Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 15
1 2 3 5 6 4 X X HEIMS- FARALDUR Berst þráfaldlega milli manna Sýkir fyrst og fremst dýr, fáir menn sýkjast Veira berst á milli dýra, veldur ekki sýkingu í mönnum Veira berst á milli dýra, veldur sýkingu í mönnum Veira stingur sér niður á stangli en breiðist ekki auðveldlega út Veira berst á milli manna og getur valdið staðbundnum faraldri Veira breiðist út og veldur þrálátum faraldri í a.m.k. tveimur löndum Þrálátur faraldur í a.m.k. tveimur heimshlutum Hættustig Núgildandi hættustig Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt úr þriðja í fjórða vegna svínaflensunnar sem kom upp í Mexíkó og hefur breiðst út til fleiri landa WHO segir að fimmta stigið myndi jafngilda viðvörun um að heimsfaraldur sé yfirvofandi Heimildir: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, fréttir fjölmiðla VIÐBÚNAÐUR VEGNA SVÍNAFLENSU Ameríka Evrópa HEIMSHLUTAR WHO Afríka A-Miðjarðarhaf SA-Asía V-Kyrrahaf Fólk með sótt- varnagrímur á leið upp úr jarðlest í Mexíkóborg í gær. Talið er líklegt að svínaflensan dreifist milli manna með loft- inu. Reuters 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 VEIRUEIND INFLÚENSU AF A-STOFNI HEIMSFARALDUR Efri hluti öndunarfæra SMIT FLENSUVEIRA AF A-STOFNI Heimildir: NIAID / WHO / CDC / Örverufræðideild UCT NA gen Segir fyrir um n-ensím (neuraminidase) Er með 9 ólíkar tegundir vaka, 2 sýkja menn HA gen Segir fyrir um rauðkornakekki Er með 13 ólíkar tegundir mótefnisvaka, 3 sýkja menn NP gen Segir fyrir um kjarnaprótín Flensuveirur af A-, B- og C- stofni eru með ólík kjarnaprótín NS gen Segir fyrir um ns-protín PA, PB1, PB2 gen Segir fyrir um þrjár undireiningar liðunarensíms RKS Nýja flensuafbrigðið er með erfðaefni sem finnast í veirum í fuglum, svínum og mönnum, meðal annars í evrópskum og asískum svínaveirum M gen Segir fyrir um millifrumuprótín Inflúensuveiran sýkir þekjufrumur öndunarfæranna, frumur sem hópast saman til að mynda hlífðarlag sem þekur yfirborð líffæris eða fóðrar líkamshol N-ensím (neuraminidase) Um 100 á eind Auðveldar útbreiðslu veirunnar með því að "skera" nýja æxliknappa af sýktum frumum Rauðkornakekkir (H) Um 500 á veirueind Gera veiru kleift að sýkja þekjufrumur öndunarfæranna Hnattlaga eind sem þakin er tvöföldu lípíðlagi og með átta RKS-erfðaefni Yfirborðsprótín Tvöfalt lípíðlag Ríbósakjarnsýra (RKS) Kjarnprótín Millifrumuprótín 2 Veiruhimnan blandast saman við frumuhimnuna sem tekur veiruna í sig Veiran þarfnast sérstaks ensíms (sem nefnist neuraminidase á ensku) til að komast út úr sýktum frumum og dreifast til annarra frumna 1 Rauðkornakekkir á veirunni festast við munnvatns- sýru á frumu- himnunni Frumukjarni Mótandi RKS Frumuhimna Munnvatnssýra Veiran losar erfðaefni sitt (RKS) sem fer inn í frumukjarnann RKS-erfðaefni veirunnar eru síðan endurgerð og til verður mótandi RKS (mRKS) 3 Veiruprótín og RKS sameinast til að búa til nýja veirueind 5 Nýjar veiru- eindir sýkja aðrar frumur 6 Fruman notar mRNA til að búa til nýtt veiruprótín 4 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur staðfest að í að minnsta kosti sumum sjúkdómstilfellanna er um að ræða nýtt afbrigði af flensuveiru af A-stofni, af undirstofninum H1N1 Óttast er að nýtt og mannskætt afbrigði af svínaflensuveiru í Mexíkó geti leitt til heimsfaraldurs 1918 1957 1968 H1N1 H2N2 H3N2 Spænska veikin Asíuinflúensan Hong Kong-flensan 20-50 milljónir >1 milljón 700.000 Ár UndirstofnFaraldur Tala látinna Heimsfaraldur getur hafist ef flensuveiran fær nýja rauðkorna- kekki (H) og/eða nýtt n-ensím (neuraminidase) þar sem menn myndu ekki hafa neina vörn gegn nýju undirtegundunum FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is T veir menn leituðu í gær til læknis vegna veik- inda. Þeir komu til landsins frá Bandaríkj- unum fyrir nokkrum dögum. Þó svo að ekki sé staðfest að þeir séu sýktir af inflúensu er farið með mál þeirra sem óstaðfest tilfelli um svínaflensu. Og tilfellum á eftir að fjölga mikið á næstunni. Það er fyrst og fremst fjöldi farþega sem kemur hingað til lands sem tryggir að mörg óstaðfest tilfelli koma upp. Fæstir ef nokkrir af þeim verða sýktir. Í gær var sett á hættustig hér- lendis vegna ótta um að svínaflensan verði að heimsfaraldri. Í gærkvöldi var fundað með yfirstjórn Keflavík- urflugvallar vegna aðgerða þar á næstu dögum. Meðal þess sem gert verður er að auka upplýsingagjöf til ferðamanna frá áhættusvæðum. Auk þess verður komið upp aðstöðu í Leifsstöð fyrir heilbrigðisstarfs- menn. Þangað geta farþegar sem koma til landsins leitað finni þeir fyrir einhvers konar einkennum. Komi upp minnsti grunur um að um sýkingu sé að ræða verður farið út í framhaldsmeðferð, sýni tekið og niðurstöðu beðið. Ekki verður farið út í það að kanna hvern og einn farþega, og er því ekki búist við að neinar tafir verði á starfsemi flugvallarins. Helsta ástæða þess að farið er í svo vægar aðgerðir að svo stöddu er sú staðreynd að allir þeir sem veikst hafa utan Mexíkó hafa náð sér að fullu. Raunar er enn ekki vitað hvers vegna svo mörg dauðsföll hafa orðið í Mexíkó. En hafa verður í huga að aðstæður geta breyst hratt. Ef upp kemur al- varlegt tilvik í Evrópu má búast við að áætlanir verði endurskoðaðar og jafnvel gripið til harðari aðgerða. Engin ástæða er til að óttast svína- flensuna að svo komnu máli. Engar ferðatakmarkanir hafa ver- ið gerðar en þó er varað við að ferðast til Mexíkó að þarflausu. Birgðastaðan könnuð Í áhættumatsskýrslu sem gefin var út í mars sl. voru ábendingar vegna farsótta. Meðal annars að auka þyrfti birgðir af nauðsynjalyfj- um og ákveðnum hjúkrunarvörum. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir að farið hafi verið yfir birgðir lyfjainnflytjenda þegar efnahags- lægðin fór yfir landið og komið hafi í ljós að þessi mál eru í ágætu horfi. Þó er unnið að því um þessar mundir að bæta stöðuna. Einnig er unnið að því að kanna birgðir matar og olíu í landinu og er það samkvæmt viðbragðsáætlun. Ekki hafa fengist niðurstöður úr þeim könnunum. Komið hefur fram að veirulyf séu til fyrir yfir 30% þjóðarinnar. Það er hærra hlutfall en víðast hvar í Evr- ópu. Lyfin eru geymd á miðlægum stað ásamt hlífðarfatnaði en ná- kvæm staðsetning er ekki gefin upp. Á næstu dögum verður hugað að dreifingu lyfja til sjúkrastofnana á landsbyggðinni. Bóluefni er ekki til við svínaflensu en verið er að leggja drög að fram- leiðslu þess. Íslendingar tryggðu sér fyrir nokkrum árum kauprétt- arsamning á bóluefni og tryggir sá samningur gott sæti í biðröð eftir efnunum. Búast má við bóluefnum eftir nokkra mánuði og ekki er ólík- legt að það efni verði í næstu árs- tíðabundnu bólusetningu. Ljóst þykir að svínaflensan berist til landsins en alls óvíst að hún hafi mikil skaðleg áhrif. Símafundir eru daglega við Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunina (WHO) og vand- lega fylgst með þróuninni. Ekki verður gripið til dramatískra að- gerða fyrr en þeirra er þörf. Fáum fullt af tilfellum  Aðstaða fyrir ferðamenn í Leifsstöð Augljóst er að hér koma upp óstaðfest tilfelli af svínaflensu. Í gær voru tekin sýni úr tveimur Ís- lendingum sem komu frá Banda- ríkjunum. Engin ástæða er þó fyrir almenning að óttast. Í viðbragðsáætlun vegna heims- faraldurs inflúensu er komið inn á hlutverk ríkisstjórnarinnar, þar á meðal hvað varðar fjöl- miðlasamskipti. Þar segir að meginhlutverk ríkisstjórn- arinnar sé að tryggja upplýs- ingamiðlun til almennings og að telja kjark í þjóðina á neyð- arstundu. „Forsætisráðherra er ábyrgur fyrir því að ríkisstjórnin komi einhuga fram og að tryggja skil- virka upplýsingamiðlun til al- mennings og fyrirbyggja hræðslu. Hann ber ábyrgð á að tryggja að upplýsingar séu sett- ar fram tímanlega, á skýran og samhæfðan hátt.“ Þar segir einnig að brýnt sé að öll ráðuneyti komi að málum enda muni stjórnvöld standa frammi fyrir að taka mjög stór- ar og afdrifaríkar ákvarðanir. „Því er brýnt að ríkisstjórn standi sameinuð í meiri háttar ákvarðanatöku.“ Forsætisráð- herra fyrirbyggi hræðslu Skilgreiningar Háskastig viðbragðsáætlana Almanna- varna eru þrjú: Óvissustig, hættustig og neyðarstig. Óvissustigið samsvarar 3. stigi Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO), hættustigið 4. og 5. stigi WHO og neyðarstigið 6. stigi WHO. Skilgreining hættustigs  Engin staðfest sýking hérlendis.  Litlar hópsýkingar af völdum nýs undirflokks inflúensuveirunnar brjót- ast út hjá mönnum á takmörkuðu svæði en veiran virðist ekki hafa lagað sig vel að mönnum.  Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru enn stað- bundnar. Vísbendingar um að veiran aðlagist mönnum í vaxandi mæli en þó ekki þannig að umtalsverð hætta sé á heimsfaraldri. Ráðstafanir  Ráðstafanir gerðar til að koma í veg fyrir að sýktir einstaklingar komi til Ís- lands.  Komi fólk frá sýktum svæðum til Ís- lands fer fyrsta læknisrannsókn fram í flughöfnum og höfnum.  Söfnun og úrvinnsla faralds- fræðilegra upplýsinga.  Hugsanlega þarf að loka einhverjum höfnum eða flugvöllum.  Heimasóttkví hugsanlega beitt gegn þeim sem eru einkennalausir en gætu hafa smitast.  Skip hugsanlega sett í sóttkví.  Skipulögð dreifing inflúensulyfja meðal áhættuhópa íhuguð.  Athuga með heimköllun Íslendinga frá svæðum þar sem hópsýkingar hafa brotist út. Skilgreining neyðarstigs  Stofn inflúensuveirunnar hefur fundist í einum eða fleiri einstaklingum hérlendis eða heimsfaraldri hefur verið lýst yfir. Vaxandi og viðvarandi út- breiðsla smits meðal manna. Ráðstafanir Viðbragðskerfi að fullu virkjað.  Samkomubann, lokun skóla o.fl.  Útskrift sjúklinga af sjúkrahúsum.  Skipulögð dreifing inflúensulyfja meðal áhættuhópa. Auk þess er skoðað hvort sett verði á samkomubann eða ferðafrelsi verði takmarkað með einhverjum hætti, s.s. með því að grípa til afkvíunar byggð- arlaga og landsins alls og einangrunar sýktra manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.