Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 ALLIR vita að páskar eru hreyfanleg hátíð innan almanaks- ins þannig að munað getur 35 dögum frá tunglkomu eftir vor- jafndægur. Eftir þessari höfuðhátíð dansar síðan fjöldi annarra tyllidaga frá upphafi lönguföstu og þar til um níu vikum eftir páska. Árni Björnsson, sá mikli meistari daganna, talar um hræranlegar hátíðir fyrir þetta helgidagakerfi, sem á latínu kallast festa mobilia, á ensku movable feasts og á þýsku bewegliche Feste. Blind trú á markaðinn Margt er á hreyfingu um þessa páska í okkar samfélagi eins og víðar um heiminn og aðeins hálfur mánuður í ögurstund alþingiskosn- inga. Krepputímarnir sem við nú erum vitni að munu skilja eftir sig djúp spor í minni margra, enda láta þeir fáa ósnortna. Enginn veit hvenær og hvernig þeim hremm- ingum muni linna. Margir upplifa kreppuna líkt og náttúruhamfarir og hneigjast til að halda að þeir fái engu ráðið um frekari framvindu. Alltof lítið fer fyrir umræðu um ástæður þessara efnahagslegu hamfara sem eiga sér langan að- draganda. Upptök þeirra er að finna í efnahagskerfinu sem þróast hefur á Vesturlöndum um aldir og kennt er við kapítalisma. (sjá heimasíðu: www.eldhorn.is/ hjorleifur) Engu er líkara en þorri hagfræðinga kinoki sér við að varpa ljósi á það samhengi. Ástæð- an er sennilega sambland af ónógri yfirsýn og þeirri blindu trú á markaðinn sem byrgt hefur mörg- um sýn síðustu áratugina. Kreppan verður vonandi mörg- um tilefni til að hrista af sér doðann. Aðeins með þátttöku og um- hugsun getur fólk orð- ið þess megnugt að byggja upp bærilegt líf og koma í veg fyrir að allt falli í sama far. Hættan á því að það gerist er veruleg eins og best sést af við- brögðum margra stjórnmálamanna. Það kom m.a. vel í ljós í yfirborðskenndum yf- irlýsingum leiðtogafundar iðnríkj- anna 20 í byrjun þessa mánaðar. VG og krafan um ný gildi Hér á Íslandi ristir umræðan ekki djúpt á heildina litið. Vinstri grænir eru eini stjórnmálaflokk- urinn sem nú í aðdraganda kosn- inga gerir kröfu um að önnur gildi verði ráðandi í samfélaginu fram- vegis. Flokkurinn hefur allt frá því hann var stofnaður fyrir 10 árum varað við fyrirsjáanlegri kollsigl- ingu og krafist róttækra breytinga með sjálfbæra þróun og hófstill- ingu sem leiðarljós til framtíðar litið. Vinstri grænir hafa andæft af þrótti stóriðjustefnunni, varað við útrásinni og gert kröfu um að sið- ræn gildi en ekki auðgildi ráði för í samfélaginu. Ekki aðeins ráðandi stjórn- málaöfl heldur einnig fjölmiðlar hafa brugðist hlutverki sínu og auðveldar það ekki almenningi að halda áttum. Enn er oftast fjallað um stjórnmálaflokkana sem óskipt mengi sem sé undir sömu sök selt. Þetta birtist m.a. í spilling- arumræðu síðustu daga tengt fjár- styrkjum til stjórnmálaflokka. Einnig þar hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð sérstöðu með op- ið bókhald um langt árabil og hóf- semi í fjáröflun og fjárútlátum tengt starfsemi sinni. Yfir þessu er þagað þunnu hljóði, sem kannski er vorkunn þegar keppinautar eiga í hlut, en opinberir fjölmiðlar hafa hér enga slíka afsökun. Draumalandið og svefngöngur vanans Ánægjulegasti viðburður í dymbilvikunni var frumsýning myndarinnar Draumalandið. Þar er á ferð fólk sem hefur áttað sig meira en „til hálfs“ og hristir rækilega upp í okkur „svefngöng- um vanans“ svo notuð séu orð úr Söknuði Jóhanns Jónssonar. Framleiðandinn, Sigurður Gísli Pálmason, kom hugsun sinni skýrt til skila í viðtali við Fréttablaðið sl. laugardag (11. apríl). Meðal þess sem hann bendir á er að eftir að grýla kommúnismans hvarf af sviðinu hafi læðst að okkur nýr einræðisherra „ … sem enginn tók eftir en við lútum öll með ein- hverjum hætti. Þessi nýi einræð- isherra er hagvöxturinn. Allt geng- ur út á að þjóna honum. Vöxtur, viðbót, aukning. Það verður að vera meira í dag en í gær. Þetta þýðir það eitt að neyslan þarf að aukast og það er út af fyrir sig mjög óheilbrigt. Fólk krossar sig ef hagvöxturinn dregst saman“. Sigurður Gísli nefnir síðan mörg dæmi um hvernig hagvaxtarkrafan hafi bitnað harkalega á samfélags- gerðinni. Hann hvetur til sjálf- bærni og að skapa frið og jafnvægi í okkar tilvist. Það er góð tilbreyt- ing að hlýða á slíkan boðskap. Frumkvæði aðstandenda Drauma- landsins vekur með manni bjart- sýni á þessum páskum. Hugleiðing á páskadagsmorgni Eftir Hjörleif Guttormsson » Ánægjulegasti við- burður í dymbilvik- unni var frumsýning myndarinnar Drauma- landið. Þar er á ferð fólk sem hristir upp í okkur „svefngöngum vanans“ Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Í SKÝRSLU stýri- hóps félagsmálaráð- herra sem birt var fyr- ir nokkrum dögum kemur fram að um þessar mundir eigi á Íslandi um tíu þúsund börn foreldra sem stríða við atvinnuleysi. Jafnframt kemur fram að um 600 börn búi á heimili þar sem báðir foreldrarnir eru atvinnulausir. Þess- ar háu tölur koma líklega fáum á óvart en þær vekja engu að síður at- hygli á þeim félagslegu afleiðingum sem núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum gæti haft í för með sér. Fjöldi erlendra rannsókna hefur leitt í ljós að bágborin efnahagsstaða foreldra tengist auknum líkum á vandamálum hjá börnum og ung- mennum, til að mynda ofbeldis- og afbrotahegðun, áfengis- og fíkni- efnaneyslu og slæmri andlegri líðan. Nýlegar rannsóknir á íslenskum ungmennum hafa leitt í ljós að þessi áhættumynstur eru einnig til staðar hérlendis. Ungmenni sem upplifa mikla efnahagslega erfiðleika heima hjá sér eru margfalt líklegri en jafn- aldrar þeirra sem ekki upplifa neina slíka erfiðleika til þess að sýna mikla vanlíðan (sjálfsvígshugsanir, reiði, depurð); þau eru jafnframt mun lík- legri til þess að sýna andfélagslega hegðun (ofbeldi, afbrotahegðun) og til þess að nota áfengi og ólögleg fíkniefni (sjá t.d. grein eftir Jón Gunnar Bern- burg, Þórólf Þórlinds- son og Ingu Dóru Sig- fúsdóttur sem birtist fyrr á þessu ári í tíma- ritinu Social Science & Medicine, 68. árg., bls. 380-389). Vandamálin breiðast út En þar með er ekki öll sagan sögð. Líkt og komið hefur fram er- lendis sýna rannsóknir okkar á ís- lenskum ungmennum að efnahags- legir erfiðleikar tengjast ekki aðeins vandamálum ungmenna sem búa við slíkar aðstæður, heldur tengjast erf- iðleikarnir jafnframt aukinni áhættu á vandamálum meðal annarra ung- menna í nærumhverfinu. Þannig eru meiri líkur á því að ungmenni upplifi vanlíðan og sýni frávikshegðun ef þau tilheyra nærumhverfi þar sem efnahagslegir erfiðleikar eru algeng- ir, burtséð frá því hvort þau upplifi efnahagslega erfiðleika heima hjá sér. Með öðrum orðum efnahags- legir erfiðleikar annarra fjölskyldna í nærumhverfinu eru marktækur áhættuþáttur fyrir vanlíðan og frá- vikshegðun ungmenna. Þetta þýðir að vandamálin sem tengjast efna- hagslegu álagi eru ekki bundin við illa stæðar fjölskyldur, heldur virð- ast þau breiðast þau út í samfélag- inu. Ein skýring er sú að vandamál ungmenna hafa tilhneigingu til þess að „smitast“ milli jafnaldra í gegnum jafnaldraþrýsting og félagslegt nám. Lokaorð Rannsóknir gefa til kynna að aukning í fjölda barnafjölskyldna sem upplifa atvinnuleysi og efna- hagslegt álag geti stækkað þann hóp ungmenna verulega sem á við fé- lagslegan vanda að etja. Slík þróun kemur okkur öllum við, enda er lík- legt að aukningin muni ekki aðeins koma fram meðal fjölskyldna sem eru illa staddar fjárhagslega. Efna- hagslegir erfiðleikar eru nefnilega ekki einkamál þeirra fjölskyldna sem þá upplifa, vegna þess að vanda- málin hafa tilhneigingu til þess að breiðast út í samfélaginu. Allar barnafjölskyldur á Íslandi eiga því hagsmuna að gæta. Mikilvægt er að stefnumótun í skatta- og velferð- armálum á næstu misserum miði að því að létta álagið af barna- fjölskyldum sem standa höllum fæti vegna atvinnumissis, erfiðrar skuldastöðu og lágra tekna. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það sam- eiginlegir hagsmunir okkar allra. Eftir Jón Gunnar Bernburg »Efnahagslegir erf- iðleikar annarra fjöl- skyldna í nærumhverf- inu eru áhættuþáttur fyrir vanlíðan og frá- vikshegðun ungmenna. Jón Gunnar Bernburg Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Efnahagslegt álag og félagsleg vandamál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.