Morgunblaðið - 22.03.2009, Page 35
Í Avaldsnes var þeim falið
að segja Noregssöguna frá
víkingatímanum. Þar voru
kempur á borð við Ólaf
Tryggvason og Har-
ald hárfagra í aðal-
hlutverki. Ernst
segir sýninguna í
Færeyjum byggj-
ast á sömu hug-
mynd og sýn-
ingin í
Perlunni. Hún
verði þó
„ennþá hrylli-
legri“.
Sautján per-
sónur verða á
sýningunni
og komu
hingað jafn
margir vel
valdir núlif-
andi Fær-
eyingar til að
mótin yrðu sem
raunverulegust,
meðal annarra safn-
stjórinn í Vestmanna og
fjölskylda hans. Þá leggur ann-
ar tveggja fulltrúa Færeyinga á
danska þinginu til líkama sinn og
höfuð, ef svo má að orði komast. Öf-
ugt við höfuðin eru líkamarnir gerðir
úr trefjaplasti.
Ekki fyrir fólk með
innilokunarkennd
Fyrirsæturnar þurftu ekki aðeins
að mæta á staðinn, þær urðu að sýna
ákveðin blæbrigði í andliti eftir því
hvernig fyrir viðkomandi persónu er
komið í sögunni. Sumir þurftu að
vera undrandi á svip, aðrir ótta-
slegnir og þar fram eftir götunum.
Halda þarf svipnum í nokkrar mín-
útur meðan silíkoninu er smurt
framan í fólk og segir Ernst fyr-
irsæturnar upp til hópa hafa staðið
sig vel. „En þetta er ekki fyrir fólk
sem þjáist af innilokunarkennd.“
Fjöldi aukahluta fylgir persónun-
um utan, svo sem vopn, skartgripir
og forláta rúnastafur, sem Hilmar
Örn Hilmarsson allsherjargoði hafði
hönd í bagga með. „Við leggjum
áherslu á, að allt sé eins vel úr garði
gert og unnt er. Þetta er mikið hand-
verk,“ segir Ernst og bætir við að öll
klæði persónanna séu saumuð í
smiðjunni.
„Við höfðum líka til fleiri skyn-
færa en augnanna,“ heldur Ágústa
áfram en þau leggja einnig til lykt-
ina á sýningunni. Ég þori ekki einu
sinni að spyrja hvaðan hún er fengin.
Færeysku víkingarnir fara utan
með skipi á fimmtudaginn kemur og
munu Ágústa og Ernst koma í hum-
átt á eftir en þau setja sýninguna
upp sjálf. Áformað er að opna hana
1. maí.
Silíkon hentugra en vax
Spurð um tilurð Sögusafnsins
segjast Ágústa og Ernst vera mikið
safnafólk. „Við höfum komið á söfn
út um allan heim þar sem okkur hef-
ur þótt vanta upp á framsetn-
inguna,“ segir Ágústa en yfirleitt
eru persónur á sýningum af þessu
tagi unnar í vax eða gifs, svo sem í
Madame Tussauds-safninu í Lund-
únum. „Að okkar áliti er silíkonið
mun hentugra efni enda gerir það
persónurnar trúverðugri.“
Spurður hvers vegna víkingar hafi
orðið fyrir valinu svarar Ernst því til
að þau hjónin hafi margoft verið
spurð að því af erlendum vinum og
kunningjum sem hingað koma hvar
þá sé að finna. „Fólk er komið til Ís-
lands til að sjá víkinga og við því höf-
um við brugðist.“
Samhliða færeyska verkefninu
hafa verið tekin upp heimildarmynd
og kynningarmyndband. „Hug-
myndin er að gera átak,“ segir
Ágústa. „Senda kynningarefni á sem
flest söfn í heiminum, kynna aðferð-
ina og sjá hver viðbrögðin verða.“
Ernst er sannfærður um sókn-
arfærið. „Möguleikarnir eru miklir
og vonandi á þetta eftir að verða
mannaflsfrek starfsemi í framtíð-
inni.“
Auk hugsanlegrar útrásar hafa
hjónin augastað á verkefnum hér
heima. „Sagan er bara hálfsögð í
Perlunni,“ segir Ernst. „Það má
bæta miklu við þar þegar aðstæður
leyfa. Síðan væri spennandi að glíma
við þjóðsögurnar og ævintýrin. Per-
sónur eins og Gísla, Eirík og Helga.
Ég sé þá kumpána ljóslifandi fyrir
mér.“
Fjölskylda Ýmsir lögðu til höfuð sín, meðal annarra safnstjórinn í Vestmanna, eiginkona hans og bróðir.
Morgunblaðið/RAX
Raunverulegir Ernst leggur lokahönd á valinkunnar kempur úr Færeyinga sögu. Hann og starfsfólk hans hafa helgað sig verkefninu í heilt ár.
35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009