Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 ✝ Arnfríður Krist-rún Sveinsdóttir fæddist í Ólafsvík 26. júní 1925. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð hinn 18. apríl sl. Foreldrar hennar voru Guðný Jóna Ás- mundsdóttir, f. 3. október 1892, d. 21. september 1953 og Sveinn Júlíus Árna- son, f. 24. febrúar 1889, d. 16. desember 1955. Systkini Krist- rúnar: Þórkatla, f. 1917, d. 1991, Björgvin, f. 1921, Ásmundur Gunn- ar, f. 1927, d. 1974, Árni, f. 1931, Kristþór, f. 1932. Barn Kristúnar: Sveinn Viðar Baldursson, f. 15. 2. 1947, d. 26. 7. 1947. Eiginmaður Kristrúnar var Stefán Guðmunds- son, f. 18. júlí 1921, d. 14. desember 1988. Þau gengu í hjónaband 25. júní 1949. Börn þeirra eru: 1. Sig- urlaug, f. 1948, maki Jóhannes Hjaltested, f. 1944. Börn: Stefán, Steinhildur og Gunnar. 2. Sveinn Viðar, f. 1949, maki Sigríður Brynj- úlfsdóttir, f. 1947. Börn hans eru Óskar, Rakel og Arn- fríður Kristrún. 3. Heiða Sólrún, f. 1950, maki Jón Sigfússon, f. 1954. Börn: Sigfús og Rúnar. 4. Guð- mundur, f. 1954, maki Unnur Jóhannsdóttir, f. 1953. Börn: Jó- hanna, Stefán og Birna. 5. Guðný Svan- fríður, f. 1957, maki Hörður Hrafndal, f. 1953. Börn: Drífa Lind og Hildur. Barnabörn Krist- rúnar eru 13 og barnabörnin eru 11. Kristrún ólst upp í Ólafsvík, fluttist ung til Reykjavíkur og vann hin ýmsu störf. Kristrún og Stefán fluttu í Garðabæ um 1950 og byggðu sér hús að Lækjarfit 6. Hún vann lengst af í Flataskóla við ræst- ingar og á gæsluvelli við Lækjarfit. Kristrún flutti í Hrísmóa 1 árið 2004. Í byrjun árs 2007 flutti hún á Hjúkrunarheimilið Holtsbúð þar sem hún lést hinn 18. apríl sl. Útför hennar fer fram frá Garða- kirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 15. Elsku amma mín. Nú er bið þín loks á enda. Styrkleiki þinn búinn að segja sitt síðasta og þú farin til afa. Það var gott að fá að vera með þér þína seinustu stund, fá að halda í hönd þína og kveðja þig og sjá hversu sátt og hvíld þú fórst. Það skein af þér, þú varst tilbúin til að kveðja. Lífið í Lækjarfitinni í gegnum tíð- ina er tími sem gleymist aldrei. Tím- arnir þar sem við tókum upp kart- öflur í litla kartöflugarðinum, þegar við lökkuðum og pússuðum neglurnar á þér og skrifuðum jólakortin saman. Þessir tímar hafa að geyma frábærar minningar og góða vellíðan. Ég man hvað mér leið alltaf vel við það eitt að koma í heimsókn til þín og sitja með þér og horfa á Glæstar vonir, þá var sko ekki spjallstund heldur grafar- þögn og fylgst vel með hverri mínútu. Mín fyrsta hugsun þann dag sem þú lést var að þú mundir kveðja þegar ég væri ein með þér. Sú var raunin. Það er eitt mesta hrós sem ég hef fengið því þú treystir mér fyrir þessu. Þetta var okkar stund. Elsku besta amma, það er óendan- lega sárt að fá ekki að upplifa fleiri tíma með þér og söknuðurinn er virki- lega mikill en nú ertu komin á góðan stað og orðin aftur þú sjálf. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og þú munt alltaf eiga hluta í því. Hvíldu í friði, og eins og að við sögðum alltaf hvor við aðra, „love you“. Þín Drífa Lind Harðardóttir. Elsku amma mín. Nú ertu komin á betri stað eftir langa baráttu. Þó mér finnist erfitt að þú sért farin veit ég að þér líður vel núna og er ég viss um að afi tók á móti þér með bros á vör. Það er svo mikið sem ég get sagt um þig, elsku amma, minningar svo margar og yndislegar. En það fyrsta sem kemur í huga minn eru allar Spánarferðirnar okkar saman, og þá sérstaklega síðasta ferðin þegar við héldum upp á áttræðisafmælið þitt. Við Rut hlógum svo mikið með þér þegar þú varst að fara í sjóinn og rétt þorðir að stinga tánum ofan í. Þá sagðir þú við okkur að það væri gott að þú gætir gert eitthvað til að kæta okkur. Þú hugsaðir alltaf svo vel um alla í kringum þig. Mér þótti líka rosa- lega vænt um þegar þú bauðst mér í kjötbollur til þín því þú vissir að mér þóttu þær svo góðar. Þær stundir sát- um við þá tvær við matarborðið og spjölluðum um lífið og tilveruna. Svo auðvitað allir tímarnir í Lækj- arfitinni. Tímar sem ég geymi í hjart- anu. Elsku amma, ég mun sakna þín mikið. Og já amma, ég verð alltaf drottningin þín. Hvíldu í friði. Þín Hildur Harðardóttir. Elsku Rúna amma, það er komið að kveðjustund. Við kveðjum þig með söknuði. Margar ógleymanlegar stundir áttum við með þér og afa Stef- áni. Það sem kemur fyrst upp í hug- ann eru jólaboðin í Lækjarfitinni. Þangað kom öll fjölskyldan til þess að borða góðan jólamat og skemmta sér. Það var alltaf mjög gaman. Ógleym- anlegt. Við vorum svo heppnir að eiga ömmu sem vann á róló og það voru ófáar ferðirnar þangað. Hún hafði mikinn áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og gladdist með okkur þegar vel gekk og hafði áhyggjur ef upp komu veikindi eða eitthvað gekk ekki eins vel og það átti að gera. Hún hafði skoðanir á því sem við tókum okkur fyrir hendur og lét þær óspart í ljós, hvort sem þær voru jákvæðar eða neikvæðar. Hún gaf okkur góð ráð í veganesti fyrir lífið. Hún hældi okkur mikið þegar áfanga var náð í því sem stefnt var að, t.d. við lok skólagöngu og fleira. Þín er sárt saknað en við huggum okkur við það að nú ertu komin til hans afa eftir langan aðskilnað. Við hefðum viljað njóta þín lengur en við vitum að þér líður vel núna. Við erum þakklátir fyrir allar góðu stundirnar með þér. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gæskuríkur geymdu mig Guð í faðmi þínum. (Höf. ók.) Sigfús og Rúnar. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til kærrar vinkonu. Amma Rúna var í rauninni ekki amma mín, heldur tengdaamma mín og langamma barnanna minna en við kynntumst mjög vel þegar að ég hóf minn búskap í kjallaranum hjá henni með barnabarni hennar fyrir næstum 19 árum. Við urðum fljótt mjög góðar vinkonur og gátum setið við eldhús- borðið í Lækjarfitinni tímunum sam- an, drukkið kaffi og spjallað. Ég var nokkuð ung þegar ég flutti til hennar og Rúna hafði miklar áhyggjur af rýru holdafari mínu á þessum árum svo að ófáar máltíðirnar eldaði hún handa okkur. Sonur okkar fæddist á þeim árum sem við bjugg- um í Lækjarfitinni og reyndist Rúna ómetanleg stoð og reynslubanki fyrir unga mömmuna. Við sátum á kvöldin og prjónuðum lopapeysur, ég var í stífri kennslu í þeim listum hjá henni. Eitthvað tókst henni líka að koma mér að eldavélinni, þótt hún fussaði dálítið yfir öllum hvítlauknum sem unga fólkið notaði. Skrítið, en mér fannst í raun aldrei mikill aldursmunur á okkur tveimur, við gátum horft á sömu sjónvarps- þættina, skoðað tískublöð og mátað föt. Hún var mjög áhugasöm um allt sem gerðist í lífi ömmubarnanna og fylgdist með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, alveg er ég viss um að hún vakir enn yfir allri fjölskyldunni því ekkert var henni mikilvægara. Vertu sæl, elsku Rúna, þín Unnur. Arnfríður Kristrún Sveinsdóttir Margrét Helgadóttir ✝ Margrét Helga-dóttir fæddist á Fellsenda í Þingvalla- sveit 8. febrúar 1915. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands 14. apríl síðastliðinn. Útför Margrétar fór fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu föstudaginn 24. apríl sl. Meira: mbl.is/minningar Ingibjörg Björnsdóttir ✝ Ingibjörg Björns-dóttir ljósmóðir fæddist í Hrísey 18. febrúar 1917. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. apríl 2009. Útför Ingibjargar fór fram frá Glerárkirkju 24. apríl síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Anna Guðný Jónsdóttir ✝ Anna GuðnýJónsdóttir fædd- ist 5. september 1930. Hún lést 31. mars 2009 og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 8. apríl. Meira: mbl.is/minningar ✝ Fríður ÁrsólGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 1. janúar 1912. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Selja- hlíð, Hjallaseli 55 í Reykjavík, 17. apríl 2009. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson tré- smiður, fæddur 25.8. 1859, dáinn 21.1. 1950, og Sigurlaug Þórðardóttir hús- móðir, fædd 31.1. 1873, dáin 10.3. 1957. Fríður átti 5 hálfbræður sem allir eru látnir og 4 alsystk- ini sem upp komust en eru nú öll látin. Fríður giftist 30. maí 1936 Her- bert Jósefssyni-Pietsch gler- Björk Ívarsdóttir, f. 1981, sonur þeirra er Aron Elí, f. 2004. Bryn- dís Hilmarsdóttir, f. 24.10. 1963, giftist Bjarna Sigurðssyni, f. 1.3. 1961, þau skildu, synir þeirra eru Árni Freyr, f. 1988, og Atli Fann- ar, f. 1994. Dóttir Árna Freys er Natalia Líf, f. 2006. Móðir hennar er Díana Hrund Gunnarsdóttir. 2) Hans Herbertsson, f. 13.5. 1950, maki Aldís Daníelsdóttir, f. 8.3. 1952. Þeirra börn eru: Guðrún Fríður Hansdóttir, f. 24.10. 1975, maki Sigurþór Marteinn Kjart- anson, f. 29.10. 1971, dóttir þeirra er Katla, f. 2006. Sonur Sigurþórs er Ragnar Logi, f. 1997. Styrmir Örn Hansson, f. 28.4. 1981, sambýliskona hans er Fríða Rakel Kaaber, f. 5.1. 1981. Fríður stofnaði Gleraugnaversl- unina OPTIK, ásamt manni sínum 1935. Fríður starfaði alla tíð við rekstur verslunarinnar og seinni árin við bókhald á meðan kraftar hennar leyfðu. Útför Fríðar fer fram í Foss- vogskapellu miðvikudaginn 29. apríl og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar augnafræðingi, f. 12.3. 1910 í Berlín, d. 25.2. 1983. For- eldrar hans voru Jo- sef Pietsch, verk- fræðingur í Berlín, og kona hans Marie Pietsch, ættuð frá Vínarborg. Fríður og Herbert eignuðust tvo syni: 1) Hilmar Herberts- son, f. 26.4. 1937, maki Bára Björg- vinsdóttir, f. 14.3. 1937. Þeirra börn eru: Arnar Hilmarsson, f. 29.3. 1959, maki Líney Guðbjörg Ragn- arsdóttir, f. 14.12. 1958, synir þeirra eru Hilmar Trausti, f. 1986, og Arnar Daði, f. 1992. Sonur Líneyjar er Ragnar Miguel Herreras, f. 1979, maki Ólavía Já, hún amma mín í Miðtúni er dáin. Hún var oftast kölluð amma langa innan fjölskyldunnar hin seinni ár, ekki vegna þess hve há- vaxin hún væri, þvert á móti var hún frekar smávaxin og hefði mál- tækið „margur er knár þótt hann sé smár“ átt vel við hana, og ekki vegna þess að hún virtist ætla að verða langlíf, heldur bara vegna þess að hún var langamma og langa-langamma. Hennar rétta nafn var Fríður og það nafn bar hún vel allt sitt líf: „Fríður mín, Fríður þín, Fríður okkar allra, Fríður alla tíð.“ Það er eins og að ætla að fara að skrifa heila bók að ætla að skrifa um hana ömmu mína, hún hefði varla viljað það. Svo mig langar bara að segja hve þakklátur ég er henni fyrir að sýna mér þá hlýju sem hún bjó yfir, segja mér stund- um hve vitlaus ég get verið og að hlæja með mér að bröndurum sem voru hluti af því að þiggja kvöld- verð hjá henni í Miðtúninu en þar í eldhúsinu fór fram ekta íslensk- evrópsk eldamennska af bestu gerð. Þá sagði amma oft: „The nearer the bone then better the meat“ sem var örugglega ætlað mér til að éta betur af kótelett- unum mínum, en ég segi bara að hún amma varð alltaf skemmti- legri og áhugaverðari eftir því sem dvölin í eldhúsinu varð lengri. Ég er þess fullviss að Fríður amma var tær íslensk frú og ekki hissa á að Herbert afi heitinn hafi fallið fyrir henni og ég verð að segja að það „Evrópu-samband“ var ekki vandamál enda bæði ein- staklega vandvirk og metnaðarfull. Með söknuði og þakklæti kveð ég þau og gott væri að góður Guð fylgdi henni á betri stað. Arnar. Fríður móðursystir mín er látin í hárri elli. Hún varð 97 ára gömul. Fríður var fædd og uppalin að Bjargarstíg 14 hér í bæ. Hún var yngst barna foreldra sinna, mikið dáð og dekruð – þótti afar fallegt barn og ung stúlka. Faðir hennar missti konu sína frá 5 ungum sonum. Móðir hennar kom fyrst sem ráðskona til föður hennar. Þau eignuðust 9 börn, 3 dóu í æsku. Systir hennar Sigríður dó aðeins 19 ára. Bróðursonur hennar Jóhann Sófusson er alinn upp á Bjargarstígnum frá unga aldri. Þær Guðrún móðir mín og Fríð- ur lærðu dans hjá Sigurði bróður sínum og hjálpuðu honum við kennslu. Auk þess sem Fríður sýndi dans hjá honum í mörg ár. Fríður kynntist ungum Þjóð- verja, sjónglerjafræðingi, Her- bert Pietsch. Stofnuðu þau gler- augnaverslunina Optik að Lækjargötu 6, á horni Lækjar- götu og Skólabrúar. Þau eignuð- ust Hilmar árið 1937 og allt lék í lyndi. Svo kom stríðið og Herbert var tekinn til fanga og sendur á eyjuna Mön. Þar var hann í 6 ár eða öll stríðsárin. Herbert lét ekki illa yfir fangavistinni en þeg- ar stríðinu lauk máttu þeir Þjóð- verjar sem héðan komu ráða hvort þeir færu til Þýskalands eða Íslands. Þá var það einn mað- ur á Íslandi (Finnur) sem réð því að þeim var neitað um að koma til Íslands og þeir sendir til Þýska- lands. Dróst það um 2 ár að hann sneri aftur til Íslands. Allan þennan tíma rak Fríður versl- unina Optik með glæsibrag. Þar hafði hún sér til hjálpar Jóhann Sófusson, frænda sinn og uppeld- isbróður. Það voru ekki margar konur sem stunduðu atvinnu- rekstur á þessum árum. Seinna keyptu þau hjónin hús- næði á Lækjartorgi, þar sem verslunin er enn til húsa, en versl- unin er orðin 72 ára. Geri aðrir betur. Hans eignuðust þau 1950. Þegar Fríður fór að draga úr vinnu sleppti hún ekki hendinni af fyr- irtækinu, en hafði bókhaldið í sín- um höndum alla tíð. Eru aðeins um 2 ár síðan hún hætti því. Fékk hún alltaf hrós fyrir hve vel bók- haldið var vel úr garði gert. Fríður var vel að sér á mörgum sviðum. Hún talaði dönsku, þýsku og ensku sem ekki var á allra færi. Þau hjón bjuggu í Miðtúni mesta hluta hjónabandsins. Heimili þeirra var sérstaklega smekklegt. Þegar Herbert dó fluttu hún í Gautlandið, þar sem hún undi sér vel. Hún keyrði bíl þar til honum var stolið frá henni, þá 90 ára. Fríður og Herbert áttu marga góða vini, sem þau ræktuðu vel. Hún spilaði bridge árum saman. Hún og móðir mín voru alltaf mjög samrýndar og var góður vinskapur þeirra á milli. Ég vann sem ung- lingur í Optik í 2 sumur og þótti mér það mjög skemmtilegt. Eftir að við Axel fluttum til Eyja, þróað- ist það þannig að þau sendu starfs- fólk með gleraugnaumgjarðir í skóbúðina alltaf þegar augnlæknir kom til Eyja. Var það mikil hag- ræðing fyrir eyjarskeggja að þurfa ekki að fara til Reykjavíkur að fá sér gleraugu. Er svo enn að reglu- lega kemur Ragnhildur frá Optik í Axel Ó, þótt aðrir séu orðnir eig- endur í Eyjum. Að lokum sendi ég sonum henn- ar og fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur og þakka henni samfylgd- ina öll þessi ár. Hún kvaddi södd lífdaga. Hvíli hún í friði. Sigurbjörg Axelsdóttir. Fríður Á. Guðmundsdóttir                                       Minningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.