Morgunblaðið - 22.03.2009, Page 40

Morgunblaðið - 22.03.2009, Page 40
40 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 mbl.is verður með viðtalsþátt tileinkaðan kosningabaráttunni. Þátturinn heitir Zetan og þar munu formenn stjórnmálaflokkanna sitja fyrir svörum í beinni útsendingu. Fyrsta útsendingin er mánudaginn 23. mars kl. 12:00 en þá mætir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs í Zetuna. Strax kl. 14:00 sama dag kemur Þór Saari, hagfræðingur og talsmaður Borgarahreyfingarinnar. Forsvarsmenn flokkanna koma í Zetuna næstu mánudaga og hægt verður að horfa á þættina á mbl.is þegar hverjum og einum hentar. Það eru blaðamennirnir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Agnes Bragadóttir, Björn Vignir Sigurpálsson og Karl Blöndal sem hafa umsjón með þáttunum. Kraumandi kosningabarátta á mbl.is Zetan Kosningar 2009 NÚ FER fram mikil umræða í samfélaginu um nauðsyn þess að skrifa nýja stjórn- arskrá fyrir Ísland. Þessi umræða er ekki ný af nálinni, hún hefur í raun staðið frá því lýðveldið var stofnað 1944, en ég held ég geti sagt að umræðan hafi aldrei verið jafn almenn og aldrei höfum við Íslendingar verið jafn ná- lægt því að fá nýja stjórnarskrá. Því er mikilvægt að sem flestir taki þátt í umræðunni og tjái hug sinn. Þann- ig getum við sameinast um þetta mikla verkefni og í kjölfarið skapað saman löggjöf sem við erum öll sátt við. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra lagði fyrir skömmu fram frumvarp um stjórnlagaþing sem kosið verður til með sérstakri kosn- ingu nú í haust. Þinginu er ætlað að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýð- veldið Ísland og leggja hana í dóm þjóðarinnar fyrir 17. júní 2010. Ég vil af því tilefni hrósa forsætisráð- herra og þeim flokkum sem að frumvarpinu standa fyrir það hug- rekki sem þeir sýna með því að treysta þjóðinni fyrir því vandasama verkefni sem ritun nýrrar stjórn- arskrár óneitanlega er. Hér er um grundvallarmál að ræða fyrir upp- byggingu hins Nýja-Íslands sem lagt er fram af 4 af þeim 5 stjórn- málaflokkum sem sitja á Alþingi og því verulegar líkur á að málið nái fram að ganga. Það vekur þó sérstaka athygli að sjálfstæðismenn treysta sér ekki til þess að leggja málinu lið. Sjálfstæð- ismenn koma nú fram hver á fætur öðrum og sjá því allt til foráttu að kjósa til sérstaks stjórnlagaþings. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, sagði til dæmis í við- tali á Sprengisandi að hann væri mótfallinn hugmyndinni þar sem það væri í verkahring Alþingis að gera breytingar á stjórnarskránni. Hann sæti auk þess enn í stjórnarskrár- nefnd sem skipuð var á síðasta þingi og sú nefnd ætti í raun ekki nema nokkurra mán- aða vinnu eftir við að endurskoða stjórn- arskrána. Nefndin hefði reyndar ekki ver- ið boðuð til fundar frá því í apríl 2007. Þetta er mergurinn málsins. Alþingi hefur í marga áratugi reynt að breyta stjórnarskránni án árangurs. Málið hefur sofið þyrnirósarsvefni í hverri nefndinni á fætur annarri á meðan framkvæmdavaldið hefur með klækjum breytt Alþingi í stimpil og dómstólunum í fé- lagsmiðstöð. Eru þetta ekki góð rök fyrir því að kjósa sérstakt stjórn- lagaþing? Sjálfstæðismenn virðast enn vera í þeirri afneitun að fall bankanna sé ekkert annað en það; fall banka. Það virðist þó blasa við öllum þeim sem líta heiðarlega á atburði síðustu mánaða (svo ekki sé talað um síð- ustu ára) að hér hefur orðið algjört kerfishrun lýðveldisins Íslands. Fall bankanna er aðeins toppurinn á þeim ísjaka sem ÍS-Ísland steytti á. Allur aðdragandi þessa hruns og viðbrögðin við því leynast undir yf- irborðinu rétt eins og níu tíundu hlutar ísjakans eru undir yfirborði sjávar. Vanhæfni og getuleysi stjórnkerf- is Íslands er það sem blasir við í rústum hinna föllnu banka. Hvernig lagt var upp í þessa vegferð fyrir rúmum áratug með sameiningu og einkavæðingu banka og opinberra sjóða, hvernig því verki var fylgt eftir með lélegu eftirliti og óábyrgri fjármálastjórn ríkisins og Seðla- banka, sýnir að Íslandi hefur verið illa stjórnað síðustu tvo áratugina í það minnsta. Hvar sem við komum að þessu máli blasir við að ríkið hef- ur ekki staðið undir þeirri ábyrgð sem því ber. Sú einkavinavæðing sem sjálfstæðismenn með hjálp Framsóknar hafa stundað hér síð- asta áratuginn er beint framhald af því pólitíska helmingaskiptakerfi sem einkenndi Ísland allt frá stofn- un lýðveldisins 1944 og það er þetta kerfi sem hefur nú hrunið til grunna með falli hinna siðspilltu banka og þeirra peningaþvottavéla sem að baki þeim stóðu. Stjórnkerfi sem getur af sér viðlíka spillingu og þá sem nú hefur opinberast öllum þeim sem vilja sjá er ónýtt stjórnkerfi og því þarf að breyta. Löggjöfin, fram- kvæmdin, eftirlitið og dómskerfið, öll þessi kerfi hafa beðið þvílíkan hnekki að ekki verður haldið áfram á sömu braut. Þetta er það sem ég kalla kerfishrun. Viðbrögð sjálfstæðismanna koma því þrátt fyrir allt ekki á óvart. Þeir vilja ekki stjórnlagaþing sem skrifar nýja stjórnarskrá sem lögð verður í dóm þjóðarinnar af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru sáttir við þetta kerfi sem nú er við lýði. Þeir vilja hafa allt eins og það er af því að þeir sjá ekki að neitt óeðlilegt hafi gerst. Þó svo að krónan sveiflist upp og niður um tugi prósenta, þó svo að skuldaklafar hafi verið settir á þjóð- ina, þó svo að orðspor þjóðarinnar sé skaðað, þó svo að sparifjáreig- endur í Evrópu hafi glatað aleigunni í viðskiptum sínum við Íslendinga, þó svo að fjárglæframenn hafi stolið milljörðum króna frá þjóðinni og svo framvegis, þá er það ekkert mál fyr- ir sjálfstæðismenn. Sjálfstæðismenn eru sáttir og tilbúnir að hefja leikinn að nýju eins og ekkert hafi í skorist og setja svo málið í nefnd. Ég segi nei. Þetta getur ekki gengið svona áfram. Kosningarnar í vor snúast um það hvort við viljum leyfa sjálfstæðismönnum að hefja dansinn að nýju eða hvort við viljum tryggja núverandi stjórnarflokkum umboð til þess að halda áfram með það uppbyggingarstarf sem hafið er. Viljum við gera með okkur nýjan samfélagssáttmála sem tryggir að- greiningu valdsins og sjálfstæði dómstólanna eða viljum við skipa nýja stjórnarkrárnefnd með Þor- stein Pálsson í broddi fylkingar sem svæfir hugmyndina um Nýtt Ísland svefninum langa? Stjórnlagaþingið og kosningarnar í vor Einar Pétur Heið- arsson skrifar um stjórnkerfi Íslands » Vanhæfni og getu- leysi stjórnkerfis Ís- lands er það sem blasir við í rústum hinna föllnu banka. Einar Pétur Heiðarsson Höfundur er heimspekinemi. Á MBL.is 16.03 er haft eftir Ragnhildi Erlu Bjarnadóttir, sviðsstjóra leik- skólasviðs Reykjavík- urborgar, í tilefni þess að starfsmaður leik- skóla sló barn: „Ég harma þennan atburð sem er fáheyrður. Ég er búin að starfa hjá leikskólum Reykjavíkur í 13 ár og man ekki eftir tilviki sem þessu.“ Eitthvað hlýtur sviðsstjórann að misminna þarna. Dóttir mín var fyrir tæpum fjórum árum á leik- skólanum Ægisborg, þá fjögurra ára. Þegar hún var sótt einn daginn var hún öll blóðrisa í framan eftir leikskólastarfsmann sem hafði grip- ið um andlit hennar með báðum höndum og klórað hana 3-4 rákir til blóðs á hvorri kinn. Við foreldr- arnir fórum strax á Borgarspít- alann og fengum áverkavottorð hjá lækni. Eftir að við gengum í málið var því vísað til barnaverndarnefndar og ákveðið að starfsmaðurinn kæmi ekki til vinnu á meðan það væri til meðhöndlunar þar. Í skýrslu barna- verndarnefndar um málið er m.a. eftirfarandi: „Könnun máls hefur staðfest að ofangreindur starfs- maður á leikskóla hefur veitt barni áverka og útskýrt það þannig að um uppeldisaðferð hafi verið að ræða. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur telja að málið sé alvar- legt og að starfsmaður hafi með at- vikinu sýnt alvarlegt dómgreind- arleysi í vinnu sinni með börnum. Ljóst er að barnið hefur verið beitt ofbeldi af starfsmanni sem átti að annast það.“ Þá er í skýrslunni bent á að barnaverndarnefndir hafi skv. lögum ekki beinar heimildir til sértækra úrræða gagnvart starfs- fólki en bent er á 99. grein í kafla XVIII í barnaverndarlögum þar sem tekið er til refsiákvæða ef brotið er gegn börnum. Þá var for- eldrum bent á að þeir gætu óskað eftir lög- reglurannsókn. Í kjölfar þessa fékk starfsmaðurinn áminn- ingu og kom svo aftur til starfa á sömu deild eins og ekkert hefði í skorist en var reyndar flutt um deild eftir ósk frá okkur foreldrum. Eftir þetta báðum við um flutning á annan leikskóla og var orðið við því. Ég hafði í tví- gang samband við leikskólasvið Reykjavíkurborgar á þessu tímabili og kallaði eftir vinnuferlum og að- gerðum í málum sem þessum en talaði fyrir daufum eyrum. Þessa grein skrifa ég vitandi að mikið og gott starf er unnið á leik- skólum borgarinnar enda er hún ekki skrifuð til að sá fræjum tor- tryggni eða af refsigleði gagnvart starfsfólki sem misstígur sig svona herfilega í starfi. Mér brá hinsvegar þegar ég las um viðbrögð við fyrrgreindu atviki í fjölmiðlum. Það var ekki að sjá annað en að viðbrögðin væru jafn fálmkennd og ómarkviss og áður, ekkert sjálfkrafa ferli sem fór í gang. Því vöknuðu sömu spurning- arnar hjá mér og fyrr: Hvað á að gera fyrir börn sem kunna að vera beitt ofbeldi af starfsmanni og hvað á að gera fyrir foreldrana, hvernig á að meðhöndla starfsmann sem beitir ofbeldi og hvernig á að bregðast við gagnvart öðru starfs- fólki og öðrum foreldrum barna í skólanum? Tilraunir til að breiða yfir málin leysa þau ekki. Ofbeldi á leikskólum Hrafnkell Tumi Kolbeinsson skrifar um aðgerðir á leik- skólum við ofbeldi Hrafnkell Tumi Kolbeinsson »… var ekki að sjá annað en að við- brögðin væru jafn fálm- kennd og ómarkviss og áður, ekkert sjálfkrafa ferli sem fór í gang. Höfundur er kennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.