Morgunblaðið - 17.05.2009, Side 22

Morgunblaðið - 17.05.2009, Side 22
22 Neytendamál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009                            !!!" #$"%&'             Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is É g líki neytendum oft við gangandi vegfar- endur. Það þarf að vernda þá betur í umferðinni en fólk á vélknúnum ökutækjum sem í þess- ari yfirfærðu merkingu eru at- vinnurekendur. Staða neytenda og atvinnurekenda er ekki jöfn, ábyrgð atvinnurekenda er meiri en neytenda. Það þýðir ekkert fyrir gangandi vegfarendur að hugsa: „Ég á réttinn“ og ganga yfir göt- una á gangbraut ef ökumenn virða ekki rétt hinna gangandi. Það er lítið gagn af réttinum ef búið er að aka yfir mann.“ Höfundur þessarar beittu sam- líkingar er Gísli Tryggvason tals- maður neytenda en um þessar mundir eru fjögur ár frá því emb- ætti hans var sett á laggirnar með lögum. Tveimur mánuðum síðar tók Gísli til starfa og hefur síðan orðið einskonar holdgervingur bar- áttunnar fyrir bættum réttindum neytenda í þessu landi. Baráttu sem lengi hafði lítinn hljómgrunn. Sýn Gísla er skýr: „Efnisrétt- urinn er til staðar en hann dugar ekki alltaf til. Þess vegna þarf að- hald. Mitt verkefni er að finna jafnvægi milli hagsmuna og rétt- inda neytenda og atvinnulífsins. Draga úr slagsíðunni sem löngum hefur verið mikil.“ Hrifnastur af norska módelinu – Hefur róðurinn verið þyngri en þú áttir von á? „Ekki endilega. Þetta hefur ver- ið svipaður róður og ég átti von á. Ég reiknaði með að það yrði spennandi að móta nýtt embætti og skapa vitund um neytendamál. Það markmið hefur vonandi náðst. Ég held líka að ég hafi komið ágætlega undirbúinn til leiks, hafði starfað bæði á fjölmiðlum og í hagsmunagæslu fyrir launafólk, þannig ég vissi nokkurn veginn að hverju ég gekk.“ – Hvað varð til þess að emb- ættið var sett á laggirnar? „Það voru einkum áhrif frá öðr- um – ekki síst norrænum – ríkjum. Við erum oft á eftir hinum Norð- urlöndunum en þar hafa sambæri- leg embætti verið starfrækt í kringum þrjá áratugi. Efnislega er löggjöfin svipuð og á hinum Norð- urlöndunum en mönnum þótti ástæða til að styrkja aðhaldið og eftirfylgnina. Norrænu módelin eru misjöfn að gerð en persónu- lega er ég hrifnastur af því norska. Þar er umboðsmaður neyt- enda með öflugt starfslið og vald- heimildir.“ – Eru völd embættisins af skornum skammti hér heima? „Já. Ég nýt góðs formlegs sjálf- stæðis þó að skerpa mætti á því en það skortir svolítið á hin raunveru- legu úrræði, þ.e. valdheimildirnar. Eina valdið sem ég hef er að krefj- ast upplýsinga en ég hef ekki oft þurft að beita því. Yfirleitt fæ ég þær upplýsingar sem ég bið um hjá stofnunum og fyrirtækjum. Það hefur þó komið fyrir að ég hafi þurft að láta í valdið skína. Það valdaleysi háir mér því ekki.“ – Þú beinir sem sagt fyrst og fremst tilmælum út í samfélagið? „Já, hlutverk mitt er fyrst og fremst að gera tilmæli til úrbóta. Ég eyði fyrir vikið meira púðri í að senda frá mér tilmæli til fyr- irtækja um að bæta verklag í framtíðinni fremur en að amast við því sem orðið er. En fylgi menn ekki tilmælunum hef ég fátt annað en pennann að vopni. Það hefur samt virkað ágætlega. Fyrirtæki og hagsmunasamtök fara yfirleitt að tillögum mínum. Sumir segja líka að penninn sé beittara vopn en sverðið.“ Heppilegt að hafa andlit – Háir smæð embættisins þér? Þú ert eini starfsmaður þess. „Smæðin getur vissulega verið veikleiki en ég hef reynt að nota hana sem styrkleika með því að sýna snerpu og koma mér upp óformlegu neti tengiliða og ráð- gjafa víðsvegar um samfélagið. Ég er mjög duglegur að leita ráða og hafa samráð við ýmsa aðila. Ég neita því ekki að fjárheimildirnar mættu vera rýmri en ég hef ekki eytt kröftum í að kvarta undan því. Stoðþjónustu fæ ég hjá Neyt- endastofu þar sem ég hef aðsetur samkvæmt lögum.“ – Þú hefur stundum verið gagn- rýndur fyrir að persónugera emb- ættið um of. „Það er rétt og ég hef reynt að taka eðlilegt tillit til þeirrar gagn- rýni. Það liggur hins vegar í hlut- arins eðli að meðan maður er eini starfsmaður embættisins er erfitt að komast hjá þessu. Sumir hafa líka bent á, að það sé kostur að það sé andlit á neytendamálunum fyrir hönd hins opinbera. Enda þótt ég hafi ekki mikil völd hef ég vonandi einhver áhrif. Það þarf því alls ekki að vera galli að andlit sé sett á þennan málaflokk.“ – Því hefur lengi verið haldið fram um okkur Íslendinga að við séum lélegir og illa upplýstir neyt- endur. Er það að breytast? „Tvímælalaust. Þessum mála- flokki hefur vaxið fiskur um hrygg á umliðnum árum. Neytendamál eru loksins orðin sérstakur mála- flokkur sem stjórnvöld huga að og almenningur og fyrirtæki hugsa um. Þetta er svipað og jafnrétt- ismálin áður. Lengi vel voru þau ekki „alvöru“ málaflokkur en eftir ákveðinn þróunar- og baráttutíma urðu þau þverfagleg og allir hugsa um þau. Ég vona að sama máli gegni um neytendamálin.“ Penninn getur verið beittari Morgunblaðið/Eggert Talsmaður „Hlutverk mitt er fyrst og fremst að gera tilmæli til úrbóta. Ég eyði fyrir vikið meira púðri í að senda frá mér tilmæli til fyrirtækja um að bæta verklag í framtíðinni fremur en að amast við því sem orðið er. En fylgi menn ekki tilmælunum hef ég fátt annað en pennann að vopni. Það hefur samt virkað ágætlega. Fyrirtæki og hagsmuna- samtök fara yfirleitt að tillögum mínum,“ segir Gísli Tryggvason talsmaður neytenda. Sú var tíðin að neytendamál mættu afgangi á Íslandi. Það hefur breyst. Liður í þeirri þróun var að koma á fót embætti talsmanns neyt- enda sem Gísli Tryggvason hefur nú gegnt í tæp fjögur ár. Hann er nokkuð ánægður með afraksturinn – tekist hafi að skapa vitund um embættið – en vildi að ósekju hafa meiri vald- heimildir og meira fé úr að moða. „Nú held ég að efndir verði að fylgja orðum.“ TALSMAÐUR NEYTENDA  Stendur vörð um hagsmuni og réttindi neytenda.  Stuðlar að aukinni neyt- endavernd.  Gefur út rökstuddar álits- gerðir.  Gerir tillögur um úrbætur.  Kynnir reglur um neytenda- mál.  Leiðbeinir um meðferð ágreiningsmála.  Bregst við brotum gegn rétt- indum og hagsmunum neyt- enda.  Er óháður fyrirmælum frá öðrum.  Er með heimasíðuna tals- madur.is. Leiðarkerfi neyt- enda má nálgast á slóðinni neytandi.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.