Morgunblaðið - 17.05.2009, Page 12

Morgunblaðið - 17.05.2009, Page 12
12 Myndlist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 E ldhúsið er stílhreint heima hjá Hrafnkeli Sigurðssyni, veggirnir hvítir og grænir, burst- að stál í háfnum og nið- urskornar appelsínur á kringlóttu borði. En það vekur at- hygli að hvorki þar, né annars staðar í íbúðinni, eru myndir á veggjunum. „Mig langar einfaldlega ekki til að setja neitt á veggina,“ segir hann. „Mér finnst þetta fínt svona. Ég flutti hingað í ágúst í fyrra og leyfi því bara að gerast þegar það gerist.“ Í hinni íbúðinni á sama stigapall- inum á Hringbraut bjuggu Guð- mundur Árnason og Áslaug Sigurð- ardóttir, foreldrar Kristjáns Guðmundssonar, sem sýnir með Hrafnkeli í Listasafni Íslands. – Svona er heimurinn lítill, segir blaðamaður. „Já, merkilegt,“ svarar Hrafnkell. Slátraraeinvígi „Þetta eru allt ný verk á sýning- unni, utan eitt sem er frá því í fyrra,“ segir Hrafnkell. „Það er verkið 7x7 línumenn sem var sýnt á Eiðum fyrir ári. Auk þess er vídeó á sýningunni, sem ég frumsýndi á Hreindýr 700- vídeólistahátíðinni á Egilsstöðum. Það nefnist Slátraraeinvígi og er unn- ið sérstaklega fyrir sláturhúsið þar í bæ. Í því slást tveir slátrarar. Þeir eru báðir ég.“ – Hvernig slást slátrarar? „Þeir ógna hvor öðrum hangandi á ketkrókum. Ragga Gísla vann hljóð- mynd fyrir einvígið og það má segja að vídeógjörningurinn sé í rökréttu framhaldi af því sem ég hef áður gert. – Má bjóða þér te?“ – Já takk. Hrafnkell stendur upp og byrjar að blanda og hræra í könnu af ná- kvæmni sælkerans, en lætur það ekki trufla rytmann í viðtalinu. „Nema í þessu vídeói klæðist ég búningi í fyrsta sinn og er í hlutverki. Það er nýjung, en annars er dæmigert fyrir vídeólistaverk að listamaðurinn leiki hlutverk og það sé sett í lykkju. Þessi tvö verk, 7x7 línumenn og Slátr- araeinvígi, eru vídeóinnsetningar, en í því felst að einnig er unnið með rým- ið. Auk þess er ég með ný ljós- myndaverk og skúlptúr úr stein- steypu, Concrete Credit eða steinsteyptan nafnalista, með 64 mis- munandi útgáfum af nafninu mínu. Það er listi af útlendingslegum nöfn- um, sem vekur áhorfendur til um- hugsunar um hvaða þetta fólk er – og hverrar þjóðar. En það er sem sagt ég. Ef til vill ég sem útlendingur. Kveikjan að því verki varð til í Lond- on, þar sem ég var útlendingur árum saman og fólk skildi ekki nafnið mitt. En mér finnst líka spennandi að taka eitthvað sem er eins geirneglt og nafnið manns, leysa það upp og gera það að fljótandi fyrirbæri, en um leið steypa það í steinsteypu og gera það konkret.“ – Þú leyfir þér að flakka á milli ólíkra miðla? „Þó að ljósmyndin sé gegn- umgangandi í verkum mínum, þá hef ég haft þörf fyrir og gaman af því að spreyta mig á nýju formi. Nú var það steinsteypa, sem er sérstaklega gef- andi og skemmtilegt.“ – Af hverju í ósköpunum? „Það er mikil áskorun að glíma við svona gróft og þungt efni. Og kannski fær steypan einhverja merkingu í hrunadansinum í þjóðfélaginu. En ég eltist ekki við það.“ – Það hlýtur þó að vera freistandi fyrir listamenn að hafa áhrif á þjóð- félagsumræðuna? „Alls ekki. Það er ekki fyrir mig. Ég læt öðrum það eftir. En ég held að það komi samt í gegn; maður býr við þetta umhverfi og er mataður á ákveðnum upplýsingum. Það hlýtur að hafa áhrif. Ég vona bara að þau séu ekki neikvæð, því umræðan er svo niðurdrepandi. Ég reyni að láta það ekki hafa áhrif á mig.“ Eiðar Ljósmyndirnar á sýningunni eru teknar í Slippnum. „Það eru tvær ljósmyndir sem nefnast Stjórnborðs- sjóndeildarhringur og Bakborðs- sjóndeildarhringur.“ Hrafnkell lítur brosandi á blaða- mann. „Þetta eru flott og löng nöfn. Og kannski skipið sé fundið sem áhöfnin tilheyrði í ljósmyndaseríu sem ég gerði fyrir þremur árum. – Viltu hun- ang?“ – Já takk. Sælkerate í glösum, blandað hun- angi og sítrónum, og spjallið heldur áfram. „Línumenn 7x7 var sýnt í sundlauginni á Eiðum og það víd- eóverk er útgangspunktur sýning- arinnar. Ég leitaði að einhverju sem væri nógu ólíkt, en harmóneraði samt við það. Og þá varð fyrir mér stein- steypti klumpurinn! 7x7 línumenn er vídeó af 49 verka- mönnum sem mynda ferning uppi á heiði og hreyfa sig í takt. Steingrímur E. Guðmundsson gerði klikktrakk sem þeir hreyfðu sig eftir; það var svo flott að tónlistin var notuð í mynd- bandinu á endanum. En upphafið að verkinu má rekja til þess þegar ég vann á Eiðum. Þá bjuggu þar slóvenskir línumenn, sem unnu við Kárahnjúka og fylltu alla ganga af skítugum verkamannagöll- um. Ég tók myndir af göllunum sem mynduðu nokkurs konar veggteppi á göngunum, og fyrr en varði var ég bú- inn að gera þetta verk. Það liðu tvö ár og þá voru þeir komnir á mynd í næsta herbergi. En kveikjan var gall- arnir á göngunum.“ – En þú notaðir aldrei myndirnar af göllunum? „Nei, þetta er dæmi um ferli sem er meira og minna ómeðvitað, en eftir á að hyggja frekar lógískt.“ – Og það endaði í steinsteypu? „Það er einhver samhljómur í því, útlendingarnir og kreditlistinn í steypunni.“ Matstofa Vinnudagarnir eru misjafnir í lífi Hrafnkels, venjulegur vinnudagur ekki til. „Þeir eru allir ólíkir finnst mér,“ segir hann. „Í þrjár vikur hef ég eytt nánast hverjum degi í að sand- blása steypuklump í S. Helgasyni. Mér fannst það bara gaman, að standa við klefann og sandblása frá níu á morgnana til sex á kvöldin og hlusta á útvarpið. Dagurinn leið eins og í draumi. Ekki er síðra að eiga kost á að rölta um hverfið, á skrítnu mat- sölustaðina á Smiðjuveginum, eins og Matstofu Sóleyjar. Ég virðist því kunna verkamannalífinu vel, að vinna með búninga og nú þetta.“ – Ertu kannski í búningi við sand- blásturinn? „Nei, ég stend fyrir utan klefann. En ég hef sandblásið áður, þegar ég gerði nælonhúðað basalt fyrir 12 ár- um. Þá fór ég í galla sem var eins og kafarabúningur með súrefnisslöngu. Það fannst mér mjög heillandi!“ – En þetta er varla dæmigerður vinnudagur listamannsins? „Nei, það er rétt. Ég byrja daginn gjarnan á því að fara í sund. Svo vann ég heima í vetur, lagði eitt herbergi undir teiknivinnu og annað undir tölvuvinnu. Verkefnin eru í sjálfu sér óþrjótandi, ég sit við skrifborð, teikna og pæli, og flestir dagar eru mjög fjöl- breyttir. Ég er alltaf að fást við eitt- hvað nýtt.“ – Vaknarðu snemma? „Já, þegar fer að birta.“ – Og drekkur te frekar en kaffi? „Nei, ég drekk kaffi á morgnana. Ég geng eins og uppvakningur niður að útidyrum og næ í Fréttablaðið, þó að ég hafi lofað sjálfum mér að hætta því. Helst vil ég forðast þennan heila- þvott, ömurlegar fréttir af ástandinu í þjóðfélaginu. Eins skrýtið og það er, þá stenst ég það aldrei. Ég vildi að ég myndi vakna og taka upp ljóðabók – lesa hana yfir kaffinu.“ Hann kinkar kolli. „Ég stefni að því! Sjokk Þegar Hrafnkell var í Myndlistar- og handíðaskólanum tilheyrði hann Oxsmá-grúppunni, en það var sam- starfshópur listamanna. „Eftir það hafði ég meiri löngun til að vinna á eigin vegum og hef lítið verið í slagtogi við aðra listamenn. Það má segja að ég hafi klárað hóppakkann snemma.“ Að lokinni sýningu á Listahátíð hyggst Hrafnkell ferðast um landið og safna í sarpinn. „Svo stendur til að fara til Rússlands í haust – en um ann- að er óvissa. Maður setur allt í þessa sýningu – og vonar það besta!“ – Er óvissan uppspretta sköpunar- innar? „Nei, það er ekkert hollt við hana. Hún er slítandi og dregur kraft úr manni – orkusuga. Þá er betra og heil- brigðara að búa við meira öryggi. Mér var úthlutað starfslaunum í tvö ár 2003 og það var meiriháttar sjokk að upplifa það – að búa í tvö ár við fasta innkomu! Fyrst vissi ég ekkert hvern- ig ég átti að mér að vera og fannst það mjög skrýtið. En það reyndist alveg frábært. Það má vera að neyðar- ástand kreisti út úr listamönnum eitt- hvað, sem þeir fengju annars aldrei útrás fyrir. En það á ekki við mig.“ – Hvenær fórstu að helga þig ljós- myndun? „Það var alveg óvart. Ég hafði áhuga á ljósmyndun sem táningur og fór meira að segja á námskeið í fé- lagsmiðstöðinni Bústöðum! Ég var einmitt að finna mynd sem ég tók 14 ára og hún er alls ekki svo langt frá því sem ég fæst við núna. Síðan lagði ég myndavélina á hilluna. Í Mynd- listar- og handíðaskólanum fékkst ég við grafík, þá heillaði prentaðferðin mig, og seinna meir vann ég með klippimyndir, klippti ljósmyndir úr bókum og blöðum, notaði túristalits- kyggnur úr Rammagerðinni og póst- kort úr íslenskri náttúru. Það leiddi til þess að ég fór að nota ljósmyndir. Og síðan lá einhvern veg- inn beint við að ég næði í mitt eigið efni, í stað þess að sækja það í Rammagerðina. Það var uppgötvun fyrir mig: „Já heyrðu, ég get bara tek- ið þessar myndir sjálfur!“ Í nokkur ár var ég í klippimyndaleik með ljós- myndir, en árið 1997 fór ég að taka ljósmyndir sjálfur. Ég kalla það hreina ljósmyndun, því ég klippi ekki mynd- irnar eða breyti þeim mikið. En ég legg aldrei upp með að gera ljósmyndaverk, heldur kviknar hug- mynd sem þróast í ljósmynd. Það á til dæmis við um skipamyndirnar. Fyrst var ég með málverk í huga og velti því lengi fyrir mér hvernig ég gæti málað þau, en skyndilega rann upp fyrir mér að ljósmyndatæknin gæti líka verið sniðug!“ Landslagið Hugurinn stefndi snemma í listina. „Ég man að vinur minn spurði þegar ég var táningur: „Hvað langar þig til að gera þegar þú verður stór?“ Ég hef verið fimmtán, sextán ára og hugsaði mig vel um, en svaraði því svo að ég vildi verða góður myndlistarmaður.“ – Góður! Það sýnir metnað! „Já, ég stefni enn að því, og er ánægður með að ég sagðist ekki að- eins ætla að verða myndlistarmaður – kannski á það eftir að skipta sköpum! Á þessum tíma hafði ég kynnst Óskari Jónassyni, sem var tveimur árum á undan mér og byrjaður í listnáminu. Ég hugsa að hugmyndin hafi kviknað við þau kynni.“ – Eru verk þín samtöl við aðra lista- menn? „Ekki meðvitað, en ég sæki alltaf í eitthvað, vitna í eitthvað, eins og þess- ar nýju ljósmyndir. Þetta eru stór málverk sem eru púra amerískur ab- strakt-expressjónismi. En ég veit ekki hvernig á að staðsetja vídeóin – hvað má líkja þeim við. En áhrifa- valdarnir voru fyrst íslensku mál- ararnir. Þá vann ég með landslagið – íslensku landslagshefðina í málverk- inu. Það var rótin. Ég velti því hins vegar aldrei fyrir mér í vinnuferlinu hvernig ég get staðsett verkið eða við hvað ég miða.“ – Hugmyndin er allsráðandi? „Já, en ég viðurkenni að ég er und- ir miklum áhrifum frá amerískum málurum og mínimalistum og Brit Art-liðinu. Ég bjó í Englandi á þess- um tíma og gengst alveg við áhrif- unum.“ Æskan Hrafnkell bjó í æsku í Bústaða- hverfinu, var í Breiðagerðisskóla og Réttó, alinn upp í Ásgarðinum – og æskan var ósköp venjuleg, að sögn listamannsins. „Ég þekkti ekkert annað og veit ekki betur en hún hafi verið venjuleg. Þá var þetta algjört úthverfi; þar lágu borgarmörkin á þeim tíma. Það var stutt að fara niður að Elliðaánum eða að klifra í steinhlössunum í Bústaða- hverfinu. Ég man til dæmis eftir okk- ur félögunum, sex eða sjö ára, klifr- andi efst uppi í mæninum á Bústaðakirkju. Þetta var barnmargt hverfi og ýmislegt gekk á. Einu sinni var ég tekinn fastur af Fossvog- ingum, píndur og settur í fangelsi. Þá var ég sjö ára Ásgarðingur. Fossvog- ingarnir vissu alveg hvað þeir vildu: „Þarna er Ásgarðingur, náum hon- um!““ Þegar fjölskylduhagi ber á góma segist Hrafnkell vera einhleypur og hommi, en hann segir það ekki í nein- um forgrunni í listinni. „Ég kem ekki beint inn á það,“ segir hann. „En mér finnst ég gefa það í skyn. Kannski sést það á þessari búningadýrkun; þar er stutt í gay-kúltúrinn. En samt er hugmyndin alls ekki sótt í þá átt- ina. Það vildi bara þannig til, og ef ég er spurður, þá jú, ég get tengt það.“ Hann sér að glasið er orðið tómt hjá blaðamanni: „Meira te?“ Já takk. Veggteppið á göngunum Morgunblaðið/Kristinn Hrafnkell Listamaðurinn við nafn sitt, leyst upp og gert að fljótandi fyrirbæri, en um leið steypt og gert konkret. Tveir myndlistarmenn búa við Hringbraut, annar á 58 og hinn á 111. Þeir opnuðu saman myndlistarsýningu því þeir eru ekki af sömu kynslóðinni og ólíkir sem listamenn, fyrir utan að þeir fara sjaldnast troðnar slóðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.