Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 12
Eftir Baldur Arnarson í Tromsö baldura@mbl.is YFIRBORÐ sjávar mun hækka um allt að 1,5 metra á öldinni, að því er Dorthe Dahl-Jensen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla greindi frá á ráðstefnu um áhrif loftslags- breytinga á norðurslóðum. Reynist þetta rétt mun hækkunin hafa víðtæk áhrif í ríkjum sem liggja að sjó og valda vandræðum þar sem byggð og önnur mannvirki, svo sem flugvellir, eru skammt frá flæð- armálinu. Að sögn Dahl-Jensen byggist spáin á nýjum rannsókn- argögnum sem ólíkir rannsókn- arhópar hafa tekið saman. Hún viðurkennir aðspurð að óviss- an sé nokkur, hækkunin geti numið frá hálfum og upp í einn og hálfan metra. Talan þar á milli, hækkun upp á einn metra, sé sú tala sem heppi- legast sé að miða við. Til að varpa ljósi á þessa hækkun nefnir hún að þar af geri núverandi rannsóknir ráð fyrir að ísinn á Grænlandsjökli muni leggja til frá 10 og upp í 50 senti- metra. Stóru ísbreiðurnar hopa „Síðan síðasta skýrsla milliríkja- nefndar um loftslagsbreytingar (IPCC) kom út árið 2007, þegar skýrsluhöfundar spáðu hækkun sjáv- armáls um 35 sentimetra á öldinni, hefur sýn okkar breyst mikið. Núna hljóða spárnar upp á einn metra, plús eða mínus hálfur metri á næstu 100 árum,“ segir Dahl-Jensen. „Breytingarnar má einkum rekja til þess að stóru ísbreiðurnar eru að hopa. Við sjáum að ísbráðn- un á Grænlandi og suðurskautinu hefur hraðað þessu ferli. Þetta hefur komið á óvart og því ekki gert ráð fyrir þessu í líkönunum sem notuð voru við gerð síðustu skýrslu IPCC. Ísbreiðurnar geta því brugð- ist mun hraðar við breyttu loftslagi en við ráðgerðum. Þetta veldur því að tölurnar um hækkun sjávarmáls á öldinni hafa hækkað.“ Innt eftir því hvernig ofangreind spá kemur heim og saman við aðrar rannsóknir segir Dahl-Jensen þess- ar tölur í takt við nýjustu rann- sóknir. Nokkrir hópar hafi komið að rannsóknunum, þar af einn undir forystu Aslak Grindsted, sem hafi áður starfað í Finnlandi en sinni nú rannsóknum við Kaupmannahafn- ar-háskóla. Vísindamaðurinn Stef- fen Ramstorg hafi sett saman líkar spár. – Hvað segirðu við þá sem gagnrýna þessar rannsóknir á þeim grundvelli að óvissan sé of mikil til að hægt sé að taka þær alvarlega? „Ég myndi segja að við nálgumst þessi mál af mikilli varkárni þegar við leggjum fram slíkar tölur. Ég get fullvissað þig um að við leggjum ekki slíkar tölur fram án þess að við teljum okkur fullviss um að þær séu í samræmi við rannsóknir. Þessu má líkja við að spá fyrir um storm. Þótt óvissan geti verið mikil er betra að leggja fram spána heldur en að gera hið gagnstæða með þeim rökum að óvissan sé of mikil.“ Dahl-Jensen bætir því svo við að í Swipa-skýrslunni um ísbráðnun á norðurskautinu, sem unnin var fyrir Norðurskautsráðið, leggi hópur hennar fram þá varkáru spá að Grænlandsjökull leggi til 14 senti- metra af hækkuninni á öldinni, en hún var aðalhöfundur kaflans sem varðaði Grænlandsísinn í skýrslunni. Spá 1,5 metra hækkun  Á ráðstefnu um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum komu fram nýjar upp- lýsingar um að hækkun sjávarmáls verði mikil á þessari öld vegna bráðnunar jökla Morgunblaðið/Baldur Umhverfi Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, ræddu við blaðamenn í Tromsö í gær. Dorthe Dahl- Jensen Morgunblaðið/RAX Grænland Vísindamenn spá því að Grænlandsjökull eigi eftir að minnka á komandi árum sem leiðir til hækkunar sjávarmáls. Óvissa er þó enn í spánni. Hversu þykkur er Grænlandsjökull? Meðalþykkt Grænlandsjökuls er 1500-1600 metrar, en mesta þykkt 3400 metrar. Ef allur jökull- inn bráðnar er talið að sjávarborð geti hækkað um allt að 7 metra. Hversu þykkur er jökullinn á Suðurskautslandinu? Suðurskautslandið er u.þ.b. 14 milljónir ferkílómetra að stærð og er því fimmta stærsta heimsálfan að flatarmáli. 98% af flatarmáli Suðurskautslandsins er þakið jök- ulís, sem er að meðaltali 1,6 kíló- metra þykkur. Hvers vegna bráðna jöklar? Flestir vísindamenn telja að brennsla jarðefnaeldsneytis auki magn koltvísýrings í andrúmsloft- inu og þar með hækki hitastig. Bent hefur verið á að eyðing ósonlagsins yfir suðurskautinu hafi tafið fyrir gróðurhúsaáhrif- unum en nú hafi eyðingin minnk- að og jafnvel gengið til baka. Því megi búast við, að loftslagsbreyt- ingarnar verði hraðari en áður. S&S 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 INFLÚENSAN sem nú geisar með- al fólks í Mexíkó og hefur borist þaðan til annarra landa er ekki af völdum venjulegrar svínainflúensu- veiru. Um er að ræða nýtt veiruafbrigði sem berst milli manna. Upp- runi þessa nýja afbrigðis er óljós en í því er blanda af erfðaefni frá inflúensuveirum manna, svína og fugla. Ekki hefur orðið vart við aukna tíðni inflúensu í svínum í tengslum við hið nýja afbrigði inflú- ensuveirunnar, segir á heimasíðu Matvælastofnunar. Íslensk svín hafa aldrei greinst með inflúensu og grunur aldrei komið upp. Allt frá árinu 1994 hafa verið tekin sýni með nokkurra ára millibili úr svínum og leitað að mót- efnum gegn veirunni, bæði mótefn- isgerðum H1N1 og H3N2. Lifandi svín hafa öðru hverju verið flutt hingað til lands og þá frá Noregi. Í sóttkví eru tekin sýni til rannsókna m.a. vegna inflúensuveira. Í Noregi er sömuleiðis eftirlit með svína- inflúensu en þar hefur hún heldur aldrei greinst. Inflúensuveirur smitast fyrst og fremst með úða- og snertismiti. Litlar líkur eru á smiti með matvælum, segir á mast.is aij@mbl.is Íslensk svín hafa aldrei greinst með inflúensu UMFERÐARSTOFA hefur tekið saman yfirlit yfir nýskráningar ökutækja og eigendaskipti á tíma- bilinu frá 1. janúar 2009 til 24. apríl 2009. Þegar fjöldinn fyrstu 124 daga ársins 2009 og sá fjöldi er bor- inn saman við eldri nýskráningar kemur í ljós að nýskráningar á árinu 2009 eru í sögulegu lágmarki. Hafa skal í huga að hér er um að ræða nýskráningu og eigendaskipti allra skráningarskyldra ökutækja, ekki bara bifreiða. Nýskráningar ökutækja á tíma- bilinu eru samtals 1.011 en á sama tímabili í fyrra voru 7.446 ökutæki nýskráð hér á landi. Þetta er 86,4% fækkun nýskráninga milli ára. Ekki hefur dregið jafn mikið úr fjölda eigendaskipta á ökutækjum á árinu líkt og fjölda nýskráninga. Á fyrstu 124 dögum ársins voru skráð 22.034 eigendaskipti en árið 2008 voru þau 28.912 eftir jafn marga skráningardaga. Hlutfallsleg fækk- un eigendaskipta nemur því 23,8% á því tímabili. aij@mbl.is Nýskráning- ar í sögulegu lágmarki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.