Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 ÓKE YPIS HLJÓ ÐBÓ K Guðmundur Andri Thorsson rifj-ar upp vísu á fésbókinni eftir langafa sinn í föðurætt, Vilhjálm Guðmundsson, sem bjó lengst af á Húsavík og var kenndur þar við Hliðskjálf. Um hann er skrifað tölu- vert í bók Thors Vilhjálmssonar Raddir í garðinum og einnig kemur hann nokkuð við sögu í bók Stefáns Jónssonar Að breyta fjalli: Hefur smáa vinsemd veitt vorið þránum manna, gefur stráin eitt og eitt undan gljánum fanna. Séra Hjálmar Jónsson sótti árshátíð fyrrverandi alþing- ismanna fyrir rúmri viku, daginn eftir að þinginu var slitið, og opnaði á þessari limru: Í kjördæmið margur er mættur mæddur og úfinn og tættur. En þingmannafjöld sem hér fagnar í kvöld er feginn að vera hættur. Þráin og þingmenn VÍSNAHORN pebl@mbl.is Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þeir leynast víða hagleiks-mennirnir og einn þeirraer Sigurður Júlíusson semhefur komið sér upp góðri aðstöðu í bílskúrnum sínum til að skera út í tré. Sigurður er lærður smiður, hann er bæði húsasmíða- meistari og húsgagnasmiður. „Þetta er kannski eitthvað í blóðinu því pabbi minn var líka tvöfaldur smið- ur,“ segir Sigurður sem kenndi smíðar við Iðnaskólann í Reykjavík í rúm tuttugu ár og segir það hafa verið mjög gefandi starf. Í gegnum tíðina hefur hann sótt ýmis nám- skeið hjá myndskurðarmeistaranum Sveini Ólafssyni og byrjaði sjálfur að skera út af fullum krafti fyrir um tólf árum. Hann býr til fjölbreytta hluti, stundum sker hann út myndir og um tíma segist hann hafa fengið hendur á heilann, en það er þó nokkur kúnst að skera út hendur. Notar tannlæknabor á hreindýrshorn Allt leikur í höndunum á Sigurði sem hefur meðal annars smíðað og skorið út forláta kistil handa konu sinni. Hann skar út nafn eiginkon- unnar í höfðaletur á kistilinn og einnig er vísa framan á honum. Honum finnst gaman að prófa hinar ýmsu viðartegundir en lindi- tré segir hann langbest til út- skurðar, því það er frekar þétt en líka mjúkt. „Árhringirnir eru ekki stórir í linditré og þeir verða ekki dökkir eða harðir, eins og til dæmis í furunni,“ segir Sigurður og bætir við að hann hafi nýlega verið undir linditrjám í Berlín, en þar dvaldi hann ásamt konu sinni yfir páskana. „Þar heitir aðalgatan Unter den Linden.“ Í bílskúrnum kennir ýmissa grasa og þar bíða hans meðal annars hreindýrshorn sem hann ætlar að reyna sig við. „Ég keypti tann- læknabor til að vinna í hreindýrs- hornin en annars nota ég mest hin ýmsu útskurðarjárn.“ Í skúrnum eru líka trjádrumbar, meðal annars úr Hallormsstaðarskógi sem völ- undurinn Sigurður er að föndra við. Hann neitar því ekki að margir klukkutímar liggi í hverju verki og einnig taki tímann sinn að mála þau. Sigurður fer í skúrinn og sker út á hverjum degi þegar hann er með einhver hugarfóstur sem hann vill koma í framkvæmd, eins og Kríu- varpið og Dansleikinn, sem eru hans nýjustu verk. „Ég hef alltaf haldið mikið upp á kríuna, hún er skemmti- legur fugl sem ég kynntist vel þegar ég var krakki, en ég ólst upp á Eyr- arbakka. Krían er frökk og enginn fugl þorir í hana.“ Verkið sem heitir Dansleikurinn er rokksveitaball og klæðnaður fólksins á dansgólfinu sem og hljóm- sveitarinnar er frá árunum í kring- um 1960. „Mér datt þessi vitleysa í hug að skera út heilan rokkdansleik, af því ég fór sjálfur á slík böll þegar ég var ungur maður og það var skemmtilegt.“ Mekka útskurðarmanna Einn er sá útskurðarmaður sem er í miklu uppáhaldi hjá Sigurði, en það er hinn sænski Axel Petersson. „Í Svíþjóð er heilt safn tileinkað verkum hans og það er eins og Mekka fyrir útskurðarmenn að koma þangað,“ segir Sigurður sem að sjálfsögðu hefur gert sér ferð á safnið. „Það var mikil upplifun fyrir mig enda var maðurinn alger snill- ingur. Hann var fæddur 1868 og lést 1925. Hann var alveg ótrúlegur af- kastamaður. Það eru verk eftir hann mjög víða, fyrir utan öll þau verk sem eru á safninu. Sumir vilja meina að hann hafi verið einhverfur.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjör Sigurður skar út heilan rokkdansleik frá sjöunda áratugnum, enda á hann góðar minningar frá þeim tíma. Hugarfóstur hagleiksmannsins Honum dettur stundum einhver vitleysa í hug, eins og hann orðar það sjálfur. Síðan gengur hann skrefinu lengra og sker hugarfóstrin út í tré. Kistill Skorinn út fyrir eiginkonuna.Völundur Sigurður í skúrnum sínum. Kríuvarp Krían er uppáhaldsfuglinn. Brúðkaup Hinar ýmsu athafnir heilla. GÆLUDÝR eru nýjustu fórn- arlömb kreppunnar í Bretlandi að sögn stærstu dýraverndunarsam- taka þar í landi, RSPCA. Nú þegar fólk hefur misst vinnuna eða á í fjárhagsvanda leitar það allra leiða til að minnka útgjöldin og þá eru gæludýrin með í reikningnum. Samkvæmt tölum samtakanna hefur gæludýrum sem hafa verið yfirgefin af eigendum sínum fjölgað um 57% á Englandi og í Wales á liðnu ári. „Það er kreppa hjá dýr- unum,“ segir talsmaður samtak- anna. Í fyrra önnuðust samtökin 11.586 dýr sem eigendur höfðu yf- irgefið eða 30 dýr á dag en árið 2007 voru dýrin 7.347. Flestir settu kettina sína út í kuldann en þeim fjölgaði um 50%. Samtökin segja álagið hafa aukist gífurlega og að mun fleiri leiti ráðlegginga um hvernig beri að losa sig við dýr. jmv@mbl.is Bresk gæludýr eiga bágt í kreppunni Reuters Hvutti Breskir gæludýraeigendur losa sig við dýr sín í auknum mæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.