Morgunblaðið - 22.03.2009, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
Morgunblaðið/Golli
Fögnuður Vinstri grænir eru brattir á landsfundi sínum, enda hefur flokkurinn byr í seglin í skoðanakönnunum og er nýseztur í ríkisstjórn.
F
orystumenn Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs eru
brattir á landsfundi flokksins,
sem nú stendur yfir í Reykja-
vík. VG hefur vissulega byr í
seglin. Flokkurinn hefur setzt
í ríkisstjórn í fyrsta skipti.
Skoðanakannanir sýna að
ungt fólk fylgir honum í rík-
um mæli.
Mesta vinstrisveifla sögunnar?
Skoðanakannanirnar sýna gríðarlega vinstri-
sveiflu, þá mestu í íslenzkum stjórnmálum frá
upphafi ef kosningaúrslitin verða í samræmi við
vísbendingarnar nú.
Fylgi VG mælist nú um 25%. Það er meira
fylgi en forveri þess, gamla Alþýðubandalagið,
hlaut nokkurn tímann í kosningum. Hinn
stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, mælist nú
með um 31% fylgi. Þannig gætu núverandi
stjórnarflokkar náð meirihlutafylgi og sterkum
þingmeirihluta í kosningunum eftir mánuð.
Slíkt hefur aldrei gerzt áður í íslenzkum
stjórnmálum. Vinstriflokkar hafa aldrei náð
meirihluta á þingi. Þegar þeim vegnaði bezt, í
kosningunum 1978, fengu Alþýðubandalagið og
Alþýðuflokkurinn um 22% atkvæða hvor flokk-
ur. Vinstristjórnir hafa venjulega þurft á stuðn-
ingi Framsóknarflokksins að halda og þannig
hafa miðjusjónarmið vegið á móti róttækum
vinstriskoðunum. Og þótt fylgi Sjálfstæð-
isflokksins hafi verið mismunandi í gegnum tíð-
ina, hefur hann alltaf verið stærsti flokkurinn í
íslenzkum stjórnmálum. Nú benda skoð-
anakannanir til þess að hann geti orðið næst-
stærstur og eigi á hættu að fá sína verstu kosn-
ingu í sögunni. Framsóknarflokkurinn hefur
heldur ekki komizt upp úr þeirri lægð, sem
hann hefur verið í undanfarin ár.
Ýmislegt bendir þannig til að sjónarmið
vinstriflokkanna geti orðið allsráðandi á Íslandi
næstu árin, raunar meir en nokkurn tíma fyrr.
Hugmyndafræðilegt þrotabú?
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hamr-
aði á þessu í ræðu sinni við setningu flokks-
þingsins og sagði að Ísland stæði nú ekki sízt á
hugmyndafræðilegum tímamótum. „Hér er að
hrynja til grunna hugmyndafræði Sjálfstæðis-
flokksins sl. 25-30 ár, eða allt frá því að nýfrjáls-
hyggjumennirnir náðu þar undirtökum og hófu
að prédika sinn boðskap,“ sagði Steingrímur.
„Það er sem sagt meira, góðir fundarmenn, sem
er komið í þrot en stóru bankarnir. Sjálfstæð-
isflokkurinn er hugmyndafræðilegt þrotabú,
eins og hann hefur rekið sína stefnu undanfarin
ár og hún er því góð, sú spurning sem kviknaði
norðan heiða fyrir um viku síðan, hvort ekki
væri nauðsynlegt að skipa skilanefnd yfir Sjálf-
stæðisflokknum.“
Formaður VG sagði að Sjálfstæðisflokk-
urinn, öllum öðrum flokkum fremur, bæri
ábyrgðina á því hvernig komið væri fyrir Ís-
landi. „Þeim mun mikilvægara er, að hann kom-
ist ekki aftur til valda, um langa framtíð; sér-
staklega vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn
virðist ekki vera fær um að endurmeta á nokk-
urn hátt sinn hugmyndafræðilega grunn. Í
framtíðarnefnd á vegum Sjálfstæðisflokksins
sem nú hefur verið að störfum, gefur fyrst og
fremst að líta að það þurfi að skipta um fólk,
ekki um stefnu, það þurfi sem sagt nýtt fólk, en
til að framkvæma sömu stefnu.“
Steingrímur vill sömuleiðis ekki leyfa Sam-
fylkingunni að stilla sér upp sem höfuðand-
stæðingi Sjálfstæðisflokksins og gefur lítið fyr-
ir tveggja turna tal: „Þessir eru pólarnir í
íslenskum stjórnmálum, þetta er hinn raun-
verulegi valkostur. Sjálfstæðisflokkurinn eða
við. Við, flokkurinn sem alls ekki hefur það á
samvisku sinni að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn
til valda eða haldið honum þar.“
Hver var stefnan?
Hér er að ýmsu að hyggja. Steingrímur J. Sig-
fússon útskýrir sjaldnast hvað hann á við með
nýfrjálshyggju þegar hann notar orðið, enda
hefur hann sjálfur viðurkennt að það sé ekki
auðskýrt. Sú stefna í efnahagsmálum, sem hér
hefur verið fylgt frá því að síðasta vinstristjórn
fór frá völdum 1991 hefur ekki eingöngu verið
stefna Sjálfstæðisflokksins. Alþýðuflokkurinn
átti sinn stóra þátt í henni, síðar Framsókn-
arflokkurinn og nú síðast Samfylkingin. Færa
má rök fyrir því að þetta hafi verið svipuð
stefna og fylgt hefur verið í megindráttum í
flestum vestrænum ríkjum síðustu áratugi og
hefur gengið út á að tryggja samkeppnishæfni
atvinnulífsins í alþjóðavæddum heimi. Í henni
hefur falizt að tryggja aðgang að alþjóðlegum
mörkuðum og alþjóðlegu regluverki. Þar vega
áhrif EES-samningsins þyngst. Hins vegar má
gagnrýna ríkisstjórnir síðustu ára fyrir að hafa
ekki gengið alla leið og útvegað Íslandi alþjóð-
legan gjaldmiðil með inngöngu í Evrópusam-
bandið.
Efnahagsstefna undanfarinna ára hefur
gengið út á að efla alþjóðaviðskipti og al-
þjóðlega fjárfestingu. Hún hefur tryggt fólki og
fyrirtækjum hagstætt skattaumhverfi og ýtt
undir einkaframtak. Hins vegar er fjarstæða að
stilla henni upp sem andstæðu félagslegrar
samhjálpar og norrænnar velferðar. Útgjöld
ríkisins til velferðarmála hafa sjaldan vaxið
jafnmikið og á þessu tímabili.
Það er deginum ljósara að mörg mistök hafa
verið gerð í aðdraganda bankahrunsins. Fyrir
utan það að leyfa alþjóðlegu bankakerfi að vaxa
upp án alþjóðlegs gjaldmiðils, eru stærstu mis-
tökin líklega þau að hafa ekki haft nægilegt eft-
irlit með hinum frjálsa markaði, bæði með
strangari löggjöf og með því að byggja upp eft-
irlitsstofnanir sem höfðu raunverulega burði til
að sinna hlutverki sínu. En megindrættir þess-
arar stefnu eru ekki farnir í gjaldþrot. Þetta er
stefna, sem er ennþá í fullum rekstri, mun víðar
en á Íslandi.
Fundir helztu iðnríkja heims, þar sem saman
koma leiðtogar bæði af hægri og vinstri væng
stjórnmálanna, vara við afturhvarfi til vernd-
arstefnu og hafta. Slíkt afturhvarf er vísasta
leiðin til að framlengja kreppuna og koma í veg
fyrir að hið alþjóðlega hagkerfi hressist á ný.
Sami tónn heyrist frá stofnunum á borð við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann. Þar
er vissulega hvatt til að menn læri af mistökum
síðustu ára, en hin frjálslynda efnahagsstefna
alþjóðavæðingarinnar hefur ekki verið lögð fyr-
ir róða. Það ríki, sem ákveður að gera það ein-
angrar sig frá þeirri endurreisn, sem er núna
sameiginlegt verkefni alþjóðasamfélagsins.
Hvað bjóða vinstri græn?
Upp á hvað býður Vinstrihreyfingin – grænt
framboð sem valkost við stefnu Sjálfstæðis-
flokksins og annarra þeirra flokka, sem hér
hafa setið að völdum undanfarin átján ár? Klár-
lega er meginþáttur í þeirri stefnu „hressi-
legar“ skattahækkanir í anda Indriða H. Þor-
lákssonar, ráðuneytisstjóra Steingríms
Jóhanns í fjármálaráðuneytinu. Enda marg-
ítrekaði flokksformaðurinn í ræðu sinni á lands-
fundinum að flokkurinn hefði hvergi komið ná-
lægt skattalækkunum undanfarinna ára.
Flokkurinn virðist heldur ekki heillaður af
hugmyndinni um frjáls alþjóðaviðskipti. Stein-
grímur hvatti vissulega til þess að efla atvinnu-
sköpun og útflutning. En eins og hjá svo mörg-
um, sem aðhyllast verndarstefnu, virðist
formaðurinn líta svo á að alþjóðaviðskipti séu
bara í aðra áttina: „Það getum við líka gert með
ýmis konar innlendri verðmætasköpun sem
kemur í stað fyrir kostnaðarsaman innflutning.
Innlend aðföng sem okkur nýtast til fram-
leiðslu og verðmætasköpunar eru jafngild út-
flutningi – það að bændur auki kornrækt, að við
förum aftur að framleiða okkar eigin áburð, að
við förum aftur að þjónusta og helst smíða okk-
ar fiskiskip og flota, það að við leitum allra leiða
til að fullvinna með sem mestum virðisauka
okkar framleiðslu, allt kemur það að sama
gagni.“
Enn og aftur hafa grundvallaratriði í hag-
fræði farið framhjá forystumönnum vinstri-
manna á Íslandi, illu heilli. Hugmyndin um inn-
lenda framleiðslu, sem verður vernduð með
styrkjum og tollum, er klassísk viðbrögð við
kreppu – og alltaf jafnvitlaus.
Það kemur ekki á óvart að Steingrímur hafn-
aði erlendri fjárfestingu í stóriðju. Ekki nefndi
formaður VG heldur gjaldmiðils- eða Evrópu-
málin einu orði í ræðu sinni – enda liggur fyrir
að þar eru núverandi stjórnarflokkar ósam-
mála í grundvallaratriðum og vandséð hvernig
þeir ætla að leysa úr þessu stærsta máli varð-
andi hagstjórnina, sem æpir á hvern þann sem
er „vakandi í vinnunni“ svo vísað sé til ræðu
formannsins.
Endurreisnarskýrslan
Það er umtalsverð einföldun hjá formanni VG
að taka eina setningu úr endurreisnarskýrslu
sjálfstæðismanna og álykta að þar sé engin
gagnrýni á stefnu undanfarinna ára. Í skýrsl-
unni, sem Vilhjálmur Egilsson, formaður end-
urreisnarnefndar flokksins, kynnti í Valhöll í
gær, föstudag, er að finna harkalega gagnrýni
á ýmsar ákvarðanir síðustu ára. Harðasta
gagnrýnin er annars vegar á hlut eftirlitsstofn-
ananna, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans,
og þau skilyrði, sem þeim voru búin, hins vegar
á peningamálastefnuna og gjaldmiðilsmálin.
Endurreisnarnefndin gagnrýnir sömuleiðis
harðlega ákvörðun síðustu ríkisstjórnar Sjálf-
stæðis- og Framsóknarflokks um 90% húsnæð-
islán.
Mjög er átalið hvernig staðið var að einka-
væðingu Landsbankans og Búnaðarbankans.
„Ferlið var ógagnsætt og hagstæðari tilboð
fyrir ríkissjóð á alla hefðbundna mælikvarða
voru sniðgengin. Ekki var fylgt upphaflegri að-
ferðafræði, s.s. um dreifða eignaraðild. Bank-
arnir lentu, að einhverju marki eftir pólitískum
línum, í höndum aðila sem voru reynslulitlir í
bankastarfsemi (alþjóðlegri sérstaklega),“ seg-
ir í endurreisnarskýrslunni. Um þessi atriði
verða lesendur Morgunblaðsins vonandi dóm-
bærari eftir að blaðið hefur birt úttekt sína á
gögnum einkavæðingarnefndar, sem það hefur
nú fengið aðgang að og birtist fyrsti hluti þeirr-
ar úttektar í þessu tölublaði Morgunblaðsins.
Í skýrslu endurreisnarnefndarinnar segir
um gjaldmiðilsmálin: „Margir telja gjaldmið-
ilinn óbrúklegan en virk og ábyrg umræða inn-
an Sjálfstæðisflokksins komst aldrei af stað
fyrr en síðastliðið haust, né heldur hafði rík-
isstjórnin forgöngu um umfjöllun um málið á
sínum vettvangi með þeim hætti að það gæti
haft breytingar í för með sér.“ Í framhaldinu er
hvatt til umsóknar um aðild að ESB og mynt-
samstarfi Evrópuríkja. Slík umsókn „sendir af-
ar sterk skilaboð til alþjóðasamfélagsins um
stefnumótun Íslendinga til framtíðar,“ segir
nefndin.
Steingrímur J. Sigfússon kallar Sjálfstæð-
isflokkinn hugmyndafræðilegt þrotabú. Þó
virðist þar innandyra vera meira af skyn-
samlegum hugmyndum um það hvernig megi
endurreisa íslenzkt efnahagslíf en hjá vinstri
grænum. Skýrsla endurreisnarnefndarinnar
sýnir að sjálfstæðismenn virðast reiðubúnir að
læra af mistökunum. VG býður hins vegar fram
til næstu fjögurra ára eldgamla efnahags-
pólitík, sem hefur aldrei virkað og er ekki líkleg
til að gera það í þetta sinn heldur. Eru það hin
hugmyndafræðilegu tímamót?
Hugmyndafræðileg tímamót?
Reykjavíkurbréf
210309