Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 VEGAGERÐIN og Reykjavík- urborg hafa endurnýjað samning sinn um viðhald og rekstur þjóðvega innan borgarmarkanna. Í samningnum felst að fram- kvæmda- og eignasvið borgarinnar mun annast yfirlagnir malbiks, fræs- un gatna, vetrarþjónustu, gatna- merkingar, umferðarljós, umferð- armerki, gatnahreinsun, gatna- lýsingu, skiltabrýr og fleiri þætti er tengjast þjóðvegum í Reykjavík. Verkefnin eru nú þegar á vegum Reykjavíkurborgar. Með samstarfinu næst, að því er segir í fréttatilkynningu frá fram- kvæmda- og eignasviði Reykjavík- urborgar, meiri hagkvæmni og markvissari þjónusta á gatnakerfinu innan borgarmarkanna. Sambæri- legir samningar eru þá í gangi við önnur sveitarfélög í nágrenni höf- uðborgarinnar. Samningur Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar hljóðar upp á 390 milljónir króna. En við gerð hans var byggt á kostnaðarútreikn- ingum Vegagerðarinnar og skrán- ingu í verkbókhaldi framkvæmda- og eignasviðs. Er heildarlengd gatna samkvæmt fréttatilkynningunni sambærileg við 95 km af hefðbund- inni akbraut með eina akrein í hvora áttina. Borgin sjái áfram um malbikun 390 milljóna samningur um viðhald og rekstur þjóðvega í Reykjavík ÞAÐ hefur reynst Birgi Ármanns- syni alþing- ismanni happa- drjúgt í þrennum síðustu alþing- iskosningum, að vera í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í Reykjavík- urkjördæmi suð- ur. Í kosningunum á laugardaginn náði Birgir kjöri til Alþingis en Sig- urður Kári Kristjánsson komst ekki á þing, þótt Birgir hafi orðið einu sæti neðar en Sigurður Kári í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Kári lenti í 5. sæti í prófkjörinu en Birgir í því 6. Birgir raðaðist í 3. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður, þar sem flokkurinn fékk þrjá menn kjörna. Sigurður Kári raðaðist í 3. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, þar sem flokkurinn fékk aðeins tvo menn kjörna. Það sama gerðist í kosningunum árið 2003. Þá lenti Ásta Möller í 9. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en Birgir Ármannsson í 10. sæti. Ásta raðaðist í 5. sæti í Reykjavík norður og komst ekki á þing en Birgir í 5. sæti í Reykjavík suður og náði kjöri. Ásta lýsti yfir vonbrigðum með að ná ekki inn á þing og það hefði verið salt í sárin að hún hefði náð betri ár- angri en Birgir í prófkjörinu. Mar- geir Pétursson, þáverandi formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sagði aðspurður, að ekki hefði verið vilji til þess að halda prófkjör í hvoru Reykjavík- urkjördæmanna fyrir sig. Í kosningunum 2007 var Birgir aftur í 5. sæti D-lista í Reykjavík suð- ur og náði kjöri en Sigríður Á. And- ersen, sem var í 5. sæti í Reykjavík norður, náði ekki kjöri. sisi@mbl.is Suðrið hefur reynst Birgi happadrjúgt Birgir Ármannsson GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, alþingismaður og fyrrverandi heil- brigðisráðherra, segist mjög ánægður með þá niðurstöðu Innra eftirlits Reykja- víkurborgar að ekki sé tilefni til úttektar á störf- um hans fyrir Orkuveitu Reykjavík- ur á þeim tíma er hann var stjórn- arformaður fyrirtækisins. „Þetta er mjög ánægjuleg nið- urstaða sem ekki kemur mér á óvart,“ segir hann. „Þetta er sú besta niðurstaða sem ég gat vonast eftir.“ Innri endurskoðandi Reykjavíkur segir m.a. í bréfi til Guðlaugs Þórs, að fjallað hafi verið um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Reykja- vík Energy Invest á vettvangi stýri- hóps borgarráðs Reykjavíkur um málefni REI, af umboðsmanni Al- þingis og auk þess hafi þrír lyk- ilgerendur skrifað greinargerð um atburðarás í aðdraganda samein- ingar REI og Geysis Green Energy. Þá hafi innri endurskoðun gert stjórnsýsluúttekt á Orkuveitunni, þar sem farið var yfir stjórn- skipulag og ábyrgð verkefna og lagt mat á ábyrgð og hlutverk stjórnar OR á tímabilinu frá 1. jan- úar 2005 til 1. febrúar 2008. Guð- laugur Þór óskaði sjálfur eftir út- tekt á störfum sínum eftir að umræða fór af stað um aðild hans að öflun tveggja stórra styrkja fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006 frá FL Group og Landsbankanum. Mjög ánægð- ur með nið- urstöðuna Guðlaugur Þór Þórðarson Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is FRJÁLSI fjárfestingarbankinn neitar viðskiptavinum sínum um að setja fyrirvara við undirskriftir um skilmálabreytingu lána, þar sem stendur: „Með fyrirvara um betri rétt neytenda.“ Hagsmunasamtök heimilanna hafa hvatt fólk til að setja slíkan fyrirvara til að fyr- irbyggja að það fyrirgeri hugs- anlegum skaðabótarétti sínum: Annars vegar vegna forsendubrests innlendu lánanna. Hins vegar þar sem erlendu lánin séu ólögleg þar sem þau séu krónulán tengd við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Rétt rúmlega fertugur maður fékk slíka neitun í fyrradag: „Bank- inn bauð mér að krota yfir fyr- irvarann og setja stafina mína und- ir eða þeir tækju ekki við skuldbreytingarpappírunum.“ Ingólfur Friðjónsson, for- stöðumaður lögfræðisviðs bankans, segir tilvik sem þessi þrjú til fjögur frá áramótum. „Höfnunin byggist einfaldlega á því að ef menn myndu leyfa að settur yrði hvaða fyrirvari sem er inn á svona skjöl, skulda- bréf eða skilmálabreytingar myndi það skapa mikla [réttar]óvissu. Ég get ekki ímyndað mér að nein lána- stofnun samþykki að lána með ein- hverjum fyrirvörum.“ Þá segir Ing- ólfur að hann sjái ekki að þó menn settu slíkan fyrirvara inn á skil- málabreytingu lána, þar sem slíkur fyrirvari hafi ekki verið í upphaf- legum skilmálum, geti breytt rétt- arstöðu þeirra. Réttindin burt eða heimilið Lántakandinn er í vanda: „Nú er staðan sú að ég stend ekki undir að borga af lánunum eins og þau eru. Það er á hreinu. Ég þarf að velja á milli þess að afsala mér öllum rétt- indum og kyngja þessu eða standa ekki undir láninu.“ Hann er með innlent íbúðalán til fimmtán ára en vill breyta því í fjörutíu ár. Hann ætlar að leita til Hagsmuna- samtaka heimilanna eftir leiðbein- ingum áður en hann tekur ákvörð- unina, því hann vill halda því opnu að geta farið í málaferli við bank- ann sannist að forsendurnar fyrir láninu séu brostnar. Hann sagðist ekki hafa fengið útskýringar á höfnun fyrirvar- ans frá bank- anum. „Mér var aðeins sagt að bankinn tæki skjölin ekki svona,“ segir hann. „Maður spyr sig hvað bankinn hræð- ist.“ Vésteinn Gauti Hauksson, varaformaður hags- munasamtakanna, segir að í hvert skipti sem fólk skrifi undir nýtt plagg við lánastofnun samþykki það þann höfuðstól sem standi á því. „Íslenskir dómstólar gera þá kröfu til fólks að það viti hvað það er að samþykkja og gleyma að fólk er nauðbeygt til að samþykkja nýja skilmála þar sem það stendur ann- ars frammi fyrir því að missa heim- ili sín.“ Því sé fyrirvarinn nauðsyn- legur. Samtökin hvetja því þá sem fá ekki að gera fyrirvara við skuld- breytingu lána að senda viðkom- andi bankastofnun tölvupóst og það á fleiri en eitt netfang sem og afrit af póstinum á netfangið: fyrirvari- @heimilin.is. „Það er ekki verið að breyta greiðsluupphæð lánanna heldur aðeins að koma í veg fyrir að menn tapi rétti sínum á bótum sem þeir hugsanlega eiga,“ segir Vésteinn. „Ef bankastofnunin er svo sannfærð um að hún hafi brotið á rétti almennings er eðlilegt að hún haldi áfram að reyna að koma í veg fyrir að fólk haldi í fyrirvar- ann. En ef bankastofnunin heldur að hún hafi verið að gera eitthvað löglegt hefur hún enga ástæðu til að setja sig upp á móti þessu. Þetta er því samviskuspurning fyrir bankastofnunina.“ Björn Þorri Viktorsson, lögmað- ur hjá Lögmönnum Laugardal, sem undirbýr málaferli gegn banka- stofnunum vegna þróunar lánanna, telur nægilegt að senda tölvupóst en mælir heldur með því að menn sendi símskeyti til að tryggja mót- tökustimpil. „Þetta snýst um að koma fyrirvaranum á framfæri með nógu sannanlegum hætti.“ Hann telji að setja megi fyrirvarann eftir á sé bankinn mótfallinn honum á skjölunum. „Með fyrirvaranum er fólk ekki að biðja um aukinn rétt heldur aðeins að vekja athygli á þessu sérstaka ástandi sem uppi er núna og áskilja sér allan rétt til að halda til haga þeim rétti sem það hugsanlega á í dag. Ef að banka- stofnanir finna sig í því að koma í veg fyrir það að viðskiptamenn haldi þeim rétti sem þeir hugs- anlega eiga í dag eru þær algerlega að sýna sitt rétta andlit og ekki að vinna með fólki í landinu.“ Þrjú hundruð hafa þegar leitað til Björns Þorra og stefna á mála- ferli vegna brostinna lána- forsendna. Hafna fyrirvara við lánin  „Ég þarf að velja á milli þess að afsala mér öllum réttindum og kyngja því eða standa ekki undir láninu“  Telur fyrirvarann ekki breyta réttarstöðunni Morgunblaðið/Kristinn Metur stöðuna Bankastofnun tekur ekki við þessum skjölum um skuldbreytingu lána nema lántakandinn striki yfir fyrirvarann sem hann setti eftir hvatningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Vésteinn Gauti Hauksson, varafor- maður Hagsmunasamtaka heim- ilanna, segir marga leita til sam- takanna vegna vandkvæða viðskiptavina í samskiptum við bankana sína. „Hér liggur póstur á hverjum einasta degi þar sem fólk er í öngum sínum eftir samskipti við bankana. Það leitar ráða og spyr hvað það eigi að gera í stöð- unni.“ Alls hafi 35 skráð sig í sam- tökin í gær og félagsmenn séu nú orðnir um 2.000 frá því að þau voru stofnuð 15. janúar. „Fólk finn- ur fyrir því að enginn annar sinnir svona málum.“ Hagsmunasamtök heimilanna eru frjáls og óháð og voru stofnuð til varnar og hagsbóta fyrir heim- ilin í landinu. Fjöldi leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna Björn Þorri Viktorsson SVEFNSÓFA 20 - 30% AFSLÁTTUR! H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS AF SVEFNSÓFUM! Verð frá 37.840 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.