Morgunblaðið - 17.05.2009, Side 39

Morgunblaðið - 17.05.2009, Side 39
Umræðan 39BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA vel með farið Estrella felli-/hjólhýsi. Staðgr. Uppl. í síma 483 3513/ 893 3513. GULL-GULLSKARTGRIPIR Kaupum til bræðslu allar tegundir gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta, gegn staðgreiðslu. demantar.is Magnús Steinþórsson, Pósthússtræti 13, sími: 699-8000. Pípulagnaþjónusta - Stillingar kerfa - Get bætt við smáverkefnum í pípulagnaþjónustu, ásamt stillingum stjórnb. o.fl. Vönduð vinnubrögð. Föst verðtilboð. Lögg. pípul.meistari. Sími 893 7124. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Húsgögn Ýmislegt Teg. 4457 - íþróttahaldarinn sívinsæli kominn aftur í BCD skálum á kr. 3.850,- aðhaldsbuxur í stíl á kr. 2.450, Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is People wanted for photographic project People wanted to pose for photo- graphy project. Must be available some weekends. Aged 21-100, everybody welcome. tony@icelandaurora.com & hanna@icelandaurora.com Nýkomnir vandaðir sumarskór fyrir dömur, handgerðir úr leðri og með skinnfóðri. Stærðir: 36 - 41 Litir: hvítt, rautt og svart Verð: 13.950.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is NÝKOMNIR AFTUR þeir eru komnir aftur - MEGA vinsælu AÐHALDSBOLIRNIR í stærðum S,M,L,XL2X,3X,4X í húðlitu, svörtu og hvítu verð kr. .5.850,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Nýjar gerðir af TRIUMPH og TYR sundbolum og bikinium. Kíktu við á www.aquasport.is Hamraborg 7, 200 Kópavogi, sími 564 0035, gengið inn frá Hamrabrekku Musik og Sport Hafnarfirði Nana Hólagarði www.aquasport.isLipur og þægileg leðurstigvél. litir svart, rautt og brúnt. Verð : 17. 500.- og 19.900.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Has Someone Changed the Bible? Find what the Bible actually says with a free online course. tftw.org Truth for the world. Iðnaðarmenn Óska eftir Reiðhjól Rafmagnsreiðhjól Rafmagnsreiðhjól, verð 98.900,- engin tryggingariðgjöld/bensín- kostnaður. Allt að 25 km/klst. án þess að stíga hjólið, ca. 20 km á hleðslunni. www.el-bike.is Bílar Toyota Corolla árg. '04 ek. 120 þús. km Beinskiptur, keyrður 120 þús. km, útborgun 70 þús. kr., 770 þús. kr. yfirtaka á láni. Sími: 662 1876. Subaru árg. '00 sjálfsk. Ný tímareim, nýir bremsuklossar, dráttarkúla, nýskoðaður, 2 gangar á álf. og stálf. fylgja. Ekinn 195.000. Verð 700.000. Upplýsingar í síma 660 2342. Jeppar Toyota Land Cruiser 120 VX Toyota Land Cruiser 120 VX bensín. Árgerð 2/2006. Ekinn 53 þ. km. Prófílbeisli, filmur og fl. Flottur bíll í toppstandi. Verð 5.650.000- Gott stgr. verð. S: 696-4248. Bílaþjónusta ALÞRIF, ódýrastir, aðeins 5000 kr. smár bíll. Tökum að okkur alþrif. 5000 kr. smár, 7500 kr. stór. Getum sótt bílinn. Verðum á fullu í allt su- mar, hringdu og pantaðu tíma. Fasta- gestir fá afslátt. 690 3097 (Guðni). Hjólbarðar Til sölu 41” dekk á 20” krómfelgum. Passar undir Ford 350 og Harley Davidson. Verð: 390 þús. Uppl. í s: 898-1598. Hjólhýsi HJÓLHÝSI TEC TRAVEL KING 565 TKM árg. 2008 til sölu. 2 kojur, borðkrókur og hjónarúm. Alde hita- kerfi, útvarp + CD, TV loftnet, markísa, grjótgrind. Mjög lítið notað. Verð 3,7 millj. (kostar nýtt um 4,6). Engin skipti. Ekkert áhvílandi. Uppl. í síma 820 1100. Húsviðhald Þarftu að breyta eða bæta heima hjá þér? Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni? Við erum til í að aðstoða þig við alls- konar breytingar. Við erum til í að brjóta niður veggi og byggja upp nýja, breyta lögnum, flísaleggja eða parketleggja og fl. Bjóðum mikla reynslu og góð vinnubrögð. Upplýsingar í síma 899 9825. Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. SMS fréttir Skráðu þig á mbl.is HÁSKÓLABÍÓ hefur und- angengnar vikur sýnt heim- ildakvikmynd Þorfinns Guðnason- ar og Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið, er byggist á sam- nefndri bók þess síðarnefnda. Þetta er merkileg heimild um skammsýni og múgsefjun, sem svo mjög hefur einkennt afstöðu þeirra, sem líta á álverin sem hina einu raunhæfu leið til atvinnu- uppbyggingar. Áður en álverið var reist á Reyðarfirði voru hér fyrir tvær slíkar verksmiðjur sem kunnugt er. Ekki minnumst við þess að þvílíkar hallejúsamkundur hafi verið haldnar handa eig- endum þeirra einsog átti sér stað á Reyðarfirði og Húsavík, þó enn sé ekki risið álver um þær slóðir og óvíst að af verði. Maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur, þegar maður horfir uppá þá niðurlægingu og þann lágkúruhátt, sem einkenndi marga ráðamenn, þegar forstjóri Alcoa mætti til Reyðafjarðar til að taka þátt í hátíðahöldunum. Í þessari sigurvímu var ekki haft fyrir því að spyrja óþægilegra spurninga. Hvað borgar álrisinn fyrir raforkuna? Í hvað á að nýta allt þetta ál sem flutt er úr landi? Hve mikill hluti þess fer í her- gagnaiðnað? Skyldu einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort hluti af álinu hafi verið notaður í vopn til að drepa börn og gamalmenni í Írak og Palestínu og víðar? Það kom fram í viðtali við Ragnar Axelsson ljósmyndara, að hann hefði verið ávíttur fyrir að sýna myndir af því svæði, sem fara átti undir vatn. Stuðnings- mönnum áliðnaðar á Austurlandi finnst affarasælast að komandi kynslóðir komist ekki að því, hvernig það land leit út, sem var eyðilagt á altari mammons. Val- gerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, sagði, með sam- anbitnar varir, eitthvað á þá leið, að þetta landsvæði sem færi undir vatn væri svo sem ekkert sérlega fallegt. Og Jakob Björnsson, fyrr- um orkumálastjóri, sagði að úr því náttúran væri alltaf að breyta sjálfri sér, mættu mennirnir gjöra það líka. Það er sorglegt til þess að vita, að meðal ráðamanna hafi verið einstaklingar sem er andskotans sama um íslenzka náttúru og vilja fúsir fórna henni fyrir stund- argróða. Helgislepjan og hræsnin við vígslu Kárahnjúkavirkjunar og uppbyggingu álversins náði há- marki, þegar kór söng íslenzkt ættjarðarlag og prestur blessaði skemmdarverkin á hálendinu! Þeim sem kæra sig kollótta þó hálendinu sé sökkt, er trúlega einnig sama hvernig farið var með verkalýðinn, sem vann við Kára- hnjúkana. Erlendir verkamenn fóru í setuverkfall og kröfuðust betri vinnufatnaðar og bættrar að- stöðu. Þeim kröfum var svarað með því að senda þá heim, sem höfðu sig mest í frammi einsog fram kom í viðtali við leiguþý ítölsku verktakanna. Kom verka- lýðshreyfingin þeim til hjálpar? Barðist hún fyrir bættum kjörum þeirra? Nei, enda voru for- ystumenn hennar búnir að leggja blessun sína yfir þessar fram- kvæmdir. Nokkrar velviljaðar al- þýðukerlingar sáu aumur á verka- mönnunum og prjónuðu lopasokka á þá, svo þeir króknuðu ekki úr kulda. Ekki hafði Impregilo efni á þvílíkum lúxus! SIGURÐUR JÓN ÓLAFSSON, fyrrum starfsmaður álversins í Straumsvík. Skammsýni og múgsefjun Frá Sigurði Jóni Ólafssyni MIKIÐ er maður orðinn þreyttur á umræðunni, ekki lagast ástand- ið þó að sé búið að kjósa. Jóhanna Sig. talar alltaf um að bjarga heimilum og atvinnulífinu en það gerist ekkert. Er fólk virkilega blint orðið fyrir þessari þvælu? Fyrirgefið orðbragðið. Ég sem skrifa þessa grein næ endum saman í heimilishaldinu en það leifir ekki af og hefur versnað mikið, ekki hækka launin en allt annað. Hagsmunasamtök heim- ilanna hafa látið heyra frá sér. Þar sést og heyrist hvernig ástandið er orðið og samt bara hluti af því fólki sem er komið á heljarþröm og aðrir komnir fram að brúninni. Ég geri mér grein fyrir því að það er engin patent- lausn til, en það er hvorki hlustað á eða skoðaðar þær aðferðir sem ýmsir færir eru að benda á. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn í því sambandi, en það er þverpólitískt. Kannski er síst að það hafi komið frá Samfylkingunni, en þaðan koma skipanirnar. Þar er for- sætisráðherrann. Ég vil taka það fram að Jó- hanna Sigurðardóttir hefur gert margt fyrir þessa þjóð í gegnum tíðina, en þetta hrun og ástand sem við blasir ræður hún ekki við, því miður, enda var hún stödd í þeirri ríkisstjórn sem var þegar allt hrundi. Það er látið líta svo út að það sé Sjálfstæð- isflokknum að kenna hvernig fór en það er mikill misskilningur. Þessir flokkar voru báðir í stjórn, líklega þeirri öflugustu sem verið hefur, en sofnuðu í stólunum enda þykja þessir stólar góðir, það sést á Steingrími J. og hans fylgifiskum nú á síðustu mán- uðum og minnkaði ekki eftir kosningar. Þetta er svakalegt stjórnleysi í þessu landi. Það er sorglegt að það skyldi ekki verða þjóðstjórn. Forsetinn okkar mætti vera virkari, en ekki vera svona pólitískur. En velferðarbrú Samfylkingar verður seint byggð. Það verður með þá brú eins og Oddskarðsgöngin sem átti að byrja á 2007 en ekki er byrjað enn. Þar er t.d. fjórðungssjúkra- hús okkar á Austurlandi. Þetta var svona smá samlíking. GUÐJÓN EINARSSON, Mýnesi 2, Egilsstöðum. Hvar er velferðarbrúin? Frá Guðjóni Einarssyni @

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.