Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 ÞAÐ ER kannski að bera í bakkafullan lækinn að blanda sér í umræðuna um hvernig bjarga megi heimilum landsins frá fjárhagslegu hruni, nú þegar ríkisstjórnin hefur sett fram 15 liða aðgerðaáætlun sem ætlað er að mynda skjaldborg um heimilin. Það heyrast hins vegar ýmsar efasemdaraddir um að þær aðgerðir séu nægilega afgerandi. Fram hafa komið hugmyndir um flatan niðurskurð skulda, allt upp í 20% af heildarskuldum heimila og fyrirtækja. Stjórnarflokkarnir og sjálfstæðismenn, með fáeinum undantekningum, hafa varað við þessum hugmyndum þar sem þær hafi þann ókost að flöt lækkun skulda komi líka þeim til góða sem ekki þurfa og að á endanum lendi þessi lækkun á ríkissjóði. En hrópin um frekari aðgerðir en 15 liða áætlunin lýsir eru há- vær. Hefur forsætiráðherra sagt að verði þörf fyrir frekari aðgerðir til bjargar heimilunum verði þeim beitt. Í því sambandi væri e.t.v. vert að skoða hvaða áhrif lækkun vaxta hefði á greiðslubyrði hús- næðislána. Aðferðin sem ég nefni „Vaxtalækkunarleiðina“ byggist á því að húsnæðislán eru flest ef ekki öll sk. jafngreiðslulán eða „annuitetslán“. Þau lán hafa þá náttúru að, ef ekki kæmi til vísi- tölutrygging lánanna, væru greiðslur af láninu sama upphæðin út allan lánstímann. Hins vegar lækkar vægi vaxtanna í greiðsl- unni þegar líður á lánstímann um leið og vægi höfuðstóls í greiðsl- unni vex. Til að skýra hver áhrif af lækkun vaxt- anna eru er hér tekið dæmi um lán til 40 ára á 4,5% vöxtum allan lánstímann. Verðtrygging lánsins og lánsfjárhæðin hafa lítil sem engin áhrif á þau hlutföll sem sett verða fram. Af línurit- inu í mynd 1 sést hvernig hlutfall vaxta breytist frá því vera rúm 83% í fyrstu greiðslu í það að vera um 0,3% í lokagreiðslunni. [Mynd 1] Lánveit- andinn fær sína þóknun fyrir að lána peningana, í formi vaxta. Þannig ræðst hagur hans af mis- mun á útlánavöxtum og kostnaði vegna fjármögnunar lánsins. Til kostnaðar teljast einnig afskriftir lána, sem gera má ráð fyrir að geti orðið verulegar á næstu miss- erum. Ég tel að lækka megi kostnað vegna afskrifta lána veru- lega með vaxtalækkunarleiðinni. Leiðin gengur út á að lánveit- andinn, þ.e. ríkissjóður lækki tímabundið vexti á þeim húsnæð- islánum sem nú þegar eru útgefin. Hér er reiknað með 3% lækkun. Ríkissjóður myndi þá leysa til sín öll húsnæðislán vegna íbúðar- húsnæðis, en stærsti hluti þeirra er nú þegar hjá ríkinu hvort eð er. Undanskilja mætti þau lán sem eiga t.d. innan við 5 ár eftir af lánstímanum, þar sem ávinningur skuldarans yrði óverulegur í þeim tilvikum. Lánunum yrði síðan skuldbreytt þannig að ný annui- tetslán yrðu gefin út til jafn langs tíma og eftir stóð af gamla láninu, en með 3% lægri vöxtum. Þannig yrði láni til 40 ára með 4,5% vöxt- um sem tekið var fyrir 10 árum, skuldbreytt í 30 ára lán með 1,5% vöxtum. Hér er gert ráð fyrir útgáfu nýrra lána til að tryggja að skil- málar nýju lánanna komi fram í lánsskjalinu. Hafa mætti ákvæði í skilmálum nýju lánanna um þrepahækkun vaxtanna að ein- hverjum árum liðnum þegar að- stæður hefðu lagast það mikið að heimilin þyldu það. Þessi aðferð hefur innifalinn þann „kost“ að mismuna lántakendum réttlátlega ef svo mætti segja. „Réttlætið“ felst í því að sú staðhæfing sé rétt að þær fjölskyldur sem styttra eru komnar með að greiða sín hús- næðislán eigi í meiri erfiðleikum en þær sem lengra eru komnar og eiga þannig stærri hreina eign í íbúðum sínum. Mynd 2 sýnir hvernig greiðslur af nýja láninu yrðu hlutfallslega lægri en af óbreyttu gamla láninu eftir því hve langt væri liðið af lánstíma gamla lánsins þegar skuldbreytingin er gerð. Þannig myndu greiðslur lækka um 38% hjá þeim sem væru nýbúin að taka „gamla“ lánið, um 32% hjá þeim sem hefðu þegar greitt af láninu sínu í 10 ár, 24% hjá þeim sem er hálfnuð með lánstímann, en um 13% hjá þeim sem ættu 10 ár eftir af 40 ára láninu. [Mynd 2] Önnur lán s.s. myntkörfulánin mætti meðhöndla á sambærilegan hátt, þó að líklega yrði að taka til- lit til lækkunar gengis krónunnar, enda er búist við að gengið styrk- ist þegar fram í sækir. Seðlabank- inn spáir því að íbúðarverð sem þegar hefur lækkað um 25%, muni lækka áfram um allt að 46% frá því sem það fór hæst. Ríkisbank- arnir og Íbúðalánasjóður hafa með lánum til verktaka nú þegar fjár- magnað stóran hluta þeirra íbúða sem nú standa auðar og óseldar. Þetta tvennt ætti að minnka fjár- magnsþörf vegna útlána til íbúða- kaupa á næstu misserum og árum. Að lokum. Þegar bankarnir hösluðu sér völl á húsnæð- islánamarkaðnum eftir einkavæð- ingu þeirra, þóttu þeir bjóða hag- stæða vexti. En það voru ákvæði í skilmálum margra lánanna um hækkun vaxtanna ef lántakandinn flytti launareikning sinn, sem og að eftir ákveðinn tíma skyldi end- urskoða vextina. Senn líður að þeirri endurskoðun hjá mörgum. Komi til vaxtahækkunar í kjölfar þeirrar endurskoðunar, sem fast- lega er búist við, yrði heimilunum endanlega veitt náðarhöggið. Mán- aðarleg greiðsla af láninu í dæm- unum hér að framan myndi í einu vetfangi hækka á 5 ára gömlu láni um rúmlega 42% ef vextirnir hækkuðu um 3% þ.e. úr 4,5 í 7,5%! Vaxtalækkunarleiðin Eftir Garðar Sverrisson »En hrópin um frek- ari aðgerðir en 15 liða áætlunin lýsir eru hávær. Hefur forsæt- iráðherra sagt að verði þörf fyrir frekari að- gerðir til bjargar heim- ilunum verði þeim beitt. Garðar Sverrisson Höfundur er verkfræðingur. Mynd 1. Efri hluti grafsins sýnir vaxtahlutann í afborgunum. Lárétti ásinn sýnir númer greiðslumánaðar. Mynd 2. Sýnir hlutfallslega lækkun greiðslubyrðar eftir því hve langt er um liðið frá lántöku ef farin væri vaxtalækkunarleiðin. ALLUR almenn- ingur skilur nauðsyn nýrrar peningastefnu. Allur almenningur krefst stöðugleika efnahagslífsins, sam- svarandi því sem margar þjóðir heims njóta. Við viljum stöðva verðbólguna, lækka vextina, stöðva eignabrunann og gera lánavísitöluna óþarfa. Í marga mánuði hef ég bent á færa leið að þessu marki. Ekkert þarf til að skapa efnahagslegan stöðugleika nema þekkingu, vilja og ákvarðanir. Allir vita að forsenda stöðugs verðlags er fast gengi, sérstaklega hjá smáum hagkerfum eins og okkar. Samt er ekki sama hvernig fastgengisstefna er útfærð. Hér skiptir mestu máli, að taka upp nýja peningastefnu. Sú stefna nefnist „reglu-bundin pen- ingastefna“ (rule-bound monetary policy). Þetta er ég búinn að kynna í ræðu og riti í marga mán- uði. Enginn hefur því þá afsökun, að hann viti ekki hvað þarf að gera. Ef allir vita til hvaða að- gerða þarf að grípa, hvers vegna er þá ekkert gert? Samfylkingin er haldin trúar- legri þráhyggju um inngöngu landsins í Evrópusambandið. Af atburðarás undanfarandi mánaða má ljóst skilja, að Samfylkingin ætlar að beita öllum brögðum til að þvinga okkur til inngöngu. Þar á meðal því glæpsamlega athæfi, að neita upptöku sterks gjaldmið- ils, að neita upptöku nýrrar peningastefnu og þar með að hafna varanlegum stöð- ugleika í hagkerfinu. „Reglubundin pen- ingastefna“ er fram- kvæmd undir stjórn Myntráðs. Einkenni þessarar pen- ingastefnu er að allar reglur varðandi gjaldmiðilinn liggja fyrir og eru auðskilj- anlegar. Viðskipta- lífið ákveður til dæmis peningamagn í umferð og að mestu leyti ákveðst vaxtastigið af vaxtastigi á myntsvæði stoð- myntarinnar. Hægt er að segja að peningamálin séu komin á sjálfstýringu. Búið er að taka upp markaðslausn peningamálanna. Við að halda genginu föstu hættir gengisfall að bæta í verðbólguna og jafnframt stöðvast eignabrun- inn. Lánavísitala verður óþörf því að gjaldmiðillinn sjálfur tekur við af vísitölunni sem verðmæta- trygging. Andstaða Myntráðs og „reglu- bundinnar peningastefnu“ er Seðlabankinn og „torgreind- peningastefna (discretionary mo- netary policty). Einkenni þess- arar peningastefnu er ríkisforsjá í formi stöðugra afskipta af pen- ingamarkaðnum. Stýrivöxtum er beitt við að þvinga markaðinn að óskum ríkisstjórnar eða Seðla- bankans sjálfs. Peningaprentun er beitt til að þóknast ríkisvald- inu og afskipti eru höfð af við- skiptabönkum til að þóknast tor- greindum sérhagsmunum. Allar athafnir Seðlabankans eru tor- greinanlegar og fara fram að baki luktra dyra. Seðlabankar hafa vissulega það markmið að skapa efnahagslegan stöðugleika. Það er einnig meg- inmarkmið Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS). Það er hins veg- ar tvennt sem Seðlabankann skortir, til að eiga minnsta mögu- leika á að skapa stöðugleika. Í fyrsta lagi skortir seðlabanka að jafnaði gjaldeyri til að baktryggja 100% seðlaprentun sína. Í öðru lagi er peningastefna þeirra í eðli sínu torgreinanleg. Seðlabankar um allan heim eru ávallt rúnir trausti. Við þekkjum af eigin sögu, hvernig tilraunir Seðlabankans hafa gengið, við að halda stöðugu gengi. Á tímabilinu 1950-1989 var við lýði það sem Seðlabankinn nefndi fastgengi. Í raun ber að nefna þessa aðferð „tyllt gengi“ (pegged exchange rate). Hvernig ætli þessi aðferð hafi reynst ? Á tímabilinu 1950-1971 var gengið fellt 5 sinnum. Á tímabilinu 1972- 1989 var gengið hins vegar fellt 24 sinnum. Allt þetta tímabil hafa því peningar landsmanna verið að hrapa að verðmæti. Jafnframt hefur eignaverð og vinnulaun ver- ið rýrt með kerfisbundnum hætti. Menn sáu að aðferð tyllingar dugði ekki og tóku því upp fljót- andi gengi (floating exchange rate). Því miður voru Seðlabank- anum einnig mislagðar hendur við framkvæmd þessarar aðferðar. Í raun var beitt „óhreinu floti“ (dirty float), sem merkir að gripið var inn í markaðinn, með stýri- vöxtum, peningaprentun og öðrum torgreinanlegum aðferðum. Af- leiðingarnar voru eins og við var að búast og sem þekkst hafa við sambærilegar aðstæður víða í heiminum. Innflæði fjármagns vegna hárra vaxta og síðan út- flæði vegna væntinga um geng- ishrun. Hvort sem Seðlabankinn beitir tyllingu eða flotgengi, er nið- urstaðan ávallt sú sama, það er að segja gengishrun. Eins og áður hefur verið útskýrt, er ástæðan skortur á baktryggingu gjaldmið- ilsins og torgreinanleg pen- ingastefna. Vilji menn í alvöru skapa stöðugleika í hagkerfi er Myntráð eina lausnin. Myntráð starfar eftir föstum ósveigjan- legum reglum sem tryggja stöð- ugt og fast gengi gjaldmiðilsins. Það hefur 100% baktryggingu fyr- ir gjaldmiðilinn og það er fest með ákvæðum í Stjórnarskránni. Afleiðingin er fullkomið traust. Er það vilji þjóðarinnar, að láta Samfylkingunni leyfast að við- halda efnahagslegum óstöð- ugleika? Getur verið að fólki sé sama þótt það sé rænt fjármunum sínum og eignum með kerf- isbundnum hætti? Hvers vegna losum við okkur ekki við Seðla- bankann sem er gamaldags og skaðleg ríkisstofnun? Er það hugsanlega vilji þjóðarinnar að endurreisa ríkisfyrirtæki eins og Grænmetisverzlun ríkisins, Skipa- útgerð ríkisins, Ferðaskrifstofu ríkisins og Raftækjaverzlun rík- isins? Samfylkingin stendur gegn nýrri peningastefnu Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Samfylkingin er haldin trúarlegri þráhyggju um inngöngu landsins í Evrópusam- bandið og neitar að taka upp „fastgengi undir stjórn Myntráðs“. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur og vísindakennari. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðs- ins eða á vefnum mbl.is. Blað- ið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða sam- taka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gef- in er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.