Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 Mikill við-búnaðurer nú um allan heim vegna svínaflensu, sem borist hefur í menn og virðist nú smitast á milli manna, og á Ís- landi var í gær lýst yfir hættu- stigi vegna veikinnar. Þegar hafa á annað hundrað manns látist af völdum veikinnar í Mexíkó og í gær hafði verið greint frá staðfestum tilfellum í sjö löndum. Einu dauðsföllin hafa átt sér stað í Mexíkó. Svínaflensan þykir um margt minna á spænsku veik- ina sem braust út 1918 og varð að talið er 50 milljónum manna að bana. Veikin virðist ekki vera jafn skæð utan Mexíkó og hún er innan landsins en engu að síð- ur er nauðsynlegt að fara að öllu með gát því að faraldurinn getur hæglega magnast. Þegar áhættumatsskýrsla nefndar, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipaði í utanrík- isráðherratíð sinni, kom út í mars beindist athyglin fyrst og fremst að umfjöllun hennar um efnahagsmál en þar er einnig rækilega varað við hættunni sem stafað geti af farsóttum. Í raun má lesa út úr skýrslunni að farsóttir séu ein helsta ógnin sem steðjað geti að landinu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er mikill viðbún- aður til staðar hér á landi, birgðir af lyfjum þónokkrar og rækilega fylgst með þróun mála úti í heimi. Í áhættumats- skýrslunni segir hins vegar að auka þurfi birgð- ir á nauðsynjalyfjum, tryggja að bóluefni og önnur lyf séu geymd þannig að auðvelt sé að dreifa þeim þegar nauðsyn krefur og styrkja svokallaða farsóttagreiningu sem felst í vöktun á tilkynningaskyldum sjúkdómum, ferðum til og frá landinu og sjúkdómstilfellum á bráðamóttökum sjúkrahúsa og heilsugæslna. Rétt er að fara ofan í þessar ábendingar og færa það til betri vegar sem er ábótavant. Heimsfaraldrar blossa reglulega upp og geta verið af- drifaríkir. Það segir sína sögu að Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna mæltist hvorki til þess að ríki lokuðu landamærum sínum né settu takmarkanir á ferðir fólks þótt viðvörunarstigið vegna svína- flensunnar hefði verið hækk- að. Ástæðan er sú að veiran hafi þegar breiðst út og verið geti að smitaðir ferðalangar sýni engin einkenni. Það sé sem sagt of seint að loka að sér. Þótt ekki sé ástæða til ótta er full þörf á árvekni. Ef breyting verður á þróun far- aldursins er fyllsta varkárni besti kosturinn. Farsóttir eru ein helsta ógnin sem steðjað getur að landinu} Hættan á heimsfaraldri Sendinefnd Ör-yggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem fylgdist með þingkosningunum um síðustu helgi, sá engin merki um annað en að kosning- arnar færu vel fram og heið- arlega. Stundum hafa komið upp hnökrar í framkvæmd kosninga hér á landi, sem að sjálfsögðu ber að taka mjög alvarlega. Að þessu sinni virðist hins vegar allt hafa gengið eins og bezt varð á kosið. Gróin lýðræðisríki eins og Ís- land eru alls ekki yfir gagnrýni hafin hvað varðar framkvæmd lýðræðislegra kosninga. Þess vegna var koma sendinefndar ÖSE sjálfsögð og eðlileg og alls ekki til marks um að stofnunin hefði grun um að pottur væri brotinn við framkvæmd kosn- inga, eins og einhverjir hafa reynt að halda fram. Athyglisvert er hvaða eina atriði sendimenn ÖSE draga fram í viðræðum við fjölmiðla. Geert-Hinrich Ahrens, for- maður sendinefndarinnar, nefnir misvægi at- kvæða í samtali við Morgunblaðið í gær. „Til dæmis hefur lengi verið fólksflótti frá landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins. Afleiðingin er sú að nú þarf fleiri atkvæði á bak við hvert sæti í Reykjavík en t.d. í Norðvesturkjördæmi þannig að vægi atkvæða er mismikið. Þetta er helsta atrið- ið sem við getum bent á,“ segir Ahrens. Nú sitja stjórnarflokkarnir við að semja um nýjan stjórn- arsáttmála, þar á meðal um stjórnkerfisbreytingar. Þeir hljóta að taka á hinu óréttláta misvægi atkvæða í landinu, ef þeim er alvara í tali sínu um lýðræðisumbætur. Hvaða rök eru fyrir því að hafa allt að tvöfalt misvægi at- kvæða í landinu eftir búsetu? Hvað segði alþjóðasamfélagið ef í einhverju landi væri t.d. tvöfaldur munur á atkvæða- vægi fólks, sem væri af mis- munandi kynþætti eða þjóð- erni? Er eitthvað betra að mismuna fólki eftir búsetu? Hvert er eina atriðið sem ÖSE dregur fram?} ÖSE og misvægi atkvæða V ið megum síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá fyrir forna innilokun og einangrun, al- teknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og og styrk og forðast einangrunarþörf og minnimátt- arkennd.“ Svona tjáðu menn sig í skýrslu „Aldamótanefndar“ Sjálfstæðisflokksins árið 1989 þar sem rætt var um þann möguleika að Ísland gengi til viðræðna við Evrópusam- bandið, sem þá hét reyndar Evrópu- bandalagið. Einn höfunda skýrslunnar var Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri. Auðvitað geta hann og aðrir sjálfstæðis- menn sem vilja ekki að sótt verði um aðild sagt að liðnir séu tveir áratugir og margt breytt. En viðvörunarorðin hljóta samt að enduróma gegnum tíðina af því að þau eiga alltaf við. Við getum ekki brugðist við samtímanum með því að draga okkur inn í einhvern gluggalausan kuðung í von um að þetta líði allt hjá, eins og hvert annað óveður. Eftir afhroðið sem sjálfstæðismenn guldu í kosning- unum er óneitanlega erfitt að vera bjartsýnn – í bili. Gleymum samt ekki að aftur verður kosið á þessu landi. Og það er mikil huggun að sjá að nýr formaður flokksins er fljótur að læra og líklegur til afreka. Einhvern veginn efaðist ég um að ungur maður sem hefði allt með sér, ættina, auðinn og útlitið, gæti líka verið gott leiðtogaefni. Svona er maður nú tortrygginn og öfundsjúkur, gott að ég skuli vera einn um þetta í okkar góða landi. En skiptar skoðanir meðal flokksmanna um aðild að ESB eru staðreyndir sem ekki hverfa. Hvað eigum við að gera sem erum ósammála afstöðu landsfundar flokksins? Hann vísaði málinu frá og það gengur ekki til lengdar, þjóðin þarf að taka af skarið. Við vit- um nú þegar næstum því nóg til að geta tekið afstöðu, erum búin að fá svör við 90% spurn- inganna um það sem mestu skiptir. En það eru þessi 10% sem skipta núna öllu máli og svörin fáum við ekki nema með um- sókn. Við vitum ekki hvernig epli er á bragðið nema við smökkum á því, sama hvað við heyr- um margar lýsingar á því, bæði ljótar og fal- legar. Það er auðvitað rangt að kosið hafi ver- ið að þessu sinni um aðild að ESB, aðildin var aðeins eitt af mörgum málum og réð varla úr- slitum fyrir marga kjósendur. En Sjálfstæð- isflokkurinn á að viðurkenna að hann er klofinn í málinu og sýna að hann er ábyrgur. Hann veit að deilurnar um aðild að ESB verða ekki útkljáðar nema sótt verði um og kosið um niðurstöðuna í þjóðaratkvæði. Þess vegna er best að allir flokkar á Alþingi komi sér saman um að lögð verði fram þingmannatillaga um aðildarumsókn. Hún yrði vafalaust samþykkt. Sigur fyrir Samfylkinguna? Sama er mér, hún á eftir að tapa svo oft í framtíðinni … Glæsilegast væri að Sjálfstæðisflokkurinn tæki frum- kvæðið að þessari lausn, skæri vinstrimenn úr snörunni með þeim rökum að ekki sé hægt að verja núna meiri tíma í ESB-þrasið. Við þurfum niðurstöðu. kjon@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Þingmenn leyfi þjóðinni að ráða FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is V erktakar þurftu áður að geta sýnt fram á að eigið fé væri jákvætt, en þar sem fá verktakafyr- irtæki geta nú státað af slíkri stöðu hefur krafa um örugga verktryggingu verið sett í forgang. Þetta hefur aftur leitt til þess að rætt er við fleiri aðila við samningsgerð og sjaldnar en áður samið við lægstbjóð- anda. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að síðustu mánuði hafi í aukn- um mæli verið kallað eftir upplýs- ingum frá fjórum til sjö lægst- bjóðendum í útboði og farið sé yfir öll þeirra gögn áður en gengið sé til samninga. „Við förum fram á verk- tryggingar og förum yfir verk- efnastöðu og ef fyrirtæki eru með mikið í gangi treystum við þeim stundum ekki til að skila stóru, nýju verki á umsömdum tíma,“ segir vega- málastjóri. Hreinn segir að þetta hafi leitt til þess að oftar hafi verið samið við fyr- irtæki sem eigi kannski þriðja eða fjórða lægsta tilboð. Aukin varkárni einkenni alla samningsgerð. Til að tryggja samkeppni á þessum mark- aði hafi ekki verið stætt á öðru en að taka út kröfu um jákvætt eigið fé fyr- irtækja þar sem fá fyrirtæki séu með slíka fjárhagsstöðu. „Á móti erum við harðari á að menn hafi allar sínar verktryggingar í lagi og tækjakostur og fjárhagsleg staða sé þannig að bæði við og þeirra viðskiptabanki geti treyst því að þeir klári sig af verkinu,“ segir Hreinn. Draga til baka tilboð í Raufarhafnarveg Hann segir að flestir verktakar hafi haldið sínu striki. Fyrirtæki hafi til þessa staðið við tímasetningar sín- ar og ekki hafi borist tilkynningar um að fyrirtæki þurfi að hverfa frá verki. Ljóst sé þó að erfitt sé hjá mörgum, ekki síst þeim sem séu með tæki sín til dæmis á kaupleigu í erlendri mynt. Spurður um fréttir þess efnis að Lýsing hafi tekið hátt í 40 vinnutæki verktakafyrirtækisins Klæðningar og hvort það hefði áhrif á vinnu á Lyngdalsheiði sagðist Hreinn ekki hafa upplýsingar um slíkt. Hann sagði að þetta dæmi væri það fyrsta sem gæti haft einhver áhrif. Hins vegar hefði Klæðning dregið tilboð sitt í Raufarhafnarveg til baka. Fyrirtækið bauð 250 milljónir króna í framkvæmdina eða 55,9% af áætlun sem hljóðaði upp á 447 milljónir króna. Ekki hefur verið gengið frá samningum um verkið, sem á að vera lokið haustið 2010. Lág tilboð í vegaframkvæmdir endurspegla ástandið í þjóðfélaginu á síðustu mánuðum. Nefna má af ný- legum dæmum að hið lægsta nítján tilboða í Álftanesveg nam 68% af kostnaðaráætlun, en Loftorka bauð 561 milljón í verkið. Kostnaðar- áætlun nam 825 milljónum króna. Þrettán fyrirtæki buðu í fram- kvæmdir á Norðausturvegi. Hektar bauð 738 milljónir sem eru 51,3% af 1.440 milljóna kostnaðaráætlun. Heflun bauð 341 milljón í fram- kvæmdir á Vestfjarðavegi í Múla- sveit eða sem nemur 58,8% af 580 milljóna áætlun. Eins og áður sagði hefur í fleiri til- vikum en áður ekki verið samið við lægstbjóðendur á síðustu mánuðum. Breyttar kröfur í við- ræðum við verktaka Ljósmynd/Vegagerðin Góður gangur Mjög vel hefur gengið við lagningu Suðurstrandarvegar í vetur og er verktakinn, KNH ehf. frá Ísafirði, langt á undan áætlun. VEGAGERÐIN hefur breytt vinnu- brögðum þegar gengið er til samninga við verktaka um fram- kvæmdir. Rætt er við fleiri bjóð- endur og lægstbjóðandi getur ekki gengið að samningi vísum. Í nóvember síðastliðnum var ákveðið að bíða með öll verkút- boð í vegagerð þar til séð yrði hver yrði framvinda efnahags- mála og hversu umfangsmikil lækkun framlaga til vegamála yrði. Í lok janúar greindi Krist- ján Möller, samgönguráðherra, frá því að á ný væri hafinn und- irbúningur og auglýsing útboða vegna verkefna á næstu miss- erum í samræmi við samgöngu- áætlun og fjárveitingar 2009. Þrátt fyrir 6 milljarða króna lækkun útgjalda í ár er reiknað með að árið verði annað mesta framkvæmdaárið í vegamálum. Á síðasta ári runnu um 25 milljarðar til framkvæmda og í ár mun tæplega 21 milljarður fara til framkvæmda. Áætlað er að um 14 milljarðar af framlagi til nýframkvæmda í ár séu þeg- ar bundnir í verkefnum sem komin voru af stað í fyrra. Milli 6 og 7 milljarðar verða til ráð- stöfunar í ný verkefni. Aðrir stórir liðir í vegamálum eru rúmir 5 milljarðar til viðhalds, 3,7 milljarðar til vetrar- og sum- arþjónustu á vegum og 1,4 millj- arðar til að styrkja ferjur og sér- leyfishafa í fólksflutningum og innanlandsflugi. Annað stærsta árið Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.