Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 liði og aðstæðum. „Mótorinn, bíllinn og ekki síst dekkin eru allt öðruvísi en ég er vanur. Ég sé því ekki fram á að vera kominn í toppform fyrr en á þriðju keppnishelginni því þetta eru allt nýjar brautir.“ Kristján Einar býr núna á Íslandi og ferðast héðan til þess að keppa og æfa. Á keppn- ishelgum er æfing á föstudegi, tímataka á laugardegi og keppt á sunnudegi. „Ég er með allt of fáa kílómetra undir beltinu miðað við þá sem ég er að keppa á móti. Það hamlar mér auðvitað mikið að vera frá Íslandi að því leyti að það er engin kappakst- ursbraut hérna,“ segir Kristján Ein- ar, sem keyrir þó körtuna sína reglu- lega og segir það gott fyrir líkama og sál. „Það er góð þjálfun fyrir hálsinn, sem þarf að slást við margfalda lík- amsþyngd í keppnum, og mikil af- slöppun fólgin í því fyrir mig þegar ég er ekki búinn að keyra lengi. Ég er með ADHD eins og næstum allir ökumenn,“ segir Kristján Einar, sem segist ganga vel í því námi sem hann hefur áhuga á og einbeitir sér að. Með akstrinum er hann í námi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Hann segir alla stærðfræðikunnáttu hjálpa. „Mótorsport gengur út á rök- hugsun og allir ökumenn eru góðir í raungreinum.“ Alls enginn leikur Hann segir að mikil ástríða og vinna fjölda fólks liggi að baki árangri sínum. „Maður er vakinn og sofinn yfir þessu. Við erum með fólk út um allt með öll net úti til þess að reyna að láta þetta gerast,“ segir Kristján Einar, sem stundum hefur heyrt það að hann sé „bara heppinn“ og „fái að leika sér“. Svarið við því liggur kannski í móttóinu hans, sem er: „Því harðar sem þú leggur að þér, því heppnari verður þú.“ Kristján Einar segir feril öku- mannsins ekki vera langan eða til um fertugs. Formúla 1 er takmark en stærsti draumur hans er að vinna Le Mans 24, liðakeppni sem tekur sólar- hring og snýst um úthald og þol. „Ég er hávaxinn og þannig byggður að ég hef gott akstursúthald. Það er helsta tak- mark mitt í lífinu að vinna þennan kappakstur.“ Lífsstíll ökumannsins er óvenju- legur, byggist mikið á ferðalögum og getur verið einmanalegur. Kapp- akstur er í grunninn einstaklings- íþrótt, þótt hann byggist á samvinnu margra liðsfélaga. „En þegar ég er kominn út á brautina hleypi ég liðs- félögum mínum ekkert fram úr mér!“ Kristján Einar á kærustu heima á Íslandi, Völu Laufeyju Þráinsdóttur. „Ég er oft spurður af hverju í ósköp- unum ég sé ekki á lausu því ég er að ferðast um heiminn og það eru alltaf grúppíur á brautunum. En það er nógu mikil spenna í lífi mínu þótt hún sé ekki á þessu sviði líka. Mér finnst svo gott að geta komið heim til hennar.“ Vinur Kristjáns Einars, Unnar Helgi Daníelsson, hefur ferðast mik- ið með honum en hann er að taka upp heimildarmynd um hann. „Það hefur verið gaman að hafa hann með. Þetta getur orðið einmanalegur heimur.“ Kristjáni Einari finnst hann heppnasti tvítugi Íslendingurinn í heiminum. „Ég hef fengið tækifæri til að gera svo mikið og upplifa margt. Ég hef tekið út svo mikinn einstaklingsþroska síðan ég byrjaði og finnst ég hafa verið krakki þegar ég horfi til baka ekki meira en rúm- lega eitt ár! Þessi heimur er svo krefjandi. Ég þurfti að standa mig, hætta að vera unglingur og verða ungur maður.“ Carlin-félagar Kristján Einar, Brendon Hartley og Jamie Alquersuari. ‘‘FYRIR MIG AÐ FARABEINT ÚR 32 HEST-AFLA KÖRTU UPP Í200 HESTAFLA FORMÚLU 3-BÍL VAR SVAKALEGA STÓRT STÖKK. Íslensk verðbréf hf. I Strandgötu 3 I 600 Akureyri Sími: 460 4700 I iv@iv.is I www.iv.is Íslensk verðbréf eru sjálfstætt, sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem hefur þjónað einstaklingum og fagfjárfestum í meira en tuttugu ár og býr að mikilli reynslu og þekkingu á verðbréfamarkaði. Leitar þú að traustum og óháðum aðila til að ávaxta fjármuni þína? Kynntu þér málið á iv.is eða talaðu við sérfræðinga okkar í síma 460 4700. Við stöndum vörð um fjármuni þína össur hf. óskar eftir snyrtilegri íbúð til leigu frá og með 1. júlí í Árbæjarhverfi, Kringluhverfi eða miðbænum. Íbúðin leigist í am.k. 2 ár, án húsgagna og þarf að vera með 3 svefnherbergi og sér þvottaaðstöðu á hæð. Lýsing á íbúð ásamt myndum og upplýsingum um leigukjör sendist til mottaka@ossur.com fyrir 24. maí n.k. Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Á grænni grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Hagkaup, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykja- víkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek Vesturlands, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. Ekki gleyma að drekka Birkisafann frá Safinn er vatnslosandi Safinn virkar vel á eðlilega úthreinsun líkamans Lífrænt ræktaður, án aukaefna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað Velkomin að skoða www.weleda.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.