Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 Á HÁSKÓLA- SJÚKRAHÚSI fara saman í daglegu starfi; þjónusta við sjúklinga, menntun heilbrigðisstarfsstétta og sköpun nýrrar þekkingar, þ.e. þar eru stundaðar vís- indarannsóknir. Allir þessir þættir dafna best í samstarfi við hina tvo, efla hver annan og eflast af hinum tveimur. Það liggur ljóst fyrir að öflugt kennslustarf er grundvöllur fram- tíðarmönnunar heilbrigðiskerf- isins. Til viðbótar við beina sköp- un nýrrar þekkingar, þjóna vísindarannsóknir á háskóla- sjúkrahúsi m.a. því hlutverki, að efla nákvæmni og nýja hugsun, þættir sem eru grunnur að gæðum stafseminnar og auknu öryggi sjúklinga. Á undanförnum árum hafa nemendur heilbrigðisvís- indasviðs HÍ, sem sótt hafa starfs- nám og starfsþjálfun á Landspít- ala, náð viðurkenningu á alþjóðavettvangi; bæði ef miðað er við frammistöðu á erlendum próf- um en ekki síður þegar litið er til þess, að þeir komast til framhalds- náms á bestu erlendum stofn- unum, þar sem gerðar eru miklar kröfur til þeirra sem þar komast að. Vísindastarf er á sama hátt öflugt og viðurkennt á erlendum vettvangi. Í innlendum sam- anburði er Landspítalinn þannig meðal öflugustu menntastofnana landsins. Á árlegri uppskeruhátíð vísinda- starfs á Landspítala; „Vísindi á vordögum“ sem haldin er dagana 29. apríl til 7. maí, kynna um 350 vísindamenn Landspítala (LSH) og samstarfsmenn þeirra nið- urstöður rannsókna sinna á rúm- lega 100 veggspjöldum. Þá verða styrkir úr Vísindasjóði LSH veitt- ir, ungur og efnilegur vís- indamaður valinn og heiðraður sérstaklega, auk þess sem heið- ursvísindamaður ársins á Land- spítala verður kynntur. Gestafyr- irlesari í ár verður dr. Vilmundur Guðnason, yfirlæknir Hjarta- verndar og fjallar hann um notkun segulómunar af heila í faralds- fræðirannsóknum, í tengslum við öldr- unarrannsókn Hjarta- verndar. Allir eru vel- komnir á „Vísindi á vordögum“ en það eru vísindaráð LSH og skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar sem standa að þessari uppskeruhátíð vís- indarannsókna á spít- alanum. Nákvæma dagskrá er að finna á www.landspitali.is. Margar starfs- stéttir LSH, eða 14 talsins, kynna verkefni sín. Það er enn eitt ein- kenni háskólasjúkrahúss að há- skólamenntaðar starfsstéttir halda áfram rannsóknum sínum og jarð- vegur fyrir fjölfaglegar rannsóknir verður þannig til. Því eru rann- sóknarverkefnin sem kynnt verða á veggspjöldum ákaflega fjöl- breytileg. Þar má nefna; Faralds- fræði mænuskaða í slysum á Ís- landi, Notkun heilarita til greiningar á athyglisbresti með ofvirkni hjá börnum, Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum á Íslandi, Gæði meðferðar við hjartaáfall á Íslandi og í Svíþjóð, Áhrif tveggja vikna meðferðar í Bláa lóninu á psoriasis; forrannsókn, Nákvæmni innstillinga í geislameðferð gegn staðbundnu krabbameini í blöðru- hálskirtli og Fingraendurhæfir: Taugastoðtæki til að auka virkni fingrahreyfinga þverlamaðs ein- staklings við hálsliði C6-C7. Á Landspítala starfar margt af okkar færasta fólki á sviði heil- brigðisvísinda og hafa margir úr þeirra hópi vakið athygli fyrir störf sín á erlendum vettvangi. Á árinu 2008 birtust 197 greinar í erlendum ritrýndum tímaritum og 50 í innlendum, auk þess sem 19 bækur og bókakaflar komu frá starfsmönnum Landspítala og samstarfsmönnum þeirra. Meist- ara- og doktorsnemum á Land- spítala hefur fjölgað undanfarin ár; nú eru 77 doktorsnemar á spítalanum og 115 meist- aranemar. Á ári hverju sækja um 1.000 nemendur starfsþjálfun sína til Landspítala og flestir nemendur í heilbrigðisvísindum koma þar til náms og þjálfunar einhvern tím- ann í sínu námi. Reglulegar mæl- ingar eru gerðar og fylgst með því hvernig nemendum líkar og gagnast klíníska námið á spít- alanum. Samkvæmt nýlegri könn- un gáfu hjúkrunarfræðinemar og sjúkraliðanemar náminu og reynslu sinni á deildum yfir 4 í meðaleinkunn (af 5 mögulegum) og könnun meðal læknakandídata sýndi að 94% þeirra voru ánægð með þjálfun sína. Eitt af markmiðum Landspítala er að verða eitt af fimm bestu há- skólasjúkrahúsum á Norð- urlöndum hvað varðar árangur og afköst í vísindarannsóknum og verða eftirsóknarverður sam- starfsaðili fyrir innlendar og er- lendar stofnanir og fyrirtæki. Starfsmenn Landspítala eru nú þegar í samstarfi við yfir 70 er- lenda háskóla og stofnanir í 20 löndum og öllum heimsálfum. Áætlað er að Landspítali verji um 1,5% af ársveltunni til vísinda- rannsókna. Vonir standa til þess að hægt verði að auka þetta hlut- fall sem mest og best á næstu ár- um. Ekki er óalgengt að þetta hlutfall sé allt að fjórum sinnum hærra á þeim háskólasjúkrahúsum sem Landspítalinn ber sig saman við, auk þess sem aðrar fjáröfl- unarleiðir verða virkari í stórum samfélögum. Til viðmiðunar fær Karólínska stofnunin í Stokkhólmi upphæð sem svarar um 6% af ár- legri veltu Karólínska sjúkrahúss- ins auk annars eins frá fjár- sterkum styrktaraðilum. Í því sambandi er gjarnan spurt; hefur Landspítalinn efni á að reka svona öflugt háskólastarf. Nær væri hins vegar að spyrja; höfum við efni á því að gera það ekki? Eftir Kristján Erlendsson »Kennsla er grund- völlur framtíð- armönnunar heilbrigð- iskerfisins. Vísinda- rannsóknir efla nákvæmni og nýja hugsun, gæði, þjónustu og öryggi sjúklinga. Kristján Erlendsson Höfundur er framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar, Land- spítala. „Vísindi á vordögum“ SÁ ÁRANGUR sem náðist með nýjum lög- um um starfslaun lista- manna á sér langan að- draganda, því lögum um þennan málaflokk hefur ekki verið haggað síðan 1996. Á meðan ýmsir aðrir þjóðfélags- geirar sóttu gull í greipar ríkisins og stækkuðu og bólgnuðu, einkum þeir auðugustu, gerðist ekkert annað með lista- mannalaunin en að umsóknum fjölg- aði ár frá ári. Þörfin á að bæta um betur var því orðin afar brýn. Þetta viðurkenndi þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og bauð upp á það nú í haust að hefja viðræður við fulltrúa frá Bandalagi íslenskra lista- manna um þriðjungs fjölgun mán- aðarlauna. Með þessu var hún að efna loforð frá bjartari dögum í hag- sögu þjóðarinnar, en það skal sagt henni til hróss að hún stóð við lof- orðið þrátt fyrir efnahagslegt hrun. Er skemmst frá því að segja að 7. janúar síðastliðinn náðist sam- komulag um skiptingu milli hinna ýmsu listgreina og um flesta aðra þætti málsins. Það var í rauninni ekki annað eftir en að greiða úr nokkrum forms- atriðum í ráðuneytinu og reka á frumvarpið smiðshöggið, þegar stjórnin féll í janúarlok. Undirritaður var þess þá fullviss að erfitt yrði að endurlífga málið – en nýr mennta- málaráðherra kom listamönnum skemmtilega á óvart með einstakri framtakssemi. Af skörungsskap tók Katrín Jakobsdóttir málið fyrir og lét ganga frá frumvarpinu með hraði, lagði það síðan fyrir vorþingið, þar sem það var afgreitt á lokadögum þess. Svo sem oft áður komu fram gam- alkunnar úrtölur, t.d. um listamenn á fram- færi ríkisins, en þær voru þó venju fremur bitlausar að þessu sinni. Nokkuð byggðust þær á þeim rótgróna mis- skilningi, að verið væri að styrkja tóm- stundagaman einhverra iðjuleysingja! Stað- reyndin er hins vegar sú að listamenn innan BÍL eru at- vinnumenn úr ýmsum greinum og þiggja laun, rétt eins og hverjir aðrir, fyrir vinnu sína. Starfslaunin tengj- ast verkefnum sem listamenn sækja um stuðning við, ríkið fjármagnar síðan þau verkefni í formi starfs- launa, hljóti þau náð fyrir augum sjóðsstjórnanna. Á tímum kreppu og atvinnuleysis eru starfslaun listamanna einmitt kjörinn vettvangur til að auka at- vinnuskapandi tækifæri á sviðum sem gjarnan leiða af sér umtalsverð afleidd störf og þjónustu af ýmsu tagi. Þar með er líka tekin stefna á störf sem kalla á virkjun hugans fremur en landsins gæða og er raun- ar aðeins eitt dæmi af mörgum um þá trú á hugarorkuna sem einkennir sitjandi stjórnvöld. Katrín Jakobsdóttir fer vel af stað í embætti sínu sem mennta- málaráðherra. Annað stórvirki henn- ar er að taka þátt í byggingu tónlist- ar- og ráðstefnuhúss í samstarfi við borgaryfirvöld, en það er annað mál sem hljómar illa í eyrum þeirra sem ekki hefur skilist að listviðburðir og menningarlíf yfirleitt eru ekki bara skraut á tyllidögum þjóðlífsins, held- ur heyra til þeirri atvinnugrein sem vex hraðast í heimshluta vorum: iðn- aði sköpunar. Starfslaun listamanna Eftir Ágúst Guðmundsson »Katrín Jakobsdóttir fer vel af stað í emb- ætti sínu sem mennta- málaráðherra. Ágúst Guðmundsson Höfundur er forseti Bandalags ís- lenskra listamanna. Á VORIN koma farfuglarnir. Um sama leyti árs er einnig von á skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjár- laga. Í venjulegu ári má reikna með að stofnunin kvarti sár- lega yfir agaleysi og skorti á ráðdeild við gerð og framkvæmd fjárlaga. Algengt er að skeiki 15-20% í átt að fram- úrkeyrslu. Næstum hver einasta meiriháttar opinber framkvæmd er því marki brennd að áætlaður kostnaður stenst ekki. Dæmin eru fjölmörg: Grímseyj- arferjan, endurbætur á Þjóðminja- safni, endurbætur á Þjóðleikhúsi, Náttúrufræðahúsið Askja, Þjóð- arbókhlaðan, Leifsstöð, skrifstofur Alþingis, Listasafnið… Þegar við endurreisum Ísland viljum við hafa þetta svona eða er nóg komið? Er það náttúrulögmál að framkvæmdir kosti skattgreið- endur hærri upphæð en upp- haflega er áætlað? Raunar vitum við töluvert um ástæður þess að málum er svona skipað. Ástæð- urnar eru í meginatriðum tvær. Í fyrsta lagi sjálfsblekking sem rekja má til þess hvernig hugur okkar starfar og í annan stað vísvitandi blekkingar sem rekja má til þess hvernig kerfið virkar. Fyrri ástæðan er vegna þess að flestir menn ofmeta bæði hæfileika sína til að taka réttar ákvarðanir og getu til að hafa stjórn á atburðum. Sárgrætilegasta dæm- ið um þetta eru útrásarvíkingarnir sem um skeið voru eftirlæti býsna margra. Fyrir snilli þeirra hengdi forsetinn á þá orður, fjölmiðlarnir völdu þá menn ársins og stjórn- málamennirnir hófu þá til skýjanna sem vonarstjörnur þjóð- arinnar. Nú vitum við að þessir menn ofmátu getu sína með skelfi- legum afleiðingum fyrir okkur hin. Þessa birtingarmynd sjálfsblekk- ingarnar má líka finna hjá okkur venjulega fólkinu. Seinni ástæðan er samt sorg- legri. Hún felst í að segja vísvit- andi ósatt eða aðeins hálfan sann- leikann í þeirri von að verkefnið verði samþykkt. Vitað er að þegar verkefnið hefur á annað borð hlot- ið brautargengi verður ekki til baka snúið, sama hve vitlaus upp- hafleg áætlun var. Stjórn- málamenn eru einkar slæmir hvað þetta varðar. Samgöngubætur fyr- ir Vestmannaeyjar voru eitt sinn nokkuð í umræðunni. Fljótlega var nefnd tiltekin kostnaðartala, 14-16 milljarðar króna. Síðar voru gerðir nýir útreikningar. Niðurstaðan bendir til kostnaðar á bilinu 50-80 milljarða króna! Það sem gerðist í kjölfarið er dæmigert. Í Frétta- blaðinu 28. júlí 2007 bregst einn þingmaður Suðurkjördæmis við á eftirfarandi hátt. „„Það eru engin rök fyrir þessu [nýju tölunni], þetta eru bara getgátur,“ segir […] alþingismaður.“ Af hverju ger- ir alþingismaðurinn lítið úr hærri tölunni og kallar hana rökleysu og getgátu? Getur verið að hagsmunir umbjóðenda hans skipti meira máli en hagsmunir skattgreiðenda? Getur verið að aðalatriðið sé að koma verkefninu af stað í þeirri vissu að ekki verði til baka snúið? Eftirfarandi ummæli eru höfð eftir samgönguráðherranum í Mbl. 17. apríl 2008. „Auðvitað skoðar mað- ur alltaf svona lista, en málið er alltof seint fram komið.“ Tilefnið var undirskriftalisti þar sem fyr- irhugaðri byggingu ferjulægis í Bakkafjöru var mótmælt og bent á aðra lausn. Þessi framkvæmd kostar sam- kvæmt áætlun tæpa 6 milljarða króna. Aðeins örlítið brot kostn- aðarins var áfallinn en samt er málið „alltof seint fram komið“. Ekki virtist vera hægt að endur- skoða ákvörðunina þótt við blasi að það var vel hægt á þessum tíma- punkti. Sama bragðinu er beitt aftur og aftur. Lág tala er nefnd í byrjun í því augnamiði að koma verkefninu af stað. Síðan fer verkefnið að blása út í allar áttir með tilheyr- andi kostnaðarauka. Háskólasjúkrahúsið átti að kosta um 50 milljarða á föstu verðlagi fyrir hrun. Í Viðskiptablaðinu 27. maí 2008 lætur einn fyrrverandi nefndarmanna um byggingu há- skólasjúkrahússins hafa eftir sér „það kæmi mér ekki á óvart að hann [kostnaðurinn] færi upp í á annað hundrað milljarða“. Getur verið að setji hroll að fleirum en mér? Tónlistar- og ráðstefnu- miðstöð átti að kosta 12,7 milljarða og vera 17-18.000m2. Nú mun kostnaðurinn áætlaður 23,4 millj- arðar og stærðin hefur aukist í 28.000m2 samanber grein formanns stjórnar Austurhafnar í Morg- unblaðinu 22. apríl 2009. Núverandi vinnulag er eins- konar öfug þróunarkenning Darw- ins. Vonlaus, illa ígrunduð verkefni lifa af en önnur brýnni liggja óbætt hjá garði. Þeir sem taka ákvarðanir um að eyða fé almenn- ings þurfa að standa reikningsskil gerða sinna. Áætlanir ætti að meta og rýna með tilliti til þess hvað sagan segir að verkefni kosti í raun og veru.Við erum kannski ekki sammála um hvaða flokk á að kjósa en við getum öll verið sam- mála um að vinnubrögð af þessu tagi sem hér er lýst eiga að heyra sögunni til. Að lokum skal þess getið að í grein í Morgunblaðinu 6. febrúar sl. freistaði ég þess að út- skýra af hverju krísustjórnunin eftir hrunið brást algjörlega vegna skorts á verkefnastjórnun. Jafn- framt bauðst ég til að leggja til þekkingu mína til að bæta þar úr. Enginn þáði boðið. En það er fjarri undirrituðum að gefast upp og nú vil ég ítreka fyrra boð og bæti um betur og býðst til að leiðbeina rík- isstjórninni endurgjaldslaust um hvernig stórbæta má ákvörð- unartöku til hagsbóta fyrir þjóð- ina. Eftir Þórð Víking Friðgeirsson Þórður Víkingur Frið- geirsson » Áætlunargerð hjá ríkinu líkist öfugri þróunarkenningu Darw- ins. Vonlaus og illa ígrunduð verkefni lifa af en önnur brýnni liggja óbætt hjá garði. Höfundur er verkfræðingur og lektor við Tækni- og verkfræðideild HR. Hvað er svart og kemur á vorin? @ Fréttirá SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.