Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 33
Dagbók 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk. 13, 27.) Milovan Djilas var eitt sinn hetjaá Vesturlöndum. Hann var einn af samherjum Titos þegar hann náði völdum í Júgóslavíu og var þekktur fyrir að gefa ekki eftir. Þeg- ar honum þótti Tito vera farinn að gerast fullaðsópsmikill í lystisemd- unum var honum nóg boðið. Árið 1954 afhjúpaði Svartfellingurinn leið- togann og um leið bresti og galla al- ræðisins. Bókin Hin nýja stétt var mikið lesin á Vesturlöndum. Hún var þýdd á íslensku og í The New York Times var hún metin mikilvægasta bók 20. aldarinnar. Djilas var sviptur öllum embættum og varpað í fangelsi þar sem hann mátti dúsa í níu ár. Vík- verji hlýddi eitt sinn á Djilas halda fyrirlestur í Bandaríkjunum seint á níunda áratugnum. Salurinn var full- ur og á eftir myndaðist biðröð manna, sem vildu hitta andófsmanninn, sem boðið hafði Tito byrginn. x x x Nú er komin út bók eftir serb-neskan sagnfræðing, sem heitir Danilo Udovicki-Selb. Þar er spjót- unum sérstaklega beint gegn Djilasi og fullyrt að hann hafi þegar hann var í andspyrnuhreyfingunni meðal ann- ars myrt katólska presta. Einnig hafa verið birt skjöl úr safni Titos þar sem sérstaklega er fjallað um grimmd hans. Hann hafi í borg- arastríðinu sýnt handahófskennda grimmd og skotið fórnarlömb sín aft- an frá. Reyndar er Djilas ekki eina umfjöllunarefnið þessa dagana. Í gömlu Júgóslavíu eru margar fjölda- grafir þar sem liggja félagar úr ús- tasa-sveitum Króata, serbneskir tsjetnikar og slóvenskir heimavarn- arliðar. Talið er að liðsmenn Titos hafi myrt allt að 300 þúsund pólitíska andstæðinga um miðjan fimmta ára- tuginn. x x x Menn spyrja sig hvers vegna núeigi að velta Djilasi af stalli. Þeir sem ekkert höfðust að sjá skömm sína í andófsmönnunum og hafa ekkert á móti því að rífa niður hetjumyndirnar. Þessa dagana liggur Milovan Djilas undir ámæli. Í vetur var sótt að Milan Kundera. Ekkert er nýtt undir sólinni. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 draugagang- ur, 8 djarft, 9 munirnir, 10 sætta sig við, 11 pabbi, 13 byggja, 15 ux- ann, 18 búa til, 21 stefna, 22 brotsjór, 23 skynfær- ið, 24 dýflissan. Lóðrétt | 2 geðvonskan, 3 reiði, 4 lýkur, 5 gladdi, 6 ósæmileg, 7 skriðdýr, 12 greinir, 14 tré, 15 þyngdareining, 16 dýrin, 17 á næstu grösum, 18 syllu, 19 flangsist upp á, 20 tóma. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 aftur, 4 þenur, 7 napur, 8 ásinn, 9 tel, 11 inna, 13 tali, 14 kenna, 15 haga, 17 klár, 20 æða, 22 púður, 23 púkum, 24 agann, 25 reika. Lóðrétt: 1 agnúi, 2 túpan, 3 rýrt, 4 þjál, 5 neita, 6 rengi, 10 efnuð, 12 aka, 13 tak, 15 hoppa, 16 gyðja, 18 lokki, 19 remma, 20 ærin, 21 apar. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Bg5 e6 3. e4 h6 4. Bxf6 Dxf6 5. Rf3 d6 6. Rc3 Rd7 7. Dd2 Dd8 8. h4 a6 9. 0-0-0 b5 10. e5 d5 11. Hh3 c5 12. dxc5 Rxc5 13. Df4 b4 14. Re2 Dc7 15. Kb1 Bb7 16. Rfd4 Be7 17. De3 0-0-0 18. Hc1 Kb8 19. c3 bxc3 20. Rxc3 Db6 21. Df4 Hhf8 22. Ra4 Da7 23. Rxc5 Bxc5 24. Rc6+ Bxc6 25. Hhc3 Bb6 26. Hxc6 Db7 27. Da4 Ka7 28. H1c3 Hb8 Staðan kom upp á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyr- ir nokkru í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Serbneski alþjóðlegi meistarinn Milos Popovic (2.400) hafði hvítt gegn Dananum Mads And- ersson (2.190). 29. Hc7! Bxc7 30. Hxc7 Kb6 31. Hxb7+ Kxb7 32. Dxa6+ Kc7 33. Bb5 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Fundvísi. Norður ♠9542 ♥9 ♦87 ♣Á97652 Vestur Austur ♠D8 ♠63 ♥D10873 ♥ÁKG542 ♦Á954 ♦KG106 ♣83 ♣10 Suður ♠ÁKG107 ♥6 ♦D32 ♣KDG4 Suður spilar 4♠. Í lokaátökum Íslandsmótsins fékk Grantverjinn Sigurbjörn Haraldsson það verkefni að finna trompdrottn- inguna í 4♠. A-V eiga ódýra fórn í 5♥, en Eyktarmennirnir Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson völdu að verjast. Jón vakti í austur á 1♥, Sigurbjörn kom inn á 1♠, Þorlákur stökk í 4♥ og Magnús Magnússon sagði 4♠. Allir pass. Þorlákur kom út með ♥7 (fjórða hæsta), Jón drap villandi með ás og skipti yfir í ♦G – drottning og ás. Þor- lákur spilaði aftur ♦5 (annað hæsta), Jón tók á kóng og trompaði út. Ásinn upp og innhverf íhugun. Loks trompaði Sigurbjörn tígul, spilaði spaða úr borði og lét … kónginn heima. Unnið spil. Sigurbjörn hafði ýmsar ástæður fyrir íferðinni, en einna þyngst vó sú stað- reynd að 5♥ má vinna í A-V ef spaðinn liggur 3-1. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Láttu það ekki blekkja þig þótt þú eigir auðvelt með að koma skoðunum þín- um á framfæri. Farðu ekki yfir þau mörk nema með samþykki viðmælanda þíns. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er engin ástæða fyrir þig til þess að bera ábyrgð á öllum sem í kring- um þig eru. Leyfðu rómantíkinni að blómstra í lífi þínu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Farðu fram á við og þú munt af- reka. Notaðu tækifærið á meðan kraft- urinn er til staðar og komdu eins miklu í verk og þú mögulega getur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er að mörgu að hyggja bæði innan heimilis og utan. Gefðu þér tíma til að hafa samband við vini og ættingja. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Nú er rétti tíminn að hlaða rafhlöð- urnar. Hugsanir þínar ferðast á ljóshraða og ef svarið er að finna undir sólinni þá kemur það til þín. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Dagurinn í dag einkennist af galsa, hrekkjum og daðri. Hafðu samt ætíð hug- fast að ekkert varir endalaust. Taktu þér tíma til að tala frá hjartanu við einhvern í dag. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Yfirleitt er fólk að deila einhverju með þér þegar það talar, en stundum er það hreinlega að stela og halda þér í gísl- ingu með orðagjálfrinu. Truflun verður á daglegum venjum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á miklu að þú kunnir að bregðast rétt við. Sinntu þínum nánustu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert að hefja spennandi tímabil lærdóms og menntunar. Taktu frá nokkra klukkutíma fyrir hádegi og leggðu á ráðin, þannig nærðu árangri. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Magn og gæði fara ekki alltaf saman svo það er ekki einsýnt að þinn hlutur sé mestur þótt fyrirferðarmikill sé. Nú eru tækifærin svo margvísleg að þú hlýtur að finna eitthvað við þitt hæfi. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það ríður á miklu að þú haldir ró þinni, þótt eitthvað gangi á í kring um þig. Gættu þess bara að ofmetnast ekki og leyfðu samstarfsmönnum þínum að njóta með þér. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú færð einstakt tækifæri í dag til að hrinda hugmyndum þínum í fram- kvæmd. Farðu vel með þig. Stjörnuspá 29. apríl 1106 Jón Ögmundsson, 54 ára prestur að Breiðabólstað í Fljótshlíð, var vígður biskup á Hólum í Hjaltadal, sá fyrsti. Hann lést 1121. 29. apríl 1899 Kristilegt félag ungra kvenna, KFUK, var stofnað. KFUM hafði verið stofnað í byrjun ársins. Séra Friðrik Frið- riksson stofnaði bæði félögin. 29. apríl 1967 Breski landhelgisbrjóturinn Brandur frá Grimsby strauk úr Reykjavíkurhöfn með tvo íslenska lögregluþjóna um borð. Varðskip náði togar- anum síðar sama dag. Skip- stjórinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og fjársekt og afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. 29. apríl 1971 Risarauðmagi veiddist í Stein- grímsfirði, 51 sentimetra langur og 4 kílógrömm, sá stærsti sem vitað var um hér við land. Hann var talinn sex ára gamall. 29. apríl 1998 Varðskip komu með stóra flotkví til Hafnarfjarðar. Flutningur hennar frá Bret- landi hafði tekið einn mánuð og gengið á ýmsu. 29. apríl 1999 Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflutti Sinfóníu nr. 1 eftir Atla Heimi Sveinsson. Í dómi í Morgunblaðinu var sagt að verkið væri sérlega áhrifa- mikið og myndi án efa „bera hróður hérlendrar tónsköp- unar víða um lönd“. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „VIÐ reynum alltaf að lyfta afmælisdögunum dá- lítið upp, sama hver á afmæli, börnin, konan mín eða ég,“ segir Lúðvík Bergvinsson, lögfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, sem á 45 ára af- mæli í dag. Fjölskyldan fagnar áfanganum með því að vakna snemma og fá sér sérlega góðan morgunmat, með betra laginu, eins og Lúðvík kallar það. Hann og eiginkona hans, Þóra Gunn- arsdóttir, eiga tvö börn. Bjarna Þór, fjögurra ára og Jóhönnu Leu, sex ára. Hann hlær við, spurður hvort hann eigi sér eft- irminnilega afmælisdaga. „Þessir dagar hafa nú aldrei verið mikil vatnaskil í mínu lífi,“ segir hann. Samt vill svo til að nú eru einmitt vatnaskil í lífi Lúðvíks. Hann er að hætta á þingi eftir fjórtán ár. „Ég ætla að gefa mér smátíma með sjálfum mér og fjöl- skyldunni í einhverjar vikur,“ svarar hann þegar talið berst að fram- tíðinni. Helst kveðst Lúðvík horfa til lögmannsstarfa, en segir ekkert fast í hendi. Síðasta vetri gleymir hann líka seint. „Að mörgu leyti má segja að heilt samfélag hafi hrunið saman, bæði félagslega og fjár- hagslega.“ Enginn sem hafi verið í hringiðu þeirra atburða muni gleyma þeim, en nú sé samstaða Íslendinga mikilvæg. onundur@mbl.is Lúðvík Bergvinsson er 45 ára í dag Borðar góðan morgunmat Sudoku Frumstig 9 2 1 3 5 9 4 7 8 4 2 5 3 9 6 5 3 1 7 5 2 3 4 6 5 3 1 9 4 6 2 7 2 9 8 6 7 7 5 4 9 4 5 3 8 2 3 1 9 5 1 7 8 5 1 3 1 2 4 6 4 7 8 2 1 4 3 6 7 2 8 5 3 1 7 4 2 5 6 9 3 8 3 8 5 4 7 9 6 2 1 9 2 6 1 8 3 7 4 5 7 5 2 9 1 8 3 6 4 4 3 9 5 6 7 1 8 2 8 6 1 3 2 4 5 7 9 2 9 8 7 3 5 4 1 6 5 1 7 6 4 2 8 9 3 6 4 3 8 9 1 2 5 7 3 2 7 9 1 8 4 5 6 4 6 9 7 5 3 8 2 1 1 8 5 6 4 2 7 9 3 5 3 6 8 2 4 9 1 7 2 7 8 1 6 9 3 4 5 9 1 4 3 7 5 2 6 8 8 5 3 2 9 1 6 7 4 6 4 2 5 3 7 1 8 9 7 9 1 4 8 6 5 3 2 9 6 7 2 3 4 5 1 8 1 3 4 9 5 8 7 2 6 2 5 8 7 6 1 9 4 3 3 7 2 8 1 6 4 9 5 4 8 9 3 2 5 1 6 7 5 1 6 4 7 9 8 3 2 7 4 1 6 8 2 3 5 9 6 9 3 5 4 7 2 8 1 8 2 5 1 9 3 6 7 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 29. apríl, 119. dagur ársins 2009 Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.