Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. A P R Í L 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 114 . tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF STEFNA Á AÐ FLYTJA ÚT VISTVÆNAR LÍKKISTUR «EVRÓVISJÓN JÓHANNA GUÐRÚN ER ALGJÖRT TROMP FLUGFÉLÖG og ferðaskrifstofur aflýstu ferðum til Mexíkó í gær þar sem flensan hefur haldið áfram að breiða úr sér og stöðugt tilkynna fleiri lönd um staðfest til- felli. Enn hafa engin dauðsföll af völdum flensunnar verið staðfest utan Mexíkó en þar er talið að yfir 150 hafi látist. Flensan hefur haft víðtæk áhrif Tveir menn hafa leitað læknis á Íslandi vegna veikinda sem líkjast einkennum flensunnar en ekki hefur verið staðfest að um svínaflensutilfelli sé að ræða, mennirnir komu til landsins frá Banda- ríkjunum. Svínaflensan hefur haft víð- tæk áhrif um víða veröld og m.a. valdið lækkun á hlutabréfavísitölum í helstu kauphöllum heims. Þá er talið að hún auki á svartsýni varðandi horfur í efna- hagsmálum heims. Viðbrögð yfirvalda eru misjöfn eftir löndum en í Hong Kong, Rússlandi og á Taívan er hafinn undirbúningur við að setja ferðamenn í sóttkví leiki grunur á smiti. Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, hefur farið fram á 1,5 millj- arða dollara fjárveitingu úr bandaríska þinginu til að kljást við flensuna. |14-17 Svínaflensan veldur usla um víða veröld Reuters Rannsóknir WHO segir að miðað við núverandi stöðu geti flensan orðið að vægum faraldri en minnir á að þannig hafi spænska veikin einnig byrjað. MJÖG vel hefur gengið að leggja Suðurstrandarveg í vetur og verktak- inn, KNH ehf. frá Ísafirði, er langt á undan áætlun. Jafnvel er búist við að vegarkaflinn verði tilbúinn í september í haust. Samkvæmt útboði átti hluti vegarins að vera tilbúinn á næsta ári og verkinu að fullu lokið 2011. Hugsanlegt er að síðasti kaflinn, frá Krýsu- víkurvegi til Grindavíkur, verði boðinn út síðar á árinu. Verkið felst í nýbyggingu Suðurstrandarvegar á 33,6 km löngum kafla ásamt 2,3 km löngum tengingum við hann, smíði 12 m steyptrar bitabrúar á Vogsós neðan Hlíðarvatns í Selvogi, auk ræsa, grjótvarn- argarða, reiðstígs og girðinga, skv. upplýsingum Vegagerðarinnar. Fögur er hlíðin þó að svört sé Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir við Suðurstrandarveg eru langt á undan áætlun Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is TÆPLEGA 40 prósent af eignum nýju bankanna þriggja voru flokkuð sem slæm lán í minnisblaði ráðgjaf- arfyrirtækisins Oliver Wyman frá því í janúar. Lán fyrirtækja eru skil- greind sem slæm ef þau hafa verið lengur en 90 daga í vanskilum. Heim- ildir Morgunblaðsins herma að stað- an hafi versnað síðan. Að mestu er um að ræða lán bank- anna til rekstrarfyrirtækja þar sem þorri lána til eignarhalds- og fjárfest- ingarfélaga var skilinn eftir í gömlu bönkunum. Einungis þriðjungur lán- anna telst góður, skv. minnisblaðinu. Oliver Wyman skilaði samhæfðu endurmati á skuldum og eignum Nýja Landsbanka (NBI), Nýja Kaupþings og Íslandsbanka til Fjár- málaeftirlitsins (FME) í síðustu viku. Það hefur enn ekki verið gert op- inbert. Skæðasta kreppan í 80 ár Í minnisblaði Wymans, sem Morg- unblaðið hefur undir höndum, segir orðrétt: „núverandi staða Íslands er verri en nokkur kreppa sem einstök þjóð hefur þolað síðan í kreppunni miklu“. Því er það mat fyrirtækisins að íslenska bankakreppan sé sú al- varlegasta sem hafi hent þjóðríki í tæp 80 ár. Máli sínu til stuðnings ber Wyman áætlað hlutfall slæmra lána í nýju ís- lensku bönkunum saman við kreppur í Taílandi (33 prósent), Kóreu (18 prósent), Svíþjóð (18 prósent) og Noregi (níu prósent) sem öll gengu í gegnum miklar bankakreppur á síð- ustu tveimur áratugum. Um 40 prósent lána slæm Oliver Wyman segir íslensku kreppuna þá mestu frá kreppunni miklu              Hæsta hlutfall slæmra |16 BETUR fór en á horfðist þegar sval- ir á húsi í Ölveri skammt frá Borg- arnesi hrundu undan um tuttugu grunnskólabörnum í gærkvöldi. Krakkarnir, sem voru þar í hópi um fimmtíu barna úr 7. bekk grunn- skóla á Akranesi, féllu um tvo og hálfan metra niður er svalirnar gáfu sig. Einhver barnanna urðu fyrir meiðslum, en að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var þó ekki um nein al- varleg meiðsl að ræða. Farið var með börnin á sjúkrahúsið á Akra- nesi. Ölver er á sumarbústaðasvæði undir Hafnarfjalli og er notað sem sumarbúðir á sumrin. Svalir hrundu undan 20 börnum Börnin slösuðust ekki alvarlega „ÉG bið þær konur og börn, sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið,“ sagði Karl Sig- urbjörnsson bisk- up í setningarræðu við upphaf Prestastefnu Íslands í Kópavogs- kirkju í gærkvöldi. Biskup sagði siðareglur Prestafélags Íslands geyma ákvæði um kynferðislega áreitni og Kirkjuþing hefði sett starfsreglur um meðferð kynferð- isbrotamála í kirkjunni. „Settar hafa verið siðareglur og heilræði fyrir starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi. Við verðum að taka mark á þessu og fylgja eftir í starfi kirkjunnar. Þessa dagana er verið að ljúka gerð bæklings sem unninn er af starfshópi á vegum þjóðkirkj- unnar og annarra kristinna trú- félaga sem vill leggja sitt af mörk- um til að vinna gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er, s.s. kynferðisáreitni og misnotkun,“ sagði Karl Sig- urbjörnsson biskup. Karl Sigurbjörnsson Bað um fyrirgefningu Upplýsingagjöf til farþega frá áhættusvæðum verður efld. Lagt að þeim sem finna fyrir einkennum að leita til lækna sem verða með aðstöðu í Leifsstöð. Unnið að því að auka birgð- ir af nauðsynjalyfjum og ákveðnum hjúkrunarvör- um. Matar- og olíubirgðir kannaðar. Varað við að fólk ferðist til Mexíkó eða áhættusvæða að þarflausu. Annars engar ferðatakmarkanir settar. Ástandið á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.