Morgunblaðið - 17.05.2009, Page 20

Morgunblaðið - 17.05.2009, Page 20
20 Kappakstur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Þess má geta að í hópi Carlin- ökumanna eru Sebastian Vetter, sem er einmitt uppáhaldsökumaður Kristjáns Einars, Robert Kubica og Jenson Button. Umsögn yfirmanna Carlin eftir æfingadagana í Pembrey í Wales lagði grunninn að fjármögnun og upphafi ferilsins. Þar sagði meðal annars: „Við höfum prófað og þjálfað marga ökumenn sem hafa orðið keppendur í Formúlu 1 og Kristján Einar kemur vel út í samanburði við þá bestu.“ Sjö mánuðum síðar hafði Kristján Einar „æft“ sig upp um mörg þrep í alþjóðlegum kappakstri og var kom- inn á ráslínuna í hinni bresku Form- úlu 3. Skorti keppnisreynslu Hlutirnir gerðust því hratt en til undirbúnings fór Kristján Einar í æfingakeppnir á Nýja-Sjálandi. „Við vissum að ég hefði hraðann en ég kunni í raun ekkert að keyra í kappakstri. Ég man þegar ég var í fyrsta sinn á ráslínunni á Nýja- Sjálandi og hugsaði: Hvað er ég bú- inn að koma mér út í? Adrenalín- og tilfinningaflæðið var á fullu. Þetta er eitthvað sem þú þarft að hafa stjórn á fyrir keppni. Líka að venjast því að vera fyrir framan svona marga áhorfendur, læra hvernig koma eigi fram við dómara, aðra keppendur og fjölmiðla. Þetta er nokkuð sem ég hefði átt að læra í einhverjum af þessum byrjunarformúlum, sem ég keppti aldrei í eins og hinir strák- arnir.“ En Kristján Einar lét vaða og end- aði á palli á Monza á sinni þriðju keppnishelgi, sem er lygilegur árangur, en þarna kom samanburð- urinn við fyrrnefnda jamaíska bob- sleðaliðið til dæmis upp. Hann segir þetta hafa verið magn- aða upplifun og jákvæðu stundirnar hafi verið margar. Hin hliðin á pen- ingnum hefur líka sýnt sig. „Ég er reynslulaus ökumaður en snöggur engu að síður og geri ekki mikið af mistökum,“ segir Kristján Einar sem rifjar upp „ömurlega keppni í Brands Hatch í Englandi í fyrra. Þar gerði ég öll reynsluleys- ismistök sem hægt var að gera í einu. Um kvöldið fór ég að borða á veitingastað sem var skreyttur slag- orðum og málsháttum og settist við borð þar sem áletrun blasti við mér: „Reynsla er eitthvað sem þú öðlast, rétt eftir að þú þarfnaðist hennar mest.“ Þetta átti svo vel við og ég hugsaði með mér að ég myndi þá ekki gera öll þessi mistök aftur.“ Baráttan um peningana Þrátt fyrir að stuðningurinn frá fjölskyldunni hafi verið ómetanlegur þarf meira til, en mótorsportið er dýrt og nauðsynlegt er að fá styrkt- araðila. Margir aðilar hafa komið þar að en sá sem ruddi brautina fyrir Kristján Einar í kappakstrinum var Róbert Wessman og SALT Invest- ments. Kristján Einar hefur kynnt sig sem The Icelander og var þannig merktur í bak og fyrir. Róðurinn þyngdist hjá Kristjáni Einari eftir bankahrunið en hann segir að það að vera Íslendingur hafi „ekki verið al- veg það svalasta“ í Bretlandi á þess- um tíma. Milliríkjadeilur Breta og Íslendinga og bankakreppan gerðu honum lífið leitt. „Eins og að standa á brautinni tíu mínútum fyrir keppni og vita ekki hvort ég gæti keppt vegna þess að greiðslur fyrir dekkjum eða ein- hverju álíka væru kannski ekki komnar í gegn. Þarna var ég gjör- samlega að brotna niður en þurfti samt að gera mig kláran.“ Honum var boðið annað ár hjá Carlin en sá strax fram á að geta ekki tekið því vegna þess að erfitt yrði að finna styrktaraðila í Bret- landi. Ákveðið var að líta til Banda- ríkjanna og var Kristján Einar kall- aður til fundar við Newman Wachs-kappakstursliðið í Bandaríkj- unum vegna Atlantic-mótarað- arinnar. Hann var valinn einn af fjórum í prófanir en það val reyndist vera síðasta ákvörðun stofnanda liðsins, Pauls Newmans, í kappakstri áður en hann lést. Þetta féll um sjálft sig eftir fimm mánaða vinnu þegar styrktaraðilinn hætti við á síðustu stundu. „Ég var byrjaður að leita að íbúð í Chicago,“ segir Kristján Ein- ar, sem þó lét ekki deigan síga. „Það hefur enn ekkert neikvætt komið fyrir án þess að það hafi orðið upp- hafið að einhverju miklu jákvæðara.“ Þegar áform um kappakstur í Bandaríkjunum gengu ekki upp vegna efnahagskreppunnar frétti Jalopnik.com, sem er víðlesinn bandarískur bílafréttavefur, af mál- inu og fjallaði um það í nokkrum fréttum. Í framhaldinu var stofnuð Facebook-síða stuðningsmanna sem á þriðja þúsund manns eru skráðir á en hún ber nafnið „I’m supporting Kristján Einar, The Icelander“. Kominn til Evrópu Niðurstaðan varð sú að Kristján Einar fékk sæti í breska Team West- Tec í Opnu evrópsku F3. „Þessir seinustu mánuðir hjá mér hafa verið einhverjir þeir andlega erfiðustu sem ég hef gengið í gegn- um. Ég vissi bara viku fyrir keppn- ina í Valencia að ég væri að fara að keppa og þá var ég búinn að missa af öllu æfingatímabilinu. Ég náði einni æfingu í Belgíu fyrir keppnina.“ Honum var boðið sæti sem liðið fjármagnar að stóru leyti en Krist- ján Einar og félagar þurfa að fjár- magna afganginn. Erfitt er að fá styrktaraðila sem stendur en hann vonast eftir því að þetta gangi upp. Hann segir að það sé ekki nóg að vera góður að keyra til þess að ná langt í kappakstri. „Ég þarf líka að vera söluvara til þess að geta komist eitthvað áfram í kappakstri.“ Hraðinn er mikill í kappakstrinum en Kristján Einar er ekki líf- hræddur. „Ég er enginn ofurhugi en væri ekkert í þessu ef ég hefði áhyggjur af lífi mínu í hverri keppni. Það deyja fleiri í golfi á ári en í kapp- akstri!“ Tíma tekur líka að aðlagast nýju Góð stund Ásamt hinum þekkta ökumanni Nigel Mansell. Nýja liðið Team West-Tec. Kristján Einar er einn í bílnum en liðið er samt fjölmennt. Nýr bíll og nýtt fólk Handtökin eru mörg sem fylgja kappakstrinum, bæði hjá ökumanni og liðsfélögunum hjá breska liðinu Team West-Tec. Vestanhafs Prufa fyrir Newman Wachs-liðið.  Á þeim 23 mánuðum sem eru liðnir frá því að Kristján Einar keyrði fyrst kappakstursbíl í Pem- brey hefur hann:  Æft og keppt á sjö mismunandi tegundum kapp- akstursbíla: Formúlu BMW, Formúlu Renault, Toyota Racing Series, Bresku F3, Atlantic Champ- ionship, Formúlu Le Mans og Opnu evrópsku Formúlu 3-mótaröðinni.  Æft og keppt á sautján kappakst- ursbrautum í átta löndum og þremur heimsálfum.  Ekið rúmlega 11.200 kílómetra á kappakstursbílum á æfingum og í keppnum.  Ekið rúmlega 71.000 kílómetra á venjulegum bílum og venjulegum veg- um á leiðinni til og frá kappakst- ursbrautum vegna æfinga og keppna.  Sest 54 sinnum upp í flugvél til að fljúga til og frá keppnum og æfingum.  Hann keppti fyrir framan fæsta áhorf- endur á hinni afskekktu Croft-braut í Norður-Englandi fyrir um 3.000 áhorfendur og fyrir framan flesta áhorfendur í Spa í Belgíu þar um 300.000 manns fylgdust með kappakstrinum.  Mesti hraði sem Kristján Einar hefur náð á kappakstursbíl var 299 km/klst á Formúlu 1- brautinni á Monza, þegar hann fór í fyrsta sinn á verðlaunapall í F3. 300.000 MANNS HORFÐU Á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.