Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 ✝ Marteinn HafþórHreinsson fædd- ist á Akranesi 9. ágúst 1953. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Inga Sigurlaug Þorsteinsdóttir þroskaþjálfi, f. 1.11. 1934, d. 23.6. 2007, og Hreinn Ófeigsson vélfræðingur, f. 10.5. 1934. Marteinn ólst upp hjá hjónunum Elísabetu Jónu Sigurðardóttur, húsfreyju, f. 25.10. 1910, d. 2.9. 1998, og Marteini Markússyni, húsasmíðameistara og rithöfundi, f. 2.2. 1908, d. 11.9. 1993. Systkini hans sammæðra eru Ólafur H. Wallevik, f. 10.3. 1958, Þorsteinn H. Wallevik, f. 23.3. 1964, Har- aldur B. Wallevik, f. 19.4. 1966, og Jón Elvar Wallevik, f. 17.10. 1968. Systkini hans samfeðra eru Pétur, f. 27.2. 1954, Elínborg, f. 19.3. 1956, Hreinn Sesar, f. 18.9. 1958, Elfa Björt, f. 16.9. 1962, Gunn- hildur, f. 21.10. 1963, og Ófeigur, þar sveinsprófi 1973. Árið 1978 lauk hann fjórða stigi í vél- stjóranámi. Árið 1979 fékk hann meistarabréf í vélvirkjun og hlaut þar með starfsheitið vélfræðingur. Marteinn lét þó ekki staðar numið og tók hin ýmsu námskeið til að bæta þekkingu sína. Hann lauk meðal annars hæfnisprófi í rafsuðu hjá Iðntæknistofnun. Árið 1991 hlaut Marteinn prófskírteini í skrifstofutækni frá Tölvuskóla Reykjavíkur. Einnig lauk hann 7 fögum í öldungadeild Verzl- unarskólans og bókhalds- og rekstrarnámi frá Viðskiptaskól- anum árið 1992. Starfsferill Mar- teins var bæði til sjós og lands. Starfsferllinn hófst hjá KR Hvols- velli þar sem hann starfaði sem vélsmiður. Marteinn starfaði einn- ig hjá Landssmiðju vélvirkjun og SÍS skipadeild þar sem hann byrj- aði sem dagmaður á vél samhliða námi sínu. Hann komst þó fljótt til metorða og starfaði sem IV-II vél- stjóri hjá SÍS skipadeild og síðar sem II-I vélstjóri hjá útgerð- arfélagi Skagfirðinga. Marteinn færði sig síðan af sjónum í land þar sem hann kom við á ýmsum vinnustöðum sem verkstjóri, m.a. hjá Landsmiðjunni plötudeild, Garðasmiðjunni og Garðasmiðj- unni Galax. Útför Marteins fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 13. f. 4.3. 1972. Marteinn kvæntist Ásgerði Pálsdóttur sjúkra- liða, f. 20.7. 1955, hinn 27.8. 1977. Börn þeirra eru: 1) Páll Þórólfsson fast- eignasali, f. 31.5. 1972. Maki Katrín Rós Gunnarsdóttir, f. 8.3. 1975. Börn þeirra eru Aron Dag- ur, f. 18.10. 1996, og Gunnar Hrafn, f. 5.5. 2002. 2) Elísabet Inga Marteinsdóttir viðskiptafræðingur, f. 21.1. 1979, maki Vilhjálmur R. Vilhjálmsson, f. 23.7. 1977. Dóttir Elísabetar og fyrrverandi sambýlismanns henn- ar, Halldórs Arnar Sigurjónssonar, f. 29.2. 1976, er Gyða Stefanía, f. 6.5. 2002. 3) Margrét Vala Mar- teinsdóttir háskólanemi, f. 2.3. 1986, sambýlismaður Hjalti Rafn Gunnarsson, f. 3.9. 1986. 4) Þór- hildur Dana Marteinsdóttir fram- haldsskólanemi, f. 20.2. 1991. Að loknu landsprófi frá Skógaskóla hóf Marteinn nám í vélvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund. Ég kveð þig með trega. Þú vast góður maður og ég kem alltaf til með að líta upp til þín og tileinka mér þinn hugsunarhátt. Það eru margar minningar sem koma upp í huga mér á þessari stundu. Það er mér svo dýrmætt hversu góður þú varst mér alltaf og studdir mig í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Minningarnar við þessa kveðju- stund eru óteljandi og það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar ég var lítil stelpa og markmaður í fótbolta. Þú mættir á flestalla leiki sem ég spil- aði og stóðst fyrir aftan markið hjá mér og hvattir mig áfram. Ég man hvað það gerði mig örugga enda var það sjaldan sem ég fékk á mig mark. Þá var pabbi stoltur af stelpunni sinni og lét mér svo sannarlega líða eins og sigurvegara. Þessi minning er góð lýsing á því hvernig faðir þú varst. Þú varst alltaf að stjana við okkur stelp- urnar. Jólaferðin ykkar mömmu til mín til Kaupmannahafnar er mér mikilvæg við þessa kveðjustund. Við áttum svo góðar stundir saman. Við fórum á karókíbarinn og þú plataðir mig til þess að syngja Proud Mary og eftir það varð ekki aftur snúið og við stóð- um þarna feðgin og sungum nokkur lög saman, það var svo gaman. Þú elskaðir líka tónlist og vast alvöru rokkari. Pabbi var góður sögumaður og við áttum margar góðar kvöldstundir sem fóru í það að ræða sögur frá vinnuárum þínum. Þú vast duglegur maður og ég fylltist stolti í hvert sinn sem þú sagðir mér frá afrekum þín- um. Hvílík vitneskja og þekking sem þú bjóst yfir. Þú hafðir alltaf svör við öllu og það sem meira var – svörin voru öll svo gaumgæfilega rökstudd! Pabbi þú vast gull af manni. Mér þykir svo leitt að þú skyldir þurfa að kveðja svona snemma, aðeins 55 ára gamall. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman. En ég mun halda fast í þær minningar sem við áttum saman og minnast þín með stolti, hlýhug og virðingu. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín Margrét Vala. Elsku Matti. Ég var 4 ára lítill strákur þegar þú komst inn í líf mitt og mömmu. Ég þykist vita að tilvera mín á þeim tíma hafi ekki auðveldað þér þá ákvörðun að byrja að búa með henni. Öll vitum við hvaða ákvörðun þú tókst í þeim efnum og vonandi sást þú aldrei eftir henni. Þegar ég hugsa tilbaka er mér ljóst að þú varst mér mikill happafengur. Þú varst traustur maður, rólegur en alltaf svolítill rokkari. Sameiginlegur áhugi á íþróttum tengdi okkur saman. Þú studdir mig ávallt á vellinum og lést varla leik framhjá þér fara. Það gladdi mig og veitti mér styrk. Það var mér mikilvægt að vera með þér síðustu dagana. Þú barðist af krafti og sýndir mikinn styrk. Þótt þú hafir tapað þessari baráttu, hugga ég mig við að ég er sannfærður um að þér líður vel þar sem þú ert í dag. Mig langar að lokum að þakka öllu því góða starfsfólki á Landspítalanum, sem kom að umönnun þinni, þá sér- staklega þeim sem vinna á 13 G. Starf ykkar verður seint þakkað. Þinn sonur, Páll. Marteinn bróðir minn er fallinn frá, alltof snemma og snögglega. Matti var einstaklega ljúfur og æðrulaus dreng- ur og kom það vel fram í veikindum hans síðustu vikurnar. Þegar Matti greindist með krabbameinsæxli, sem ákveðið var að skera burt, tók hann því með einstakri rósemi, sagðist bara vilja drífa sig und- ir hnífinn og losna við þennan ófögnuð, ekkert skyldi stoppa hann í því að fara í sólina í haust. En annað átti eftir að koma á daginn. Þrátt fyrir einlægan ásetning hans um að ná bata lést hann eftir erfiða nokkurra vikna baráttu og eftir situr maður orðlaus og sorg- mæddur og skilur hvorki upp né niður. Elsku bróðir, það er sárt að kveðja þig svo snemma á lífsleiðinni, mér þyk- ir innilega vænt um þig og kveð þig með orðum skáldsins: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Marteinn Hafþór Hreinsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARNGRÍMUR INGIMUNDARSON kaupmaður, Grettisgötu 2a, andaðist fimmtudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. apríl kl. 13.00. Ingileif Arngrímsdóttir, Sigmar Æ. Björgvinsson, Jóhanna Arngrímsdóttir, Snorri B. Ingason, Sigríður Arngrímsdóttir, Grettir K. Jóhannesson, Gíslunn Arngrímsdóttir, Gunnlaugur S. Sigurðsson og afabörnin. ✝ Ástkær móðir mín, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, áður Gautlandi 15, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð Kópavogi að morgni sunnudagsins 26. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Hilmar H. Svavarsson. ✝ Elsku systir okkar og mágkona, ELÍN GUÐNADÓTTIR, síðast til heimilis að Kumbaravogi við Stokkseyri, lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi miðvikudaginn 8. apríl. Útför hennar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 21. apríl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Kumbaravogs fyrir að annast Elínu af umhyggjusemi, hlýju og einstakri alúð síðustu æviár hennar. Einnig þökkum við öllum sem hafa auðsýnt okkur samúð vegna andláts hennar. Jónína Margrét Guðnadóttir, Sveinn Snæland, Bergur Guðnason, Hjördís Böðvarsdóttir, Þóra Guðnadóttir, Baldur H. Aspar, Bjarni Guðnason, Anna Guðrún Tryggvadóttir, Gerður Guðnadóttir. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og vinur, JÓN HALLSSON, Silfrastöðum, Skagafirði, lést mánudaginn 27. apríl. Ólafur Íshólm Jónsson, Erla Gunnlaugsdóttir, Auður Inga Ólafsdóttir, Guðlaugur Stefánsson, Ásdís Íshólm Ólafsdóttir, Ólafur Gunnar Pétursson, Dagný Björk Ólafsdóttir, Gunnar Bragi Þorsteinsson, Elfa Íshólm Ólafsdóttir, Halldór Halldórsson, Harpa Íshólm Ólafsdóttir, Gissur Kolbeinsson og barnabarnabörn, Jóhannes Jóhannsson, Þóra Jóhannesdóttir, Helga og Hrefna Jóhannesdætur og fjölskyldur Silfrastöðum. ✝ Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR LÁRUSSON KNUDSEN, Tunguvegi 44, Reykjavík, er lést á Landspítalanum sunnudaginn 26. apríl, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 13.00. Guðbjartur Sigurðsson, Snjólaug Jóna Sveinsdóttir, Kristín Eva J. Sigurðardóttir, Karl O.L. Jansson, Matthías Daði Sigurðsson, Anna Guðmundsdóttir, Sigurður Pétur Sigurðsson, Ingibjörg Bjarnarsdóttir, Gunnar Smári Sigurðsson, Súsanna Þórisdóttir, Lárus Fjeldsted Sigurðsson, Doris Merleen Omdal, Elínborg Sigurðardóttir, Hulda Dögg Sigurðardóttir, Erlendur Valdimarsson, Ellen Elsa Sigurðardóttir, Steingrímur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi stýrimaður og kaupmaður, Lynghaga 12, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt mánudagsins 27. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Svava Ingimundardóttir, Ágúst Ingólfsson, Vilborg Jónsdóttir, Örn Ingólfsson, Hrafnhildur Bjarnadóttir, Einar Ingólfsson, Bára Bjarnadóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA HJARTARDÓTTIR, Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 27. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldu hinnar látnu, Guðborg Jónsdóttir, Þórarinn Lárusson, Örn Jónsson, Elín Jóhanna Elíasdóttir, Ólafur Jónsson, Guðbjörg Árnadóttir, Bjarni Jónsson, Lilja Steinunn Svavarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.