Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is „ÞARNA urðu leiðinleg mistök sem ég ber ábyrgð á,“ segir Örnólfur Thorsson orðu- og forsetaritari um ástæðu þess að Carol van Voorst, frá- farandi sendiherra Bandaríkjanna, var sent bréf þess efnis að forseti Ís- lands hygðist sæma hana hinni ís- lensku fálkaorðu. Samkvæmt því sem að fram kom í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær var það ekki fyrr en á leið út á Bessastaði að hitta forsetahjónin sl. föstudag sem Voorst barst símtal þess efnis að ekki stæði til að sæma hana orðunni. Enginn nánari skýring fylgdi, en sagt að þau hjónin væru velkomin á Bessastaði. Barst aldrei orðunefnd Carol van Voorst lýkur fljótlega störfum hér á landi og hafði óskaði eftir kveðjufundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eins og hefð er fyrir. Vou sendiherrahjónin á leið á þann kveðjufund með forseta er símtalið barst. Örnólfur baðst undan viðtali, en í skýringargrein frá skrifstofu forseta kemur fram að fyrir mistök hafi er- indi verið sent prótókollstjóra utan- ríkisráðuneytisins þess efnis að ákveðið hefði verið að sæma Voorst fálkaorðunni án þess að formlega hefði verið gengið frá ákvörðuninni. Utanríkisráðuneytið var í kjölfarið beðið að fela sendiráði Íslands í Washington að afla heimildar stjórn- valda í Bandaríkjunum fyrir veitingu orðunnar. Skrifstofa forseta Íslands tekur fram í yfirlýsingu sinni að um orðu- veitingar til sendiherra gildir föst venja gagnvart Norðurlöndum og fá- einum öðrum ríkjum, sem feli í sér að sendiherrarnir hljóta orðu fyrir störf sín frá ríkinu sem þeir störfuðu í. „Þessi regla gildir hins vegar ekki um samskipti margra landa, meðal annars ekki um samskipti Íslands og Bandaríkjanna, enda hafa margir af sendiherrum Bandaríkjanna á Ís- landi ekki fengið fálkaorðuna. Á síðustu áratugum hafa þannig aðeins þrír sendiherrar Bandaríkj- anna hlotið fálkaorðuna, Nicholas Ruwe, Marshall Brement og Charles Cobb,“ segir í yfirlýsingunni. Forseti Íslands hafi beðið Voorst afsökunar á þessum mistökum á kveðjufundi sem hann átti með sendi- herranum 24. apríl sl. Ekki borist formleg afsökun Að því er fram kom í Kastljósi var sendiherrann hins vegar ósáttur við hið óvænta símtal. Þá mun Voorst hafa túlkað orð forseta Íslands kvöld- ið á Bessastöðum þannig að orðuna fengju aðeins „þeir sem hennar væru verðir“. Bandaríska sendiráðið mun ekki senda frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins, að sögn Kathleen Eagan, talsmanns sendiráðsins. „Þetta er búið og gert,“ segir hún. „Við fengum tilkynninguna um orð- uveitinguna og áttum von á að hún [Voorst] fengi fálkaorðuna og það eina sem hægt er að segja er að það er á valdi forsetaskrifstofunnar og ríkisstjórnar Íslands hverjir hljóta orðuna.“ Spurð hvort formleg afsök- unarbeiðni hafi borist sendiráðinu segir hún svo ekki vera. „Þetta er búið og gert“  Sendiherra Bandaríkjanna sagt að forseti Íslands vilji sæma hann fálkaorðunni  Sagt síðar að ekki yrði af veitingu orðunnar  Forsetaritari segist bera ábyrgðina Í HNOTSKURN »Alls hafa 12 einstaklingar,þar af einn útlendingur, hlotið fálkaorðuna það sem af er þessu ári. Í fyrra var fálka- orðan veitt 40 einstaklingum, þar af einum erlendum rík- isborgara. »Carol van Voorst hefurgegnt starfi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því í janúar 2006. Ólafur Ragnar Grímsson Carol van Voorst ÞÆR þökkuðu væntanlega sínum sæla fyrir að vera inni í hlýjunni í stað þess að berjast við rigningu og rok, stúlkurnar sem hér sitja í söluskála í Sandgerði. Áhrif regnsins eru engu að síður mögnuð og gefa portretti ljósmynd- arans áferð sem ekki er laust við að minni á olíumálverk sem komið er til ára sinna. Morgunblaðið/RAX Þegar regnið bylur á rúðunni VÖRUFLUTNINGABÍLL með tengivagn valt á Vesturlandsvegi við Hafnará um klukkan hálffimm í gær. Vesturlandsvegur var lokaður með hléum fram á kvöld á meðan verið var að losa tengivagninn og fjarlægja hann, að sögn lögregl- unnar í Borgarnesi. Var umferð hleypt í gegn með reglulegu millibili, að sögn lög- reglu. Vörubíllinn var meðal annars að flytja fisk í frystigámi. Mestur tími fór í að losa tengivagninn og fjar- lægja hann, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Valt með tengi- vagn við Hafnará Morgunblaðið/Guðrún Vala Á vettvangi Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi var kölluð út. BÓKAÚTSALA! Hafin er í Bóksölu stúdenta, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, útsala á fjölda bóka Háskólaútgáfunnar á fádæma lágu verði. Líttu við og gerðu góð kaup á öndvegisbókum! SAMKOMULAG náðist í gær milli yfirstjórnar lögreglu höfuðborgar- svæðisins og Lögreglufélags Reykjavíkur um að gefa sér góðan tíma til að vinna að lausn á deilu um nýtt vaktakerfi. „Við erum að vinna þetta í sam- vinnu við Lögreglufélagið,“ sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Breytingar á vaktafyrirkomulaginu munu þó taka gildi hvað varðar nýju lögreglu- stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu. Auka valfrelsi um vinnutíma Unnið verður að drögum að sam- komulagi sem lagt verður fram til kynningar fyrir 1. júní. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglu- félags Reykjavíkur, sagði að þar væri verið að horfa til aukins val- frelsis í vinnutíma. Með því er átt við að lögreglumenn geti lagað vinnu- tímann að sínum óskum, t.d. með því að óska eftir að taka frí sín á til- teknum dögum. Vinnuskipulag þeirra lögreglumanna sem verið hafa á vöktum í almennu deildinni verður óbreytt í sumar. Stefán sagði að yfirstjórn lögregl- unnar og Lögreglufélagið ætluðu að gefa sér maímánuð til að ræða vinnuskipulagið og ná sem bestri sátt um málið. Horft yrði til þess að nýtt fyrirkomulag gæti tekið gildi í september nk. Gefa sér góðan tíma Samkomulag Lögregla fundar. LÆKNAR hafa spurt mikið um flensulyfið Tami- flu í apótekum Lyfju í dag og seldust þeir tveir skammtar sem til voru mjög fljótt. Ekki er von á fleiri skömmtum af Tamiflu í Lyfju á næstunni, en flensulyfið Relenza á að rata í apó- tekin á morgun. Töluvert fleiri fyrirspurnir um Tamiflu hafa þá borist innflytjanda lyfsins frá apó- tekum sl. tvo daga. Gert er ráð fyrir að ný sending af Tamiflu komi til landsins í síðasta lagi á fimmtudag. annaei@mbl.is Mikið spurt um tamiflu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.