Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 Kratar í Hafnarfirði hafa átt sinnfulltrúa á Alþingi nær óslitið síðan árið 1934. Þar hefur jafnan verið höfuðvígi flokksins. Enda hef- ur hugtakið sjálft, Hafnarfjarð- arkrati, sterka pólitíska skírskotun.     Nú geta kratar í Hafnarfirði nag-að sig í handarbökin. Fyrir kosningar tefldu þeir fram bæj- arstjóranum Lúðvík Geirssyni og átti hann að taka við keflinu af Hafnarfjarð- arkratanum Gunnari Svav- arssyni. Það var því auðvitað áfall að Árni Páll Árnason skyldi verða hlutskarp- ari í prófkjörinu og uppskera odd- vitasætið.     Þá kom Lúðvík með krók á mótibragði, óskaði eftir fimmta sæti á framboðslistanum, baráttusætinu, og ætlaði með því að leiða sigur Samfylkingarinnar í kjördæminu. Kannski vildi hann styrkja stöðu sína í formannsslagnum þegar Jó- hanna hættir. En lotteríið gekk ekki upp – Lúðvík komst ekki á þing. Ekki frekar en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem fór úr stóli borg- arstjóra fyrir þingkosningarnar 2003 og settist í baráttusætið í Reykjavík norður. Hún hafði ekki erindi sem erfiði.     Það má líka rifja upp að Ellert B.Schram stóð upp fyrir sjómann- inum Pétri Sigurðssyni eftir að hafa unnið hann í prófkjöri fyrir þing- kosningarnar 1978 og þóttist með því styrkja stöðu sína innan flokks- ins. En niðurstaðan varð sú að hann náði ekki kjöri og stuðnings- mönnum hans fannst hann hafa brugðist sér. Eftir það náði Ellert sér aldrei á strik innan flokksins og settist að lokum á þing fyrir Sam- fylkinguna.     Reynslan sýnir að pólitískar kúnst-ir af þessum toga duga ekki. Lúðvík Geirsson Baráttan um baráttusætið Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 9 rigning Lúxemborg 11 skýjað Algarve 19 léttskýjað Bolungarvík 6 rigning Brussel 12 léttskýjað Madríd 18 léttskýjað Akureyri 11 alskýjað Dublin 11 skýjað Barcelona 19 léttskýjað Egilsstaðir 6 léttskýjað Glasgow 14 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 7 súld London 10 skúrir Róm 15 skýjað Nuuk -4 snjókoma París 12 léttskýjað Aþena 16 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Amsterdam 11 skýjað Winnipeg 8 alskýjað Ósló 12 skýjað Hamborg 18 skýjað Montreal 19 skúrir Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Berlín 24 heiðskírt New York 29 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiðskírt Vín 21 léttskýjað Chicago 9 alskýjað Helsinki 16 heiðskírt Moskva 22 léttskýjað Orlando 25 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 29. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.05 0,5 9.13 3,4 15.17 0,6 21.39 3,7 5:06 21:46 ÍSAFJÖRÐUR 5.20 0,2 11.16 1,7 17.28 0,3 23.38 2,0 4:56 22:05 SIGLUFJÖRÐUR 1.01 1,3 7.25 0,1 13.55 1,2 19.37 0,3 4:38 21:49 DJÚPIVOGUR 0.16 0,5 6.06 1,9 12.22 0,4 18.46 2,1 4:31 21:19 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast við NA-ströndina og rigning, einkum SA-lands, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 4 til 9 stig. Á föstudag Allhvöss austan- og norðaust- anátt með rigningu, einkum SA- lands, en hægari og lengst af þurrt N-lands. Hiti breytist lítið. Á laugardag og sunnudag Útlit fyrir vestlæga átt með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri. Á mánudag Búast má við austlægum áttum með vætu sunnantil á landinu. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur heldur úr úrkomu. Snýst í sunnan 5-10 metra á sekúndu seint í kvöld. Hiti 6 til 13 stig að deginum, hlýjast á Norðurlandi. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is AÐALSTEINN Leifsson, stjórnmála- fræðingur og lektor við viðskiptafræði- deild Háskólans í Reykjavík, segir að um- sókn ríkis um aðild að Evrópusambandinu verði tekin alvarlega þótt ráðherrar í ríkisstjórn séu ekki sam- þykkir aðildarumsókn. Hann bendir á að þegar Svíþjóð sótti um aðild að ESB hafi einstakir ráðherrar í ríkisstjórn verið andvígir umsókn og í Finnlandi og Noregi hafi þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna greitt atkvæði gegn aðildarumsókn. Aðalsteinn segir að ESB geri enga kröfu um að ríkisstjórn ríkis sé einhuga um aðildarumsókn heldur taki allar um- sóknir alvarlega. „Þetta er algjörlega borðleggjandi,“ bætir hann við. Í öllum ríkjum sem sótt hafi um aðild hafi verið deilur um þá fyrirvara og þau skilyrði sem aðildarsamningurinn þyrfti að uppfylla. Þarf ekki einhug um umsókn  Ráðherrar í sænsku ríkisstjórninni voru á sínum tíma andvígir umsókn Svíþjóðar Aðalsteinn Leifsson Skagafjörður| Menningarhúsið Mið- garður í Skagafirði var formlega vígt við upphaf Sæluviku í Skagafirði. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á húsinu í rúm tvö og hálft ár. Að ytra útliti hafa þær breytingar orðið að byggt var nýtt anddyri sem er að mestu úr gleri og einnig var reist lítil útbygging á norðurhlið hússins fyrir lyftu. Að innan hefur hins vegar nán- ast allt verið endurnýjað þó svo að skipulag hússins sé svipað og áður. Efri hæðin fékk einnig andlitslyft- ingu. Þar er nú m.a. stofa sem er helguð minningu óperusöngvarans Stefáns Íslandi. Áætlað er að húsið taki liðlega 300 manns í sæti þ.e. þar sem áður var dansgólfið og hlið- arsalur. Stólar er lausir þannig að áfram verður hægt að dansa í saln- um og í raun tekur húsið fleiri með því að raða stólum þéttar eins og gert var við vígsluna. Húsið er allt hið glæsilegasta og frágangur til fyr- irmyndar. Aðalverktaki var bygg- ingafyrirtækið Lambeyri ehf. Fjölmenni var við opnun hússins. Nokkur ávörp voru flutt en uppi- staðan í dagskránni var söngur og komu fram við þetta tækifæri flestir starfandi kórar í héraðinu. Þá var þetta um leið setningarhátíð Sælu- viku Skagfirðinga og verða nokkrar samkomur í Miðgarði í þessari viku. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Miðgarður Ytra útlit hússins hefur tekið talsverðum breytingum, en húsið verður hér eftir nýtt sem menningarhús í Skagafirði. Menningarhúsið Mið- garður tekið í notkun „Evrópusambandið getur ómögulega hafið aðildarviðræður við ríkisstjórn sem er klofin í afstöðunni til aðildar. Ríkisstjórnin verður einfaldlega að standa heilshugar að umsókn- inni til þess að hún verði tekin alvarlega í Brussel,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópusetursins á Bifröst, á bloggi sínu á vefritinu Eyjunni í gær. Tæki umsókn ekki alvarlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.