Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 ✝ Helga Jónsdóttirfæddist í Reykja- vík 7. desember 1923. Hún lést á Landspítala- háskólasjúkrahúsi við Hringbraut að morgni hins 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Anna Stefánsdóttir frá Möðrudal, f. 30.7. 1878, d. 5.12. 1953, og Jón Helgason prentari, f. 24.5. 1877, d. 18.1. 1961. Fóstursystir Helgu er Eva Kristjánsdóttir, f. 25.2. 1913. Helga giftist 7. maí 1949 Gunn- ari Þorvarðarsyni skipstjóra, f. 29.7. 1927, d. 29.5. 2006. For- eldrar hans voru Þorvarður Björnsson, fyrrv. yfirhafn- sögumaður í Reykjavík, f. 14.11. 1889, d. 5.6. 1972, og Jónína Ágústa Bjarnadóttir húsmóðir, f. 18.8. 1889, d. 5.7. 1974. þeirra eru a) Garðar Örn, f. 1975, kvæntur Söru Guðmunds- dóttur, f. 1975, börn þeirra eru Ísabella, f. 2001, Ísak Örn, f. 2004, og Jökull, f. 2009, b) Giss- ur Páll, f. 1977, kvæntur Sigrúnu Daníelsdóttur Flóvenz, f. 1977, dóttir þeirra er Hildur, f. 2006, c) Gunnar, f. 1982, í sambúð með Höllu Katrínu Kristjánsdóttur, f. 1983, sonur þeirra er Þorvarður, f. 2009, d) Ragnar, f. 1984 og e) Jóhann, f. 1991. 5) Jón, f. 4.11 1957, kvæntur Sigríði Guðnýju Sverrisdóttur, f. 18.1 1959, synir þeirra eru a) Sverrir Örn, f. 1981, kona hans er Aya Arakaki, f. 1982, og b) Birgir Freyr, f. 1987. 6) Helga, f. 27.10 1964, sonur hennar er Birkir, f. 1992. Helga var alin upp á Berg- staðastræti í Reykjavík þar sem faðir hennar rak prentsmiðju Jóns Helgasonar. Hún starfaði sem ung kona í prentsmiðjunni og við heimilisaðstoð. Eftir að hún giftist Gunnari var hún húsmóðir. Þau hjónin bjuggu í 40 ár á Rauðalæk 36, en fluttu á Klepps- veg 62 árið 1996. Útför Helgu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, miðviku- daginn 29. apríl, og hefst athöfn- in klukkan 15. Meira: mbl.is/minningar Börn Helgu og Gunnars eru: 1) Að- albjörg Sigríður, f. 15.10. 1942. 2) Björg, f. 17.11. 1948, gift Finnboga Sigurðssyni, f. 12.6. 1951, börn þeirra eru a) Klara, f. 1971, gift Ármanni Kjartanssyni, f. 1970, börn þeirra eru Andri Hrafn, f. 1999 og Ísak Már, f. 2003, b) Súsanna, f. 1975, dætur hennar eru Ebba Dís, f. 2001, og Sunna Líf, f. 2005, c) Sigríður, f. 1983, og d) Sigurður, f. 1984. 3) Ágústa, f. 23.5. 1950, börn henn- ar eru a) Ásdís, f. 1972, gift Bjarna Reyr Kristjánssyni, f. 1973, börn þeirra eru Ari, f. 2001, og Ásgerður Helga, f. 2003, og b) Gunnar Sturla, f. 1988. 4) Þorvarður, f. 14.5. 1954, kvæntur Þórlaugu Ragn- arsdóttur, f. 20.12. 1953, börn Móðir okkar, Helga Jónsdóttir, lést að morgni 21. apríl sl. Faðir okkar, Gunnar Þorvarðarson, lést 29. maí 2006. Þann 7. maí næst- komandi hefðu þau átt sextíu ára brúðkaupsafmæli. Meðal brúð- kaupsgjafa þeirra var ljóð frá Lilju Björnsdóttur föðursystur unga brúðgumans. Minningar um foreld- ar okkar lifa áfram í hugum okkar og viljum við minnast þeirra með ljóðinu hennar Lilju. Að segja eitthvað fallegt mig fýsir í dag þú frændi minn ungi og kæri og flytja ykkur, ágætu brúðhjón, þann brag sem boðlegur teldi ég væri. Það fegursta af öllu er á foldu ég leit að fagnandi elskendur treysti sín heit. Með hækkandi sólu þið byrjið þá braut sem bendir til gæfunnar landa, ef sameinuð standið í sælu og þraut og sigrið með kærleikans anda. En farmannsins viti er heimili hans, þar húsfreyjan ágæta bíður síns manns. Nú hamingjudísirnar heitið er á, þau hnoss ykkur ríkuleg veita, í öllu þá fegurð og unað að sjá er ástvinir samhuga leita. Ef skyldan og trúmennskan haldast í hönd, þar hnýta hin traustustu gæfunnar bönd. (Lilja Björnsdóttir) Foreldrar okkar áttu meira en 60 ár saman þar sem skyldan og trúmennskan héldust í hönd. Þau kenndu okkur mikilvægi, sam- heldni og hjálpsemi fjölskyldunnar. Guð blessi minningu þeirra, Aðalbjörg, Björg, Ágústa, Þorvarður, Jón og Helga. Móðir mín lést á Landspítalan- um við Hringbraut að morgni 21. apríl eftir stutta sjúkrahúslegu. Hún var tilbúin að fara og mikill friður var yfir henni. Mamma saknaði pabba á hverjum einasta degi frá því hann dó fyrir tæpum þremur árum og ég veit að hún er hvíldinni fegin eftir langt ævikvöld. Nú er hlutverki hennar lokið hér, hlutverki sem hún stóð sig vel í og er tilbúin að ganga á fund pabba og það verða gleðifundir. Ég á ljúfar minningar frá æsku minni þar sem mamma hugsaði vel um börnin sín. Mikið var lagt á sjó- mannskonuna að ala upp sex börn, en mamma leysti það verkefni vel. Hún var mikil húsmóðir. Hún saumaði föt og prjónaði fallegar flíkur á okkur systkinin og var snillingur í matargerð. Mamma var mikil handverkskona og eftir hana liggja mörg falleg verk. Hún saum- aði mikið út og eftir sjötugt fór hún að mála málverk, gera ker- amik og mála á postulín. Mamma var mikil fjölskyldumanneskja og naut þess að halda boð fyrir fjöl- skylduna. Efst eru í huga veisl- urnar á gamlárskvöld og höfum við systkinin haldið í hefðina að halda saman góða veislu á gamlárskvöld. Mamma var mikill heimsborgari, ferðaðist mikið með föður mínum en hann var skipstjóri hjá Eimskip. Á þessum ferðalögum tók pabbi myndir og þegar heim var komið voru haldin myndakvöld fyrir okk- ur systkinin og afa og ömmu. Þessi myndakvöld eru mér í fersku minni og lýsingar mömmu urðu svo ljós- lifandi að þegar ég seinna heim- sótti þessa staði fannst mér ég hafa áður komið þangað. Á kveðju- stund sem þessari er margt sem kemur upp í hugann og minning- arnar eru allar góðar. Með söknuð í hjarta kveð ég þig, mamma mín. Það var mömmu mjög mikilvægt að geta búið á heimili sínu þrátt fyrir háan aldur og það gat hún með góðum stuðningi okkar systk- ina, tengdabarna og opinberra að- ila. Fyrir hönd okkar systkina vil ég koma á framfæri þakklæti til dagvistunar á Vitatorgi, Hafdísar hjá félagsstarfi aldraðra á Norð- urbrún 1, heimaþjónustunnar á Dalbraut og heimahjúkrunar fyrir góða þjónustu og stuðning við móð- ur okkar. Vertu sæl, mamma mín, og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og börnin mín. Ágústa Gunnarsdóttir. Þegar kemur að kveðjustund renna margar ljúfar minningar í gegnum hugann. Helgu tengda- móður minni kynntist ég í byrjun árs 1980, strax í upphafi var mér ljóst að hér var á ferð listakona mikil, hvort sem var í matargerð eða hannyrðum. Helga var mikill fagurkeri hvort sem var varðandi heimilið eða þegar hún framreiddi alla sína frábæru rétti, voru þeir ekki síður fyrir augað en bragð- laukana. Helga var einnig mikill heimsborgari sem var ekki mjög algengt fyrir hennar kynslóð, hún ferðaðist víða um heim með hon- um Gunnari sínum, en hann var skipstjóri hjá Eimskip alla sína tíð. Ferðalögin gáfu henni mikla víðsýni og var það ekki síður hvíld frá heimilinu, en allur þungi heim- ilishaldsins og umsjón sex barna þeirra hjóna hvíldi á henni þegar eiginmaðurinn var í burtu. Það var oft líf og fjör á Rauða- læknum, en þar var heimili þeirra hjóna þegar ég kom til sögunnar. Veislurnar, fallegur og góður mat- urinn verða ávallt í minningunni. Þau hjón höfðu þann sið að öll fjöl- skyldan kom saman um áramót og hafa systkinin og þeirra fjölskyldur haldið þessum sið áfram eftir að þau höfðu ekki lengur þrek til að taka á móti öllum hópnum sem er orðinn allstór í dag. Þegar Gunnar veiktist og dvaldi langdvölum á sjúkrahúsi fór Helga og sat hjá manni sínum nánast daglega. Fyrir þremur árum lést Gunnar og saknaði hún hans alla daga síðan. Listhneigðin var mjög sterk og fór Helga að mála árið 2000, þessi iðja gaf henni ómælda ánægju og lífsfyllingu. Þegar tendamóðir mín var orðin ein skiptumst við börnin og tengda- börnin á að hafa umsjón með henni, þannig að við vorum alltaf viss um að einhver kom við hjá henni. Nú er Helga komin til hans Gunnars síns. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir). Elsku Helga, takk fyrir góða samfylgd. Ég geymi í minningunni margar dýrmætar stundir sem við áttum saman. Hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir Þórlaug Ragnarsdóttir. Móðuramma mín Helga Jóns- dóttir er nú látin 85 ára að aldri. Amma fæddist í Reykjavík síðla árs 1923. Langamma mín, Aðal- björg Anna Stefánsdóttir, hafði nokkrum árum áður flutt á mölina ofan af Hólsfjöllum ásamt fóstur- dóttur sinni Evu Kristjánsdóttur. Í Reykjavík kynntist Aðalbjörg lang- afa mínum, Jóni Helgasyni prent- ara úr Berufirði en hann var þá ekkjumaður. Jón var einn af stofn- endum Gutenberg-prentsmiðjunn- ar en rak frá árinu 1925 eigin prentsmiðju á Bergstaðastræti 27. Þar ólst amma mín upp og fór ung að vinna við prentstörf bæði hjá Gutenberg og hjá föður sínum. Amma gekk einn vetur í Landakotsskóla og svo í Miðbæj- arskólann. Auk prentstarfanna vann hún á heldri heimilum í borginni og stundaði húsmæðra- nám. Hún var ríflega tvítug þeg- ar hún kynntist afa mínum Gunn- ari Þorvarðarsyni sem lést fyrir þremur árum. Afi var fjórum ár- um yngri en amma og hefur nú sennilega munað um það á þess- um árum. Amma sagði mér eitt sinn söguna af því þegar hún veitti afa mínum fyrst athygli. Þá kom hann til hennar ásamt sam- eiginlegri vinkonu þeirra og stóð kippkorn frá meðan vinkonan hvíslaði í eyra ömmu: „Hann Gunni vill tala við þig. Honum finnst þú sæt.“ Ég sé afa glögg- lega fyrir mér eins og hann hefur birst ömmu þennan dag – mynd- arlegur, brosmildur og svolítill töffari, vart kominn af unglings- aldri. Það hefur verið erfitt að standast svona boð, þótt ömmu hafi nú sennilega þótt hún eldri og lífsreyndari en þessi stráklingur. Og vart gerði þetta unga fólk sér í hugarlund þá miklu sögu sem hófst með kynnum þeirra. Börnin urðu sex og barnabörnin þrettán. Barnabarnabörnin eru nú orðin ell- efu. Amma og afi byggðu sér heim- ili á Rauðalæk 36 í Reykjavík þar sem þau bjuggu í rúm fjörutíu ár. Þau hefðu átt 60 ára brúðkaups- afmæli 7. maí nk. Amma á stóran hlut í ömmu- stelpunni sem þetta skrifar. Amma var mikill áhrifavaldur í lífi mínu enda gætti hún mín frá því ég var ungbarn svo mamma gæti stundað vinnu og nám. Gjafir ömmu eru ríkur hluti af sjálfri mér. Hún gaf mér ómældan tíma, ást og um- hyggju. Á milli okkar myndaðist kærleiksstrengur sem aldrei rofn- aði. Bernskuárin mín á Rauða- læknum eru mér afar hugfólgin, þau voru tími sakleysis og gleði og fyrir þau verð ég ævinlega þakklát. Amma var ætíð stolt af uppruna sínum á Möðrudal á Fjöllum. Þangað sótti hún listfengi sína og hagleik. Matarveislur hennar voru bæði fyrir auga og tungu. Hún var afkastamikil handavinnukona og saumaði mikið út. En að öðru ólöstuðu þykir mér vænst um myndirnar hennar. Amma hóf að mála á striga þegar hún var komin hátt á áttræðisaldur. Þá kom glögglega í ljós að hún hafði alla ævi geymt með sér hæfileikaríka listakonu sem fékk ekki útrás fyrr en undir lok ævinnar. Það var un- un að fylgjast með því hvernig mál- unin fyllti ömmu gleði og lífskrafti. Á kveðjustund er ein tilfinning sem ber aðrar ofurliði í hjarta mínu og það er þakklætið. Þakk- læti fyrir allar stundirnar. Þakk- læti fyrir alla hlýjuna og kærleik- ann sem veitti þessu ömmubarni skjól til að vaxa og verða að mann- eskju. Blessuð sé minning ömmu. Ásdís Jónsdóttir. Helga Jónsdóttir Mig langar að segja nokkur orð um lang- afa minn. Langafi minn var alltaf duglegur að leyfa okkur krökkunum að vera með sér. Þó ekki væri mikið til af dóti heima hjá langafa og lang- ömmu leiddist manni aldrei því hann var svo duglegur að finna eitt- hvað handa manni að gera. Ef veðr- Þórður Snæbjörnsson ✝ Þórður Snæ-björnsson fæddist í Svartárkoti í Bárð- ardal 25. nóvember 1924. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 12. apríl 2009 og fór útför hans fram frá Ak- ureyrarkirkju 27. apríl. Meira: mbl.is/minningar ið var gott fórum við oft með honum að labba í Kjarnaskóg eða í berjamó. Í berjamó kepptumst við krakkarnir um hver væri fljótastur að tína í fötuna og þótt afi virtist ekkert vera að flýta sér vann hann okkur alltaf. Ef ég fékk að gista hjá langafa og langömmu fannst mér best að fá bláber og rjóma í kvöldkaffi. Ég man líka eftir þegar við krakkarnir vor- um að hjálpa langafa í garðinum, Davíð á sláttuvélinni, Alexandra og Eyþór að raka og ég og Kári flýtt- um okkur að tína sem flesta fífla því fyrir hvern fífil fengum við tíkall að launum. Í bíltúrum með langafa hlustuðum við á Elvis og við krakk- arnir sungum með og jafnvel farið og keyptur ís. Það var líka gaman að segja langafa frá því ef maður stóð sig vel í skólanum því þá var hann svo stoltur af mér. Langafi kenndi mér líka að tefla og afakæf- an var alltaf best. Langafi minn ræktaði líka vínber í glerhúsinu sínu og fór oft með manni niður í hús til að prófa uppskeruna. Hann átti líka voðalega flottar bóndarósir. Mér fannst alltaf gaman að spjalla við langafa því hann hafði alltaf nægan tíma til að hlusta. Ég þakka þér, langafi, fyrir allar góðu stund- irnar. Saknaðarkveðja, Andrea Sif. Elsku langafi, „Mín léttustu spor eru grafin í þína sanda“ – Einar Benediktsson. Abraham Lincoln sagði eitt sinn að það væru ekki ár- in í lífi okkar sem skiptu máli held- ur lífið í árunum. Ég trúi því að langafi minn hafi verið einskonar persónugerving þeirrar hugmyndar, því að þótt að hann hafi verið svo lánsamur að lifa lengi, lifði hann einnig hvern dag eins og enginn væri morgundagurinn. Frá mínu sjónarhorni elskaði hann lífið og kenndi mér að virða náttúruna og aðrar lífverur. Hvort sem það voru bóndarósirnar í garðinum hans eða lækirnir í Kjarnaskógi, allt var eft- irtektarvert og yndislegt. Nema kettir, kettir teljast ekki með. Hann var endalaus uppspretta visku. Þeg- ar ég var yngri kenndi hann mér að taka eftir umhverfinu mínu, hvaða bláber litu best út til átu og hvaða kantsteina ég ætti ekki að detta um. Þegar ég varð eldri kenndi hann mér að rækta mína innri mann- eskju, við töluðum um heimspeki og bókmenntir og hann hafði alltaf jafn gaman af skáldinu Einari Ben. Þeg- ar við keyrðum um, spiluðum við alltaf Elvis Presley. Eitt sinn sagði hann mér frá því að þegar hann var í Bandaríkjun- um, þá fór hann að sjá Presley spila á tónleikum og fékk starf við það að draga stúlkur sem höfðu fallið í yf- irlið út. Síðan veifaði hann hönd- unum út í loftið og sagði „stelp- urnar voru alveg snarvitlausar yfir honum Elvis!“ Ég viðurkenni að ég veit ekki hve sönn sú saga er, en mér finnst hugmyndin af langafa mínum, með dökkt hárið greitt aft- ur og dansandi eins og Elvis alveg æðisleg. Svo núna þegar ég hlusta á Elvis segi ég vinum mínum frá þessari sögu, hve afi minn var flott- ur. Hjá honum á ég mínar bestu minningar barnæsku minnar, og þótt þær virðist vera fullar af teiknimyndaglápi og prakkarastrik- um, lærði ég svo mikið af því. Það mikilvægasta sem langafi minn kenndi mér var að lifa lífinu til fulls. Að lifa lífinu núna en ekki seinna, að grípa það eins og naut á hornunum og snúa það niður (hann gat leikið alveg frábært naut ef út í það er farið), að sjá svo miklu meira bakvið hlutina og að hlæja svo miklu meira að lífinu. Ég mun sakna hans afar mikið, en það er ekki svo mikil sorg í mér, því að ég veit að hann er á betri stað, upplifandi ný ævintýri og áskoranir. Kannski er hann að djamma með Elvis? Kveðja Alexandra Dögg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.