Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 ALMAR Guð- mundsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri FÍS. Almar lauk prófi í hag- fræði frá Há- skóla Íslands ár- ið 1997 og MBA-prófi frá London Business Schoool árið 2005. Hann hefur víðtæka reynslu úr fjármálageiranum og starfaði í rúm 11 ár hjá Íslandsbanka í ýms- um deildum bankans. Hann hefur einnig sinnt kennslu við HR. Almar nýr fram- kvæmdastjóri FÍS Almar Guðmundsson VIÐSKIPTAVINIR Nýja Kaup- þings sem eru með netbanka fá nú öll yfirlit hjá bankanum send raf- rænt til sín. Þetta sparar þúsundir króna í sendingarkostnað árlega. Þá getur fólk sparað sér sending- arkostnað með því að afpanta papp- írsyfirlit fyrir VISA, Mastercard, lífeyri og greiðsluseðla. Rafrænt yfirlit Hafnarfjarðarbær hvetur Hafnfirð- inga til að hreinsa lóðir sínar og garða í árlegri hreinsunarviku bæj- arins. Starfsmenn þjónustumið- stöðvar Hafnarfjarðar fara um bæ- inn á meðan á hreinsunardögum stendur og fjarlægja garðaúrgang sem settur er út fyrir lóðamörk. Að hreinsunarvikunni lokinni þurfa bæjarbúar sjálfir að sjá um að koma garðaúrgangi til endur- vinnslustöðva Sorpu og Gámaþjón- ustunnar. Morgunblaðið/Golli Taka garðaúrgang í hreinsunarviku SJÁVARÚTVEGS- og landbún- aðarráðherra hefur ákveðið að Matís ohf. flytji starfsemi sína í nýtt húsnæði um næstu áramót. Matís starfar nú á þremur stöð- um víðs vegar um borgina. Ákveðið hefur verið að semja við bygging- arfélagið Mótás sem boðið hafði fram leigu á 3.800 fermetra hús- næði á Vínlandsleið 12 í Reykjavík. Húsnæðið sem nú er fokhelt er á þremur hæðum ásamt kjallara og mun leigusali innrétta húsnæðið og skila því fullfrágengnu. Leigusali hefur áætlað að mannaflaþörf, þ.m.t. afleidd störf við að fullgera húsnæðið, séu um 200 ársverk. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Matís í nýtt húsnæði ALLIR landsmenn 30-85 ára munu fá sendan rafrænan happdrætt- ismiða frá Blindrafélaginu og munu þeir birtast sem valkrafa í heima- bönkum þeirra. Alls eru 207 vinningar í boði, tveir bílavinningar, 130 ferðavinn- ingar og 75 gistivinningar frá Foss- hótelum. Allir sem taka þátt munu auk þess fá ókeypis sjóntryggingu sem gildir til áramóta. Blindrahappdrætti ÁRATUGUR er á föstudaginn síðan Flugsafn Íslands var stofnað; það var 1. maí 1999 og hét þá reyndar Flugsafnið á Akureyri en nafninu var breytt fyrir nokkrum árum. Safnið var formlega opnað 24. júní árið 2000 þegar haldin var fyrsta sinni svokölluð flughelgi safnsins í samvinnu við Flugmálafélag Íslands, sem síðan er árlegur viðburður. Aðalhvatamaður að stofnun safns- ins var Svanbjörn Sigurðsson og hef- ur hann verið safnstjóri frá upphafi. Með Svanbirni unnu ýmsir áhuga- menn um íslenska flugsögu og varð- veislu gamalla flugvéla og margir góðir gripir hafa bæst í safnið síðan það var stofnað. Safnið er opið alla daga vikunnar yfir sumarið. Í tilefni tímamótanna verður opið á afmælisdaginn, 1. maí, kl. 13 til 17 og á laugardaginn verður opið kl. 10 til 17 í tilefni af Eyfirska safnadeginum. Tíu ára afmæli Flugsafns Íslands Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glæstir gripir Stjórnklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, bættist við safn- kostinn í vetur. Bjartur Geir Gunnarsson, átta ára, skoðaði þá klefann. Opið hús í safninu á Akureyri á föstudag Nýir svefnsófar – íslensk framleiðsla 20% kynningarafsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.