Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.03.2009, Blaðsíða 53
Minningar 53ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 ✝ Kærar þakkir til allra er sýndu okkur hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður og ömmu, HULDU H. GUÐMUNDSSON, áður Bárugötu 17. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunar- heimilinu Eir, deild 2b fyrir góða umönnun. Ingibjörg Jóhannesdóttir, Kristín Hulda Jóhannesdóttir, Guðmundur Kristinn Jóhannesson, Guðrún Ellen Halldórsdóttir, Sveinn Jóhannesson, Sigurlín R. Óskarsdóttir, Markús Jóhannesson, Hulda Össurardóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGILEIFAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Holtsgötu 18, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks 3. hæðar hjúkrunarheimilisins Sólvangs Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sveinn Gunnlaugsson, Steingerður Jónsdóttir, Ingileif S. Montgomery, Charles Montgomery, Guðlaug S. Meslier, Jean- Francois Meslier, Guðrún E. Mainwaring, Eric Mainwaring, Sigríður Gunnlaugsdóttir, Jón Ari Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR VALGERÐAR ÁSGRÍMSDÓTTUR frá Seyðisfirði. Ásgrímur Grétar Jörundsson, Ósk María Ólafsdóttir, Guðlaugur Jörundsson, Sunneva Jörundsdóttir, Jakob Sæmundsson, Sigríður Vala Jörundsdóttir, Bessi Húnfjörð Jóhannesson, Jósep Valur Guðlaugsson, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BENJAMÍNS JÓSEFSSONAR húsgagnasmíðameistara, Rimasíðu 20, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við öllum þeim er komu að umönnun og aðhlynningu hans síðustu ár. Gísli V. Benjamínsson, Marta Jensen, Hildur Benjamínsdóttir, Ólöf Vera Benjamínsdóttir, Sólrún Stefanía Benjamínsdóttir, Kjartan Tryggvason, Katrín Benjamínsdóttir, Oddur Helgason, Halldóra Lilja Benjamínsdóttir, Bragi Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, ÓSKARS GUÐJÓNSSONAR, Uxahrygg, Rang. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á dvalar- heimilinu Lundi fyrir góða umönnun og hjúkrun og öllum sem glöddu hann með heimsóknum. Gróa Guðjónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Bjarni Guðjónsson og fjölskyldur.Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Guðmundur Egg-ert Matthíasson, kennari og organisti, fæddist í Miðgörðum í Grímsey hinn 26. febrúar 1909 og hefði því átt aldarafmæli um þessar mundir. Hann lést á Vífils- stöðum hinn 17. júlí 1982. Guðmundur var sonur hjónanna Matt- híasar Eggertssonar prests í Grímsey, f. 1865, d. 1955 og Mun- díönu Guðnýjar Guð- mundsdóttur, f. 1869, d. 1956. Guðmundur kvæntist 1943 Helgu Jónsdóttur frá Möðruvöllum í Hörg- árdal, f. 1920, d. 1990. Dætur Helgu og Guð- mundar eru: María hjúkrunarfræðingur og tónlistarkennari, f. 1944, búsett í Noregi, Guðný fiðluleikari og konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar Ís- lands, f. 1948, Rann- veig félags- og fjölskylduráðgjafi, f. 1950, og Björg snyrti- fræðingur, f. 1954. Barnabörnin eru sjö og barna- barnabörnin eru níu. Mig langar að minnast föður míns, Guðmundar Eggerts Matthíassonar, en um þessar mundir er liðin öld frá fæðingu hans. Hann lést á Vífils- stöðum fyrir rúmum aldarfjórðungi, sjötíu og tveggja ára að aldri eftir stutta sjúkdómslegu. Guðmundur eða Mummi eins og hann var gjarnan kallaður fæddist að Miðgörðum í Grímsey þann 26. febrúar 1909. Hann var sonur hjónanna Matthíasar Eggertssonar prests og Mundíönu Guðnýjar Guð- mundsdóttur. Þau hjón bjuggu í Grímsey í rúm fjörutíu ár en Matt- hías var sóknarprestur þar. Sagt er að Guðný hafi haft lækningamátt en hún mun oft hafa verið kölluð að sjúkrabeði fólks auk þess sem hún gegndi störfum yfirsetukonu. Á þessari afskekktu eyju á norður- heimskautsbaugnum ólst Guðmund- ur upp í stórum systkinahópi en þau Guðný og Matthías eignuðust fjór- tán börn. Tvö létust í frumbernsku og einn bróðirinn fórst við bjargsig á þrítugsaldri. Margar sögur heyrði ég um heim- ilið í Grímsey. Virðist sem þar hafi saman farið mikið menningarstarf, uppfræðsla og skólastarf auk sálu- sorgunar og læknisstarfa. Á föður mínum og systkinum hans mátti heyra að glaðværð, góðlátleg stríðni og prakkaraskapur hafi um fram allt einkennt þennan stóra systkinahóp. Við systurnar fjórar, dætur hans, eigum skemmtilegar minningar um þennan þátt í fari systkinanna þegar þau voru gestkomandi á heimili okk- ar í Kópavoginum. Heimilið breytt- ist eins og fyrir töfra í eina alls- herjar spaugstofu þar sem hver lítil athugasemd um menn og málefni varð tilefni langvarandi hláturs- rokna sem engan enda ætluðu að taka. Sagt var að heimskautsbaug- urinn hefði legið í gegnum mitt hjónarúmið á prestssetrinu í Gríms- ey. Mun það hafa verið haft í flimt- ingum að Matthías hafi sofið fyrir norðan baug en Guðný fyrir sunnan. Þegar kuldinn sagði illilega til sín kleif hann yfir bauginn suður til Guðnýjar, alls fjórtán sinnum. Sagði faðir minn jafnframt að góð skemmtun krakkanna hefði verið að leika sér að því að stökkva yfir baug- inn. Guðmundur var tíu ára gamall þegar hann fór í fyrsta sinn í land. Sr. Matthías fór oft á vorin í kaup- staðarferð ásamt konu sinni til Ak- ureyrar með hluta af barnahópnum og gisti á Sigurhæðum hjá þjóð- skáldinu Matthíasi Jochumssyni, en hann var föðurbróður Matthíasar og uppeldisfaðir. Voru gestgjöfunum gjarnan færð egg og fugl því eyjan í norðri var mikil matarkista. Snemma mun hafa borið á tónlist- aráhuga hjá föður mínum og fékk hann í upphafi tilsögn í orgel og pí- anóleik hjá föður sínum, einnig var hann við tónlistarnám á Akureyri og síðar hjá Páli Ísólfssyni organista. Hann sigldi til Þýskalands til frek- ara náms og lagði einkum stund á orgelleik og tónlistarsögu sem varð hans aðalgrein. Hann dvaldi í Þýska- landi í um sex ár alls, m.a. í borg- unum Berlín, Leipzig og Köln, auk Hamborgar. Hann fór heim í milli- tíðinni, las til stúdentsprófs á um einu og hálfu ári og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, en stúdentspróf þurfti hann til að stunda framhaldsnám í tónfræðum og tónlistarsögu. Þetta voru erfiðir tímar, kreppa í hinum vestræna heimi, engin voru námslánin og urðu stúdentar að treysta á styrki frá vin- um og vandamönnum auk þess að leitast við að vinna fyrir sér með námi. Á þessum árum veiktist hann af berklum og þó að hann næði að yfirvinna sjúkdóminn náði hann aldrei fullri heilsu á nýjan leik. Í Þýskalandi var uppgangur nasism- ans í fullum gangi með ófyrirséðum hildarleik Hitlers og faðir minn valdi að hverfa frá námi til þess að komast heim. Hann var þá langt kominn í doktorsnámi sínu. Komst hann til Danmerkur hinn 31. ágúst 1939, daginn áður en Þjóðverjar réðust inn í Pólland, og þaðan heim til Ís- lands. Þar með var seinni heims- styrjöldin skollin á. Eftir heimkomuna réðst hann fljótlega til starfa við Kennaraskóla Íslands. Þar sinnti hann tónlistar- og söngkennslu auk þess að kenna þýsku og frönsku. Þýsku talaði hann reiprennandi vegna dvalar sinnar í landinu en frönsku og uppeldisfræði hafði hann numið í Þýskalandi ásamt tónlistarnáminu. Kennara- skólinn var hans aðalstarfsvettvang- ur en mörgum öðrum störfum sinnti hann að auki. Hann kenndi um skeið tónlistarsögu við Tónlistarskólann í Reykjavík, var í stjórn Félags ís- lenskra tónlistarmanna, þar af for- maður í tvö ár og sá um tónlistarþátt í Ríkisútvarpinu sem hét „Þetta vil ég heyra“. Nokkrum árum eftir heimkomuna kynntist hann móður minni, Helgu Jónsdóttur frá Möðruvöllum í Hörg- árdal, f. 1920, d. 1990, og gengu þau í hjónaband 1943. Þau kynntust er hún var nemandi hjá honum í píanó- leik og söng. Móðir mín sagðist þó hafa vitað um tilvist hans löngu fyrir þann tíma. Sá hún hann fyrst á dans- leik þegar hún var 11 ára gömul en hann tuttugu og tveggja og hún sagði mér að hún hefði orðið sár- móðguð að hann skyldi ekki bjóða sér upp. Helga var kennari að mennt en gegndi lengst af ritara- og skrif- stofustörfum. Þau bjuggu nánast all- an sinn búskap í Kópavoginum, voru frumbyggjar þar. Móðir Helgu, María Þorgerður Sigurðardóttir, frá Dagverðareyri í Glæsibæjarhreppi, f. 1893, d. 1971, bjó á heimilinu alla tíð, þannig að við systurnar fjórar, María, Guðný, Rannveig og Björg, ólumst upp í þriggja kynslóða fjöl- skyldu. Kópavogur var dreifbýlt sveita- þorp á þessum tíma og engin var kirkjan. Þegar Kópavogssöfnuður var stofnaður árið 1952 var faðir minn ráðinn organisti og söngstjóri safnaðarins. Guðsþjónustur fóru fram í Kópavogsskóla og kirkjukór- sæfingarnar voru haldnar á heimili okkar að Digranesvegi 2, en það hús er löngu horfið. Var því fórnað á sín- um tíma vegna framkvæmda við gjána miklu gegnum Kópavogsháls. Minningar frá bernskuárunum eru nátengdar kirkju- og kórstarfi for- eldra minna en móðir okkar söng í kirkjukórnum auk þess að vera for- maður hans um árabil. Ég fékk að syngja í kórnum öll mín unglingsár og var látin hlaupa á milli radda því ýmist vantaði í sópraninn eða altinn. Guðmundur var mikill ljúflingur að skapgerð. Hafði hann einatt á takteinum gamanmál og gerði grín að flestu sem tengdist mannlegu at- ferli. Minnist ég þess ekki að hafa séð hann skipta skapi nema við eina manneskju og það var við sóknar- prestinn í Kópavogi, sr. Gunnar Árnason, en þeir voru jafnframt góðir vinir og samstarfsmenn. Áttu þeir það til að rífast heiftarlega um sálmasöng og tónlist í kirkjulegum athöfnum. Ávallt sættust þeir að lokum og innsigluðu vináttuna með því að fara á göngu. Þegar sást til þeirra á röltinu á Borgarholtinu eða í Fífuhvammsdalnum þá var vitað mál að þar færu vinir, sáttir við guð og menn. Eitt var það í fari föður míns sem var bæði okkur í fjölskyld- unni og mörgum af hans samtíma- mönnum hulin ráðgáta. Hann var svo utan við sig að engu var líkara en að oft á tíðum væri hann staddur á öðru tilverusviði. Nánast daglegt brauð var að hann gleymdi að fara úr strætisvagninum á Kópavogs- hálsi þegar hann var á leið heim úr Kennaraskólanum. Rankaði hann oft ekki við sér fyrr en í Silfurtúni sem nú heitir Garðabær. Á meðan var beðið af stakri þolinmæði af hálfu mömmu og ömmu við kvöld- matarborðið eftir að húsbóndanum tækist að lokum að hitta á rétta stoppistaðinn og komast heim í kvöldverðinn. Ef maður hitti hann á götu var hann stundum svo utan sig að hann bar ekki kennsl á eigin af- kvæmi. Þá var tvennt til ráða, ann- aðhvort að gefa sig fram og kynna sig fyrir honum eða ganga óséður framhjá. Það síðarnefnda var notað á unglingsaldri þegar komið var fram yfir lögboðinn útivistartíma. Margar óborganlegar gamansög- ur af honum og systkinum hans hafa glatt okkur afkomendurna í gegnum árin. Það er dýrmætt veganesti að eiga góðar og gefandi minningar um ástvini sem gengnir eru á undan okkar og hafa skilið eftir í hjarta okkar og sál einhvers konar kraft gleði og spaugsemi. Slíkur kraftur er gjarnan það sem gagnast best þegar verið er að horfa á leiðir út úr vanda. Kynslóð hans fór í gegnum heimskreppu, heimsstyrjaldir geis- uðu og fátæktin á Ísland var svo miklu meiri en nú er. Það sem við getum lært af honum og öðrum þeim sem byggðu Ísland á þessum tíma er að öll él birtir upp um síðir. Rannveig Guðmundsdóttir. Guðmundur Eggert Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.