Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 – meira fyrir áskrifendur Fylgiblað með Morgunblaðinu 12. maí Eurovision 2009 F í t o n / S Í A Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Meðal efnis: • Stiklað á stóru í sögu Eurovision í máli og myndum, helstu lög og uppákomur • Páll Óskar spáir í spilin • Kynning á keppendum í undankeppni og í aðalkeppni • Ævintýrið um Jóhönnu Guðrúnu • Íslensku lögin í gegnum tíðina • Atkvæðaseðill fyrir aðalkeppnina • Ásamt fullt af spennandi efni um Eurovision Undankeppnin fer fram 12. og 14. maí en aðalkeppnin laugardaginn 16. maí. Þetta er tvímælalaust blaðið sem sjónvarpsáhorfendur hafa við höndina 12., 14. og 16. maí þegar Eurovision verður sýnt í sjónvarpinu. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00, fimmtudaginn 7. maí. ÉG VAR stödd í stórmarkaði nú fyrir kosningar og þar var maður að velja sér lambafillé, nautalundir og svínabóga úr kjöt- borðinu. Þegar kunn- ingi hans kom aðvíf- andi byrjaði maðurinn að gráta: Ríkisstjórnin er bara að pæla í kynjakvóta, súlustöðum og á meðan brennum við. Ég gat ekkert sagt því ég skildi að hér var kominn sjálfur Skarphéðinn í brennunni. Svo tíndi maðurinn kjötvörurnar ofan í körf- una sína og grét svolítið áfram yfir tilvonandi vinstri stjórn. Gráturinn „björgum Íslandi“ er hreinn ótrúlegur. Samt á að virkja allar ár, hverja hveraholu og byggja álver í hverju skúmaskoti. Hvaða Ís- landi á þá að bjarga? Fólki sem lifir í lausu lofti? Vill fólk láta ræsa bygg- ingarkranana sem vomuðu yfir eins- og hrægammar? Að hillurnar í búð- unum sem nú þegar svigna undan kræsingum verði fylltar, að jeppa- flotinn sem streymir um göturnar verði sýnilegur, hlutabréfunum fundinn staður á himnum? Það var ekkert góðæri hér, það var óðæri og ég er fegin að því skuli vera lokið. Og með fullri virðingu fyrir Evrópu- sambandinu og olíuleit þá bjargar það okkur ekki, ég held það þurfi ekki einu sinni að bjarga okkur, það er ekkert að okkur, okkur vantar ekki neitt. Það sakaði þó ekki að vinstri menn slepptu því að dýrka Jóhönnu á sama hátt og Davíð var dýrkaður hjá sjálfstæð- ismönnum, (maður fer loksins að skilja hvern- ig dýrkun fer með fólk!) það sakaði heldur ekki að Ísland yrði stór- iðjulaust því álfyrirtækin eru her- gagnaframleiðendur og vopnin not- uð til að passa friðinn í Írak og fleiri stöðum – svo væri þjóðþrifaverk að safna saman tárunum sem falla í stórmörkuðunum og þau höfð til sýnis á Þjóðminjasafninu: Svona grét fólk í gamla daga þegar það brann við kjötborðið og grét yfir feg- urð nautalundanna. Og það væri kannski ágætt að huga að kynjakvóta og súlustöðum og þá lagast hitt af sjálfu sér. Brennum við? Eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur Elísabet Jökulsdóttir » Það var ekkert góð- æri hér, það var óðæri og ég er fegin að því skuli vera lokið. Höfundur er rithöfundur. MARGIR andstæð- ingar ESB halda því fram að Ísland muni tapa sjálfstæðinu ef við göngum í ESB. Þessi fullyrðing hjá andstæðingum ESB er röng og byggist á blekkingu. Ein af grunnforsendum þess að ganga í ESB er að ríkin þurfa að vera sjálfstæð, með Alþingi, sjálfstæða dómstóla og réttlát lög. Nánar má lesa um þessi skilyrði í Kaup- mannahafnarskilyrðunum (Copen- hagen criteria), en þau skilyrði eru ein af grunnskilyrðunum fyrir inn- göngu í ESB. Ísland uppfyllir öll þessi skilyrði í dag og því ætti um- sókn Íslands um aðild að ESB ekki að lenda í neinum vandamálum þeg- ar öll 27 aðildarríki ESB færu yfir umsóknina. Innan allra sáttmála ESB (sátt- málar eru æðstu lög ESB) er sjálf- stæði aðildarríkja tryggt. Þetta sjálfstæði á að tryggja ennþá betur með hinum væntanlega Lissabon- sáttmála. Réttur minni aðildarríkja ESB er tryggður í sáttmálum ESB, og einnig hefur Finnland tekið þá afstöðu að passa uppá réttindi smærri aðildarríkja ESB. Af Norðurlöndunum eru Svíþjóð, Danmörk og Finnland í ESB. Öll þessi ríki njóta sjálfstæðis og full- veldis síns, jafnframt því að vera meðlimir í ESB, þar sem þau hafa áhrif á ákvarðanatöku ESB í öllum þeim málum sem skipta þau máli. Ísland yrði langt því frá áhrifalaust og ósjálfstætt innan ESB, við myndum hafa bakland innan Norðurlandanna í sameiginlegum hags- munamálum ríkjanna innan ESB. Andstæðingar ESB hafa ennþá ekki getað vísað á eitt einasta ríki innan ESB sem er ósjálfstætt eins þeir fullyrða að Ísland muni verða við inngöngu. Það kemur ekki á óvart, enda er ekkert ríki innan ESB ósjálfstætt eða ófullvalda. Þessar fullyrðingar um að ríki tapi sjálfstæði sínu og full- veldi við inngöngu í ESB er ekkert nema hræðsluáróður andstæðinga ESB og það ber að afgreiða þennan málflutning sem slíkan. Íslendingar munu njóta þess að vera í ESB. Lausir við efnahags- legan óstöðugleika, geta gleymt miklum sveiflum á gjaldmiðlinum við helstu lönd í Evrópu við upp- töku á evru. Innganga í ESB mun ekki leysa öll vandamál á Íslandi, en innganga í ESB yrði stórt og mik- ilvægt skref fram á við fyrir Íslend- inga. Bæði efnahagslega og lýðræð- islega. Sjálfstæði Íslands og ESB Eftir Jón Frímann Jónsson Jón Frímann Jónsson »Margir andstæð- ingar ESB halda því fram að Ísland muni tapa sjálfstæðinu ef við göngum í ESB. Þessi fullyrðing hjá andstæð- ingum ESB er röng… Höfundur er öryrki. MIKIÐ er rætt og ritað hvernig unnt er að koma til móts við þá sem mest skulda og lækka skuldabagga heimilanna. Þess vegna var allrar at- hygli vert að hlusta á varaformann XD flytja tilfinningaræðu á landsfundinum 28. mars sl. og heyra hvernig sumir hugsa sér mögu- leikann að komast frá skuldum sín- um. Efnislega sagði varaformað- urinn um hlutabréfakaup eiginmannsins. Eiginmaður minn fjárfesti í hlutabréfum í Kaupþingi og tók síð- ar lán til þess, líkt og margir starfs- menn bankans. Í byrjun árs 2008 ákvað hann að setja hlutabréfaeign- ina og skuldir í eignarhaldsfélag en markmiðið var að eiga hlutabréfin til langs tíma. Eignir félagsins voru ávallt umfram skuldir þar til kom að bankahruninu en þá lenti félagið, eins og mörg önnur félög, í miklum vanda. Með það félag verður að sjálfsögðu farið að lögum eins og öll önnur félög í sambærilegri stöðu. Hvað er verið að segja með þessari síðustu setningu – með það félag verður að sjálfsögðu farið að lögum. Ósköp einfalt. Eignir félagsins duga ekki fyrir skuldum og félagið verður gjaldþrota. Engar eignir til og eng- inn borgar skuldirnar. Félagið verð- ur bara gert gjaldþrota í samræmi við lög sem um slíkt gilda og skuld- irnar afskrifaðar. Það kom ekkert fram í ræðunni hvort persónuleg ábyrgð væri á skuldinni og hvort sú ábyrgð hefði verið yfirfærð á eign- arhaldsfélagið við stofnun þess eða ábyrgðin felld niður hafi hún verið fyrir hendi. Við þetta vakna spurn- ingar. Er mögulegt að fella sjálfur niður persónulega ábyrgð á láni með því að einfaldlega flytja skuld- ina á pappír í einkahlutafélag? Embætti ríkisskattstjóra hefur gef- ið það álit að niðurfelling eða eft- irgjöf skulda sé skattskyld hjá þeim sem niðurfellinguna fær. Fróðlegt væri á síðari stigum að frétta hvort niðurfelling skulda sé talin fram til skatts hjá þeim einstaklingum sem sjá sjálfir um niðurfell- ingu eigin skulda eða hafa fengið niðurfell- ingu á annan hátt. Heilmikið var í frétt- um eftir bankahrunið að ákveðinn fjöldi starfsmanna Kaup- þings hefði keypt hlutabréf fyrir him- inháar fjárhæðir og skuldsett sig fyrir þessum fjárhæðum. Það var þá álit ýmissa lögfræðinga að auðvit- að bæri að innheimta þessar skuldir þó svo hlutabréfaeignin væri orðin verðlaus. Þá héldu menn að per- sónuleg ábyrgð skuldara væri á skuldinni. Ekkert hefur heyrst lengi um þetta mál – hvorki um það að skuldirnar hafi verið greiddar né um það að skuldirnar eða ábyrgð- irnar hefðu verið felldar niður. Kannski er þetta mál í þöggun eins og margt annað í bankahruninu. Þess vegna vakna spurningar. Hvað ætli margir hafi flutt hlutabréfaeign og einkaskuldir í einkahlutafélag og talið sig sjálfir geta fellt niður per- sónulega ábyrgð á skuldunum? Hvað fengu starfsmenn Kaupþings persónulega margar milljónir eða milljarða greiddar til sín í arð fyrir hlutabréf sem þeir aldrei greiddu og skulduðu þeim sama aðila sem greiddi arðinn? Hver verður í dag að greiða fyrir þessa og aðra óráð- síu í bankakerfinu? Við þessari síðustu spurningu er einfalt svar. Íslenskir skattgreið- endur í boði ráðamanna m.a. úr röð- um sjálfstæðismanna. Hér má svo sannarlega líka velta fyrir sér þeirri spurningu hvort það eitt sér sé ekki óbein hækkun á sköttum þegar skattpeningarnir fara í greiðslu á skuldum óráðsíumanna í stað þess að fara til almennra velferðamála og framfara í þjóðfélaginu. Fjöldi íbúð- areigenda er tæknilega gjaldþrota þar sem eftirstöðvar fasteignalána eru hærri en verðmæti íbúða. Hver veit nema sjálfstæðisfólkið varði veginn um farsæla lausn þeirra mála. Einhvers konar samsvörun við hlutabréfakaupin hér að framan. Einstaklingar setja íbúð sína og skuld í eignarhaldsfélag að fyr- irmynd þessa fólks og síðan verður farið með eignarhaldsfélagið að lög- um – gjaldþrotameðferð. Lánveit- andinn tekur við íbúðinni og af- skrifar skuldina. Íbúðir hafa sem kunnugt snarlækkað í verði og kannski óseljanlegar. Lánveitand- inn selur þá íbúðina til fyrri eiganda á niðursettu markaðsvirði og lánar andvirðið til 40 ára á lágum (jafnvel engum) vöxtum. Það mun nefnilega auka líkur á endurgreiðslu lána ef vextir eru nógu lágir. Áreiðanlega margir með neikvæða eiginfjár- stöðu mundu vera tilbúnir að vinna úr sínum málum á þennan hátt. Einstaklingarnir verða þá persónu- lega ekki gjaldþrota. Það verður eignarhaldsfélag sem verður gjald- þrota og hverfur úr þjóðskránni. Einfalt að skýra þetta á pappír en kannski ekki fyrir venjulegt fólk að skilja eða framkvæma slíka gjörn- inga. En það var svo einnig athygli- vert að sjá alla (a.m.k. flesta) lands- fundarfulltrúa standa upp hinn 28. mars sl. að lokinni ræðunni og klappa í margar sekúndur. Það gæti óneitanlega verið umhugsunarefni um hvað allt klappið snýst. Frekar vil ég halda að þetta sé bara ein- hverskonar óskiljanleg stjörnudýrk- un stjórnmálamanns en síður að verið sé að klappa fyrir ráðsnilld í fjölskyldu varaformannsins. Þó veit maður aldrei og getur ekkert full- yrt. Eftir Sigurð Tómasson »Hlutabréf Kaup- þingsmanna. Er mögulegt að fella sjálfur niður persónulega ábyrgð með því að einfaldlega flytja skuld- ina á pappír í einka- hlutafélag? Sigurður Tómasson Höfundur er endurskoðandi. Undanskot skulda?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.