Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 ÁRIÐ 1979 kom út bók, „Sjálf- stæðisstefnan“, í samantekt Hann- esar H. Gissurarsonar. Voru þar úr- valsgreinar og ræður eftir fyrrum formenn flokksins og tvo hagfræð- inga sem lengi önnuðust leiðsögn fyrir flokkinn í efnahagsmálum. Annar þeirra er Ólafur Björnsson prófessor. Grein hans birtist í tíma- ritinu Þjóðmál árið 1959 og nefndist „Stefna Sjálfstæðisflokksins í efna- hagsmálum“. Þar rekur hann yf- irburði markaðsbúskapar: „Frjáls markaður er það tæki sem best tryggir að óskir og þarfir ein- staklinga séu uppfylltar, eins og þær koma fram í eftirspurninni á mark- aðnum, sem aftur stjórnar fram- leiðslunni. Ekki er þó unnt að treysta á hinn frjálsa markað til lausnar á öllum verkefnum, þau verkefni verður hið opinbera að ann- ast: Dómsmál og löggæslu, skóla- mál, stjórn peningamála og margt fleira.“ Um peningamál segir hann: „Gera þarf sérfræðilega athugun á því á hverju ári hve mikil heildar- útlán bankanna megi vera hverju sinni, þannig að ekki leiði til verð- bólguþróunar, en síðan verður rík- isstjórnin ásamt Seðlabankanum að sjá um það, að útlánum bankanna sé hagað í samræmi við það.“ Grein Ólafs er 50 ára á þessu ári og stend- ur hvert orð sem þar er ritað enn óhaggað. Dýrar tilraunir gerðar Hinn hagfræðingurinn er Jónas H. Haralz og er greinin útdráttur úr ræðu á landsfundi 1973, „Frjáls- hyggjan er forsenda valddreif- ingar“. Hann fjallar eins og Ólafur um yfirburði frjáls vals á markaði, sem leiði í senn til sem mestrar upp- fyllingar þarfa fólks og hagkvæm- ustu framleiðslu þjóð- félagsins. Síðan undirstrikar hann að „svar frjálshyggj- unnar er ekki ein- göngu fólgið í frjálsu markaðskerfi. Starf- semi einstaklinga og fyrirtækja verður að vera innan sérstaks ramma sem rík- isvaldið er ábyrgt fyr- ir. Þessi grundvöllur felur í sér löggjöf og þjónustu í mörgum greinum. Umfram allt felur það í sér að fylgt sé samræmdri stefnu í efna- hagsmálum, í fjármálum og peninga- málum fyrst og fremst. Annars verð- ur ekki komist hjá hagsveiflum, verðbólgu eða kreppum og atvinnu- leysi“. Jónas heldur áfram: „Það myndi ekki koma mér á óvart að fyr- ir komandi kynslóð lægi að koma auga á yfirburði frjálshyggjunnar í miklu ríkari mæli en hún virðist gera sem stendur. En áður en það verður getur verið að dýrar tilraunir hafi verið gerðar, alvarlegir árekstrar orðið og mikil verðmæti farið í súginn, af því að ekki var hirt um að kynna sér reynslu fyrri tímabila né nægileg rækt lögð við að túlka ný viðhorf í ljósi þeirrar reynslu.“ Þessi 36 ára gömlu orð Jónasar eru athygl- isverð í ljósi nýlegra at- burða. Blandað hagkerfi Hagstjórn okkar verður að miðast við „blandað hagkerfi“. Það eru fleiri en sjálfstæðismenn sem hafa komið að þessari „blöndu“. Við búum t.d. enn við „sovétskipulag“ í heilbrigð- ismálum, þar sem markaðskerfinu er kippt úr sambandi og þessi mik- ilvægi rekstur gerður að bagga á ríkissjóði. Þó „moðið á miðjunni“ sé leiðinlegt verðum við að sætta okkur við staðreyndir. Hugmyndafræði má ekki rugla hagstjórn. Ríkið á að tryggja að ákveðnir hlutir séu gerðir og stunda eftirlit. Að menn virði t.d. lög og rétt og ógni ekki almanna- heill. Skeið vaxtar og velgengni Mesta hagvaxtarskeið í sögu landsins endaði með ósköpum. Frjálsræðið reyndist sumum ofviða. Erlendir bankar sýndu mikið ábyrgðarleysi. Stjórnvöld gættu ekki að aðhaldi og aga í peninga- og ríkisfjármálum. Frelsi er samt án vafa besta leiðin í atvinnulífinu, en frelsi kallar jafnframt á aga og ábyrgð. Frelsi sem ábyrgð fylgir þarf að leysa oftrú á afskiptaleysi af hólmi. Hagsveiflur eiga ekki að vera stóráföll, aðeins úrlausnarefni. Til að komist verði hjá kröppum hag- sveiflum þarf stjórn peninga- og fjármála ríkisins að vera styrk. Á meðan helstu gjaldmiðlar stóðu á „gullfæti“ var verðlag stöðugt. Líta má til ca. 150-200 ára fyrir Krepp- una miklu í þeim efnum. Hagsveiflan var á þessum tíma tekin út í atvinnu- stiginu og velferð ekki hátt skrifuð. Ef lítið hagkerfi tekur upp stóran gjaldmiðil er þar komið á slíku ástandi. Sumum finnst það heil- brigðara en verðbólga, en það er a.m.k. harðneskjulegri hagstjórn en við eigum að venjast. Við setjum frekar hugmyndir um ábyrgð, vel- ferð og farsæld í öndvegi í hagstjórn. Frelsi sem ábyrgð fylgir Ég hygg að Ólafur hefði skrifað upp á textann og Jónas var á lands- fundinum, þar sem ályktað var: „Allt frelsi kallar á aga og ábyrgð. Starf- semi einstaklinga og fyrirtækja verður þannig að vera innan marka sem ríkisvaldið er ábyrgt fyrir. Þessi mörk fela í sér lög, reglur og eftirlit, en umfram allt fela þau í sér að fylgt sé samræmdri stefnu í efnahags- málum, einkum í fjármálum ríkisins og peningamálum. Standa verður vörð um viðskiptafrelsi. Ríkisvaldið á að tryggja að menn virði lög og reglur og ógni ekki almannaheill. Við verðum að læra af reynslu fyrri tímabila og túlka ný viðhorf á hverj- um tíma í ljósi þeirrar reynslu. Sjálf- stæðisflokkurinn mun áfram vinna að hugsjónum um frelsi sem ábyrgð fylgir og setja hugmyndir um ábyrgð og farsæld í öndvegi, þar á meðal í hagstjórn.“ Skerpt hefur verið á stefnunni. Ekki er líklegt að þær áherslur gleymist á næstunni. Eftir Ragnar Önundarson »Ríkið á að tryggja að ákveðnir hlutir séu gerðir og stunda eftirlit. Að menn virði t.d. lög og rétt og ógni ekki al- mannaheill. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og áhugamaður um hagstjórn. Orð Ólafs og Jónasar standa óhögguð Prestar hjálpa prestum Kári sá til þess að hempufaldar lyftust og kragar aflöguðust við upphaf prestastefnu í gær. Þá var gott að eiga góða vini að; svona til að hjálpa upp á að allt liti rétt út. Á prestastefnu verður rætt um stöðu samfélags og kirkju út frá umræðu í þjóðfélaginu og nýja framtíðarsýn. Kristinn Jón Agnar Ólason | 28. apríl 2009 Eins gott – því þú skuldar! Það er alveg stórbrotið að David Lynch skuli vera að predika innhverfa íhugun og í framhaldinu andlegt jafnvægi... það er svona álíka rökrétt samhengi eins og Steingrímur Joð að predika frjálshyggju og anarkistískan kapital- isma. Í bland við kosti ESB! Ekki mis- skilja mig, ég held alveg hrikalega upp á David Lynch; mér þykja flestar mynd- irnar hans mergjuð upplifun og hef sér þær aftur og aftur. ... En verk hr. Lynch skilja ekki beint við mann í andlegu jafn- vægi og melló fíling. Maður er jafnan á hliðinni yfir öllu sálræna áreitinu, ósvör- uðu spurningunum og óræða myndmál- inu. Eigum við að ræða Lost Highway? Eða Mulholland Drive? Þetta er nátt- úrulega geggjun – hrein vitskerðing. Kannski hefur hann séð merki þess hversu margir eru í andlegu ójafnvægi í kjölfar þess að hafa horft á myndir hans og sjónvarpsefni, og vill í framhaldinu rétta sök sína af með því að taka mann- skapinn í smá innhverfa íhugun. Hann skuldar fjölda manns sálarró og geð- heilsu. Meira: jamesblond.blog.is Ómar Valdimarsson | 28. apríl 2009 Heiðurslaun Mér finnst ég mega til að taka upp hanskann fyrir Þráin Bertelsson. ... . ...Í fljótu bragði man ég eftir Matthíasi Johannessen sem er í heiðurs- launaflokki og var jafnframt ritstjóri Morgunblaðsins áratugum saman. Ég man ekki betur en að hann hafi litið á þetta svipuðum augum og Þráinn: að það væri verið að heiðra hann og að það kæmi daglegu brauði ekkert við. Engum dettur í hug að taka gullverðlaunapening af íþróttamanni fyrir það eitt að hann skiptir um íþróttafélag. Meira: umbiroy.blog.is „JÁ SVO er það kærleikurinn. Varaðu þig á því að þeir blessaðir sem þýddu Biblíuna misskildu kær- leikann og hlutverk hans.“ Gömul kona á fyrri hluta síðustu aldar bendir ungri sonardóttur með band- prjóni á orð Biblíunnar og skýrir út orð um leið og undur þess að verða að verkfæri til að skynja og skilja hefur tekið sér bólfestu í vitund telpunnar. Svo kemur áréttingin: „Kærleikurinn umber ekki allt – hann umlykur allt. Kærleikurinn breiðir ekki yfir allt. Hann breiðir sig yfir allt.“ Og gamla konan hvíslar: „En blaðraðu ekki um þetta, taktu bara eft- ir hve auðvelt er að fara eftir þýðingunni. Fróðir menn utan úr stóru veröldinni hafa skrifað lærðum frænda mínum þetta.“ Þessu skaut upp í vitundina er hlustað var á merkasta útvarpsefni RÚV um páskana er þeir Hilmar allsherjargoði og séra Hjörtur Magni Frí- kirkjuprestur í Reykjavík mættust á miðpunkti Ís- lands og litu til allra átta – sameinuðust í ást á móð- ur náttúru sem birtist þeim í óendanleikanum. Jenna Jensdóttir Misskilinn kærleikur? Höfundur er rithöfundur. BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.