Morgunblaðið - 17.05.2009, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.05.2009, Qupperneq 11
Fréttir 11 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 VIDKUN Quisling kaus að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Noregi á þjóðhátíðardegi þjóðar sinnar, 17. maí 1933. Flokk- urinn hét Nasjon- al Samling og var fasistaflokkur að upplagi. Síðar færðist hann enn nær þýska nas- istaflokknum, enda var Quisling stundum kallaður Hitler Noregs. Og skreytti sig sjálfur nafnbótinni Foringi, eða Fö- rer, rétt eins og Hitler var Führer. Núna er nafn hans sjálfs samheiti fyrir svikara, kvislinga. Vidkun Abraham Lauritz Jonsson Quisling var mikill efnispiltur. For- eldrar hans voru af virtum og rót- grónum ættum í Þelamörk. Hann út- skrifaðist úr herskóla með láði árið 1911, 24 ára gamall og varð síðar majór í norska hernum. Á þriðja áratug síðustu aldar starfaði hann við hlið landkönnuðar- ins mikla, Fridtjofs Nansens, við hjálparstörf meðal bænda í mikilli hungursneyð í Sovétríkjunum. Nan- sen fékk friðarverðlaun fyrir störf sín og Quisling fékk æðsta heið- ursmerki breska heimsveldisins fyr- ir að gæta hagsmuna þess eftir að bresk stjórnvöld höfðu slitið stjórn- málasambandi við bolsévikkastjórn Sovétríkjanna. Quisling kynnist konu sinni, Mar- íu Vasilevnu Pasechnikovu, í Sov- étríkjunum. Þau voru barnlaus. Quisling varð varnarmálaráð- herra Bændaflokksins í ríkisstjórn Noregs frá 1931 til 1933. Þegar ríkisstjórnarsetu Quislings lauk stofnaði hann flokkinn Nasjonal Samling, ásamt lögmanninum Johan Bernhard Hjort. Í kosningunum það sama ár fékk flokkurinn rúmlega 2% atkvæða og naut þar einna helst sterkra tengsla Foringjans við sam- tök bænda. Tveimur árum síðar var stefna flokksins töluvert breytt. Sú áhersla, sem áður var á kristileg gildi, vék fyrir kenningum nasista og andúð á gyðingum. Þessi stefnu- breyting skilaði flokknum færri at- kvæðum í næstu kosningum, 1936. Áherslur Quisling urðu æ öfga- kenndari og skráðir flokksfélagar voru aðeins 2.000 þegar Þjóðverjar hernámu landið í apríl 1940. Bretar voru ekki lukkulegir með að Quisling bæri orðu heimsveld- isins og drógu orðuveitinguna form- lega til baka árið 1940. Quisling naut að vonum hylli Þjóð- verja og varð helsti leppur þeirra við stjórnvölinn, hlaut titilinn Minister President og sat að völdum til stríðs- lokadagsins, 9. maí 1945. Flokkur hans dafnaði á meðan Foringinn ornaði sér við elda hernámsliðsins og félagarnir voru orðnir 45 þúsund áður en yfir lauk. Réttað var yfir svikaranum Quisl- ing og aftökusveit skaut hann 24. október 1945. Aldrei hefur verið gef- ið upp hvar hann var grafinn, enda kærðu Norðmenn sig ekki um að legstaður hans yrði að helgistað skoðanabræðra hans. Quisling bjó í stórhýsi í auð- mannahverfinu á Bygdøy í Osló, húsi sem hann kallaði Gimli. Núna kallast það Villa Grande og hýsir safn þar sem helfararinnar er minnst. rsv@mbl.is Á þessum degi 17. MAÍ 1933 QUISLING STOFNAR FLOKK Innrás Dagblöð heims skýrðu frá innrás Þj́óðverja í Noreg og Danmörku. Vidkun Quisling Hernám Flugvélar þýska hersins á norskri grund í síðari heimsstyrjöldinni. @ Fréttir á SMS DAGSKRÁ UPPLÝSINGATÆKNI TILENDURREISNAR Bætt þjónusta – lægri kostnaður RÁÐSTEFNA UT-DAGSINS 19. MAÍ 2009 12:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna Samlokuhlaðborð kl. 12:00-13:00 Spjall með sérfræðingum Umræðuefni eru eftirfarandi: • Rafræn skilríki – Haraldur Bjarnason og Guðmundur Guðmundsson • Opinn hugbúnaður –Tryggvi Björgvinsson og Brigitte Jónsson • Rafræn eyðublöð – Halla Björg Baldursdóttir og Rebekka Rán Samper • Fjarskiptamál og verkefni fjarskiptasjóðs – Ottó V. Winther og Geir Ragnarsson • Rafrænir reikningar – Baldur Már Bragason, Þorkell Pétursson og Þórhildur Hansdóttir Jetzek • Umbætur í vefmálum – Arnar Pálsson og Björn Sigurðsson 13:00 Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra 13:15 Upplýsingatækni til endurreisnar – Netríkið Ísland Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti 13:35 Hvernig má minnka fyrirhöfn borgara við að sækja opinbera þjónustu – Arðsemi rafrænnar stjórnsýslu og einfaldara regluverks frá sjónarhóli notenda Jón Óskar Hallgrímsson, hagfræðingur hjá fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers hf. 14:00 Aukin þjónusta með minni tilkostnaði Stefán Eiríksson, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, og Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri LRH 14:20 Kaffi og spjall með sérfræðingum 14:40 Verkfærakista fyrir rafræna stjórnsýslu – í boði forsætisráðuneytis Halla Björg Baldursdóttir, verkefnastjóri í rafrænni stjórnsýslu, forsætisráðuneyti 15:00 Opinber gögn: Falinn fjársjóður Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri DataMarket 15:20 Heilbrigðisþjónusta á Netinu Kristján G. Guðmundsson, yfirlæknir Heilsugæslunni Glæsibæ 15:40 Facebook og samskiptasamfélög Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi framkvæmda- og leikstjóri 16:00 Lokaorð Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, fyrir hönd Félags forstöðumanna ríkisstofnana 16:10 Ráðstefnuslit 16:10-17:00 Spjall með sérfræðingum Ráðstefnustjóri: Þórólfur Árnason, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og forstjóri Skýrr Í tilefni af degi upplýsingatækninnar, UT-deginum, verður haldin ráðstefna þar sem fjallað verður um hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni sem verkfæri til að lækka kostnað og bæta þjónustu. Þar verður m.a. kynnt aðferðafræði til að meta kostnað og ávinning af upplýsingatækni og sagt frá verkefnum þar sem góður árangur hefur náðst. Að ráðstefnunni standa forsætisráðuneyti, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Samtök upplýsinga- tæknifyrirtækja og Skýrslutæknifélag Íslands. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Hilton Nordica þriðjudaginn 19. maí nk. Hægt er að skrá sig á vefnum www.sky.is eða með tölvupósti á sky@sky.is. Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 7.500 kr. Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 9.500 kr. Þátttökugjald fyrir námsmenn gegn framvísun skólaskírteinis er 4.000 kr. FORSÆTISRÁÐUNEYTI PO RT hö nn un

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.