Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Á HVERJU ári finnast nýir land- nemar í lífríkinu, margvísleg skor- dýr, flugur og fiðrildi svo dæmi séu tekin eða þá tegundir sem voru mjög sjaldgæfar en eru að ná sér á strik aftur með hlýnandi loftslagi og verða meira áberandi, að sögn Erlings Ólafssonar, skor- dýrafræðings hjá Náttúru- fræðistofnun. Hann nefnir sem fannst skríðandi ekki langt frá garðplöntusölu. Á Höfn var svipað uppi á teningnum, en til Ólafs- fjarðar hefur hann trúlega borist með vörum beint frá Spáni. Snig- illinn er stór og þarf mikið að éta. Hann er skaðvaldur í matjurtum og skrautblómum.“ Ekki vildi Erling spá um út- breiðslu geitunga í sumar, né held- ur „ljúflingsins“ hunangsflug- unnar. Nefndi þó að geitungar hefðu verið á uppleið á síðasta ári. ur spenntur eftir að sjá hvað gerist í ár,“ segir Erling. „Persónulega gleðst ég ekki sérstaklega yfir landnámi hans en ég lít á það sem skyldu mína að fylgjast með hvernig snigillinn plumar sig. Hans varð fyrst vart hér á landi árið 2003 og hefur verið skæður í görðum á höfuðborgarsvæðinu, Hnífsdal, Höfn í Hornafirði og Ólafsfirði. Til Hnífsdals hefur snigillinn vætanlega borist með plöntum frá Reykjavík því einn dæmi litla, einlita gula flugu, sem sjáist oft á veggjum eða sveimandi í runnum. Þessi landnemi eflist hratt en sé með öllu skaðlaus. Spurður um spánarsnigilinn, sem hefur verið skæður í görðum á nokkrum stöðum hér landi síð- ustu ár, segist Erling ekki vilja spá um styrk hans í ár. Í fyrra hafi hann þó sýnt merki um að hann væri að blómstra. „Spánarsnigillinn fór að eflast í fyrra og fræðimaðurinn í mér bíð- Spenntur fyrir spánarsniglinum  Nýir landnemar bætast í hópinn  Skaðvaldurinn spánarsnigill efldist í fyrrasumar Skaðvaldur Spánarsnigill er stór og þarf mikið að éta. Ljósmynd/Erling Ólafsson MIKIL óánægja ríkir meðal lækna á heilsugæslustöðvum höfuðborg- arsvæðisins vegna kjaraskerðingar sem taka á gildi 1. maí nk. Að sögn Svanhvítar Jakobsdóttur, forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu, verður dregið stórlega úr yfirvinnu. „Eins og aðrar heilbrigð- isstofnanir þurfum við að skera nið- ur. Við þurftum að grípa til ein- hverra aðgerða til að koma rekstri innan ramma fjárlaga.“ Að sögn Svanhvítar hafa læknar fengið 15 yfirvinnustundir greidd- ar á mánuði en þær hafa verið nýtt- ar til að mæta pappírs- og frágangsvinnu. Eftir 1. maí mun þessi vinna flytjast inn á dagvinnu- tímann. „Væntanlega mun það fela í sér að framboð á viðtalstímum dregst eitthvað saman,“ segir Svan- hvít, aðspurð hvort breytingin hafi áhrif á sjúklinga. „Við erum nú að skoða hvort og hvernig við getum farið í gegnum vinnulag, -ferla og -skipulag með tilliti til þess að sam- dráttur á viðtalstímum verði sem minnstur.“ ylfa@mbl.is Breytingar gætu bitnað á sjúklingum „ÚRSLIT kosninganna tala sínu máli. Stjórnmálaflokkar sem vilja skoða nánara samstarf við Evrópu og stefna að upptöku evru eru í meirihluta. Samfylkingunni ber því skylda til að tryggja að Ísland sæki um aðild sem fyrst og leggja samn- inginn í dóm þjóðarinnar,“ segja Ungir jafnaðarmenn í fyrirlýsingu um yfirstandandi stjórnarmynd- unarviðræður. „Að öðrum kosti fari hún ekki í ríkisstjórn. Þannig tekur hún málið úr höndum þingsins og færir í hendur þjóðarinnar,“ segir þar ennfremur. Tekið er fram að Ungir jafn- aðarmenn vilji að Samfylkingin og Vg myndi nýja ríkisstjórn. Til að svo megi verða þurfi flokkarnir að færa valdið til þjóðarinnar. „Þjóðin á að ákveða hvort hún vill upptöku evru og hvort hún gengur í Evrópu- sambandið að undangengnum samningaviðræðum.“ Ber að tryggja ESB-umsókn ÁBYRGÐARSJÓÐUR launa hefur hafið greiðslu launa, orlofs og ann- arra réttinda sem starfsmenn Mal- arvinnslunnar á Egilsstöðum áttu við gjaldþrot fyrirtækisins. Skv. frétt Afls starfsgreinafélags hafa alls 23 starfsmenn af 75 sem Afl lýsti kröfum fyrir, fengið greitt en stefnt var að því skv. upplýsingum frá Ábyrgðarsjóði að ganga frá greiðslum vegna 14 starfsmanna í gær og að ljúka uppgjörum 4. maí. Starfsmenn- irnir fá laun Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KOSTNAÐUR Sjúkratrygginga vegna magalyfja og lyfja sem lækka blóðfitu lækkaði um 70 milljónir milli febrúar og mars. Ástæðan er sú að breytingar voru gerðar á reglugerð þannig að Sjúkratryggingar greiða nú aðeins með ódýrustu lyfjunum í þessum flokkum, nema læknar hafi sérstaka heimild til að ávísa dýrari lyfjum. Heildarkostnaður ríkisins vegna lyfjakaupa minnkað frá ára- mótum, einkum vegna hagstæðara gengis fyrstu mánuði ársins en einn- ig sökum fyrrnefndra breytinga og þess að sjúklingar greiða nú meira fyrir lyfseðilsskyld lyf en áður. Of snemmt að meta áhrifin Guðrún I. Gylfadóttir, deild- arstjóri lyfjadeildar hjá Sjúkra- tryggingum Íslands, bendir á að verð á um 75% af lyfjum sé tengt við gengisþróun og þau hækki, eða lækki, í takt við sveiflur á gengi krónunnar. Vegna gengisþróunar- innar hafi lyfjakostnaður ríkisins hækkað gríðarlega í fyrra en hækk- unin hefði að hluta til gengið til baka í upphafi þessa árs. Síðan hafi aftur hallað undan fæti. Guðrún segir að þó að augljóslega hafi breytingin á reglugerð um nið- urgreiðslu á magalyfjum og blóðfitu- lækkandi lyfjum sparað ríkinu mikla fjármuni sé of snemmt að meta áhrifin til fullnustu. Þegar sé farið að bera á því að læknar sæki um lyfjakort fyrir sjúklinga sína sem gera þeim kleift að ávísa öðrum og dýrari lyfjum, þ.e. ef ljóst er að hin ódýrari virka ekki. Haldi sú þróun áfram hækkar kostnaður ríkisins. Sala á þunglyndislyfjum og maga- lyfjum tók kipp í mars. Skýringin er sú að reglum var breytt þannig að sjúklingar geta leyst út 100 daga skammt í stað 30 daga skammts áð- ur. 70 milljóna sparnaður af reglugerð BOLLI Þórsson, læknir hjá Hjartavernd, segir að ódýrustu blóðfitulækkandi lyfin virki ekki eins vel og hin dýrari. Í sjálfu sér væri gott að spara fjármuni en á hinn bóginn yrði að líta til þess að mikill þjóðhagslegur sparnaður væri fólginn í að lækka kólesteról. Í nýlegri norrænni rannsóknargrein hafi ekki verið talinn þjóðhagslegur ávinningur af ódýrari lyfjunum. Þjóðhagslegur ávinningur færi þó ávallt eftir verðmun þar á milli. Virka ekki eins vel á kólesteról           !     "  #               $  " % & '' ( ' % % )  * + , Það er eins víst og að lóan kemur að kveða burt snjóinn, að starfsmenn Ak- ureyrarbæjar fara á stjá þegar snjóa leysir og sól hækkar á lofti, og hefjast handa við að klæða bæinn í sumarskrúðann. Eitt margra verkefna þeirra nú er að malbika blett og blett, en götur bæjarins eru óvenju illa farnar um þessar mundir. Þetta er á horni Mýrarvegar og Þingvallastrætis. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sumarið er tíminn mikið úrval af sófum og sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti Húsgögn Íslensk framleiðsla Mikið úrval af sófum og sófasettum Verðið kemur á óvart Sófasett / Svefnsófar Tungusófar / Hornsófar Borðstofustólar Hægindasófasett

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.