Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009  Ólöf Arnalds hefur nú lokið við gerð sinnar annarrar breiðskífu en upptökum stjórnaði sem fyrr Kjart- an Sveinsson úr Sigur Rós. Ólöf spilar með Björk og Dirty Proj- ectors í New York hinn 8. maí en heldur áður þrenna tónleika í borg- inni 5., 6. og 7. maí. Lýkur við plötuna og spilar í New York Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ fengum þessa hugmynd í apríl í fyrra. Pabbi vinkonu minnar á hlöðu sem hann er hætt- ur að nota. Hún var full af ógeðslegu heyi sem við hentum út og héldum svo tónleika í,“ segir Stefán Jakobsson, einn aðstandenda tónlistar- hátíðarinnar Úlfaldi úr mýflugu sem haldin var við Mývatn í fyrsta skipti í fyrra. Hátíðin verður haldin öðru sinni nú í ár, helgina 10.-11. júlí, og verður því tvöfalt lengri en í fyrra þegar hún stóð aðeins yfir í eina kvöldstund. „Það verða tíu til tólf hljómsveitir og flytj- endur í ár, og við erum búin að staðfesta sjö; Árstíðir, Svavar Knút, Helga Val, Bróður Svart- úlfs, Thingtak, Vicky og Skorpulifur,“ segir Stefán, en áhugasamir tónlistarmenn hafa enn möguleika á að sækja um að koma fram á hátíð- inni. „Þetta er um það bil að verða tilbúið en menn mega endilega sækja um, í versta falli fá menn þá bara nei. Þá vitum við allavega að viðkomandi er þá líklega tilbúinn til að koma næst.“ Hátíðin í fyrra þótti heppnast afar vel og voru gestirnir um 450 talsins. Þær sveitir sem þá komu fram voru Vicky Pollard, Thingtak, Jan Mayen, Æla og Hraun. Aðspurður segir Stefán stefnt að því að festa hátíðina í sessi, og færa jafnvel út kvíarnar. „Við ætlum að gera þetta að meiri hátíð, ekki bara músík heldur helgi með alls konar uppákomum,“ útskýrir hann. Úlfaldi úr mýflugu færir út kvíarnar Trúbadorinn Svavar Knútur spilar við Mývatn.  Grallaraspóarnir í Baggalúti halda í dag á Íslendingaslóðir í vesturheimi. Í Manitoba í Kanada hefur sveitinni verið boðið að leika á tónlistarhátíðinni Núna (now) sem fram fer í Winnipeg, Gimli og Riverton. Að auki hefur Baggalúti verið veittur sá heiður að bjóðast að halda tónleika í Icelandic State Park, nálægt Íslendingabyggðinni Mountain í Norður-Dakóta. Af þessu tilefni hefur sveitin tek- ið upp fáein lög við kvæði vestur- íslensku skáldanna K.N. og Steph- ans G. Stephanssonar. Lögin, alls ellefu talsins, hafa verið sett á vandaðan geisladisk og verða svo færð fjarskyldum frændum og frænkum í vesturheimi til eignar. Sérlegir gestasöngvarar á skíf- unni eru þjóðargersemarnar Megas og Gylfi Ægisson. Baggalútur heldur vestur á bóginn  Ásdís Rán Gunnarssdóttir fyr- irsæta er komin til landsins í stutt frí og skellti sér m.a. í Kringluna um daginn. Á bloggsíðu sinni segist hún vera í sjokki út af verðlaginu í landinu og að jafnvel þó hún hafi sínar tekjur í evrum gagnist það henni lítið, slíkur sé prísinn. Í sjokki eftir verslunarferð Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is LEIÐTOGI hljómsveitarinnar ORKU, Jens L. Thomsen, var orðinn eldri en tvævetur í færeysku tónlist- arlífi þegar hann byrjaði á verkefn- inu. Hann hafði spilað á bassa með hinni byltingarkenndu Clickhaze og var innarlega í búri músíkbransans. Thomsen var kominn í nám til Bret- lands þegar hann, vinir hans og fjöl- skylda hófu að smíða hljóðfæri á jól- um 2005, í sveitabæ Thomsens í Færeyjum. Kallast hann Innan Glyv- ur. Notast var við verkfæri, vélar og afganga í kringum bæinn og óðar var samin tónlist á þessi sérstæðu hljóð- færi. Platan Livandi oyða kom svo út í fyrra og fékk framúrskarandi dóma, einn rýnirinn lýsti því sem svo að þýska „industrial“-sveitin Einst- ürzende Neubauten væri komin upp í sveit. ORKA hefur síðan verið á ferð og flugi um Evrópu við tónleikahald sem ekki sér fyrir endann á. Rómantík Jens er nýkominn af æfingu þegar blaðamaður heyrir í honum, en sveit- in kom hingað á sunnudaginn. Það er nærtækast að spyrja hann hver sé heimspekin á bakvið þessi óvenjuleg- heit. „Ja ... fyrst og fremst var þetta lið- ur í því að knýja fram eitthvað nýtt, eitthvað sem maður hafði ekki heyrt áður,“ svarar Jens. „Svo varð þetta rómantískara einhvern veginn. Við settum okkur þau takmörk að nýta bara efni úr og í kringum bæinn. Búa til tónlist úr hlutum sem maður kann- aðist við og þekkti úr æsku. Að búa til eitthvað úr engu, nokkurn veginn þannig var pælingin.“ Jens segir þessa pælingu, að semja tónlist úr hljóðum sem fólk kannast við í öðru samhengi, spennandi. „Við fórum áðan niður í frystihús og tókum upp hljóð. Starfsmenn þar tengdu við þessi hljóð, en á annan og nýjan hátt, eftir að við véluðum aðeins með þau.“ Tónleikaplata næst Vinnan á sveitabænum kallar fram náttúrurómans, óhjákvæmi- lega, en tónlistin er þó rafkennt, framsækið rokk og ról og það er minna um þjóðlegar vísanir en maður hefði haldið. Jens segist finna sig vel innan þessa samstarfs, það gefi honum færi á að spreyta sig á öllum hliðum tónlistarinnar, því sem lýtur að sköpun en líka praktík. „Ég hef alltaf haft áhuga á öllu því sem viðkemur bransanum og mér finnst skemmtilegt að vera með putt- ana í öllu. Svo er ég stundum „bara bassaleikarinn“ í öðrum hljóm- sveitum og það er fínt líka.“ Fram- undan er svo enn meiri spilamennska ásamt því að gefa út tónleikaplötu sem var tekin upp með Yann Tiersen á TransMusicales-hátíðinni í Frakk- landi í desember í fyrra. Eitthvað úr engu  Færeyska súpergrúppan ORKA spilar í Norræna húsinu á morgun  Ferðast um gervalla Evrópu með heimasmíðuð hljóðfæri Morgunblaðið/Golli Íbyggið Meðlimir ORKU í ónefndu æfingahúsnæði í Reykjavík. Eivör Pálsdóttir sér um sönginn í þetta sinnið. Tónleikarnir hefjast í Norræna húsinu annað kvöld kl. 21. Einnig kemur Ólöf Arnalds fram. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is FIMM háskólanemar hafa nú séð til þess að hægt er að fara á pöbbarölt heima í stofu eða í sumarbústaðnum. Í næstu viku kemur út borðspilið Pöbbarölt í Reykjavík sem þeir gerðu sem hluta af námi sínu. „Við erum nemendur við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og erum í fagi sem heitir Stjórnun fyr- irtækja, þar fengum við það verkefni að stofna sprotafyrirtæki. Okkur fimm datt í hug að stofna fyrirtækið Pöbb- arölt í Reykjavík sem gengur út á framleiðslu og sölu á drykkjuspili. Markmiðið í áfanganum var að koma út fullunninni vöru og fer spilið í sölu í næstu viku, “ segir Vilhjálmur Hilm- arsson, einn fimmmenninganna. Ekki hvatning til að drekka „Þetta er borðspil í anda Trivial Pursuit. Leikmenn fara ákveðinn hring og þurfa að leysa þrautir og áskoranir sem ganga út á ýmislegt hefðbundið sem getur komið upp á þegar fólk er að skemmta sér. Þó þetta sé drykkjuspil er það alveg undir leikmönnum komið hvort þeir drekka eða ekki. Sumar þrautirnar ganga út á að klára eitthvað úr glasi en þetta er aðallega ætlað til að hrista fólk saman í samkvæmum og hafa gaman af. Spilið er ekki hugsað sem hvatning til að drekka.“ Unnið var að spilinu í samvinnu við English Pub, Q-bar og Oliver en aðrir sem hafa komið að verkefninu eru Hreyfill-Bæjarleiðir og Ölgerðin. Vil- hjálmur vonar að spilið verði næsta partíspil en það verður fáanleg á Engl- ish Pub í Austurstræti til að byrja með. Þrautir og áskoranir á pöbbarölti í Reykjavík Morgunblaðið/Heiddi Í Pöbbarölti Leikurinn hafinn. Höfundarnir lifðu sig inn í spilið í gærkvöldi. Fimm nemendur við Háskóla Íslands hanna drykkjuspil Meðlimir ORKU eiga að baki far- sælan feril innan færeysks tón- listarlífs. Jens og Bogi á Lakj- unni voru saman í Clickhaze ásamt Eivöru Pálsdóttur og Ólavur Jákupsson og Jógvan Andreas á Brúnni eru í Gestum. Þá hefur helsti þjóðlagasöngvari eyjanna, Kári Sverrisson, og hinn franski Yann Tiersen magn- að með henni seið. Stórsveit Fólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.