Morgunblaðið - 17.05.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.05.2009, Qupperneq 4
4 FréttirVIKULOK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Stjórn Kaupþings ákvað að fellaniður allar persónulegar ábyrgðir starfsmanna sinna af lán- um sem þeir höfðu fengið til að kaupa hlutabréf í bankanum. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi hinn 25. september, örfáum dögum áður en bankahrunið hófst. Lánin sem starfsmennirnir fengu eru upp á rúmlega 50 milljarða króna. Ákvörðunin er riftanleg en henni hefur þó enn ekki verið rift. Kaup- höllin áminnti hins vegar gamla Kaupþing opinberlega fyrir að hafa ekki tilkynnt til sín um niðurfelling- arnar á ábyrgðum starfsmannanna. Exista, sem var stærsti eigandiKaupþings fyrir hrun, felldi líka niður skuldir sem starfsmenn þess höfðu stofnað til vegna kaupa á bréfum í félaginu sjálfu. Lánin sem starfsmennirnir tóku voru á gjald- daga í september 2009. Í bréfi sem forstjórar félagsins, Erlendur Hjaltason og Sigurður Val- týsson, sendu vegna þessa segir að „lán starfsmanna … eru tryggð með veði í Exista-bréfunum. Starfsmenn bera því ekki persónulega ábyrgð á greiðslu lánsins. Hrökkvi andvirði Exista-bréfanna ekki fyrir eft- irstöðvum þegar lánið fellur á gjald- daga í september 2009 verða engar frekari kröfur gerðar á hendur starfsmönnum og eftirstöðvar láns- ins felldar niður“. Kauphöll Íslands getur vísað mál-um sem þessum til Fjármálaeft- irlitsins (FME). Samkvæmt upplýs- ingum frá FME hefur það haft ofangreindar niðurfellingar skulda til skoðunar. Í svari eftirlitsins við fyrirspurn Morgunblaðsins um málin segir að „um afar umfangsmikil mál er að ræða og varða þau lánveitingar til hundraða starfsmanna. Meðal þess- ara mála eru tvö mál sem Kauphöllin hafði haft til skoðunar. Ekki er hægt á þessu stigi að upplýsa um hvort og hve mörgum málum verði vísað til ákæruvalds“. Atburðarásin FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Þ að virðist hafa verið viðtekin venja í ís- lensku viðskiptalífi að verðlauna stjórnendur fyrirtækja með góðum kaupréttarsamningum. Heimildir Morgunblaðsins herma að þeir hafi tíðkast hjá að minnsta kosti tugum fyrirtækja og félaga. Slíkir samningar gerðu stjórnendunum kleift að fá lánafyrirgreiðslu til þess að eignast hluti í félögum. Þetta var oft rökstutt með því að verið væri að tengja saman hagsmuni stjórnenda og hluthafa félagsins öllum til hagsbóta. Ef stjórn- endurnir ráku fyrirtækið/félagið með þeim hætti að gengi hlutabréfa þess hækkuðu þá áttu allir að græða. Grundvallarmunur var hins vegar á stöðu stjórnendanna annars vegar og hluthafanna hins vegar. Stjórnendurnir þurftu nefnilega hvorki að leggja út fé né að bera ábyrgð á lánunum sem þeir tóku þegar þeir keyptu sín hlutabréf. Hluthafarnir tóku áhættu með fjárfestingu sinni og gátu tapað öllu sínu. Stjórnendurnir gátu einungis grætt. Gátu ekki tapað einni krónu á lánunum Morgunblaðið sagði frá því í vikunni að Teymi hefði tekið yfir skuldir tveggja félaga, TT1 og TT2 ehf., sem voru í eigu forstjóra og fjármálastjóra fé- lagsins. Teymi á og rekur alls níu fyrirtæki. Á meðal þeirra eru Vodafone, Tal, Skýrr og EJS. Yf- irtakan á skuldum stjórnendanna átti sér stað hinn 3. október þegar Teymi var afskráð úr Kauphöll- inni. Sameiginleg skuld félaganna tveggja stóð í 829 milljónum króna í lok febrúar. Stjórnendurnir tveir, Árni Pétur Jónsson og Ólafur Þór Jóhannesson, höfðu fengið að kaupa 70 milljón hluta að nafnvirði í Teymi í ágúst 2007 og voru viðskiptin við þá hluti af kaupréttarsamningi þeirra. Glitnir, sem í dag er hinn ríkisrekni Ís- landsbanki, lánaði að fullu fyrir kaupunum. Þeir Árni og Ólafur voru ekki í neinum persónulegum ábyrgðum fyrir kaupunum og þurftu því ekki að borga krónu ef illa færi. Sú ábyrgð féll á Teymi samkvæmt samningunum. Stjórnendurnir gátu því ekki tapað einni krónu á viðskiptunum. Teymi var á þessum tíma skráð almennings- hlutafélag í eigu tæplega þúsund hluthafa. Í árs- skýrslu félagsins fyrir árið 2007, sem er helsta upplýsingarit minni hluthafa, segir að það hafi ver- ið „stefna samstæðunnar að veita aðeins dótt- urfélögum ábyrgðir“. Á sama tíma var Teymi í ábyrgðum fyrir skuldum félaga Árna og Ólafs, sem voru ekki dótturfélög Teymis. Þrátt fyrir að stjórnendurnir gætu ekki tapað á viðskiptunum gátu þeir hins vegar grætt vel ef gengi bréfanna hefði hækkað þar sem hlutunum fylgdi söluréttur sem átti að verða virkur í ágúst- lok 2010. Ef ekki hefði verið fyrir hrun íslensks viðskiptalífs hefðu mennirnir tveir mögulega getað selt með góðum hagnaði eftir rúmt ár. Í staðinn var Teymi afskráð úr Kauphöllinni og á sem stendur í nauðasamningum við kröfuhafa sína. Eignir félagsins eru metnar á 23,7 milljarða króna samkvæmt fylgiriti með nauðasamning- unum. Þar af eru um 11,2 milljarðar króna í svo- kölluðum óefnislegum eignum, eða viðskiptavild. Skuldir félagsins eru hins vegar um 47 millj- arðar króna. Samkvæmt kynningu sem gerð var fyrir kröfuhafa félagsins, sem eru fyrst og fremst ríkisbankarnir NBI og Íslandsbanki, miðast nauðasamningarnir við 75-80% eftirgjöf á skuldum félagsins. Hluthafar og lánardrottnar sjá því fram á að hafa tapað þorra fjárfestingar sinnar í félag- inu. Skatturinn skoðar niðurfellingar Nokkur svona mál eru komin inn á borð rík- isskattstjóra, enda er það skoðun skattyfirvalda að niðurfellingar á skuldum starfsmanna séu skatt- skyldar nema viðkomandi einstaklingar séu ógreiðslufærir vegna gjaldþrots, nauðasamninga eða séu í formlegu greiðsluaðlögunarferli. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagði í Morgunblaðinu á fimmtudag að meginreglan væri sú að ef eignarauki yrði af eftirgjöf skulda þá myndaði hann skattskyldar tekjur í höndum við- takanda. Það ætti enn frekar við ef niðurfellingin væri hluti af samningi milli launagreiðanda og launþega því þá stæðu enn frekari rök til þess að um laun væri að ræða. Gróðavon án áhættunnar  Tugir félaga og fyrirtækja gerðu kaupréttarsamninga við stjórnendur sína sem tryggðu að þeir gátu ekki tapað á hlutabréfakaupum  Gróðinn gat hins vegar orðið mjög mikill Forstjórinn Árni Pétur Jónsson og Ólafur Þór Jóhannesson gátu ekki tapað á kaupum sínum. Teymi Vodafone, stærsta síma- félag á Íslandi, er ein af helstu eignum félagsins. Stjórnendur Teymis fengu áhættulausa kaupréttarsamninga. Ef yfirtaka Teymis á skuldum félaganna tveggja fór fram áður en félagið var afskráð úr Kauphöll Ís- lands var hún tilkynningaskyld. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að ekki sé búið að athuga það með formlegum hætti hvenær yfirtakan á skuldunum átti sér stað. Hann segir miklar líkur á því að Kauphöllin muni vísa þessu máli til Fjármálaeftirlitsins (FME). „Við teljum að þetta mál, og raunar önnur sem tengjast svona efni, þurfi frekari skoðun. Það er langlíkleg- ast að við vísum einfaldlega málinu áfram til frek- ari skoðunar vegna þess að Teymi er ekki lengur í samningssambandi við okkur eftir afskráningu. Við tókum á Kaupþingsmálinu í haust á þeim for- sendum að þeir voru enn í sambandi við okkur þeg- ar það kom upp. Því gátum við áminnt þá. En við svona aðstæður eins og eru núna er Fjár- málaeftirlitið sá aðili sem við vísum málum til. Við teljum eðlilegast að þeir skoði þetta frekar en við þar sem það er ekki hægt að fá botn í svona mál með öðrum hætti en að spyrjast fyrir um þau.“ Gæti spillt rannsókn mála Aðspurður hvort Kauphöllin hafi orðið vör við fleiri svona mál segist Þórður ekki geta sagt til um það. „Ef mál er ekki í opinberri umfjöllun, og við förum að segja frá því að við höfum sent það til Fjármálaeftirlitsins, þá gætum við verið að spilla fyrir rannsókn málsins. Því get ég ekki alveg svarað til um það. En við vísum töluvert mörgum málum til eftirlitsins þótt við veitum ekki upplýsingar um ein- stök mál.“ Vísa Teymismáli til Fjármálaeftirlits Opinn kynningarfundur Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, 3. hæð Mánudaginn 18. maí kl. 17:15 585-6500 audur.is Allir velkomnir Stattu vörð um viðbótarlífeyris- sparnaðinn þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.