Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI STATE OF PLAY kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára OBSERVE AND REPORT kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára PUSH kl. 8 -10:20 B.i. 12 ára I LOVE YOU MAN kl. 8 B.i. 12 ára FAST & FURIOUS kl. 10:20 B.i. 12 ára BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND SEM KEMUR ÖLLUM TIL AÐ HLÆJA 17 AGAIN kl. 8 PUSH kl. 10:10 B.i. 12 ára THE BOY IN THE STRIPED PAYJAMAS kl. 8 B.i. 12 ára KNOWING Sýnd kl. 10:10 B.i. 12 ára SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI “FUNNY AS HELL…” PETER TRAVERS / ROLLING STONE NY TIMES SEGIR: SPRENGHLÆGILEG, GRÓFUSTU BRANDARAR SEM SÉST HAFA Í BÍÓ... Empire Mbl. Fbl EIN AF BESTU MYNDUM ALLRA TÍMA SAMKVÆMT IMDB.COM „AFHVERJU GETA BANDARÍKJAMENN EKKI GERT SVONA MYNDIR LENGUR?“ CNN SÝND Í KRINGLUNNI SAMbio.is Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss LANDMARK COMEDY DAVID EDELSTEIN N.Y. MAGAZINE SETH ROGEN’S BEST WORK JOE NEUMAIER N.Y. DAILY NEWS MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHEAL BAY SÝND Í ÁLFABAKKA ROGER EBERT, EINN VIRTASTI KVIKMYNDAGAGNRÝNANDI USA. SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ! HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT BARA UNGUR EINU SINNI? SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP OG FORGETTING SARAH MARSHALL ...ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR TIL AÐ SEGJA ÞAÐ? EMPIRE SKY 12 216 16 L 12 12 12 12 Sérstök ástæða er til að mælameð sænsku kvikmyndinniLåt den rätta komma inn (Let The Right One In) sem sýnd er í Sambíóunum um þessar mundir. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu John Ajvide Lindqvist, og hefur hún slegið í gegn víða um heim. Og skal engan undra.    Um er að ræða hrollvekju semgerist í úthverfi Stokkhólms í upphafi níunda áratugarins. Hún segir frá 12 ára gömlum dreng sem verður fyrir miklu einelti í skóla og hefur það almennt frekar skítt þangað til stúlka, sem í fljótu bragði virðist 12 ára gömul, flytur í blokk- ina hans. Fljótlega kemur hins veg- ar í ljós að hún er aldagömul vamp- íra.    Fljótt á litið virðist þetta skrítinblanda; ástarsaga í Svíþjóð í upphafi níunda áratugarins þar sem vampírur og einelti fléttast saman. En útkoman er hreint stórkostleg, og það sem undarlegra er, alveg einstaklega falleg í ljótleika sínum. Rauði þráðurinn er ástarsaga að- alpersónanna tveggja sem óhætt er að segja að séu utangarðs og öðru- vísi en aðrir, og laðast því hvort að öðru. Það sem skiptir sköpum í því hversu trúverðug og eðlileg sam- skipti þeirra eru er hversu frábær- lega aðalleikararnir standa sig. Þrátt fyrir að bæði Kåre Hedebrant og Lina Leandersson séu þrettán ára gömul eru þau meira sannfær- andi en margur eldri leikarinn, og eiga þau stærstan þátt í því að skapa einhverja eftirminnilegustu ástarsögu hvíta tjaldsins á seinni ár- um. Enda sagði leikstjórinn Tomas Alfredson í nýlegu viðtali að rétt leikaraval hefði skipt öllu máli í þessu tilfelli, en hann tók sér næst- um heilt ár í að skoða um 4.000 unga leikara um alla Svíþjóð áður en hann fann þá réttu.    Til stendur að endurgera Let theRight One In vestanhafs, nema hvað. Leikstjórinn Alfredson hefur lýst sig mótfallinn því - endurgerð eigi aðeins rétt á sér þegar frum- myndin er ekki góð, og menn vilji laga það sem miður fór. Höfund- urinn Lindqvist hlakkar hins vegar mikið til að sjá bandarísku útgáf- una, enda herma fregnir að þar verði bókinni fylgt eftir með ná- kvæmari hætti en gert var í sænsku útgáfunni. Ólíklegt verður þó að teljast að þeim Hollywood-mönnum takist að endurskapa hið magnaða jafnvægi milli hryllings, ofbeldis, fegurðar og húmors sem Svíunum tókst að skapa í frummyndinni, og hvað þá að takast jafn vel á við alvarleg samfélagsmein, svo sem einelti, fá- tækt, alkóhólisma og misnotkun á börnum. En við sjáum hvað setur - leikstjórinn Matt Reeves á að baki hina ágætu skrímslamynd Clover- field og því aldrei að vita nema Let Me In, eins og hún heitir vestanhafs, verði ekki svo slæm.    Hvað sem endurgerðum líður erekki annað hægt en að hvetja sem flesta til að sjá Let The Right One In áður en hún hverfur úr kvik- myndahúsum hér á landi. Að minnsta kosti þá sem þora. jbk@mbl.is Einstaklega fallegur hryllingur AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson »Fljótt á litið virðistþetta skrítin blanda; ástarsaga í Svíþjóð í upp- hafi níunda áratugarins þar sem vampírur og einelti fléttast saman. Utangarðs Hinn 13 ára gamli Kåre Hedebrant í hlutverki sínu í Let The Right One In. Að mati greinarhöfundar fer Hedebrant á kostum í myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.