Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 34
34 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 Búist er við vætusömu veðri næstu daga, einkum suðaustanlands, skúrum eða slydduéljum og kólnandi veðri um helgina. Því mun ekki veita af góðri regnhlíf fram yfir helgi. Morgunblaðið/Ómar Dropakast á döfinni Kvóti UM MIÐJA tutt- ugustu öld var byrjað að tala um takmörkun fiskveiða við Ísland. Takmörkunarsinnar héldu því fram að með takmörkun veiða mætti byggja upp fiskistofna og veiða meira seinna. Svokölluð svört skýrsla fiskifræðinga kemur út í lok áttunda áratug- arins, þar var því spáð að ef ekki yrði tekið í taumana myndi þorsk- stofninn við Ísland hrynja og hér yrði aldr- ei framar veiddur þorskur. Þessum hræðsluáróðri var trúað, smátt og smátt var farið að takmarka veiðar. Lög um veiðikvóta voru sett árið 1983, kvótinn var settur á skip og var úthlutað samkvæmt aflareynslu seinustu þriggja ára. Handhafar kvótans urðu útgerðarmenn, sjó- mennirnir gleymdust. Launakjör ís- lenskra sjómanna hafa verið sam- kvæmt hlutaskiptakerfi, kerfið byggist á því að bátsverjar fá í sinn hlut einn þriðja af veiðinni sem þeir skipta á milli sín. Útgerðarmaðurinn tvo þriðju. Af sínum hluta greiðir svo útgerðarmaðurinn svokallaða auka- hluti til yfirmanna, þeir eru, einn til formanns, hálfur til stýrimanns og fyrsta vélstjóra, einn fjórði til annars vél- stjóra og matsveins. Einn helgasti réttur mannsins er rétturinn til að sjá sér og sínum farborða. Með lögum um stjórn fiskveiða var þessi réttur tekinn af íslenskum sjómönnum. Milli vertíða reru margir á smábátum og gerðust svo trillukarlar þegar líða tók á ævina. Lausn á þessu leið- indamáli gæti verið sú að hver maður fengi óframseljanlegan kvóta sem væri eitt tonn af þorski fyrir hvert skráð ár í skiprúmi. Kvótann megi aðeins nýta innan fjölskyldu yfir sumarið og veiðarfærin lína eða handfæri. Gestur Gunnarsson. Eyrnalokkur tapaðist EYRNALOKKUR, blár mattur steinn í hringlaga silfurumgjörð, tapaðist um páskahelgina, hugs- anlega við Krónuna í Örfirisey eða við Garðheima í Breiðholti. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 897 5989.      Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, kaffi og blaðalestur kl. 9, vinnustofa opin kl. 9-16, postulínsmálun, útskurður kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30, söngstund kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist, handavinna, kaffi/dagblöð, hárgreiðsla, böðun, fótaaðgerð. Á morgun kl. 13.30 verður fjöldasöngur við undirleik Árna Ís- leifssonar. Breiðholtskirkja | Samvera fyrir eldri borgara kl. 13.30. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9-16, leikfimi k. 10. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10, söngvaka kl. 14, umsjón hafa Sigurður Jónsson og Helgi Seljan, kóræfing hjá söngfélagi FEB kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Boccía kl. 9.30 og kl. 10.30, glerlistarhópar kl. 9.30 og kl. 13, félagsvist kl. 13, söngur kl. 15.15, viðtalstími FEBK kl. 15-16 og bobb kl. 16.30. Í dag er síðasti skiladagur á sýningarmunum á vorsýningu 1.-3. maí. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, postulínsmálun og kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.30, vatnsleikfimi kl. 9.30 og 11.40, brids og bútasaumur í Jónshúsi kl. 13. Félagsstarf, Gerðubergi | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, handavinna og tréút- skurður. Kl. 10 fræðsla um heilsueflingu og líkamsrækt, á eftir er leikfimi. Frá há- degi spilasalur opinn. S. 575 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Kl. 10 handa- vinna, kl. 13.15 leikfimi og framhalds- sagan, Dögg í spori kl. 14.30. Grensáskirkja | Samvera eldri borgara kl. 14. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Safnast í kirkju kl. 11, súpa kl. 12, brids kl. 13, kaffi. Hraunbær 105 | Útskurður kl. 9, brids kl. 13. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9. Putt kl. 10. Línudans kl. 11. Saumar, félagsvist og glerbræðsla kl. 13. Pílukast kl. 13.30. Gaflarakórinn kl. 16. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa frá kl. 9 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9, 10 og 11. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður. Prjónakaffi kl. 14, kaffi og meðlæti. Hæðargarður 31 | Morgunkaffi kl. 9-11. Listasmiðja kl. 9-16. Framsögn og framkoma kl. 9-12. Stefánsganga kl. 9.10. Ókeypis tölvuleiðbeiningar kl. 13- 15. World Class. Gáfumannakaffi kl. 15. Myndlistarsýning Erlu Þorleifsdóttur og Stefáns Bjarnasonar opnuð í dag kl. 14. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Lindaskóla v/Núpalind kl. 15-16. Uppl. í síma 564 1490, 554 5330 og 554 2780. Korpúlfar, Grafarvogi | Listasmiðjan, gleriðnaður og tréskurður á morgun á Korpúlfsstöðum kl. 13-16. Keila á morg- un kl. 10 í Keiluhöllinni við Öskjuhlíð. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur frá Heilsugæslu kl. 10.30, leikfimi með Janick kl. 11, mynd- listarnámskeið með Helgu Hansen kl. 13. Hárgreiðslustofa, s. 862-7097, fóta- aðgerðastofa, s. 552-7522. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Þórir S. Guðbergsson, höfundur „Lífsorku“, tal- ar um lífsgleði. Kaffiveitingar á Torginu. Norðurbrún 1 | Morgunleikfimi kl. 9.45. Upplestur kl. 10.30 á Bör Börs- son, Þórhallur bókavörður les. Opið smíðaverkstæði, Halldór leiðbeinir út- skurði kl. 9-12. Félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun kl. 9- 12, sund kl. 10, enska kl. 11.30, versl- unarferð í Bónus kl. 12.10, myndmennt kl. 13, tréskurður kl. 14. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, hægt erað fá leið- sögn í prjóni, hekli, útsaumi, búta- saumi. Morgunstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.15, upplestur kl. 12.30, bókband, kl. 13, dansað við und- irleik hljómsveitar kl. 14. S. 4119-450. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER EKKI SNIÐUGT AÐ BORÐA HEILA DOLLU AF JALAPENO- PIPAR ÁÐUR EN MAÐUR FER AÐ SOFA FINNST FRÚ RÓSU Í LAGI AÐ ÞÚ HAFIR TEPPI Í SKÓLANUM? HVAÐ SAGÐI HÚN? HÚN HÉLT FYRIR ANDLITIÐ OG SAGÐI EKKERT NEI, HÚN ER EKKI MJÖG HRIFIN AF ÞVÍ, EN ÉG ÁKVAÐ AÐ SEMJA VIÐ HANA... ÉG ÆTLA AÐ LOSA MIG VIÐ TEPPIÐ EF HÚN HÆTTIR AÐ NAGA NEGLURNAR SÍNAR SPEGILL, SPEGILL, HERM ÞÚ MÉR... HVER Á LANDI FEGURST ER OG? HVERNIG Á ÉG AÐ GETA SVARAÐ ÞESSARI SPURNINGU AF HREINSKILNI ÞEGAR ÞÚ HELDUR Á SLEGGJU? TEDDI, ÆTLA ÞEIR EKKI AÐ LAGA Á ÞÉR NEFIÐ? ÞÚ ERT AFTUR FARINN AÐ HRJÓTA SÓLEY, HVERNIG GENGUR GÍTARKENNSLAN? HÚN GENGUR MJÖG VEL! EN KALLI ÆFIR SIG ALDREI ÉG VIL EKKI NEYÐA KRAKKA TIL AÐ ÆFA SIG. ÞÁ FINNST ÞEIM LEIÐINLEGT AÐ SPILA EN ÞÁ LÆRA ÞAU ALDREI Á GÍTAR! ÞÚ HUGSAR ALLT OF MIKIÐ UM AÐ NÁ TAKMARKINU ÞEIR SKEMMDU PRENT- VÉLARNAR OKKAR. NÆSTA BLAÐ KEMUR OF SEINT Í SÖLU ÞEIR ERU BÚNIR AÐ EYÐILEGGJA ALLT! NÆST SJÁUM VIÐ TIL ÞESS AÐ ENGINN VILJI FRAMAR AUGLÝSA Í BLAÐINU HANS JAMESON! HLJÓMAR VEL ÉG ÁKVAÐ AÐ FRAMKVÆMA VÍSINDALEGA RANNSÓKN Á KORTUM SNÝR NORÐUR ALLTAF UPP OG SUÐUR ALLTAF NIÐUR... ÉG VILDI KOMAST AÐ ÞVÍ HVORT ÞAÐ VÆRI Í ALVÖRUNNI SATT OG HVERNIG GEKK? EKKI VEL... ÁTTAVITINN ÞINN LIFÐI EKKI AF FALLIÐ ÚR TRÉNU ÁTTAVIT- INN MINN? LÁTTU MIG VITA ÞEGAR ÞÚ KAUPIR ÞÉR NÝJAN. ÞAÐ STENDUR Í VÍSINDABÓK- INNI MINNI AÐ ÉG EIGI AÐ REYNA EINS OFT OG ÉG ÞARF Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.