Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is L jóst er að svínaflensan getur haft mikil og slæm efnahagsleg áhrif í heim- inum öllum. Dr. Keji Fu- kuda, aðstoðaryfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, hefur viðurkennt að beðið hafi verið með að hækka viðvörunarstigið í kjölfar svínaflensunnar vegna þess að menn væru „mjög meðvitaðir um að breytingar [á stiginu] hefðu mikil póli- tísk og efnahagsleg áhrif á löndin“. Viðbrögðin eru misjöfn eftir löndum en í Hong Kong, Rússlandi og á Taív- an er hafinn undirbúningur að því að setja ferðamenn í sóttkví ef grunur leikur á að þeir séu smitaðir. Enn hafa stjórnvöld þó víðast hvar ekki lagt bann við ferðalögum til landa þar sem hætta er talin á smiti. En þau brýna fyrir fólki að fara ekki þangað að nauð- synjalausu. Einkum eru það fyrirtæki í ferða- þjónustu og samgöngum sem verða fjárhagslega fyrir barðinu á veikinni en fleiri eru uggandi. Verðfall hefur orðið á mörgum mörkuðum og máttu þeir þó ekki við miklu fyrir. Ósáttir við nafnið á veikinni Framleiðendur á svínakjöti í Bandaríkjunum reyna nú að sögn The New York Times að slá á ótta almenn- ings og benda á að heitið á pestinni sé óheppilegt og villandi vegna þess að veiran virðist breiðast út án þess að svín komi þar beinlínis við sögu. „Ég geri ráð fyrir að allt verði að fá eitthvert nafn,“ segir Kyle Stephens, svínabóndi í Amarillo í Texas. „En stærsti vandi okkar er að fá fólk til að trúa ekki því versta heldur kynna sér málið betur.“ Alþjóðlegir fjárfestar eru þegar byrjaðir að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana og reyna að finna þau fyr- irtæki og greinar sem líklegust séu til að verða fyrir áföllum, segir í frétt BBC. Hlutabréf í flugfélögum og hót- elum hafa þegar lækkað í verði enda búist við verulegum samdrætti í ferða- mennsku. Hrun varð á markaði fyrir svo- nefnda afleiðusamninga í framleiðslu sojabauna og maís í Bandaríkjunum en slíkar vörur eru mikilvægt fóður í kjötframleiðslu sem gæti dregist sam- an í heiminum. En verð á bréfum í lyfjafyrirtækjum hefur hækkað nokk- uð, ekki síst Roche sem framleiðir Ta- miflu, eitt af þekktustu flensulyfj- unum. Kína, Indónesía og Rússland hafa bannað innflutning á svínakjöts- afurðum frá Mexíkó og þrem banda- rískum sambandsríkjum þar sem vart hefur orðið við veikina. Mexíkó hefur þegar orðið fyrir þungu höggi af kreppunni, Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn, AGS, hafði áður spáð að framleiðsla Mexíkóa myndi dragast saman um 4% á árinu. Nú bætist við að ferðamönnum snarfækkar. Börum, stórverslunum, kvikmynda- húsum og jafnvel kirkjum var lokað yfir helgina í Mexíkóborg. Mörg flug- félög hafa samþykkt að viðskiptavinir geti frestað ferðum til landsins og þýska ferðaskrifstofan TUI, sem selur ferðir þangað, hefur nú aflýst þeim. Mörg ríki herða eftirlit á landamærunum Mörg ríki hertu í gær gæslu á landamærum í kjölfar þess að æ fleiri tilfelli svínaflensu greinast nú í heiminum. Sum ríki hyggjast setja ferðamenn sem grunaðir eru um að vera smitaðir í sóttkví.  Búist er við samdrætti í ferðaþjónustu og samgöngum verði svínaflensan skæð 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 Svínaflensan breiðist út Er þetta svínaflensa? Nei, yfirdýralæknir segir að um sé að ræða nýtt veiruafbrigði sem berst milli manna. Uppruni þessa nýja afbrigðis er óljós en í því er blanda af erfðaefni frá inflúensuveirum manna, svína og fugla. Hvað á þá að kalla hana? Ísraelar hafa viljað nefna hana Mexíkó-veikina en við litlar und- irtektir. Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin breytti raunar nafninu í gær og heitir veikin Novel influenza virus. Ekki hefur fundist viðeig- andi íslenskt nafn. Hefur svínaflensa komið upp áður? Já, meðal annars í Bandaríkj- unum 1976. Hún olli mikilli skelf- ingu þótt hún leiddi aðeins einn mann til dauða. Nokkrir aðrir sýktust og var þá farið af stað með mikla bólusetningu. Hún hafði hins vegar þá slæmu auka- verkun að gera fólk berskjaldaðra en ella fyrir Guillain-Barre- sjúkdómi en hann getur valdið tímabundinni lömun og jafnvel dauða. Vegna þess var hætt við bólusetninguna eftir 10 vikur en þá höfðu um 40 milljónir Banda- ríkjamanna verið bólusettar. Ekk- ert varð síðan úr svínaflensu- faraldri, um 200 veiktust en ekki allt að 60 milljónir manna eins og spáð hafði verið. Hefur svínaflensa komið upp hér á landi? Hún hefur aldrei greinst hér en skimað hefur verið fyrir henni í nokkur ár. Allt frá árinu 1994 hafa verið tekin sýni með nokk- urra ára millibili úr svínum og leitað að mótefnum gegn veir- unni. Kemur grisjan að gagni við að verjast smitun? Já, að nokkru leyti. Minni hætta er á að smitað fólk dreifi veirunum með hósta eða hnerra en fólk getur smitast með öðrum hætti, til dæmis með snertingu. Sóttvarnarlæknir mælir þó ekki með að Íslendingar taki upp á því að nota grímur. Starfsfólk á Leifsstöð eða áhafnir flugvéla mun ekki bera þær. S&S Svo virðist sem svínaflensan hafi komið upp hálfum mánuði fyrr en talið var. Var fyrsti sjúklingurinn Edgar Hernandez, fjögurra ára gamall drengur, í þorpinu La Gloria í Veracruz-ríki. Þar er gríðarlega stórt svínabú og hafa íbúarnir lengi kvartað undan flugnagerinu og fnyknum frá stóru „svínaskíts- lóni“ skammt frá. Í fyrstu var talið, að Hernandez, sem náði sér að fullu, hefði lagst í venjulegri inflúensu en nú hefur verið staðfest, að um svínaflensu var að ræða. Lagðist hún á marga íbúana og raunar var mikið um flensu eða öndunarfærasjúkdóma í þorpinu þegar í febrúar. Þá komu starfsmenn heilbrigðisyfirvalda á vettvang, einöngruðu þorpið og eitruðu fyrir flugunum, sem fylltu allar vistarverur. Um 3.000 manns búa í La Gloria og frá því í febrúar hafa um 60% þeirra þurft á lækn- ishjálp að halda. Það er því hugs- anlegt, að pestin hafi þá þegar ver- ið hafin. Á svínabúinu er alin nærri ein milljón dýra á ári en það er að hluta í eigu Smithfield Foods í Bandaríkjunum, heimsins stærsta framleiðanda svínaafurða. Svínaflensan hefur lamað dag- legt líf í Mexíkó að mörgu leyti en margir óttast efnahagslegu áhrifin meira en sjúkdóminn sjálfan. Sem dæmi má nefna, að nokkur ríki hafa þegar bannað innflutning svínaafurða frá Mexíkó og salan í miklum eftirlætisrétti, carnitas, steiktu svínakjöti, er gersamlega hrunin. svs@mbl.is Upptök flensunnar hugsanlega í litlu þorpi rétt við gríðarstórt svínabú AP Frískur og fær Edgar Hernandez á heimili sínu í La Gloria. Hugs- anlegt er, að hann hafi veikst fyrstur en hann jafnaði sig þó fljótlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.