Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is RÍKISSTJÓRN Srí Lanka meinaði í gær utanrík- isráðherra Svíþjóðar, Carl Bildt, að ferðast til landsins með utanríkisráðherrum tveggja annarra landa Evrópu- sambandsins. Bildt hugðist hvetja ráðamennina á Srí Lanka til að veita hjálparstofnunum fullan aðgang að tugum þúsunda manna sem hafa orðið innlyksa á átaka- svæðinu á norðaustanverðri eyjunni. Stjórn Srí Lanka sagði að hún teldi sig hafa gert nóg með því að heimila heimsókn Davids Milibands, utanrík- isráðherra Bretlands, og Bernards Kouchners, utanrík- isráðherra Frakklands, sem fara til landsins í dag. „Sænski ráðherrann vildi líka stökkva upp í vagn sig- urvegaranna og við sögðum nei,“ sagði embættismaður í utanríkisráðuneyti Srí Lanka. „Sumir halda að þeir geti komið á flugvelli okkar og vænst þess að tekið verði á móti þeim með rauðum dregli. Srí Lanka er ekki nýlenda og ekki heldur gjaldþrota þróunarland.“ Bildt sagði að stjórnvöld á Srí Lanka hefði synjað beiðni hans um vegabréfsáritun og sagði að framkoma þeirra væri „stórfurðuleg“. „Alvarleg mistök“ Karel Schwarzenberg, utanríkisráðherra Tékka, sem fara fyrir Evrópusambandinu þetta misserið, sagði þetta „alvarleg mistök“ af hálfu ráðamannanna á Srí Lanka. „Það verða eftirmál út af þessu í Evrópu og þetta hefur áhrif á samskipti stjórnar Srí Lanka og Evrópulanda.“ Áður hafði stjórnin synjað beiðni Johns Holmes, að- stoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að hleypa starfsmönnum hjálparstofnana á átakasvæðið. Embættismenn SÞ telja að allt að 50.000 manns séu inn- lyksa á svæðinu og um 6.500 óbreyttir borgarar hafi beð- ið bana þar í átökunum síðustu þrjá mánuði. Tamíl-tígrar sökuðu í gær her Srí Lanka um að hafa gert sprengjuárásir á óbreytta borgara þótt stjórnin hefði lýst því yfir að hernum hefði verið skipað að hætta að beita þungavopnum. Stjórn Srí Lanka neitaði þessu. Vilja ekki fá Carl Bildt  Stjórn Srí Lanka meinar sænska utanríkisráðherranum að heimsækja landið til að beita sér fyrir því að hjálparstofnanir geti bjargað tugum þúsunda manna Í HNOTSKURN » Svíar hættu þátttöku ínorrænu friðargæslunni á Srí Lanka að kröfu Tamíl- tígra árið 2006 ásamt Finnum og Dönum. Var ástæðan sú að Evrópusambandið, sem ríkin þrjú eiga aðild að, skilgreindi Tamíl-tígrana sem hryðju- verkasamtök. » Norðmenn og Íslendingarstarfræktu norrænu eft- irlitssveitirnar til ársloka 2007. Stjórn Srí Lanka sakaði eftirlitssveitirnar um að draga taum Tamíl-tígra. ÞAÐ er hlýtt og notalegt í Hanoi, höfuðstað Víet- nams, og ferðafólkið lætur fara vel um sig í létti- vögnunum. Þeir eru þó ekki lengur dregnir eins og áður, heldur knúnir áfram eins og reiðhjól. Kreppan hefur ekki farið hjá garði í Víetnam en þótt nóg virðist vera að gera hjá léttivagnastjór- unum á myndinni hefur ferðafólki fækkað mikið á árinu. Það sama á við um erlenda fjárfestingu í landinu. Umhverfisvænn ferðamáti AP STAÐFEST tilfelli svínaflensu voru komin yfir 60 í Bandaríkjunum í gær en þá hafði ekki verið tilkynnt um dauðsföll af völdum flensunnar. Yfirmaður sóttvarn- armiðstöðvar landsins sagði í gær að vel mætti búast við dauðsföllum í landinu vegna flensunnar. Tilfelli hafa komið upp í New York, Ohio, Kansas, Texas og Kaliforníu. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við þing landsins að 1,5 milljörðum Bandaríkjadala verði varið til að berjast gegn faraldrinum. Peningana skuli m.a. nota til að auka lyfjabirgðir landsins, þróa bólu- efni og styðja við eftirlit og aðgerðir á alþjóðavísu til að verjast frekari útbreiðslu. Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu Í gær var tilkynnt um 44 staðfest tilfelli í New York- borg og reyndust þau öll vera í skóla í Queens-hverfi. Heil- brigðisfulltrúi borgarinar sagði að hundruð barna bæru flensueinkenni en ekki væri staðfest hvort um svínaflensu væri að ræða. Einkennin væru mjög væg og allir virtust vera á batavegi. Borgarstjóri New York-borgar, Michael Bloomberg, sagði fjölmiðlum að allir þeir sem greinst hefðu með flensuna væru á batavegi. Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, lýsti yf- ir neyðarástandi í ríkinu í gær. Í yfirlýsingu hans sagði að ekki væri ástæða til ótta, aðgerðirnar væru nauðsynlegar til að stöðva útbreiðslu flensunnar. 11 tilfelli svínaflensu höfðu í gær verið staðfest í Kaliforníu og þá fékkst staðfest að annað tveggja dauðsfalla í ríkinu sem talið var að mætti rekja til svínaflensunnar reyndist ekki af hennar völdum. jmv@mbl.is Búast við dauðsföllum vegna flensunnar Reuters Neyð Arnold Schwarzenegger tilkynnti um neyðar- ástand í Kaliforníuríki vegna útbreiðslu flensunnar. SÓLBLETTUM fjölgar og fækkar á 11 ára fresti en nú hafa þeir ekk- ert látið á sér kræla í langan tíma. Hefur þetta vakið áhyggjur ýmissa vísinda- manna, sem benda á, að þannig hafi þetta líka verið á 17. öld, á litlu ísöldinni, sem svo var kölluð. Og ekki bara það, heldur er sólvindurinn, öreinda- straumurinn frá sólu, veikari en hann hefur áður mælst. Vísindamenn vita ekki hvað um er að vera í sólinni en sumir óttast, að það kunni að vera fyrirboði um kuldatíð á jörðinni. Sólvirkni var mikil lengst af á 20. öld og einkanlega eftir 1950. Um svipað leyti fór hitastigið að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa að því er talið er. Flestir vísindamenn virðast þó sammála um, að sviptingar í sól- inni hafi ekki breytt mjög miklu um hitastigið hér á jörð á síðustu ára- tugum. Reiknast þeim til, að af 0,5 gráðu hækkun á meðalhita síðast- liðin 30 ár hafi 10 til 20% stafað af mikilli sólvirkni en allt hitt af gróð- urhúsaáhrifunum. Um þetta er þó deilt og þeir eru til, sem halda því fram, að hækkun hitastigsins megi fyrst og fremst rekja til sólarinnar. svs@mbl.is Kuldar eða ný ísöld í vændum? Sjórinn sækir á. Lítil sólblettavirkni veldur áhyggjum ALLT að 140.000 danskar fjöl- skyldur eru tæknilega gjaldþrota. Þær skulda meira í húsnæðinu en fengist fyrir það, væri það selt. Kemur þetta fram í skýrslu sem danski bankinn Sydbank hefur látið vinna en í henni segir að fjölskyldum í þessari stöðu hafi fjölgað mikið á fyrsta fjórðungi þessa árs. „Á þessum tíma hefur fjöl- skyldum, sem skulda meira en þær eiga, fjölgað um 40.000. Hefur slík aukning ekki sést í marga áratugi,“ segir Christian Hillingsøe Heinig, aðalgreinandi bankans. Verst er ástandið á höfuðborgarsvæðinu en heldur betra á landsbyggðinni. svs@mbl.is Gjaldþrota fjölskyldur DEILT er um hvað svínaflensan skuli heita og eru yfirvöld í Taílandi, einu stærsta kjötútflutningslandi heims, farin að nota orðið Mexíkó- flensan um faraldurinn. Ísraelski heilbrigðisráðherrann, sem jafn- framt er bókstafstrúar gyðingur, segir að Ísrael muni gera hið sama. Það sé til að gyðingar þurfi ekki að taka sér orðið svín í munn, en svín eru óhrein dýr samkvæmt kenningu gyðinga. Tillaga hans hefur hins veg- ar fengið dræmar undirtektir. Yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu hefur sömuleiðis gagnrýnt nafn flensunnar og hefur lagt til að hún verði kölluð nýjaf- lensa. Svínanafnið komi niður á svínakjötsframleiðendum þar sem al- menningur þori ekki að kaupa svína- kjöt. Veltur á rótum flensunnar Heimssamtök um heilbrigði dýra, sem sjá um málefni dýralækninga um víða veröld, hafa lagt til að flens- an verði nefnd Norður-Am- eríkuflensan þar sem það samræmist þeirri hefð að nefna flensufaraldra eftir þeim landsvæðum þar sem þær greinast fyrst, samanber spænska veikin (1918-1919). Umræðan mun líklega halda áfram á meðan vísindamenn og heil- brigðisyfirvöld reyna að finna rætur flensunnar. jmv@mbl.is Hvað á svo eiginlega að kalla flensuna? AP Vörn Sjö mánaða stúlka verst svína- flensunni á flugvelli í Mexíkó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.