Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „MÉR hefur lengi fundist að þegar maður á stórafmæli eigi að afþakka gjafir og láta peningana renna eitt- hvert annað,“ segir Elínborg Benediktsdóttir sem fyrr á árinu átti fertugsafmæli og mun í maí útskrifast úr Framhaldsskólanum á Laugum í Þingeyjarsveit. Vegna þessa ætlar hún að halda stóra veislu í lok næsta mán- aðar en biður gestina aðeins um eitt; að þeir láti fé af hendi rakna í sérstakan sjóð sem hún stofnaði með það að markmiði að reisa rennibraut við sundlaugina á Laugum. Sundlaugin var opnuð fyrir fjórum árum en ekki var til nægilegt fjármagn til að byggja rennibraut, sem að sögn Elínborgar er það eina sem vantar. „Það er bráð- nauðsynlegt að hafa rennibraut við sundlaugar,“ segir hún og bætir við að nú sé kjörið tækifæri fyrir hana að leggja sitt af mörkum og reyna að láta þennan draum sinn rætast. „Ég á þrjár stelpur á aldrinum 3-14 ára og við fjölskyldan erum dugleg að ferðast og fara í sund- laugar vítt og breitt um landið. Það er alltaf spurt „er rennibraut?“ en ef svo er ekki langar stelpurnar ekkert að fara. Ég veit því hvað rennibrautir hafa mikið að- dráttarafl fyrir sundlaugar,“ segir hún. Elínborg segist hafa fengið góðar móttökur frá vin- um og vandamönnum en hún vonast til að fá einnig fyr- irtæki og sveitarfélagið til liðs við sig í söfnuninni. „Ég fæ mikið hrós fyrir þetta og trúi ekki öðru en að þetta takist,“ segir hún en ný rennibraut getur kostað frá einni milljón og upp í 20 milljónir. „Samfélagið hefur sýnt það áður að þegar menn hjálpast að gerast góðir hlutir. Í dag er 2009 og við verðum að hjálpast að við hlutina, peningarnir vaxa ekki á trjánum.“ Elínborg vonast til að söfnunin gangi hratt svo hægt verði að kaupa rennibrautina sem fyrst. Blaðmanni leikur for- vitni á að vita hvort Elínborg ætli að verða fyrst allra til að renna sér niður brautina. „Það er náttúrlega ekki spurning!“ svarar hún að bragði. Morgunblaðið/Heiddi Vösk Elínborg, hér ásamt dætrunum Hugrúnu og Maríu Rún, afþakkar gjafir en bendir fólki á sjóðinn í staðinn. Vill heldur sundlaugar- rennibraut en gjafir  Elínborg Benediktsdóttir hefur stofnað sjóð til að kaupa rennibraut í nýja sundlaug á Laugum í Þingeyjarsveit Elínborg sendi vinum og ættingjum póst þar sem hún sagði þeim frá stofnun sjóðsins og að hún óskaði eft- ir að fólk styrkti hann í stað þess að gefa henni af- mælis- eða útskriftargjafir. Sjóðurinn væri þakklæt- isvottur til starfsfólks og nemenda Framhalds- skólans á Laugum fyrir ánægjuleg samskipti og vonaðist hún til að rennibrautin myndi síðan nýtast nemendum og íbúum Þingeyjarsveitar og nærsveita og verða aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Þeir sem vilja Elínborgu lið geta lagt inn á reikning 1110-05-402638, kennitala 0402694609. Sjóðurinn þakklætisvottur UMHVERFISSTOFNUN hefur fest kaup á tveimur nýjum svifryksmælum sem í síðustu viku voru settir upp á Akureyri. Annar mælirinn var settur upp við hlið gamla mælisins við Tryggvabraut en hinn var settur upp við leikskól- ann Flúðir. Mælarnir eru af nýrri kynslóð loftgæðamæla, mjög fullkomnir og fyrirferðarlitlir, segir á heimasíð- unni ust.is. Úr gamla mælinum komu aðeins upplýsingar um sólarhringsmeðal- tal og lágu niðurstöður ekki fyrir fyrr en mörgum dögum eftir hverja mælingu. Gögn frá nýju mælunum uppfærast hinsvegar á 10 mínútna fresti á netinu. Einnig er veðurstöð sambyggð nýju mælunum en það gefur mögu- leika á að samkeyra mengunar- og veðurupplýsingar og fá þannig mun gleggri mynd úr hvaða átt mesta mengunin kemur á hverjum stað. Gögnin aðgengileg Gróco ehf. flutti mælana inn en þeir eru framleiddir í Austurríki. Verkfræðistofan Vista sér um birt- ingu mæligagna á netinu. Þessa dagana fara fram stillingar og prufukeyrslur en þegar því lýkur verða gögn frá mælunum aðgengi- leg. aij@mbl.is Nýir svif- ryksmælar á Akureyri KANADÍSK tveggja hreyfla slökkviflugvél lenti á Reykjavík- urflugvelli í gærmorgun. Vélarnar eru sjaldgæf sjón hér á landi. Þær eru meðal annars notaðar til að slökkva skógarelda eða aðra elda, þar sem slökkvistarf úr lofti getur skipt sköpum. Vélin nær sér í vatn með því að lenda á vatni, og taka til sín vatn í þar til gerð rými á ferð. Síðan flýg- ur hún til starfa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Slökkvistarf? Þessi flugvél, sem eflaust einhverjum þykir undarleg, var á Reykjavíkurflugvelli í gærmorgun. Slekkur elda úr lofti Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Stór sending kjólar og ermar Hverfisgötu 6 • 101 Reykjavík • Sími 562 2862 KYNNINGAR- DAGAR 24. apríl - 2. maí 15% AFSLÁTTUR Stærðir 42-54 Bæjarlind 6 sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Gallapils Verð 12.900 kr. Kápa/Ermar Verð 7.900 kr. Margir litir 30-50% afsláttur af eldri gerðum af léttum yfirhöfnum Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 • www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn 12. maí n.k. á Grand Hóteli í Reykjavík. Félagsmenn með fulla aðild og fagaðild sem skrá sig til þátt- töku á fundinn með minnst viku fyrirvara hafa atkvæðisrétt á fundinum. Aðrir fundarmenn hafa þar ekki atkvæðisrétt. Nánari upplýsingar og skráning á aðalfund fer fram á www.hjukrun.is Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Aðalfundur Á FUNDI nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins í gær var áhersla lögð á að stjórnmálalegri óvissu yrði eytt sem fyrst og stefna lands- ins mótuð til framtíðar. Verulegur árangur í niðurskurði ríkisútgjalda væri forsenda þess að landið kæm- ist hratt upp úr öldudalnum. SA vill að unnið verði að samstöðu um víð- tækan þríhliða stöðugleikasátt- mála. Óvissu eytt sem fyrst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.