Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 25
STÆRSTA bábiljan í Evrópuumræðunni er sú að kvóti færist frá ís- lenskum stjórnvöldum til annarra aðildarríkja Evrópusambandsins. Staðreyndin er sú að all- ur kvóti í staðbundnum stofnum umhverfis Ís- land verður áfram í höndum íslenskra stjórnvalda eftir aðild að Evrópusambandinu. Samkvæmt gild- andi reglum Evrópusambandsins er kvóti í höndum þeirra ríkja sem hafa veiðireynslu í viðkomandi fiskistofni. Ekkert aðildarríkja ESB hefur veiði- reynslu umhverfis Ísland í meira en 30 ár. Aldrei hefur verið litið lengra en 9 ár aftur í tímann þegar veiðireynsla er metin. Þess vegna fer því víðsfjarri að við ESB aðild Ísland muni erlendir togarar gera sig heimakomna í ís- lenskri lögsögu. Við þurfum hvorki undanþágu eða sérlausn til þess að tryggja að allur kvóti verði í höndum Íslands eftir aðild að Evrópusam- bandinu. Þetta er mikilsverð stað- reynd sem áhrifamenn í fram- kvæmdastjórn ESB hafa ítrekað staðfest, m.a. á opnum fundum á Ís- landi. Getum tryggt yfirráðin? Þeir sem hafa kynnt sér reglur ESB í sjávarútvegi mæla ekki á móti þessari staðreynd en sumir hafa sagt að Evrópusambandið geti breytt þessum reglum í kjölfar aðildar Ís- lands með vegnum meirihluta í ráð- herraráði sambandsins og þannig rekið rýting í bakið á okkur og tekið sér kvóta í íslenski lögsögu. Það er rétt að hægt er að breyta öllum reglugerðum og lagaákvæðum í Evr- ópusambandinu eins og annars stað- ar. Reglunum um eignarhald á kvóta á grunni veiðireynslu hefur hins veg- ar aldrei verið breytt og er einn af hornsteinum núverandi sjáv- arútvegsstefnu ESB. Breytingar eru ákafalega ósennilegar því þær hefðu í för með sér að verðmæti væru færð frá einu aðildarríki til að láta þau í hendur annars. Ef Íslendingar vilja fá algera staðfestingu á því að kvóti í staðbundnum stofnum verði í höndum Ís- lands, þá má setja ákvæði þess efnis í að- ildarsamninginn. Að- ildarsamningar hafa sama lagalega gildi og sáttmálar sambandsins og yrði því ekki breytt nema með samþykki Alþingis eða í þjóð- aratkvæðagreiðslu á Íslandi. Með þessu væri gulltryggt að all- ur kvóti í staðbundnum stofnum innan íslensku lögsögunnar verði í höndum Íslands til frambúðar. Ákvarðanataka í höndum okkar Í sjávarútvegi, rétt eins og í öðrum málaflokkum, er sá háttur hafður á í Evrópusambandinu að aðeins þau ríki sem ákvörðunin snertir taka þátt í ákvarðanatökunni. Þannig hafa Eystrasaltsríkin ekki áhrif á ákvörðun um aflamark í Miðjarðarhafi og Mið- jarðarhafsríkin hafa ekki skoðanir á kvótaákvörðun í Norðursjó. Þar sem aðeins Ísland mun fara með kvóta í staðbundnum stofnum umhverfis landið, þá mun ákvörðunin um heild- arkvóta í raun vera í höndum Íslend- inga – svo lengi sem hún uppfyllir al- menn skilyrði sjávarútvegsstefnu ESB um að fylgja ráðleggingum vís- indamanna. Samvæmt núverandi kerfi yrði ákvörðunin þó formlega af- greidd á fundi sjávarútvegsráðherra allra aðildarríkjanna. Ef það er þyrnir í augum Íslend- inga að formleg ákvörðun verði tekin í Brussel – jafnvel þó hún verði ekki tekin „af Brussel“ – þá má hugsa sér útfærslur í aðildarsamningi til þess að koma til móts við þau sjónarmið. Til að mynda er hægt að sjá fyrir sér ákvæði á þá leið að engin ákvörðun verði tekin um heildarafla í stofnum sem einungis íslensk stjórnvöld út- hluta úr án samþykkis Íslands. Þann- ig yrði engin ákvörðun tekin nema Ísland stæði að henni. Sveigjanleiki er fyrir hendi Ein af afleiðingum þess að vera með gjaldmiðil sem ekki er gjald- gengur í alþjóðaviðskiptum er sú að við höfum þurft að setja á viðskipta- höft sem ganga í berhögg við EES- samninginn og það er einungis tíma- spursmál hvenær hann fer í algert uppnám og þar með framtíð utanrík- isviðskipta landsins. Enn er ósamið við erlenda kröfu- hafa, lánakjör á alþjóðlegum mörk- uðum eru með því versta sem gerist ef lán fást, rekstrargrundvöllur nýju bankanna er í óvissu og allar að- stæður til atvinnureksturs með þeim hætti að ábyrgir rekstraraðilar sem á annað borð geta flutt rekstur úr landi hljóta að hafa það til alvarlegrar skoðunar. Evrópusambandsaðild er engin töfralausn en þegar með aðild- arumsókninni stígum við stórt skref í átt til stöðugleika og eðlilegs við- skiptaumhverfis. Við munum þurfa að takast á við erfið verkefni í aðild- arviðræðunum en hvort sem litið er til löggjafar Evrópusambandsins eða reynslu þeirra 22 ríkja sem hafa gengið til liðs við það frá stofnun þess þá blasir við að það er hægt að finna lausnir. Sveigjanleiki er fyrir hendi. Evrópusambandið hefur aldrei geng- ið gegn grundvallarhagsmunum nýrra aðildarríkja. Eftir Aðalstein Leifsson » Við þurfum hvorki undanþágu né sér- lausn til þess að tryggja að allur kvóti verði í höndum Íslands eftir aðild að Evrópusam- bandinu. Höfundur er lektor í viðskiptadeild Há- skólans í Reykjavík. Aðalsteinn Leifsson Við getum samið við Evrópusambandið um sjávarútveg Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 ÞAÐ TÓK okkur aldir að verða sjálfstæð á nýjan leik. Síðan tók við áratuga löng bar- átta til að öðlast yfirráð yfir auðlindunum um- hverfis landið, barátta sem kostaði bein átök við herveldi í Evrópu, sem nutu þar beinlínis fulltingis Evrópubandalagsins, sem nú er Evrópusambandið. Það er einmitt á grundvelli fullveldis okkar sem okkur hafa nú áskotnast full yf- irráð yfir þessum auðlindum, sem þó eru sannarlega okkar. Það er einnig á grundvelli fullveldis okkar sem við er- um jafnvel enn að gera tilkall til fjar- lægari hafsvæða og hafsbotnsrétt- inda, s.s. á Drekasvæðinu, og umhverfis Hatton Rockall-klettinn, fyrir utan samninga sem enn eru í deiglunni varðandi nýtingu flökku- fiskistofna. Við höfum gert okkur gildandi á alþjóðavísu sem fullvalda þjóð og notið góðs af. Það hefur tekið okkur heila öld að byggja okkur upp með því velferðarstigi, sem við þekkj- um í dag, eftir að hafa áður verið í ánauð erlends ríkisvalds. Tvíhliða samningsréttur, eins og tilheyrir full- valda ríki, hefur verið undirstaða alls þessa. Fullveldi er því tvímæla- laust ein dýrmætasta eign okkar sem þjóðar. Ef við endum sem eitt aðildarríkja ESB, þá hverfur rétturinn til að gera tvíhliða samninga við önnur ríki. Svo sterk er miðstýring ESB orð- in, ásamt með hinu yf- irþjóðlega valdi þess, að það verður einfaldlega bannað skv. reglum þess, og öll samskipti við ríki utan ESB fara fram gegnum Brussel. Hagsmunir ESB í heild munu þar verða í fyrirrúmi, en hagsmunir Ís- lands njóta sín því aðeins að þeir fari saman við hagsmuni heildarinnar. Lagasetningar og tilskipanir þær sem við munum verða ofurseld, verða framleidd af valdastofnunum ESB, en þær verða samsettar af fólki sem ekki er kosið til þess verks af okkur, að 99% hluta. Og þeir sem veljast til setu í samkundum þessum af okkar hálfu verða skv. ákvæðum sambands- ins að taka fyrst og fremst mið af hagsmunum heildarinnar og horfa fram hjá hagsmunum heimalands síns. Þá er vert að geta þess að dómar dómstóls ESB í Lúxemborg eru yf- irþjóðlegir og því æðri dómsvaldi að- ildarríkja. Er hægt að kalla það svo að við verðum áfram fullvalda ríki ef við gerumst ofurseld þessu mið- stjórnarvaldi? Þá mun einnig verða stórskerðing á íslenskum landbúnaði, þannig að skv. áætlunum hagsmunasamtaka þar myndu hverfa um 10.000 störf. Og á það er nú bætandi, nema hvað? Yfirráð okkar yfir auðlindunum verða klárlega stórskert einnig, og má í því sambandi benda á að Bretar eru sjálf- ir að veiða um 20% af veiddum fiski í sínum eigin sjó! Jafnvel þótt við bind- um eignarhald auðlinda að nafninu til í stjórnarskrá, hvað stoðar það þegar við semjum frá okkur veiðiréttinn við inngönguna í báknið? Við verðum eins og hlunnindabóndinn sem hefur samið frá sér veiðiréttinn í ánni þann- ig að hann má lítið eða ekkert veiða þar sjálfur. Loks er það staðreynd að miðstjórn, eins og sú sem ræður ríkj- um í Brussel og verður sífellt öflugri og yfirþjóðlegri, hún er í eðli sínu andstæð lýðræði. Gildir þar einu und- ir hvaða formerkjum, eða með hvers konar stjórnarfari, miðstýringin er rekin. Afleiðingar þess eiga þegar ýmsar birtingarmyndir í Evrópu og nægir að nefna gerræðið sem sýndi sig eftir að einstakar þjóðir höfðu hafnað nýrri stjórnarskrá ESB með þjóðaratkvæðagreiðslu. Næst skyldu aðeins þjóðþing þessara landa hafa með málið að gera og fólkið látið eiga sig. Og þegar ríkisstjórn Íslands verður orðin að umboðsaðila mið- stjórnarinnar munu „Davíð og Dóri“ ekkert verða spurðir að því hvort þeir styðji „fyrir hönd þjóðar sinnar“ stríðsrekstur í fjarlægum löndum. Við munum einungis taka við tilskip- unum þar um. Sterk undiralda er inn- an ESB, um að gera það að herveldi, sem er í fullu samræmi við aðra þró- un þar í þá átt að efla miðstýringu og yfirþjóðlegt vald þess. Mikið reyna nú Evrópusinnar til að eigna sér kosningaúrslitin, þrátt fyrir að eini flokkurinn sem beinlínis hefur inngöngu í ESB á stefnuskrá sinni sé nú undir sínum besta árangri, og aðr- ir tveir flokkar aðeins opnað fyrir möguleikann á að skoða þetta mál. En ég tek ofan fyrir Steingrími J. Sigfússyni, fyrir að tjá þá skoðun sína daginn eftir kjördag, að stærstu fjöl- miðlar landsins hafi nú myndað elítu, sem notar aðstöðu sína til að sveigja almenning í átt að ESB. Landsmenn verða að sporna við þessu og spyrja sig þess hvort við viljum verða ný- lenda þessa miðstýrða herveldis framtíðarinnar, eða viljum við áfram vera fullvalda þjóð. Eftir Þorkel Á. Jóhannsson Þorkell Á. Jóhannsson » Fullveldi er tvímælalaust ein dýrmætasta eign okkar sem þjóðar. Höfundur er flugmaður. Fullveldi eða nýlenda? ÞAÐ er ekki langt síðan ég fór í heilsu- búð að leita mér að íslenskri lífrænni mjólk. Ég byrjaði á því að fara að kæli- skápnum og þegar ég sá hana ekki þar fór ég að hillunni þar sem hinar ýmsu mjólkurtegundir voru til sölu en fann hins vegar enga lífræna mjólk, og ekki einu sinni þessa frábæru íslensku afurð sem hefur verið nú á markaðnum í nokkur ár. Ég ákvað því að leita mér ráða og sneri mér til ungrar stúlku. Þegar ég spurði hana svo hvort þau væru ekki að selja „venju- lega“ kúamjólk þá varð henni augljóslega misboðið og svaraði með votti af hroka að þetta væri lífræn búð sem eingöngu seldi heilsuvörur. Ég sagði henni þá að til væri íslensk lífræn mjólk og hvort þeir álitu ekki íslensku mjólkina okkar vera hollustuvöru sem erindi ætti á hillur heilsu- búða. Án þess að rýna frekar í það mál þá var ég hissa að heyra þetta og taldi að afgreiðslufólk heilsubúða væri vel að sér í heilsu og næringu. Ég verð hins vegar að viðurkenna að síðan ég lauk við nám mitt í ayurvedískum lækn- ingum hef ég hitt margt fólk sem telur sig sérfræðinga á sviði heilsu og er óhrætt við að fullyrða um hina og þessa hluti. Ég hef einnig heyrt margsinnis til af- greiðslufólks heilsubúða fullyrða hinar ýmsu „staðreyndir“ sem mér finnst alltaf varhugavert þeg- ar um er að ræða jafn órannsakað svið og heilsumál og bætiefni. Raunin er sú að í dag virðist allt sem er nýtt af nálinni, framandi, helst frá myrkviðum Amazon- skóganna, vera lykillinn að full- kominni heilsu, en allt sem undir nefjum okkar liggur óþverri og einhverra hluta vegna „of gott til að vera satt“. Ástæðan fyrir því að ég hef af- ráðið að setjast niður og skrifa nokkrar línur til íslenskra heilsu- unnenda er að mér finnst fólk hafa gengið svo langt í hinum ýmsu öfgum og kjánaskap í neyslu- venjum sínum. Síðan ég kom heim úr námi í náttúrulækning- unum ayurveda, hef ég sífellt orðið vör við hinar ýmsu rang- hugmyndir sem virð- ast hrjá landann og sú stærsta og sorg- legasta er þessi hug- mynd um að gamla góða kúamjólkin sé okkur slæm, hrein- lega óholl og þá sér- staklega nýmjólkin. Það er orðið ótrúlega algengt að fólk sé sann- fært um að það hafi óþol fyrir mjólk og hugmyndin sem virðist gegnumgangandi er hreinlega sú að mjólk sé óholl og eigi varla er- indi lengur. Hins vegar er þetta vaxandi mjólkuróþol tiltölulega nýtt af nálinni og virðist nú hrjá annan hvern mann en hér áður fyrr gátu allir drukkið mjólkina sína í öll mál án nokkurra vand- ræða. Enginn hefur látið sér detta í hug að kannski sé það meltingin sem farin er á skjön eftir að hillur matvælaverslana fylltust af vörum fullum af aukefnum, litarefnum, fylliefnum, eða jafnvel skaðlegum plastefnum (úr umbúðunum). Í dag eru ekki enn til nægar upp- lýsingar um þau áhrif sem þessi efni hafa á meltingu og þ.a.l. önn- ur líkamskerfi. Lífrænar vörur hafa mikið verið rannsakaðar á síðustu árum og raunin er sú að þær eru hærri í vítamínum og steinefnum en samsvarandi ólíf- ræn vara og oft er þessi munur gríðarlegur, 50% og meiri. Af öll- um þeim lífrænu vörum sem rann- sakaðar hafa verið er lífræna mjólkin að koma best út hvað næringarbúskap varðar. Sem sér- fræðingur á sviði heilsu get ég sagt ykkur að íslenska lífræna mjólkin sem ég hef hingað til að- eins séð í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu, er það besta sem þið getið í ykkur sjálf og börnin ykkar látið. Samkvæmt hinum fornu ayur- vedísku fræðum (yogafræðunum) er mjólk ein af hinum 5 fullkomnu fæðutegundum og hér áður fyrr talin kóngamatur. Hins vegar get ég nánast fullyrt að melting fólks er ekki eins og hún var fyrir ára- tug og hvað þá fyrir nokkrum áratugum og þetta vandamál sem fólk upplifir í tengslum við líf- rænar mjólkurvörur er yfirleitt tengt lélegri magaflóru og veik- burða ónæmiskerfi (og á það eng- ar rætur að rekja til mjólk- urdrykkju). Ef þú ert sannfærð/ur um að þú sért með óþol fyrir þessum vörum þá hvet ég þig til að t.d. sjóða mjólkina, bæta hana með meltingarstyrkjandi jurtum eða kryddum (til að aðstoða greinilega veikburða meltinguna) og umfram allt að drekka aldrei mjólkina ískalda þar sem það ger- ir hana afar tormelta. Mjólkin er vissulega þung í maga enda til- valin til að róa óróleika og svef- nörðugleika og það er þessi ynd- islegi þungi sem orsakar eitthvað af þessum vandamálum. Ég hvet landann til að taka þeim sem pre- dika um skaðsemi mjólkur var- lega og endurskoða mál sitt og prófa sig áfram. Ég persónulega hef litla trú á þessari miklu vinnslu mjólkurafurða og tel unn- ar mjólkurvörur vera óhollar, meira að segja undanrenna, þar sem hún hefur verið svipt lífi sínu og öllum fituleysanlegu næring- arefnunum sem eru okkur nauð- synleg. Unnar mjólkurvörur eru ekki lengur mjólkurvörur eins og náttúran ætlaði okkur að inn- byrða þær. Ég hvet þig til að skoða þig um og leita í næstu búð sem selur lífræna mjólk og prófa þessa dásamlegu matvöru sem er sú besta sem þú getur í þig látið. Eftir Fjólu Björk Jensdóttur »Ég hef einnig heyrt margsinnis til af- greiðslufólks heilsubúða fullyrða hinar ýmsu „staðreyndir“ sem mér finnst alltaf varhugavert þegar um er að ræða jafn órannsakað svið og heilsumál og bætiefni. Fjóla Björk Jensdóttir Höfundur er ayurvedískur ráðgjafi, listakona og stjörnuspekingur. Kúamjólkin – Hollustuvara eða „meinvaldur“?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.