Morgunblaðið - 22.03.2009, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 22.03.2009, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 VERÐLAUN eru veitt fyrir rétta lausn krossgát- unnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úr- lausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 22. mars rennur út næsta föstudag. Nafn vinningshafans birtist sunnudaginn 29. mars. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgát- unnar 15. mars sl. er Valborg Þorleifsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Fyrir frostið eftir Henning Mankell. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Sumum verður hálla en öðrum áað fara út af línunni. FyrirKarl Wallenda var það dauð- ans alvara 22. mars 1978, en þessi þaulvani línudansari og fjöl- leikamaður hafði ekki farið út af lín- unni fyrr en þennan örlagaríka dag. Hann var sjötíu og þriggja ára og hafði verið línudansari frá því hann var sautján ára. Í þetta skipti var meiningin að ganga á línu í 37 metra hæð, sem strengd hafði verið milli tveggja turna á Condado Plaza- hótelinu í San Juan í Púertó Ríkó. Skilyrði voru ekki eins og best verður á kosið, vindhraði um 12 metrar á sekúndu, þegar Wallenda fipaðist, hrapaði til jarðar og lést samstundis. Fjöldi áhorfenda varð vitni að slysinu. Kvikmyndatökulið frá WAPA-TV-sjónvarpsstöðinni í San Juan var líka á staðnum og myndaði harmleikinn. Myndbandið, þar sem fréttamaðurinn Guillermo Jose Torres lýsir harmleiknum, var sýnt um allan heim, og núna má sjá myndskeið af því á netinu. Ári eftir slysið fetaði Rick Wallenda, barna- barn Karls, í síðustu línuspor afa síns í Púertó Ríkó og komst heilu og höldnu á leiðarenda. Tefldi fífldjarft Karl Wallenda var alinn upp við að taka áhættu og tefla fífldjarft. Fleygt varð þegar hann sagði einhverju sinni „að lífið væri á línunni, allt ann- að væri bara bið“. Hann fæddist 1905 í Magdeburg í Þýskalandi og var aðeins sex ára þegar hann kom fyrst fram og lék listir sínar með fjölskyldu sinni, sem allt frá því á seinni hluta átjándu ald- ar hafði verið þekkt farandfjölleika- fjölskylda. Hennar er fyrst getið sem slíkrar í ungverska keisaradæminu árið 1780. Forfeður Karls Wallenda langt aftur í ættir voru m.a. fim- leikamenn, trúðar, dýratemjarar, og sjónhverfingamenn. Ellefu ára tróð hann uppi í bjór- kjöllurum með atriði sem framan af var sérgrein hans og gekk út á að stafla nokkrum stólum og standa á höndum á þeim efsta. Sem unglingur lærði hann listina að dansa á línu og fékk bróður sinn, loftfimleikamann og kornunga stúlku, Helenu Kreis, sem seinna varð eiginkona hans, til að mynda með sér sýningarhóp. Píramídinn Eftir nokkurra ára ferðalag um Evrópu við góðan orðstír hélt hóp- urinn til Kúbu 1928, þar sem fjór- menningarnir sýndu m.a. vinsælasta atriði sitt, píramídann svokallaða. Hann var þannig að Helen stóð á öxl- um Karls Wallenda, sem sat á stól á stöng á milli hinna tveggja liðs- manna sýningarhópsins, en þeir voru báðir á hjóli á línu í um 15 metra hæð John Ringling, málsmetandi fjöl- leikahússtjóri, hreifst svo af frammi- stöðunni að hann bauð hópnum samning. Eftir það varð gatan vestra greið fyrir Hina stórkostlegu Wal- lenda-fjölskyldu, The Great Wal- lenda Family, eins og þau kölluðu sig. Síðar urðu þau betur þekkt sem The Flying Wallendas. Í áranna rás hefur sífellt fjölgað í hópnum. Börn- um, barnabörnum, tengdabörnum, frænkum og frændum Karls Wal- lenda virðist listin og fífldirfskan í blóð borin, þrátt fyrir að nokkrir hafi slasast alvarlega og dáið við að leika listir sínar í háloftunum. Á þessum degi … 22. mars 1978 Wallenda út af línunni Í háloftum Árið 1970 gekk Karl Wallenda á línu yfir Tallulah-gljúfur í Georgiu. Um 35 þúsund áhorfendur fylgdust með. LÁRÉTT 1. Erlendur maður höggvi guðlega veru. (9) 4. Vesen vegna bryggju. (9) 8. Prísum eldunartæki einhvern veginn. (6) 10. Auðæfi úr sverði hjá lituðum. (8) 11. Hafði Lér ef til vill þetta klæði utan um sig? (6) 14. Hreyfingin í sigurverkinu lendir í sorpinu. (11) 15. Set auga á fallvalt lost. (10) 16. Goði brá við hyllingar eða svo var sagt. (5) 19. Varð Bjarni einhvern veginn mildari við í leik í Skálholti. (8) 20. Lækning með hugarafli á bút veldur grufli eins og þessu. (9) 22. Mér heyrðist ein gin vera hjá ekki neinum. (6) 24. Rusl í þorskrannsóknum (5) 25. Setti í ljóðstafi að fjör dragi að. (8) 27. Hressing úr teinæringi. (6) 29. Eiginlega vegna sorgar. (6) 30. Pólski kom á rugli með tré. (10) 31. Nuddið kvörtununum. (4) 32. Bæta möguleika með ráðum laganna. (10) 33. Eyða milli djöfla gefur okkur tíma. (6) LÓÐRÉTT 1. Eftir selahópi kemur auðsveipur. (10) 2. Hlutgert dýr? (6) 3. Sjá bita duga stutt. (6) 4. Trúarleg athöfn í skipi? (7) 5. Farareyrinn gefur okkur plöntuna. (7) 6. Pússa molaðar og hversdagslegar. (9) 8. Sjá, var pláss fyrir þorp? (11) 10. Sigruðust og elskuðust. (6) 12. Fótboltalið hefur leikmenn og það merkilega. (9) 13. Bók fyrir fuglategund reynist vera tölfræðileg mynd. (7) 17. Skipssíða sem er baggi. (5) 18. Mál náskyldra heyrist á þessum bæ. (11) 20. Hugsunarleysi án ungs veldur því að illa staddir verða eftir. (9) 21. Sé rustann Garðar með líkamshluta. (10) 22. Ein rauf svipaða. (8) 23. Framleiðslan úr görðunum. (6) 24. Lágmarksbætur missa magurt fyrir litaða. (7) 26. Við snúið net birtast órar söngvörum. (7) 28. Er slæm í önnum. (5) Nafn Heimilsfang Póstfang Krossgáta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.