Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is TÆPLEGA 40 prósent af eignum nýju bankanna þriggja; Nýja Lands- bankans, Nýja Kaupþings og Íslands- banka, voru flokkuð sem slæm lán (non-performing loans) í minnisblaði ráðgjafarfyrirtækisins Oliver Wym- ans frá því í janúar sem Morg- unblaðið hefur undir höndum. Það er hæsta hlutfall slæmra lána í kreppu þjóðar síðan í kreppunni miklu sam- kvæmt minnisblaðinu. Þar segir einn- ig að flest slæmu lánin séu hjá Ís- landsbanka, en tæplega 40 prósent eigna bankans eru flokkuð sem slík. Fæst eru slæmu lánin hjá NBI, eða um 34 prósent eigna hans. Einungis um þriðjungur af lánum bankanna þriggja er sagður vera góð lán. Heim- ildir Morgunblaðsins herma að þeim hafi fækkað síðan í janúar. NBI færir mest til baka Þær tölur sýna þó ekki sanna mynd af virði útlánasafna bankanna því þegar Fjármálaeftirlitið (FME) skildi á milli nýju og gömlu bankanna í október voru erlendar eignir þeirra og útlán í verulegri tapáhættu skilin eftir í þeim gömlu. Í bráðabirgða- stofnefnahagsreikningi bankanna, sem var birtur í nóvember, var NBI stærsti bankinn og hélt utan um 45 prósent heildareigna þeirra. Sam- kvæmt minnisblaðinu nema eignir NBI hins vegar um 32 prósentum af heildareignum bankanna þriggja nú og því ljóst að töluverðu af þeim eign- um sem voru settar yfir í NBI hefur verið skilað aftur til þess gamla vegna þess að þær hafa flokkast sem útlán í verulegri tapáhættu. Meðal þeirra eru lán bankans til Baugs, sem voru færð yfir til gamla bankans í desem- ber síðastliðnum. Í mati Wymans er Nýja Kaupþing orðið eignarmesti bankinn með um 38 prósent af heildareignum þeirra, en hann var minnstur samkvæmt stof- nefnahagsreikningum. Af því má ráða að þær eignir sem upphaflega voru færðar inn í Nýja Kaupþing hafi haldið virði sínu betur en þær sem voru færðar inn í hina tvo bankanna. Eignir Íslandsbanka hafa síðan hald- ið virði sínu betur en þær eignir sem voru færðar inn í NBI. Hæsta hlutfall slæmra lána síðan í kreppunni miklu  Miklu af eignum nýju bankanna þriggja hefur verið skilað aftur til þeirra gömlu ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 0,9% í gær og er lokagildi hennar 635 stig. Mest lækkun varð á hlutabréfum Marels, en þau lækkuðu um 3,1%. Mest viðskipti voru hins vegar með bréf Össurar, um 70 milljónir, en heildarviðskipti með hluta- bréf námu um 104 milljónum króna. gretar@mbl.is Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni ● DREGIÐ hefur úr svartsýni ís- lenskra neytenda, annan mánuðinn í röð. Þetta er nið- urstaða mælinga Capacent Gallup á væntingavísitöl- unni. Í Morgunkorni Íslandsbanka seg- ir að mælingin bendi til þess að brúnin sé farin að létt- ast á neytendum eftir erfiðan vetur. Þar til í mars hafi væntingarnar dregist saman og svartsýnin aukist samfellt frá bankahruninu. Í mars hafi orðið við- snúningur þegar vísitalan hækkað um 55% frá fyrri mánuði og nú í apríl hækki vísitalan enn, og standi nú í 39 stigum, sem sé hækkun um 3% frá fyrri mán- uði. gretar@mbl.is Brúnin léttist á neytendum hér á landi ● LÁNASJÓÐUR sveitarfélaga lánaði samtals 15,5 milljarða króna til langs tíma á síðasta ári. Árið 2007 námu langtímalán rúmum fjórum millj- örðum. Útlánin nærri því fjórfölduðust á milli ára. Lánasjóður sveitarfélaga gaf út við- bótarupplýsingar til Kauphallar Íslands í gær vegna skuldabréfaútgáfu í október 2008. Þar segir að aðstæður á lána- mörkuðum hafi verið einstakar á síð- asta ári, innlent bankakerfi hafi hrunið og verðbréfa- og gjaldeyrismörk- uðum verið lokað um skemmri og lengri tíma. gretar@mbl.is Útlán Lánasjóðs sveitar- félaga nærri fjórfaldast ● VÆNTINGAR bandarískra neyt- enda jukust meira á milli marsmán- aðar og apríl en þær hafa gert milli mánaða frá árinu 2005. Sam- kvæmt frétt Bloom- berg-fréttastofunnar skýrist það fyrst og fremst af lækkun á íbúða- lánavöxtum og hækkun á hluta- bréfamörkuðum. Vonir almennings um að horfur á vinnumarkaði hafi batnað þykja einnig hafa haft áhrif á mælinguna fyrir aprílmánuð. Væntingavísitalan í apríl mældist 39,2 stig. gretar@mbl.is Aukin bjartsýni mælist í Bandaríkjunum skella sér niður í, segir í erlendum vefmiðlum að hún auki svartsýni varðandi horfurnar í efnahagsmál- unum. BBC-fréttastofan hefur til að Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR í helstu kauphöllum heimsins lækk- uðu nokkuð í gær, annan daginn í röð. Það sama átti og við um verð á ýmsum hrávörum. Er ástæðan rakin til svínaflensunnar, sem upprunnin er í Mexíkó, og sem hefur nú þegar náð að dreifast til nokkurra landa víða um heim. Fyrir utan þau hörmulegu áhrif sem svínaflensan hefur á almenning í þeim löndum sem hún hefur náð að mynda eftir sérfræðingi hjá jap- anska fjármálafyrirtækinu Shinko Securities, að þegar vonir hafi loks- ins verið farnar að vakna um að botni kreppunnar yrði væntanlega náð á heimsvísu innan tíðar, þá hafi svínaflensan nú eyðilagt þær vonir. Flugfélög lækka Hlutabréf í bönkum hafa almennt lækkað í verði eftir að svínaflensan kom upp og er það m.a. rakið til þeirra neikvæðu áhrifa sem hún er talin hafa á endurreisn efnahagslífs- ins í heiminum. Hlutabréf í ýmsum hrávöruframleiðslufyrirtækjum hafa einnig lækkað sem og hlutabréf í flugfélögum og ferðaþjónustufyr- irtækjum. Þannig lækkuðu til að mynda hlutabréf í breska flugfélag- inu British Airways um tæp 8% í kauphöllinni í London í fyrradag og um 6% til viðbótar í gær. Hins vegar hafa hlutabréf í lyfjafyrirtækjum hækkað, sérstaklega þeim sem framleiða lyf gegn svínaflensu, svo sem svissneska fyrirtækinu Nov- artis og hinu franska Sanofi-Aventis. Hækkun á bréfum lyfjafyrirtækja hefur þó engan veginn verið almenn. Svínaflensan hefur áhrif á markaði  Efnahagskreppan talin geta dregist á langinn  Skýrir lækkun á gengi hluta- bréfa banka  Flugfélög lækka í verði en sum lyfjafyrirtæki hækka Reuters Lækkanir Markaðir eru viðkvæmir. ERLENDAR skuldir og ábyrgðir ríkissjóðs nema nú um 2.649 millj- örðum króna. Miðað við 5% vexti á þessum lánum er vaxtakostnaður á ári um 132,5 milljarðar króna. Kom þetta fram í máli Haraldar L. Har- aldssonar, hagfræðings, á fundi Fé- lags viðskipta- og hagfræðinga. Segir hann afar hæpið að ríkið geti staðið undir slíkri skuldabyrði og spurði hvort ríkið væri að taka á sig ábyrgðir, sem ella hefðu átt að lenda á öðrum herðum. Árið 2004 hefðu erlendar skuldir þjóðarbúsins numið 1.663 milljörðum króna, en ár- ið 2008 hefðu þær verið komnar í 12.887 milljarða, sem er 675% aukn- ing. Stærstur hluti aukningarinnar skrifaðist á bankakerfið. Erlendar skuldir banka hefðu á sama tíma far- ið úr 1.220 milljörðum í 10.598 millj- arða. „Erlendar skuldir bankanna eru íslenska hagkerfinu ofviða,“ sagði Haraldur á fundinum. Leggur hann til að samið verði við kröfuhafa um afskriftir á hluta lánanna. Þá vill hann að erlendum skuldum fyrir- tækja og heimila verði breytt í krón- ur á því gengi sem var þegar viðkom- andi lán var tekið og það svo uppfært miðað við neysluverðsvísitölu. Tryggvi Þór Herbertsson hélt einnig framsögu á fundinum og var hann ósammála nálgun Haraldar. Telur Tryggvi að rétt sé að taka eignir ríkisins með í reikninginn, enda beri peningalegar eignir ríkis- ins vexti. Tekur hann sem dæmi að á móti skuldum íslenska ríkisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eigi að færa jafnháa upphæð eignamegin, þar sem ekki standi til að eyða fénu, heldur eigi að nýta það til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Lagði Tryggvi áherslu á að stjórn- völd verði að halda atvinnulífinu gangandi svo heimilin í landinu geti staðið undir skuldum sínum. bjarni@mbl.is Mikill vaxtakostnaður Morgunblaðið/Golli Þjóðarbúið Gestir á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga voru á annað hundrað, en umfjöllunarefni fundarins var staða þjóðarbúsins. Erfitt að standa undir skuldum HAGNAÐUR Össurar nam 7,6 milljónum Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórð- ungi samanborið við 6,7 milljónir dala á sama tíma- bili í fyrra. Sölutekjur drógust saman um 13% og námu 77,2 milljónum dala. Hagnaður fyr- ir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) var 12,9 milljónir Banda- ríkjadala og dróst saman um 26% á milli ára, en þá er horft fram hjá einskiptistekjum á fyrsta fjórðungi ársins 2008. Í tilkynningu er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra Össurar, að salan á fyrsta ársfjórðungi hafi ver- ið minni en vænst hafi verið til. Hún hafi dregist saman um 4%, mælt í staðbundinni mynt. Efnahags- þrengingar á öllum helstu mörk- uðum fyrirtækisins hafi haft áhrif á söluna. Sala á stoðtækjum sé í takt við vöxt markaðarins, en sala á spelkum og stuðningsvörum sé minni en áætlað var í Bandaríkj- unum. bjarni@mbl.is Aukinn hagnaður Sala Össurar dróst saman um 13% *'I *'I !"  #$ #$   *'I 62I  !" #$ #$   ,0J%0  +  K  " #$ #$   &L/ ,(I  " " #!$! #$   *'I7 *'I! " " #$ #$   ● HAGKERFI Litháens dróst saman um 12,5% á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama tímabil árið 2008, samkvæmt upplýsingum frá hag- stofu landsins. Er þetta mesti sam- dráttur sem orðið hefur í Litháen frá því byrjað var að halda skrár yfir hagvöxt árið 1995. Ástæðurnar fyrir samdrætt- inum eru einkum minnkandi iðn- aðarframleiðsla, minnkandi útflutn- ingur og þverrandi lánsfé. Stjórnvöld í Litháen höfðu spáð 10,5% samdrætti á árinu öllu. gummi@mbl.is Mesti samdráttur frá því mælingar hófust Í HNOTSKURN »Lán fyrirtækja eru skil-greind slæm (non-perform- ing loans) ef þau hafa verið meira en 90 daga í vanskilum. »Samkvæmt minnisblaðinueru tvö af hverjum þremur lánum bankanna annaðhvort flokkuð slæm eða eru í end- urskipulagningu. »Oliver Wyman skilaði sam-hæfðu mati sínu á eignum og skuldum nýju bankanna til FME í síðustu viku. Til stóð að kynna hluta þeirrar skýrslu en hætt var við það. Ekki er ljóst hvenær skýrslan verður gerð opinber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.