Morgunblaðið - 22.03.2009, Side 43
CLEVERNESSHOME
Upplýsingar í síma 618 9080 og
clevernesshome@clevernesshome.is
Vegna aukinnar eftirspurnar erlendra
ferðamanna óskum við eftir fleiri
sumarhúsum til leigu.
SUMARHÚSAEIGENDUR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
• Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 450 mkr. EBITDA 38 mkr.
• Lítið vöruflutningafyrirtæki með örugga vinnu. Ársvelta 45 mkr.
EBITDA 15 mkr. Mjög hagstætt verð.
• Rótgróið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg.
Ársvelta 320 mkr. EBITDA 48 mkr. Lítið trésmíðaverkstæði.
Vel tækjum búið.
• Heildverslun með vinsælar gjafavörur. Ársvelta 70 mkr.
• Rótgróin bílaleiga í eigin húsnæði. Ársvelta 120 mkr. EBITDA 30 mkr.
• Narfeyrarstofa. Glæsilegt veitingahús í eigin húsnæði á besta stað í
Stykkishólmi. Góður og vaxandi rekstur. Góður hagnaður.
Sjá nánar á www.kontakt.is.
• Rótgróin heildverslun með neytendavörur. Ársvelta 160 mkr.
EBITDA 45 mkr.
• Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Ársvelta 250 mkr.
EBITDA 90 mkr. Engar skuldir. Mjög hagstætt dæmi fyrir fjárfesta.
FJÖLMIÐLAR
fjalla með reglulegu
millibili um starfs-
hætti barnavernd-
arnefnda. Því miður
einkennist umræðan
um of af vanþekkingu
og upphrópunum.
Erfitt er að koma
réttum upplýsingum
og útskýringum á
framfæri, því barnaverndarnefndir
eru bundnar trúnaði um máls-
atvik. Vinnsla barnaverndarmála
er vandasöm og krefst faglegra og
vandaðra vinnubragða. Ávallt er
byggt á markmiði barnavernd-
arlaga um „… að tryggja að börn
sem búa við óviðunandi aðstæður
eða börn sem stofna heilsu sinni
og þroska í hættu fái nauðsynlega
aðstoð“. Í þessu sambandi skal
„… styrkja fjölskyldur í uppeldis-
hlutverki sínu og beita úrræðum
til verndar einstökum börnum
þegar það á við“.
Barnaverndarnefndir njóta að-
stoðar sérhæfðs starfsfólks sem
annast vinnslu málanna í umboði
þeirra. Starfsfólkið býr í flestum
tilfellum yfir mikilli reynslu við að
aðstoða og styðja fjölskyldur. Yf-
irleitt fer vinnan fram í góðri sam-
vinnu við foreldra, teknar eru
sameiginlegar ákvarðanir um
stuðning við barnið og fjölskyld-
una og mál farsællega til lykta
leidd. Þó kemur því miður fyrir að
foreldrar þiggja ekki stuðning,
hann dugar ekki til eða að for-
eldrar eru vanhæfir til að búa
börnum sínum viðunandi uppeldis-
skilyrði.
Í slíkum tilfellum er þörf fyrir
inngrip barnaverndarnefnda, sem
geta beitt ýmsum úrræðum og er
sú afdrifaríkasta að aðskilja barn
og foreldri. Þessu úrræði er ekki
beitt nema í ýtrustu neyð og er
endanleg ákvörðun í höndum dóm-
stóla, þannig að barnavernd-
arnefndir geta ekki tekið barn af
foreldrum upp á sitt eindæmi.
Það er þungbær ákvörðun að
leggja til að barn skuli tekið frá
foreldrum sínum en getur samt
sem áður verið nauðsynleg til að
tryggja hagsmuni barnsins eins og
ávallt er haft að leiðarljósi. Ríkar
ástæður þurfa að vera
fyrir hendi og öll
möguleg stuðnings-
úrræði fullreynd.
Jákvæð umfjöllun
um störf barnavernd-
aryfirvalda er sjald-
gæf. Það þykir ekki
fréttnæmt þótt tekist
hafi að aðstoða fjöl-
skyldu sem átti við
vanda að stríða. Þau
mál sem koma í fjöl-
miðla fjalla nær ein-
ungis um það hvort
barn hafi verið tekið af foreldrum
eða ekki. Niðurstaðan er yfirleitt
annaðhvort sú að farið hafi verið
offari og barn fjarlægt að ósekju
eða að mistök hafi átt sér stað ef
barn var ekki fjarlægt. Barna-
verndarnefndir og starfsmenn
þeirra gera sem sagt mistök sama
hvaða ákvörðun er tekin. Augljóst
er að slík gagnrýni er hvorki mál-
efnaleg né sanngjörn. Hafa verður
í huga að þegar til greina kemur
að taka barn af foreldrum eru
engir góðir kostir til, það er vont
að taka barnið og það er vont að
gera það ekki.
Síðustu vikurnar hefur verið til
umfjöllunar í fjölmiðlum dómur
þar sem faðir var dæmdur fyrir
misnotkun á ungri dóttur sinni.
Tveimur árum áður hafði barna-
verndarnefnd lagt til við dómstóla
að faðirinn yrði sviptur forsjá
barnsins. Dómstóllinn óskaði eftir
foreldrahæfnismati óháðs sálfræð-
ings. Taldi sálfræðingurinn föð-
urinn hæfan til að sjá um barn sitt
með viðeigandi stuðningi.
Í ljósi mats sálfræðingsins og
ráðgjafar lögmanns ákvað barna-
verndarnefnd að falla frá málinu,
enda þótti sýnt að það ynnist ekki
fyrir dómi. Barnaverndarnefndin
hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa
ekki látið reyna á niðurstöðu
dómsins. Taka verður fram að
ekki lá á þessum tíma fyrir grunur
um kynferðislega misnotkun.
Nefndin og starfsmenn hennar
voru ósammála mati sálfræðings-
ins, enda hefði málið aldrei verið
lagt fyrir dómstóla nema öll stuðn-
ingsúrræði hefðu verið fullreynd.
Hins vegar þóttu hverfandi líkur á
því að kröfur nefndarinnar um for-
sjársviptingu næðu fram þar sem
foreldrahæfnismat (sem dómstóll-
inn hafði sjálfur talið nauðsynlegt
að yrði aflað) var föður barnsins
hagfellt.
Störf barnaverndarnefnda eiga
að sæta aðhaldi frá fjölmiðlum. En
þeir mega ekki fara offari og
ganga gegn hagsmunum þeirra
sem þeir telja sig vera málsvara
fyrir. Þegar fjölmiðlar birta við-
kvæmar upplýsingar um málsatvik
virðast þeir gleyma að þau snerta
börn sem eiga framtíðina fyrir sér.
Umfjöllun fjölmiðla getur fylgt
börnunum, sem ekki geta borið
hönd fyrir höfuð sér, um ókomna
tíð. Það er umhugsunarefni hvort
barnaverndarlögin séu of for-
eldravæn og gæti ekki nægilega
vel að hagsmunum barnanna sem
er þó markmið þeirra. Þó að gæta
verði að réttindum foreldra við
meðferð mála má það ekki vera á
kostnað réttinda barnanna. Einnig
er mögulegt að sönnunarbyrði
barnaverndarnefnda sé of rík á
kostnað hagsmuna barnanna.
Velta má fyrir sér hvort for-
eldrahæfnismat óháðs sálfræðings
sé líklegt til að bæta áreiðanlegum
upplýsingum við þá vitneskju sem
fyrir liggur í máli sem barna-
verndarnefnd hefur haft til um-
fjöllunar um árabil. Við getum öll
gert betur og það gildir ekki síður
um barnaverndaryfirvöld en aðra.
Þau geta til dæmis kynnt almenn-
ingi betur tilkynningarskyldu til
barnaverndarnefnda, því mik-
ilvægt er að koma sem fyrst að
málum barna í vanda. Umræðan í
fjölmiðlum og þjóðfélaginu þarf að
vera ábyrg, stuðla að bættum hag
barna og eflingu starfs barna-
verndarnefnda í þágu þeirra. Vel-
ferð barna er á ábyrgð okkar
allra.
Barnavernd og fjölmiðlar
Rannveig Ein-
arsdóttir skrifar um
barnaverndarmál
» Það er þungbær
ákvörðun að leggja
til að barn skuli tekið frá
foreldrum sínum en get-
ur samt sem áður verið
nauðsynleg til að
tryggja hagsmuni
barnsins eins og ávallt
er haft að leiðarljósi.
Rannveig Einarsdóttir
Höfundur er félagsráðgjafi
í Reykjanesbæ.
@