Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 SÝNINGIN Draumurinn um ægifegurð í ís- lenskri sam- tímalist var opn- uð í listasafninu Kundsi í borginni Vasa í Finnlandi á dögunum, og var hluti af ís- lenskri listahátíð. Æsa Sigurjónsdóttir listfræð- ingur er sýningarstjóri sýning- arinnar, sem áður var sett upp í Brüssel og á Kjarvalsstöðum. Mikil umfjöllun hefur verið um sýninguna í finnskum fjölmiðlum, í staðarblöðum, sjónvarpi og hljóð- varpi, og þá lagði stærsta dagblað Finnlands, Helsinkin Sanomat, opnu undir umfjöllun um sýninguna sem fær þar afar lofsamlega dóma. „Rýmið í þessu safni er mjög fínt og sýningin flæðir vel á tveimur hæðum,“ segir Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður, sem var á staðn- um og setti upp stóra innsetningu í safninu, úr bræddu hraungrýti. Æsa hrósar verki Halldórs og segir það koma afskaplega vel út og tengjast verkum annarra lista- manna á áhugaverðan hátt. Að mati Halldórs nýtur sýningin sín betur í Vasa en á fyrri sýning- arstöðum en á henni eru 40 verk eftir 17 myndlistarmenn. Nokkrum verkum var bætt við sýninguna frá því hún var á Kjarvalsstöðum, en þau eru í eigu finnskra safnara, m.a. verk eftir Kristján Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson og Georg Guðna. Íslensk list í Vasa Samtímamyndlistin fær góðar viðtökur Halldór Ásgeirsson NOKKUR stór myndverk eftir bandaríska myndlistarmanninn James Rosenquist brunnu þegar skógareldur geisaði í Aripeka í Flór- ída um helgina. Meðal húsanna sem brunnu voru íbúðarhús og vinnustofa Rosenquists. Ásamt þeim Andy Warhol og Roy Lichtenstein er Rosenquist talinn einn af lykilmönnum í bandarísku popplistinni. Hvorki honum né starfs- fólki hans varð meint af brunanum en meðal verkanna sem brunnu var 40 metra hátt veggverk sem franska rík- ið hafði keypt af listamanninum. Poppverk brunnu SEXTETT Ólafs Gauks kemur fram á tónleikum í Fríkirkj- unni á morgun, fimmtudag. Söngvararnir Svanhildur og KK, Kristján Kristjánsson, koma fram með sextettinum. Sami hópur hélt hljómleika fyrir troðfullu húsi við frábær- ar undirtektir á sama stað fyrir nokkrum vikum og var því ákveðið að hefja skyldi leikinn einu sinni enn og rifja upp al- þekkt lög frá 7. og 8. áratug síðustu aldar þegar sextettinn, ásamt Svanhildi og Rúnari Gunn- arssyni, spilaði um landið vítt og breitt á hverju sumri, kom fram í sjónvarpsþáttum, og gaf út plötur. Hljómleikarnir hefjast klukkan 21. Tónlist Tónleikar Sextetts Ólafs Gauks Ólafur Gaukur GUÐRÚN Vilmundardóttir þýðandi segir í dag, miðviku- dag, klukkan 16.30, frá kynn- um sínum af verkum leik- skáldsins Sarah Kane, áformum um uppsetningar sem ekki litu dagsins ljós, þýð- ingunni á leikritinu Rústað og tilraunum til aðlögunar í sam- vinnu við leikstjórann Kristínu Eysteinsdóttur. Dagskráin, sem nefnist Skáldið hefur (yf- irleitt) rétt fyrir sér, er í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnins. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð- inni Þýðing öndvegisverka, sem skipulögð er af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Bókmenntir Segir frá verkum Sarah Kane Guðrún Vilmundardóttir Í VIKUNNI kemur út greina- safnið Kvennabarátta og krist- in trú. Til kynningar á bókinni verður haldin ráðstefna í Há- skóla Íslands, stofu 101 í Odda, í dag, miðvikudag, milli klukk- an 13 og 16. Á ráðstefnunni flytja allir greinarhöfundarnir erindi, en þeir eru auk dr. Arnfríðar Guð- mundsdóttur guðfræðings og Kristínar Ástgeirsdóttur sagn- fræðings, sem ritstýrðu bókinni, dr. Dagný Krist- jánsdóttir bókmenntafræðingur, Erla Hulda Hall- dórsdóttir sagnfræðingur, Nína Leósdóttir guðfræðingur og dr. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir mannfræðingur. Ráðstefna Fjallað um kvenna- baráttu og kristni Arnfríður Guðmundsdóttir Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is HIN rússneska Natalia Gutman er lifandi goðsögn meðal aðdáenda sellóleiks. Nú kemur hún til Ís- lands og leikur með Sinfón- íuhljómsveit Íslands á tónleikum næstkomandi fimmtudagskvöld. Þar flytur hún Sellókonsert númer 1 eftir Dmítríj Sjostakovitsj. Dýrmæt innsýn „Þegar kom að því að finna ein- leikara fyrir þennan konsert þá kom í sjálfu sér ekkert annað til greina en að leita í smiðju Rússa. Þeir eiga ótrúlega magnaða einleik- ara,“ segir Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Natalia Gutman var nem- andi sellósnillingsins Rostropovitsj og auk þess vinkona Sjostakovitsj. Hún spilaði fyrir hann sellókons- ertinn sem hún flytur á tónleik- unum á fimmtudag og er ein þeirra goðsagnakenndu tónlistarmanna sem eftir lifa í Rússlandi. Túlkun hennar gefur okkur dýrmæta inn- sýn í skeið sögunnar sem nú er lið- ið.“ Sérstök upplifun Natalia Gutman er fædd árið 1942 í Kazan en ólst upp í Moskvu og tók sína fyrstu sellótíma hjá afa sínum fimm ára gömul. Afinn, An- isim Berlin, var frægur fiðluleikari á sinni tíð og hafði lært hjá sjálfum Leopold Auer. Seinna lærði hún hjá Rostropovitsj en þegar hann lenti í ónáð hjá yfirvöldum komst hún sömuleiðis á svartan lista og var í tíu ár bannað að ferðast utan Sovétríkjanna. Alþjóðlegur ferill hennar hófst upp úr 1980 og hún er nú einn fremsti fulltrúi rússneska skólans í sellóleik. Meðal áhrifavalda í lífi Gutman var píanóleikarinn Svjatoslav Rich- ter sem eitt sinn sagði að hún væri „sannleikurinn í tónlist, holdi klæddur“, og eiginmaður hennar, fiðluleikarinn Oleg Kagan sem lést árið 1990. Þrátt fyrir nokkuð háan aldur eru engin þreytumerki á leik Gut- man en tilfinningaþrungin túlkun hennar þykir óviðjafnanleg. „Það er alltaf mjög sérstök upplifun að sjá og hlusta á flytjanda sem hefur mikla reynslu, breiða sýn og mús- íkalska visku, eins og Gutman hef- ur,“ segir Árni Heimir. Gott umtal Árni Heimir segir að það gangi ótrúlega vel að fá þekkta erlenda tónlistarmenn til liðs við Sinfón- íuna. „Það gengur vonum framar, meira að segja í miðri kreppu, að fá erlenda tónlistarmenn til Ís- lands. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur getið sér það gott orð úti í hinum stóra heimi að erlendir tón- listarmenn vita að þeir geta treyst því að hér eru ákveðin gæði, vand- virkni og áhugi. Það sem Sinfónían hefur fram yfir margar af stærstu atvinnu- hljómsveitum annarra landa er ákveðinn ferskleiki og ríkur vilji hljómsveitarmeðlima til að leggja sig alla fram. Þetta finna erlendir tónlistarmenn sem hingað koma og þegar þeir snúa aftur heim tala þeir mikið um hversu gaman og gott var að spila á Íslandi. Þeir hafa einnig mjög á orði hversu vel Íslendingar hlusti, það sé meiri kliður og óróleiki þegar spilað er í stórborgum á borð við London, New York eða Berlín. Allt þetta góða umtal vinnur mjög með okk- ur,“ segir Árni Heimir. Músíkölsk viska  Sellóleikarinn Natalia Gutman leikur með Sinfóníunni  Er lifandi goðsögn meðal aðdáenda sellóleiks  Var nemandi Rostropovitsj og vinkona Sjostakovitsj Natalia Gutman „Það er alltaf mjög sérstök upplifun að sjá og hlusta á flytjanda sem hefur mikla reynslu, breiða sýn og músíkalska visku. “ UNNENDUR góðrar gítartónlistar vinsamlega takið eftir: þriggja daga gítarhetjuhátíð er framundan á Græna hattinum á Akureyri. „Ég var einhvern tíma að hlusta á Óla Palla kynna AC/DC í Rokklandi á Rás 2 og spurði sjálfan mig: Hver hefur ekki gaman af góðu gítar- sólói?“ segir Haukur Tryggvason, vert á hattinum sem heldur hátíðina í samstarfi við Blúsfélag Akureyrar. Hugmyndin er í raun eldri; „kviknaði á djasshátíð fyrir nokkr- um árum þar sem komu saman 10 gítarleikarar á flottum tónleikum.“ Haukur hóf undirbúning í janúar og viðbrögðin voru strax mjög góð. „Allir sem ég hringdi í sögðu bara já og spurðu hvenær hátíðin yrði.“ Flestar helstu gítarhetjur lands- ins mæta á svæðið. Annað kvöld hefst veislan kl. 21 þegar fram koma tríó Kristjáns Edelstein, Hallgrímur Ingvason og loks Gunnar Þórðarson og vinir – en þar mætir Gunnar í fyrsta skipti til leiks með rokktríó; í því eru auk hans Gunnlaugur Briem trommari og bassaleikarinn Jóhann Ásmundsson. Á föstudaginn kl. 14.10 skemmtir 50 manna gítarkór í göngugötunni, Masterclass verður á vegum Tónlist- arskólans á Græna hattinum kl. 15 og um kvöldið leika Ómar Guð- jónsson, Halldór Bragason og Björn Thoroddsen ásamt hljómsveit, sem í eru Birgir Baldursson trommari, bassaleikarinn Róbert Þórhallsson og Davíð Þór Jónsson, sem leikur á Hammond-orgel. Á laugardaginn kl. 16 verða gítar- hetjutónleikar fyrir yngstu kynslóð- ina og þau sem ekki komast á hina viðburðina vegna aldurs. Um kvöld- ið leikur annars vega tríó Thiago Trinsi og hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar, og rúsínan verður bor- in fram í pylsuendanum eftir það; á „stjörnudjammi“ stíga á svið Björn Thoroddsen, Halldór Bragason, Hallgrímur Ingvason, Jón Páll Bjarnason, Kristján Edelstein, Óm- ar Guðjónsson og Thiago Trinsi og leika saman við hvern sinn fingur. Gítarinn í aðalhlutverki Morgunblaðið/Kristinn Gítarhátíð nyrðra Halldór Bragason er einn snillinganna sem leika á Græna hattinum, meðal annars á stjörnugítardjammi á laugardagskvöldið.  Þriggja daga gítarhetjuhátíð á Græna hattinum á Akureyri Á efnisskrá Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á tónleikunum á fimmtudagskvöldið, 30. apríl, er Ballettsvíta nr. 3 og Sellókons- ert nr. 1 eftir Dímítrí Sjostako- vitsj. Einnig verður flutt Sin- fónía nr. 6 eftir Pjotr Tsjajkovskíj. Stjórnandi er Rumon Gamba og tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. Natalia Gutman flytur fyrsta sellókonsert Sjosta- kovtsj. Rússnesk veisla Útkoman er hreint stórkostleg... alveg einstaklega falleg í ljót- leika sínum. 41 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.