Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 29
Elsku Ása, Palli, Beta, Vala og Þór- hildur, Guð gefi ykkur styrk í sorg- inni. Elfa Björt Hreinsdóttir. Það var fyrir 4 árum að leiðir okkar Marteins lágu saman. Það var þegar Margrét Vala kærasta mín kynnti mig fyrir fjölskyldu sinni í fyrsta skipti. Matti tók mér strax vel og áttum við gott skap saman og gátum spjallað um hin ýmsu málefni. Matti hafði góða nærveru og naut ég þess að tala við hann og fræðast um lífið og tilveruna. Hann var fullur af fróðleik um allt milli himins og jarðar og var ávallt tilbúinn að fræða þá sem á hann vildu hlusta. Matti var sérfróður um allt sem tengdist tónlist, skotveiðum, knattspyrnu og vélum stórum sem smáum. Hann var uppfullur af skemmtilegum sögum af sjálfum sér og samferðamönnum sínum í gegnum lífið, hvort heldur það var frá því að hann var ungur maður á ferðalögum hér heima og erlendis eða hvort það voru sögur af einhverjum grallara- skap sem hann hafði tekið þátt í eða verið vitni að. Ég minnist þess nú með sérstöku þakklæti þegar hjónin Matti og Ása komu í stutta heimsókn til okkar Mar- grétar Völu til Kaupmannahafnar í nóvember síðastliðnum. Á meðan ég var í skólanum lét Matti sig hafa það að fylgja þeim mæðgum Ásgerði og Völu í hverja verslunina á fætur ann- arri. Þetta gerði hann af skyldurækni en til lítillar skemmtunar eins og svo margir aðrir menn í hans stöðu. Hann hafði mun meira gaman af því að skoða aðra staði borgarinnar en fata- og skóbúðir. Þegar ég var búinn í skólanum og við gátum spjallað saman, þá var Matti í essinu sínu. Við fengum þá góðfúslega leyfi frá mæðgunum til að sleppa við búðaröltið og eyddum við tímunum saman í að spjalla um það sem skipti okkur meira máli. Það var rætt um knattspyrnu og stöðu Chelsea og Fram, stjórnmálin til hægri og vinstri, túrbínur og beinar innspýtingar. Matti sýndi mér líka hvernig maður á að þekkja almenni- legt viskí og hvernig skuli elda og bera fram íslenskan lax með sómasamleg- um hætti. Sama kvöld hittum við strákarnir síðan mæðgurnar á veitingastað í miðbæ Kaupmannahafnar, pakksadd- ir eftir allan laxinn sem við höfðum sporðrennt saman og gátum litlu bætt við okkur. Við tveir skemmtum okkur vel saman og lærðum að meta fé- lagsskap hvor annars. Aldrei átti ég von á því þá að þetta yrði ein af þeim seinustu stundum sem við myndum ná að eiga saman. Ég er því sérlega þakklátur núna fyrir þann tíma sem við fengum og ég minnist Matta með þakklæti og virð- ingu. Ég náði því miður ekki að kveðja hann eftir að hann var lagður inn á spítalann en hugur minn var hins veg- ar alltaf hjá honum. Það lýsir kannski Matta best að þegar hann var á loka- sprettinum í þessu lífsins hlaupi þá hugsaði hann meira um sína nánustu og þeirra stöðu í lífinu en sjálfan sig. Að lokum vil ég senda Ásgerði, eig- inkonu Matthíasar, henni Margréti Völu minni og systkinum hennar inni- legar samúðarkveðjur á þessari þung- bæru stundu. Hjalti Rafn Gunnarsson. Það var fyrir 17 árum að við hjónin kynntumst Matta og Ásu. Þau kynni urðu skemmtileg strax frá byrjun. Dóttir okkar kom aftur og aftur heim með ljóshærðan, myndarlegan, íþróttamann úr Mosfellsbæ. Þegar kynni þeirra urðu nánari kynntumst við foreldrum þeirra betur. Þau létu sig ekki vanta á einn einasta leik í handboltanum og við sáum að þar var Matti í sínu besta formi. Hrópaði hvatningarorð, klappaði og stappaði, púaði og gerði allt til þess að styðja sitt lið. Það var samt fleira sem við áttuð- um okkur fljótlega á. Það var, að sem stjúpfaðir hefur Matti staðið sig ein- staklega vel. Börn eru fljót að finna ef þeirra er ekki óskað eða þau eru ekki elskuð. Matti lét Palla alltaf finna væntumþykju og elsku og hefur það reynst honum og fjölskyldu hans vel í þeirra lífsbaráttu. Við höfum líka tek- ið eftir því að öll þessi ár hafa allar gjafir til okkar sameiginlegu barna og barnabarna verið úthugsaðar og valdar fyrir áhugamál hvers og eins og oftar en ekki handunnar. Við vildum óska að lífshlaup Matta hefði verið honum léttara og lengra. Við viljum gera orð spámannsins Kahil Gibran að okkar og segja við ástvini Matta: „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni.“ Við þökkum honum samfylgdina um leið og við vottum Ásu, börnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Katrín og Gunnar. Í dag kveðjum við góðan vin, sem kvaddi alltof fljótt. Kynni okkar af Matta og hans fjölskyldu hófust fyrir 20 árum, þegar við urðum nágrannar í Lindabyggðinni. Fljótlega kom upp smá vandamál sem Matti var ekki í vandræðum með að leysa. Matti og fjölskylda áttu hundinn Lappa sem við mæðgur vorum hálfhræddar við. Matti var mikill hundavinur og leysti hann vandamál okkar fljótt og vel og áður en langt um leið vorum við komin með hvolp á heimilið. Þá var gott að eiga góðan vin handan götunnar sem hægt var að leita góðra ráða hjá. Fljótlega fórum við að ferðast sam- an, fyrst í tjöldum, svo í tjaldvögnum og sumarbústöðum og á síðustu árum höfum við farið í margar góðar utan- landsferðir. Síðasta ferð okkar saman var í maí sl. en þá fórum við til Spánar og áttum yndislega góðar stundir sam- an. Matti var alltaf fyrstur á fætur og búinn að taka veðrið og jafnvel búinn að fara í bakaríið þegar aðrir ferða- langar fóru á fætur. Matti var mikill áhugamaður um íþróttir og hafði gam- an af því að spila billjard. Gátu þeir Gunni oft spilað tímunum saman og var oft glatt á hjalla hjá þeim félögum. Góðs vinar verður sárt saknað og sendum við Ásu, Palla, Betu, Völu og Þórhildi okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð veri með ykkur. Þórey, Gunnar, Inga Rut og Ágústa. Elsku Matti okkar, nú er komið að kveðjustund eftir áralangar og góðar samverustundir. Höggvið hefur verið stórt skarð í þessa fjölskyldu sem aldr- ei verður fyllt. Í huga okkar eigum við ótalmargar minningar sem aldrei verða teknar frá okkur. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir). Guð geymi þig. Kristrún, Sigríður, Kári, Erna, Hlynur og Arndís. Kæri vinur, það var erfitt símtal sem ég fékk frá Sigga vini okkar, (frænda þínum), á sunnudaginn 19. apríl þar sem hann sagði mér að þú værir látinn, ég bara trúði þessu ekki. Þrátt fyrir veikindi þín og að ég vissi að þú værir að fara í mikla aðgerð datt mér ekki annað í hug en þú myndir hringja í mig þegar þú værir kominn heim, en því miður fór ekki svo. Ég get ekki lýst því með orðum hvernig það er að vera búin að missa svona góðan vin til margra ára, við vorum rétt um fermingu þegar við kynntumst, ég, þú og Siggi, svo flutti Siggi til Noregs en alltaf höfðum við allir samband. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki hringt í þig og rætt um fótboltann, en það áhugamál átt- um við sameiginlega. Þegar við byrj- uðum að búa bjuggum við nokkur ár í sömu götu og hittumst oft. Ég hugga mig við það að nú sértu kominn á góðan stað og laus við allar kvalir. Það er svo sárt að kveðja svo góðan vin en við munum hittast á ný. Guð varðveiti þig. Elsku Ása, Palli, Elísabet, Mar- grét, Þórhildur og aðrir aðstandend- ur, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Þínir vinir, Örn Magnússon og Bergljót Bragadóttir. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, INGVARS BJARNASONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu. Anna Ingvarsdóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Gunnar Halldórsson, Bjarni Ingvarsson, Halldóra Skaftadóttir, Lilja Ingvarsdóttir, Smári Brynjarsson, Stefán Ingvarsson, Jóhanna Benediktsdóttir, Þröstur Ingvarsson, Erla Ferdinandsdóttir, Birna Ingvarsdóttir, Snorri Halldórsson, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför HILMARS B. ÞÓRHALLSSONAR, Kleifarvegi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir alúð og góða umönnun. Anna Jóhanna Zimsen, Anna Jóhanna Hilmarsdóttir, Hafsteinn Z. Hilmarsson, Einar K. Hilmarsson, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Friðrik Zimsen Hilmarsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Melberg, Arild Melberg og barnabörn. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR frá Hammersminni Djúpavogi, síðar búsett á Kvíabólsstíg 1, Neskaupstað, sem lést á hjúkrunarheimilinu í Neskaupstað miðvikudaginn 22. apríl, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 30. apríl kl. 14.00. Sjöfn Magnúsdóttir, Magnús Herjólfsson, Björgvin Sveinsson, Rósa Benediktsdóttir, Þórður Sveinsson, Karen Kjartansdóttir, Heiðar Sveinsson, Auður Sveinsdóttir, Þorgils Arason, Sigurður Sveinsson, Brynhildur Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MATTHILDUR SVEINSDÓTTIR, Höfðagötu 11, Hólmavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur miðvikudaginn 22. apríl. Hún verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugar- daginn 2. maí kl. 11.00. Halldór K. Ragnarsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ágústa K. Ragnarsdóttir, Ingimundur Pálsson, Jóhanna Ragnarsdóttir, Már Ólafsson, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR JÓNU ÓLSEN JÓHANNSDÓTTUR, Kópavogsbraut 1a, áður Hlégerði 11, Kópavogi. Gréta Björk Jóhannesdóttir, Þórhallur Frímannsson, Edda Ösp Jóhannesdóttir, Guðjón Reynir Jóhannesson, Gyða Halldórsdóttir, Kristján Jóhannesson, Eyrún Jónsdóttir, Helga Jóhannesdóttir, Örn Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.