Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 viðhaldið Allt fyrir EÐA LÍTIÐ! ER OF STÓRT EKKERT VERKEFNI EX PO ·w w w .e xp o. is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MARGIR kjósendur strikuðu út nöfn frambjóðenda og breyttu röðun í kosningunum nú, líklega meira en í undanförnum kosningum. Ekki hef- ur þetta leitt til breytinga nema á einum framboðslista og ekki orðið til að breyta því hverjir taka sæti á þingi. Raunar á eftir að birta upplýs- ingar úr Reykjavík suður, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er sennilegt að Ólöf Nordal færist upp fyrir Guðlaug Þór Þórðarson á lista Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur hafa haft rétt til að breyta röð frambjóðenda frá því listakosningar voru teknar upp í al- þingiskosningum 1915. Tókst að ná fram breytingum í nokkrum til- vikum á fyrri hluta aldarinnar. Frægast er dæmið frá þingkosning- unum 1946 þegar Bjarni Benedikts- son var færður úr 6. sæti lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík í það fimmta á kostnað Björns Ólafssonar. Með því móti hélt Bjarni þingsæti en Björn Ólafsson komst ekki inn á þing en hann hafði verið ráðherra um skeið og var það mikill skellur. Vegna uppgjörsaðferða sem not- aðar voru frá 1959 þurftu svo margir að taka sig saman að breytingar á röð voru varla raunhæfar. Með breytingum sem gerðar voru á kosn- ingalögum árið 2000 voru mögu- leikar kjósenda til að hafa áhrif á röð lista aftur auknir. Nýttu kjósendur sér það í kosningunum fyrir tveimur árum og aftur nú, að því er virðist. Kjósendur virðast vera að upp- götva að með samstilltu átaki hóps er hægt að hafa áhrif á röð fram- bjóðenda. Svo má búast við því að sérstakar aðstæður valdi miklum út- strikunum einstaka frambjóðanda. Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins færðust niður um sæti í kosningunum 2007 en báðir héldu þingsætum. Kjartan Þ. Ólafsson færðist upp fyrir Árna Johnsen í Suðurkjördæmi og Illugi Gunn- arsson færðist upp fyrir Björn Bjarnason í Reykjavík suður. Enn sætaskipti á Suðurlandi Birtar hafa verið upplýsingar um breytta atkvæðaseðla í öllum kjör- dæmum nema Reykjavík suður. Mest var strikað út í Suður- kjördæmi. Það leiddi til þess að Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, færðist niður og hafði sætaskipti við Unni Brá Konráðs- dóttur. Það dró úr áhrifum útstrik- ana hjá Árna að hann var í all- mörgum tilvikum færður í 1. sætið og aðrir frambjóðendur strikaðir út. Breytingar á atkvæðum hafa ekki haft áhrif í öðrum kjördæmum þótt talsvert hafi verið strikað út, eins og til dæmis hjá Samfylkingunni í Reykjavíkurkjördæmi norður. Útstrikanir leiða ekki til breytinga á skipan Alþingis  Mikið um útstrikanir á listum  Líkur á að tveir þingmenn lækki á listanum   !"# $% #&  - .  / ) $$  ) %0.  1 2 30 $$  4 -5 $  $$  6 70 &'%() ' *' $+ /  3 7 0,8 6  90:   $$ 8 %2  0;8  - 7 <' = ;8 ! % ' *' $+ ) %0. ,8 2>:   08 - .  / ) $$ ,8 3 $ 96 70,8! &'% ' *' $+ 3 $9%= 0,8 2  %%028 3 $'> 8 ! %() ' *' $+ 9 : 5   8? 90  3 $    $$ ,8  :&  7 $$ 28 2  2  $0,8 ) @) 08 A  % 0;8  7    B$  ;8 -). (/  &'% ' $  ;  6  8! 9 2 $ 0*8 C  C>: 8 '> ) 08D    3 3 $0,8? )$ '> ,8! )7.  E $$ ;8? @B$ C2> ,8 ) 9  0;8 E    0,8 F$$  G2 <$ > ($: C $7 ($:  $            ! "" " "! " ""   "  " "   !  !     0 1    2 2 2 1       1  0        3 3 3 3 3 3 3 3 03 3 3 3 3 3 03 3 3 03 03 3 3 3 3 3 3 H4$> 7 : $  0  >     > $  =$$    1 27 $ 7< ) :  7> =$$   $      >  Í HNOTSKURN »Fjórðungur kjósendaSjálfstæðisflokksins í Suð- urkjördæmi breytti framboðs- listanum. »Um 10% kjósenda í Suð-vesturkjördæmi strikuðu yfir nöfn frambjóðenda. »Steinunn Valdís Ósk-arsdóttir hefði fallið út af þingi við það að færast niður um sæti. Hún var langt frá því að falla. TIL þess að breyta röð lista þurfa gjarnan 10 til 25% kjósenda hans að breyta eins. Flóknar reglur gilda um uppgjör slíkra atkvæða. Frambjóðendur á lista hafa ákveðið forskot og ná kjöri í réttri röð ef kjósendur hrófla ekki við honum. Við uppgjör er einungis lit- ið til tvöfalds þingmannafjölda listans og fær efsti maðurinn mest vægi en síðasti varamaður minnst. Þetta leiðir til þess að lægra hlut- fall kjósenda þarf til að breyta list- um sem fá marga menn kosna en þegar fáir komast að. Kjósendur hafa síðan um nokkrar leiðir að velja til að breyta röðinni. Áhrifaríkast til að koma sínum manni ofar er að strika út nafn frambjóðenda fyrir ofan og raða sínum manni í efsta sætið. Dugar að um 11% kjósenda lista sem fær fjóra menn kjörna stilli sig saman til að ná því fram en þess má geta að aðrir kjósendur geta dregið úr þessum áhrifum. Með útstrikun einni og sér þurfa tæplega 17% kjósenda sama lista að strika út nafn frambjóðandans í 4. sæti til þess að frambjóðandinn í 5. sæti komist upp fyrir, svo eitt dæmi sé tekið. Venjulega þarf meiri kraft í útstrikanir vegna annarra breyt- inga sem áhrif hafa. Enn fleiri sam- stillta kjósendur þarf ef breyta á röðinni án útstrikana. 10-25% geta breytt fram- boðslista EKKI er hægt að fjarlægja fram- bjóðanda af lista. Þótt nafn hans sé strikað út af öllum atkvæðaseðlum viðkomandi flokks verður hann áfram varaþingmaður, raunar sá síðasti í röðinni. Þá hafa breytingar á nöfnum neðarlega á framboðslista, svo sem í neðsta sæti, heiðurssætinu svo- nefnda, ekki áhrif, nema ef svo ólík- lega færi að sami listinn fengi alla þingmenn einhvers kjördæmis. Slíkar útstrikanir geta vitaskuld haft táknrænt gildi, það er að segja ef yfirkjörstjórnir gefa þær upp. Ekki hægt að fjarlægja mann „ÞETTA eru enn fuglar í skógi, sýn- ist mér,“ segir Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Borgarahreyfing- arinnar. Sam- kvæmt útreikn- ingum Morgunblaðsins fær hreyfingin um 27,5 milljónir um áramótin, verði upphæðin til skiptanna milli stjórnmálaflokk- anna sú sama og um síðustu ára- mót. Hreyfingin fær einnig um 2,5 milljónir á þessu ári af fjárlögum þingsins, greitt í tveimur greiðslum á þriðja og fjórða ársfjórðungi. Hún fær greiðslur út kjörtímabilið, sem ákveðnar eru í fjárlögum hverju sinni. Jóhann segir peningana koma sér vel fyrir hreyfinguna. Hún standi skuldlaus eftir kosningabaráttuna sem hafi kostað innan við tvær millj- ónir „Við eigum þá þennan pening til ráðstöfunar. En það sem er fyr- irliggjandi núna er að við þurfum að finna okkur skrifstofuhúsnæði til að halda utan um baklandið,“ segir hann. „Þá gaf fólk sem vann að hreyf- ingunni vinnuna sína. Það getur það ekki endalaust,“ segir hann og býst því við að hugsanlega verði nú hægt að greiða því fólki laun. gag@mbl.is Peningarnir koma hreyf- ingunni vel Jóhann Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.