Morgunblaðið - 17.05.2009, Page 30

Morgunblaðið - 17.05.2009, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 20. maí 1979: „Þegar sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn Reykjavík- ur boðuðu fyrir nær tveimur ára- tugum, að þeir hygðust leggja varanlegt slitlag á götur Reykja- víkur á 10 árum þótti mörgum það mikil bjartsýni. En það tókst. Síð- an hafa kaupstaðir og kauptún fylgt í kjölfarið og mikil breyting orðið til batnaðar í þeim efnum. Varanlegt slitlag hefur verið lagt á götur í þéttbýli víðs vegar um landið. Hins vegar hefur gengið illa að koma varanlegu slitlagi á þjóðvegi um landið. Í samgönguráðherratíð Ingólfs Jónssonar á Viðreisnarár- unum var gert stórátak á þessu sviði og verulegur hluti þeirra þjóðvega, sem nú eru lagðir með varanlegu slitlagi var byggður á þeim árum. Á þessum áratug hefur ótrúlega lítið gerzt. Núverandi rík- isstjórn hefur að vísu lýst því yfir, að mikið átak eigi að hefjast á næsta ári við varanlega vegagerð en svo illa vill til, að ríkisstjórnin hefur ekki tryggt fjármagn til þeirra framkvæmda og ekki upp- lýst hvernig fjármögnun þeirra verður háttað. Það stoðar lítt að gefa falleg loforð um varanlega vegagerð ef enginn veit, hvernig á að borga fyrir framkvæmdirnar og hvaðan peningarnir eiga að koma.“ . . . . . . . . . . 21. maí 1989: „Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur lagt fram djarfa hugmynd um það hvernig leysa megi umferðarvanda á höfuðborgarsvæðinu án þess að spilla Fossvogsdalnum. Telur hann koma til álita að grafa jarð- göng undir Kópavog. Hefur þess- ari hugmynd ekki verið tekið illa af ráðamönnum í Kópavogi. Um árabil hefur verið ljóst, að menn eru ekki á einu máli um hvort leggja beri hraðbraut um Fossvogsdal. Málið tók nýja stefnu þegar bæjarstjórn Kópavogs sagði einhliða upp samkomulagi við borgarstjórn Reykjavíkur. Úr ágreiningi þessum verður ekki leyst nema menn séu reiðubúnir til að fara nýjar leiðir. Davíð Oddsson hefur nú bent á eina slíka leið.“ Úr gömlum l e iðurum Peninga-stefnu-nefnd Seðlabanka Ís- lands hefur jafn- mikið sjálfstæði til að lækka stýrivexti í dag og þegar ákvörðunin var á hönd- um þriggja bankastjóra sem skipuðu bankastjórn. Að- ferðafræðinni hefur einungis verið breytt. Þeir sem halda því fram að Seðlabanki Íslands sé sjálf- stæður og ráði því hvort stýri- vextir verði lækkaðir verða að hafa í huga að vextirnir voru hækkaðir hér snögglega um sex prósentustig í lok október síðastliðins. Það var gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins áður en framkvæmda- stjórn sjóðsins tók afstöðu til þess hvort koma ætti Íslend- ingum til aðstoðar. Forystumenn sjóðsins hafa því ákveðna skoðun á því hverjir stýrivextirnir eigi að vera þótt þeir séu opinberlega sagðir vera Seðlabankanum til ráðgjafar. Það er ef til vill eðlilegt í ljósi þess að fulltrú- ar sjóðsins eru hér á landi til að aðstoða stjórnvöld við end- urreisn hagkerfisins. Hins vegar verður að setja stórt spurningarmerki við hverjum sé verið að þjóna með kröfu um háa stýrivexti við núverandi aðstæður í efnahagslífinu. Sú krafa birt- ist meðal annars í orðum Franeks Rozwadowskis, sendifulltrúa Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, á fundi Sam- taka fjármálafyrirtækja á fimmtudaginn. Þar sagði hann ekki svigrúm til frekari vaxtalækkana þar sem rík- isstjórnin hefði ekki fylgt endurreisnaráætlun eftir. En er það ekki lykilatriði í end- urreisninni að lækka stýrivexti umtalsvert í júní eins og peninga- stefnunefnd Seðlabankans hefur talað um? Með því að létta á hjólum atvinnulífsins aukast líkurnar á að bjarga því sem bjargað verður. Það getur haft víðtækan eyðilegg- ingarmátt í langa framtíð að halda vöxtunum áfram háum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn getur tæplega notað hótun um háa stýrivexti sem svipu á ríkisstjórnina svo hún hrindi í framkvæmd því sem hefur tekið of langan tíma. Það þarf að skera niður ríkisútgjöld, endurreisa bankakerfið og finna lausn á útgöngu er- lendra fjárfesta. Aðhaldið sem felst í því að setja sam- starfið við sjóðinn í frekara uppnám ætti að nægja til að það fari að sjást í land í þess- um efnum. Háir stýrivextir eiga ekki að þjóna þeim aðilum sem keyptu krónubréf og sitja nú fastir með eignir sínar á Ís- landi vegna víðtækra gjald- eyrishafta. Þeir eiga sjálfir að bera kostnað af eigin áhættu- töku en ekki þjóðarbúið í formi hárra stýrivaxta og vaxtagreiðslna til útlendinga eða erlendra félaga í eigu Ís- lendinga. Allir viðurkenna að þeir hagvísar sem notast hefur verið við, eins og þróun verð- bólgu og atvinnuleysis, veiti svigrúm til umtalsverðrar stýrivaxtalækkunar í júní eins og seðlabankastjóri gaf í skyn í byrjun maí. Þá kemur í ljós hver ræður í raun stýri- vaxtastiginu á Íslandi. Í júní kemur í ljós hver ræður í raun stýrivaxtastiginu} Í þágu hverra? Þ jóðarsálin verður að gæta þess að breytast ekki í smásál. Það er háttur smásálar að vera stöðugt á vaktinni, horfa vökulum augum á umhverfið og náungann og hringja síðan viðvörunar- bjöllum ef einhver hefur gerst sekur um þá viðbjóðslegu synd að eignast eitthvað. Uppáhaldssetning smásálar er: „Hvað kost- aði þetta?“ Fyrst byrjar smásálin að reikna út hvað spara megi með því að ráðamenn leggi ráða- herrabílum sínum, bjóði upp á vatn eða syk- urlaust kaffi í staðinn fyrir vín og snittur í móttökum og keyri á eigin bíl á stjórnmála- fundi úti á land og borgi sjálfir bensínið í stað þess að fara með flugvél og láta ráðu- neytið borga. Síðan byrjar smásálin að fylgjast með lífsmynstri náungans í næsta húsi og henni líkar ekki það sem hún sér. Þar er fólk sem virðist eiga nóg af öllu: hús, jeppa og heitan pott í garðinum og leyfir sér meira að segja að fara til útlanda þrátt fyrir himinhátt gengi. Ekkert réttlæti í því, segir smásálin og verður enn argari þegar hún hugsar til þess að Jón í næsta húsi hefur haldið góðu vinnunni sinni þar sem hann er með 750.000 í mánaðarlaun og Gunna eiginkona hans er nýbúin að fá stöðuhækkun og er með svipuð laun. Mjög ergilegt meðan ég er bara með 350.000 á mánuði og skulda út um allt, hugsar smásálin og bætir við í huganum: Þetta þarf að leiðrétta snarlega. Smásálin hefur nóg að gera við útreikn- inga eins og þessa og hefur reyndar svo mikið yndi af þeim að hún kann ekki að stoppa. Henni nægir ekki að vita af hæfi- legum sparnaði í ríksgeira og á heimilum heldur telur hún aldrei nóg að gert. Hún er föst í smásálarlegum útreikningum sínum enda er hún nú einu sinni þeirrar gerðar að hún má helst ekki til þess vita að einhver hafi það sæmilega gott. Það er engin ástæða til að einhverjum líði skár en öðrum og síst má maðurinn í næsta húsi eiga meira en smásálin. Innst inni vill smásálin að allir séu á hausnum. Henni finnst það miklu auðveldari tilhugsun en sú að sumir séu alls ekki í klandri. Þegar smásálinni er bent á að kannski sé þessi þankagangur ekki til eftirbreytni tryllist hún og telur viðkomandi lifa í stórlegri blekkingu um ástand- ið. Íslenska þjóðarsálin á ekki að breytast í öfund- arfulla og tortryggna smásál. Það er ekki þannig að allir sem lifa góðu lífi hafi auðgast af því að arðræna þjóðina og séu sekir um glæpi. Þjóðarsálin á heldur ekki að tala eins og ráðamenn þjóðarinnar séu upp til hópa illa meinandi fólk sem lifi fyrir framapot og hugsi um það eitt að skara eld að sinni köku. Fólk er einfaldega svo miklu betra en smásálin heldur að það sé. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Verður þjóðarsál að smásál? FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is F jölmargir bíleigendur, sem tóku erlend mynt- körfulán fyrir kaupum sínum á síðustu árum, hafa nýtt sér möguleika fjármögnunarfyrirtækjanna á fryst- ingu lána eða annars konar skuld- breytingu. Flest hafa fyrirtækin þá skilmála að lánin þurfa að vera í skil- um til að verða fryst. Samkvæmt tölum frá Umferð- arstofu eru um 70 þúsund ökutæki í landinu skráð í eigu bílafjármögn- unarfyrirtækja og lauslega má ætla að á bilinu 25-30 þúsund bíleigendur hafi nýtt sér möguleika á einhvers konar skuldbreytingu. Útistandandi bílalán eru á bilinu 150-160 millj- arðar króna en ekki allt í erlendri mynt. Þeir sem tóku innlend lán að einhverju eða öllu leyti hafa í litlum mæli nýtt sér frystingu. Samkvæmt upplýsingum frá fyr- irtækjunum hafa vanskil eitthvað aukist og sitja þau uppi með mun fleiri ökutæki en fyrir banka- og gengishrunið í haust. Reyna fyrirtækin að koma bíl- unum aftur í umferð, ýmist sjálf eða gegnum bílasölur. Gengur það upp og ofan þar sem sala notaðra og nýrra bíla er mjög treg um þessar mundir. Sem dæmi um aukna vörslusviptingu má nefna að í lok febrúar sl. hafði Íslandsbanki Fjár- mögnun fengið til baka 140 bíla frá áramótum og nú er sú tala komin upp í 250. Skipta þessir bílar einnig hundruðum hjá flestum öðrum fyr- irtækjum en þau hafa annars ekki verið viljug að gefa þessar upplýs- ingar. Framlengt í átta mánuði Fyrirtækin hafa verið að lengja tímann sem hægt er að frysta eða skuldbreyta lánum, allt upp í átta mánuði. Leiðirnar eru þó mismun- andi eftir fyrirtækjum. Þannig er Avant með þrjá valkosti, sem allir gera ráð fyrir að haldið sé áfram að greiða vextina af láninu næstu átta mánuði. Í fyrsta lagi að greiða 33% af afborgunarhlutanum og þá lengist lánið um fimm mánuði, í öðru lagi að greiða 50% og þá lengist lánstíminn um fjóra mánuði og í þriðja lagi að greiða 66% hluta og þá bætast tveir mánuðir við lánstímann. SP-Fjármögnun hefur síðan í febrúar boðið sínum viðskiptavinum að greiða sambærilega mán- aðargreiðslu og í upphafi samnings, að viðbættum 25% í allt að átta mán- uði. Lengist lánið sem því nemur. Frekari veiking áhyggjuefni Hjá Íslandsbanka Fjármögnun, fengust þær upplýsingar, að af um 15 þúsund lántakendum hefðu um 2.400 nýtt sér lækkun á afborgunum bílasamninga. Um er að ræða lækk- un á greiðslum í átta mánuði og lengingu á samningi um fjóra mán- uði. Er upphæðin þá föst greiðsla þennan tíma og um helmingur af fullri greiðslu eins og hún var í jan- úar sl. Er þetta svipuð leið og Lýs- ing býður upp á en lengingartími er skemmri hverju sinni, eða þrír mán- uðir fyrsta kastið, og síðan 75% hlut- fall í næstu þrjá mánuði. „Hin mikla veiking krónunnar er að valda okkar viðskiptavinum mikl- um erfiðleikum og áframhaldandi veiking er vissulega áhyggjuefni,“ segir Már Másson, upplýsinga- fulltrúi Íslandsbanka, en bendir á samt sé langstærstur hluti við- skiptavina bankans í skilum með bílalánin, vanskilahlutfallið upp á 1,6%. Þeir sem nýti sér úrræði bank- ans geti lækkað greiðslubyrðina töluvert. Morgunblaðið/Rax Bílar Þeir sem tóku erlend myntkörfulán fyrir bílakaupum svitna yfir hækkun afborgana vegna gengishruns krónunnar að undanförnu. Lántakar með fryst- ingu inn í sumarið Bíleigendur reyna að bregðast við hækkandi afborgunum af er- lendum bílalánum en aðeins er verið að fresta vandanum. Þeim bílum fjölgar sem skilað er vegna greiðsluvanda. Hækkun á bílaláni* 2.000.000 Lán tekið 1. nóv. 2007 3.507.000 Eftirstöðvar í maí 2009 42.577 Afborgun 15. des. 2007 84.847 Afborgun 15. maí 2009 43.061 Afborgun 15. maí 2009 m.v. 50% frystingu *Lán í 50% jen og 50% svissn. fr. Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.