Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐANBRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 HELSTU ástæður þess að við Ís- lendingar fengjum engu ráðið í okkar málum sem aðilar að ESB ef til innlimunar kæmi er vita- skuld það hve fá við erum. Stjórn- lagþing ESB tel- ur á sjöunda hundruð með- lima. Danir og Svíar eru með á milli 15 og 20 fulltrúa hvert land. En við Ís- lendingar fengjum einn fulltrúa sem örugglega fengi aldrei rétt á meira en einu atkvæði. Með öðrum orðum yrðum við valdalaust lepp- ríki. Allar okkar auðlindir yrðu kær- komnar og nýttar af sínum nýju húsbændum – nema landbúnaður- inn sem okkar nýju húsbændur sæju að heppilegra væri að fram- leiða í Mið- eða Suður-Evrópu. Við skyldum vera minnug þess að öll loforð um undanþágur okkur í vil yrðu uppsegjanleg innan þriggja ára. Þessir íslensku ESB-agentar hamra þindarlaust á niðurfellingu tolla á inn- og útflutning og svo auðvitað upptöku evru. Svíar gengu á sínum tíma í sam- bandið eftir þjóðaratkvæða- greiðslu. 52% þjóðarinnar greiddu atkvæði með inngöngu í ESB. Í dag eru sænskir ESB-sinnar um 37-38% og fer fækkandi. En nú eru líka ESB-sinnar í flestum valdastöðum og þeir hafa ekki mikinn áhuga á þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Í dag greiða Svíar fyrir þann mikla heiður að vera fylki í ESB meðlimagjald upp á litla 29 milljarða sænskar krónur á ári – nálægt 600 milljörðum ís- lenskra króna. Trúlega yrði okkar meðlimagjald eitthvað lægra en ég held nú samt að gróðinn sé þannig fokinn út í veður og vind. Annars eru þetta bara punktar handa hin- um íslensku ESB-agentum sem tala aðeins um allan þann mikla peningagróða sem bíður okkar þarna hinumegin við lækinn. Við Íslendingar hugsum fyrst og síðast um frelsi þjóðarinnar og sjálfstæði. Ef við endilega þurfum að taka upp nýjan gjaldmiðil þá væri heppilegra að finna þá þjóð sem ekki tæki upp á því að aug- lýsa Íslendinga út um heimsbyggð- ina sem hryðjuverkamenn og glæpamenn. Við skyldum forðast óvini okkar en leita að vinum okk- ar. Það er óneitanlega dálítið kjánalegt að hafa yfir sér tveggja flokka ríkisstjórn. Annar flokk- urinn er heill og óskiptur Íslend- ingar. Hinn er heill og óskiptur ESB-agentar. Ég er sannfærður um að eftir kosningar væri heppi- legast fyrir þjóðarbúið að tekin yrði upp þjóðstjórn. Stærsti flokk- urinn fengi forsætisráðherrastól- inn, næststærsti fengi utanrík- isráðherrastólinn, sá þriðji fjármálaráðherrastólinn o.s.frv. KARL JÓNATANSSON, fyrrverandi tónlistarkennari. Sjálfstæði okkar Íslendinga eftir innlimun í ESB Frá Karli Jónatanssyni Karl Jónatansson ÞEGAR ég geng um „háborg ís- lenskrar menningar“, nánar til- tekið Þingholtin, verður mér stundum hugsað til þess hve stutt er síðan þétt- býlismyndum hófst á Íslandi. Fyrir miðja síðustu öld þeg- ar ég var að alast upp fyrir vestan þekktust ekki malbikaðar götur þar og gangstéttir voru ekki inni í mynd- inni. Ýmsir áttu hunda sem ekki voru þó kjölturakkar. Ekki minn- ist ég þess að við höfum vaðið í hundaskít enda fóru þeir út fyrir vegi og eitthvað afsíðis til að „ganga örna sinna“. Oft kem ég á íslenska bóndabæi þar sem hundar eru en aldrei verð ég vör við að þeir geri sín stykki við húsdyrnar eða á þannig stað sem sýnilegur er gestum eða gangandi. Allar líf- verur þurfa að fá næringu og því fylgir að það þarf að losa sig við úrgangsefni. Líkamleg hreyfing er holl og örvar innri starfsemi líf- vera. Þess vegna fer fólk stundum í gönguferðir og þeir sem eiga hunda hreyfa þá oft í leiðinni. Hjá sumum er þetta hluti af daglegri umhirðu en hjá öðrum happa og glappa-hreyfing. Sonur minn á tvo hunda og er farið með þá í langa göngu tvisvar á dag og eru þá hafðir með í för tveir plastpokar til að hægt sé að þrífa úrkastið frá hundunum sem síðan fer í rusla- tunnuna þegar heim er komið. En hann býr ekki á Íslandi heldur í USA. Aðeins einu sinni hef ég séð, hér í Reykjavík, mann taka þannig til eftir hundinn sinn. Ég hefði lík- lega staldrað við og rætt þetta við hann ef ég hefði ekki verið á hrað- ferð, þess í stað lét ég nægja að segja að þetta sæi maður ekki nógu oft gert hér á landi. Hann sagði að því miður væri það satt. Um Þingholtin er mikil gang- andi umferð og mikið af allra þjóða ferðmönnum sem bæði fara um í hópum eða einir sér. Ég reikna með því að þeir gangi fram á sama hundskítinn og ég á minni göngu hér. Hvaða ályktun ætli þeir dragi af þessu um þrifnað Ís- lendinga? Reyndar hef ég hvergi í heiminum orðið vör við eins mik- inn óþrifnað utan dyra nema lík- lega í Dehli enda hef ég ekki kom- ið til nema nokkurra Evrópulanda, fáeinna fylkja í USA, Ástralíu og Indlands. Ég hef gengið um flest útivistarsvæði í Reykjavík og ná- grenni og þéttbýlli hverfi en þar er svona óþrifnaður ekki eins sýni- legur. Það er líklega minna um hundahald í fjölbýlishúsum og úti- vistarsvæðin bjóða upp á að hund- arnir geti farið afsíðis til að losa sig. Mig minnir að ég hafi lesið það einhvers staðar að í sumum borgum Rómaveldis til forna hafi gangstéttir verið þrifnar með sjálfrennandi vatni. Það er líka mun minna af hundaskít á stéttum hér eftir rigningu. Við erum núna með vatnssalerni innan dyra og státum okkur af þessum fínu sund- laugun okkar en líklega eru bara sumir komnir á það menningarstig að þrífa eftir hundinn sinn. Þótt það sé stutt síðan hundar urðu hluti að fjölskyldum í þessari borg þá finnst mér kominn tími til að fólk, sem lítur á það sem feimn- ismál að þrífa eftir hundinn sinn, átti sig á að skíturinn hverfur ekki þótt það líti undan. Sem betur fer vita flestir hunda- eigendur að það fylgir ýmiss kon- ar ábyrgð því að eiga hund eins og önnur gæludýr. Og ég býst við að hundar hér eigi almennt mjög gott líf. Það snýst ekki bara um að fóðra hundinn og sinna heilbrigði hans heldur þarf líka að huga að umhverfisþættinum í umgengn- inni. Ég ber virðingu fyrir fólki sem er ekki hrætt við að sinna þessum þætti í umhirðu hunda sinna, þ.e. að þrífa eftir hann utan dyra. Svo hygg ég að sé um fleiri. Hér er nefnilega alltaf hægt að setja pokann í næstu ruslatunnu og gangstéttir borgarinnar verða hreinni. VALBJÖRG JÓNSDÓTTIR, fyrrverandi kennari. Hundalíf í hundrað og einum Frá Valbjörgu Jónsdóttur Valbjörg Jónsdóttir NÚVERANDI heimskreppa or- sakast ekki af peningaskorti held- ur af því að skortur er á lántak- endum sem líklega geta endurgreitt lán sín síðar. Helsta einkenni hennar er að launafólk og opinberir aðilar skulda miklu meira en þeir geta nokkurn tíma endurgreitt og að alltof stór hluti tekna fer í vaxta- og skulda- greiðslur. Nær samfellt þensluskeið síð- ustu áratuga á rætur sínar annars vegar í stækkun heimsmarkaðar- ins með innkomu gömlu komm- únistaríkjanna og hins vegar í falskri eftirspurn með stöðugt aukinni skuldsetningu heimila og hins opinbera. Með skuldsetningu neytenda hefur tekist að skapa ört vaxandi vaxtagróða farveg og við- halda þar með hringrás hagkerf- isins. Aukin skuldsetning neyt- enda veldur sífellt aukinni ávöxtun peninga sem á sér ekki uppruna í framleiðslunni. Á sama tíma hafa þessir peningar einnig fundið sér tímabundna ávöxtun í spákaup- mennsku og glórulausri hækkun hlutabréfa, þar sem kaupverð tek- ur ekki mið af arðgreiðslum held- ur væntingum um hækkun á sölu- verði bréfanna og spádómanna. Þessar pappírsbólur hafa svo hald- ið uppi vaxtastigi sem er í engu samræmi við raunverulega arð- semi í framleiðslunni. Vaxtaokið hefur hvergi verið meira síðustu tvo áratugi en á Ís- landi. Nú eru heildarskuldir í okk- ar samfélagi um þrefaldar þjóð- artekjur og ca. áttfaldar tekjur launafólks í landinu. Vextir og verðbætur á þessu ári verða lík- lega 40-50% af þjóðartekjum, þre- faldar ráðstöfunartekjur launa- fólks eða tvöfaldar ráðstöfunartekjur ríkisins. Til samanburðar má nefna að fyrir 30 árum voru engir raunvextir í okk- ar samfélagi og eini maðurinn sem innheimti jákvæða vexti var settur í fangelsi fyrir okur. Helsta vandamál Íslands í dag er vaxtaokið. Langmikilvægasta verkefni íslenskra stjórnvalda er að lækka vexti. Arðsemi í landinu er nánast engin en vaxtakostnaður 600-700 milljarðar. Þar sem vaxta- tekjur eru í eðli sínu hlutdeild í arði framleiðslunnar þá sér hver maður að ástandið er glórulaust. Meirihluti ráðstöfunartekna heim- ilanna, öll framlegð fyrirtækja og þriðjungur ríkistekna fer í skuldir og vexti. Þó svo hluti vaxtatekna fari vissulega í neyslu þá er alveg augljóst að innanlandsmarkaður er að hrynja til grunna, kaupgeta í landinu er að hverfa. Raunvextir þurfa að fara í 0% hið bráðasta og samfélagið þarf neikvæða vexti um langt skeið ef við eigum að lifa þetta af sem markaðssamfélag. SIGURÐUR GUNNARSSON, hagsagnfræðingur og býr á Seyðisfirði. Auræði Frá Sigurði Gunnarssyni EF MENN vilja fara þá leið að innkalla aflaheimildir af út- vegsbændum um 5% á ári, af hverju ganga þeir ekki alla leið og innkalla líka veiðirétt bænda í lax- og sil- ungsveiðiám á Ís- landi? Kvótakerfinu var ekki komið á fyrir út- vegsmenn á sínum tíma. Aflaheim- ildir í þorski voru skertar gríðarlega við upphaf kerfisins. Um leið var vegið að atvinnuréttindum útvegs- manna. Umræða um að tiltekinn hópur hafi fengið eitthvað gefins er því ekkert annað en öfugmæli. Hvaða gjöf felst í 40-50% skerð- ingu? Þegar kvótakerfinu var komið á firrtu stjórnmálamenn sig ábyrgð á því hvaða staðir ættu að lifa og hverjir ættu að deyja í kjölfar þeirr- ar hagræðingar sem flestir voru sammála um að væri nauðsynleg fyrir afkomu íslensks sjávarútvegs. Útgerðinni var sjálfri fengið það verkefni að hagræða innan atvinnu- greinarinnar – ríkið kom þar hvergi nærri með niðurgreiðslum eins og tíðkast í Evrópu. Þetta átak kostaði sjávarútveginn fjárfestingar og fórnir, en á 20 árum gerbreyttist af- koman. Á nú að launa útvegs- mönnum viðsnúninginn með því að svipta þá aflaheimildunum sem þeir hafa keypt? Útvegsmenn á Íslandi hafa í sam- ræmi við gildandi lög keypt rúmlega 90% aflaheimilda þeirra teg- unda sem voru kvóta- settar við gildistöku kerfisins. Hluti hag- ræðingar í sjávarútvegi hefur einmitt falist í því að kaupa þá út úr rekstri sem hafa viljað hætta honum. Þetta er hluti þess fórnarkostn- aðar sem fylgt hefur hagræðingunni. Á að refsa mönnum fyrir að fara að landslögum? Einræðisherrann Robert Mugabe í Zimbabwe tók jarðir bænda í land- inu eignarnámi í nafni réttlætis. Það eru sömu formerki og nú á að nota til að gera veiðiheimildir á Íslandi upptækar. Afleiðingin af ákvörðun Mugabe varð efnahagslegur glund- roði. Er á okkar eigin efnahagslega glundroða bætandi með óábyrgum hugmyndum um fyrningu aflaheim- ilda? Eftir Sigurð Sigurbergsson Sigurður Sigurbergsson » Afleiðingin af ákvörðun Mugabe varð efnahagslegur glundroði. Er á okkar eigin efnahagslega glundroða bætandi með hugmyndum um fyrn- ingu aflaheimilda? Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Soffaníasi Cecilssyni hf. Er innköllun afla- heimilda Mugabe-- aðferðin til að nálgast réttlæti? ALÞJÓÐLEGA fjármálakreppan er af- leiðing skuldasöfnunar. Lántöku sem ekki var hægt að endurgreiða og stóðst ekki til lengd- ar, var ósjálfbær. Ein- staklingar og fyrirtæki breyta nú eyðslu- hegðun sinni, vona og bíða aðgerða stjórn- valda til að reyna að komast yfir erfiðleik- ana. Það eru vart til einstaklingar á jörðinni sem ekki verða fyrir ein- hverjum áhrifum kreppunnar, sem þeir í mörgum tilfellum vita ekki einu sinni af, vegna ákvarðatöku fólks sem þeir þekkja ekki, ákvarðana sem þeir höfðu engin áhrif á, á stöðum sem þeir vissu ekki af, í fjármálakerfi sem aðeins fáir, ef nokkrir, skilja til hlítar. Það er eins og margir þeirra sem tóku afdrifaríkar ákvarðanir hafi ekki skilið afleiðingar gerða sinna, áhrif sem ná langt út fyrir þeirra takmark- aða viðskiptaheim. Þeir hefðu vart hlaðið upp skuldafjöllin, sem ekki var hægt að greiða af, ef þeir hefðu skilið að fyrirtæki og einstaklingar um víða veröld myndu líða fyrir það. Ætli stjórnendurnir í fjármálageiranum sem eyðilögðu milljónir starfa hafi skilið hve viðkvæm fjármálakerfin eru? Hefðu þeir breytt öðruvísi, kannski verið hógværari í launa- og bónuskröfum sínum og horft minna á skammtíma ávinning, ef þeir hefðu séð fyrir afleiðingarnar? Útgerðarmenn myndu aldrei gera svona mistök. Þar eru stjórnendur vonandi skynsamari. Aldrei myndu menn þar taka meiri lán en hægt er að endurgreiða. Ekki veiða meiri fisk en svo að endurnýjun fiskistofna sé tryggð. Ekki nýta landið né hafið á ósjálfbæran hátt. Kannski eru til ein- staklingar sem halda að við eigum auðlindir lands og sjávar og get- um nýtt þær að vild. Flestir gera sér þó grein fyrir að við erum með þær að láni hjá afkom- endum okkar, rétt á meðan við erum hér. Ef við meðhöndlum auðlindir okkar eins og lán, án þess að hugsa fyrir endurgreiðslu, sjálfbærni, þá hrynur vistkerfi okkar, rétt eins og fjármálakerfið. Og áhætta okkar er miklu meiri en fjármálamannanna, því það er ólíklegt að nokkur rík- isstjórn sé þess megnug að end- urnýja auðlindirnar, koma loftslags- kerfinu í jafnvægi á ný, endurvekja hæfileika hafsins til að binda kolefni eða framleiða mat. Ef við tökum lán af auðlindunum umfram endur- greiðslugetu okkar verður hrun fjár- málakerfisins að smámunum sam- anborðið við hrun umhverfisins. Kofi Annan sagði nýlega í Davos í Sviss: Við megum engan tíma missa. Aðeins með virkri þátttöku í alþjóðlegu sam- starfi getum við tryggt að við skilum auðlindum jarðarinnar heilbrigðum í hendur afkomenda okkar. Ósjálfbær lántaka Eftir Melanie Siggs Melanie Siggs »Ef við tökum lán af auðlindunum um- fram endurgreiðslugetu okkar verður hrun fjár- málakerfisins að smá- munum samanborið við hrun umhverfisins. Höfundur er starfsmaður SeaWeb, samtaka sem vinna að sjálfbærri þró- un í sjávarútvegi, sjá www.seawe- b.org.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.