page 34

Morgunblaðið - 22.03.2009, Page 34
Texti: Orri Páll Ormarsson Ljósmyndir: Ragnar Axelsson Á standið í þjóðfélaginu er alvarlegt og menn hafa víða gripið til ör- þrifaráða. Á auglýs- ingastofu einni í Garða- bæ er aðkoman ófögur. Líkamspartar á víð og dreif og af- höggvin höfuð rúlla um sali. Engu er greinilega logið um niðurskurðinn í auglýsingabransanum. Halda mætti að maður væri staddur í miðjum Örlygsstaðabardaga. Skyndilega skýtur sprelllifandi maður upp kollinum innan um alla líkamspartana. Við Raxi ljósmynd- ari hrökkvum í kút. „Þið verðið að afsaka óreiðuna,“ segir maðurinn auðmjúklega. Hann heitir Ernst Backman og er eigandi stofunnar. „Við erum að leggja lokahönd á mjög stórt verkefni sem við höfum unnnið sleitulaust að undanfarið ár,“ útskýrir Ernst. Það má nú segja. En ekki er allt sem sýnist. Enda þótt merkingin á gaflinum gefi til kynna að um auglýsingastofu sé að ræða er smiðja Sögusafnsins líka þarna til húsa. Líkamshlutarnir heyra með öðrum orðum ekki til raunverulegu fólki heldur persónum sem húsbændur eru að skapa fyrir yfirgripsmikla sýningu á Færeyinga sögu í bænum Vestmanna á Straum- ey. Þeir eru fremstir meðal jafn- ingja, Sigmundur Brestirsson og Þrándur í Götu. Sigmundur reyndi að koma á kristni í Færeyjum og skattskyldu til Noregskonungs en Þrándur í Götu stóð gegn því. Ég geri sömu mistök og margir sem stinga þarna við stafni, held að persón- urnar séu úr vaxi. „Höf- uðin eru steypt í silí- kon sem gerir þau mun raun- verulegri en vax- myndirnar sem fólk þekkir frá ýmsum söfn- um erlendis,“ segir Ágústa Hreinsdóttir, eiginkona Ernst. Hún er stoð bónda síns og stytta í verkefninu. Eigi það orðalag við í þessu samhengi! Stærsta verkefni hjónanna og samstarfsmanna þeirra – auk þeirra vinna sjö manns hjá fyrirtæk- inu – er Sögusýningin í Perlunni sem byggist á völdum atriðum úr Ís- landssögunni. Hún var opnuð árið 2002. Segja má að færeyska verk- efnið sé rökrétt framhald á þeirri sýningu. „Enn sem komið er höfum við ekki kynnt okkur sérstaklega er- lendis. Það hefur hins vegar verið sótt til okkar. Fyrir þremur árum pantaði safn í Avaldsnes í Noregi hjá okkur sex persónur og fyrir ári leituðu Færeyingarnir til okk- ar,“ segir Ernst. Í byrjun Ernst sprautar sillíkoni á fyrirsætu í upphafi ferlisins. Selskapur Starfsmenn bregða á leik með nokkur af færeysku höfðunum. Stara Handtökin eru mörg. Hér er auga komið fyrir í tóftinni. Í smiðju Sögusafnsins í Garðabæ er verið að leggja lokahönd á persónur og leikmynd fyr- ir sýningu sem byggð er á völdum köflum úr Færeyinga sögu. Fyrirhugað er að opna hana í bænum Vestmanna á Straumey eftir rúman mánuð. Undirbúningur hefur staðið í heilt ár enda nostrað við hvert smáatriði. Mótin Hér er búið að taka mót af nokkrum höfðum. Hengdur Hjónin Ernst Backman og Ágústa Hreinsdóttir með þann hengda í endanlegri mynd. Fjúkandi höfuð 34 Persónusköpun MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.