Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Jú, við erum nýju útrásarvík-ingarnir, en þó með jákvæð-um formerkjum,“ segir Stef-án H. Matthíasson sem ásamt félaga sínum Sveini Reyn- issyni hjá Íslandskistum stefnir á út- flutning á líkkistum til Kanada. Um miðjan næsta mánuð verður sérstök kynning í Winnipeg á framleiðslu þeirra og binda þeir miklar vonir við að hún muni skila sér í auknum verkefnum. „Við erum bara brattir og gerum ráð fyrir að fá einhverjar þúsundir pantana enda spurðu þeir hvað við gætum framleitt mikið,“ heldur Stefán áfram. „Það myndi reyndar þýða að við yrðum að endurnýja vélakost og bæta við mannskap en það aftrar okkur ekki.“ Áhugi á vistvænum kistum Ástæða þess að íslensku kisturnar vekja áhuga ytra er að hans sögn vegna þess að þær eru framleiddar með umhverfisvænni hætti en geng- ur og gerist. „Kisturnar eru reknar saman með trénöglum, handföngin líka og allar festingar og við notum umhverf- isvænt lím þar sem þess er þörf,“ út- skýrir hann. „Svo erum við með hör innan í þeim svo efnanotkunin er eins hrein og mögulegt er.“ Þá fást kisturnar í nokkrum út- færslum og litum og m.a. vinna þeir félagar nú að fyrstu myndskreyttu líkkistunni. „Það getur verið mynd af hinum látna, blóm eða jafnvel íþróttamerki – í raun hvað sem við- skiptavinurinn óskar eftir,“ segir Stefán. „Þetta er þó aðallega hugsað fyrir markaðinn hér heima þar sem hægt er um vik fyrir fólk að koma til okkar og panta sérsmíðaða kistu beint frá framleiðanda.“ Sá sem stendur fyrir kynningunni ytra er Vestur-Íslendingurinn Neil Bardal, ættaður frá Bárðardal, en hann rekur útfararþjónustu í Winni- peg. Stefán á þó von á því að reynist áhuginn mikill muni Íslandskistur gera samning við heildsala í Kanada sem sæi um að selja kisturnar. „En Neil Bardal var svo hrifinn af þess- ari framleiðslu að hann er tilbúinn til að leggja nafn sitt við þetta, og hann er mjög virtur þarna úti.“ Morgunblaðið/Kristinn Brattir Sveinn Reynisson og Stefán H. Matthíasson hjá Íslandskistum hafa opnað verslun í Starmýri í Reykjavík. Búast við þúsundum pant- ana á vistvænum líkkistum Umhverfisvænar lík- kistur gætu orðið næsta útflutningsvara Íslend- inga en Kanadamenn hafa sýnt þessari nýstár- legu framleiðslu mikinn áhuga. Kisturnar eru reknar saman með trénöglum og við notum umhverf- isvænt lím. Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Lúðrasveit Stykk- ishólms hélt upp á 65 ára afmæli sitt með veglegum tónleikum í Stykk- ishólmskirkju á sumardaginn fyrsta. Sá dagur er afmælisdagurinn því sumardaginn fyrsta árið 1944 komu nokkrir menn saman á kaffistofu frystihúss KST í þeim tilgangi að stofna lúðrasveit. Þar var í forystu Víkingur Jóhannsson. Hann stjórnaði lúðrasveitinni í fjölda mörg ár og var driffjöðrin í starfi lúðrasveitarinnar á þeim tíma. Fyrsta lúðrasveitin var skipuð 12 einstaklingum sem flestir höfðu aldrei leikið á hljóðfæri áður. Það var mikið verk að koma á stofn lúðrasveitinni. Lúðrasveit Stykkishólms hefur sett mikinn svip á bæjarlífið allan sinn starfstíma og haft áhrif á menningar- líf Hólmara. Árið 1964 stóðu lúðra- sveitarmenn fyrir stofnun tónlistar- skóla, sem hefur eflst og dafnað síðan. Nú heldur tónlistarskólinn utan um rekstur sveitarinnar. Lúðrasveitin er enn í fullu fjöri. Það kom greinilega fram á tónleikunum þar sem fram komu yfir 50 hljóðfæraleikarar á öll- um aldri. Einn stofnfélagi er enn með í hópnum. Bjarni Lárentínusson hefur spilað með lúðrasveitinni í öll þessi 65 ár. Hann hefur enn gaman af að taka þátt í starfi lúðrasveitarinnar. „Ég man vel eftir sumardeginum fyrsta fyrir 65 árum. Þetta var vorið sem ég fermdist. Ég rétt mátti vera að því að láta ferma mig.“ Hann segir að strax eftir stofnfundinn hafi verið farið að útvega lúðra og svo tóku æf- ingar við. Greitt með íslensku smjöri „Albert Klan stjórnandi kom úr Reykjavík. Hann kom með mörg lög sem hann útsetti fyrir lúðrasveitina. Hann hjálpaði okkur af stað og studdi vel við bakið á okkur fyrstu ár- in. Ég man að honum var launaður greiðinn með íslensku smjöri. Það var greiðslan sem hann fékk, nokk- urskonar vöruskipti.“ Bjarni rifjar upp með hlýju árin sín með lúðra- sveitinni. „Ég man vel þegar við lúðrasveitin flutti gamla bókasafnið niður af Höfðanum og byggði Hljóm- skálann. Þar lögðum við félagarnir fram mikla sjálfboðavinnu og Hljóm- skálinn varð félagsmiðstöð okkar í mörg ár. Þrátt fyrir að ég sé orðinn fullorðinn þá hef ég alltaf gaman af að vera með og ég mun halda því áfram meðan kallað er á mig,“ segir Bjarni og brosir. Á þessum 65 árum hefur lúðra- sveitin haft 7 stjórnendur . Stjórn- andi Lúðrasveitar Stykkishólms er Norðmaðurinn Martin Markvoll og hefur hann stjórnað sveitinni í 5 ár, en hann er nú á förum. Hann hefur skilað góðu starfi og er kvaddur með söknuði. Hef spilað í lúðrasveitinni í 65 ár Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Enn að Bjarni Lárentínusson og Hannes Gunnarsson spila af fullum krafti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.