Morgunblaðið - 17.05.2009, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 17.05.2009, Qupperneq 45
Velvakandi 45 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Grettir MAÐUR HEFÐI HALDIÐ AÐ ÞAÐ KÆMU LEIÐBEININGAR MEÐ HEFTURUM Kalvin & Hobbes ÉG ER ORÐINN ÓSÝNILEGUR ÉG HEF ALGJÖRT FRELSI TIL AÐ GERA HVAÐ SEM ÉG VIL ÉG GET FRAMIÐ HVAÐA GLÆP SEM ER KALVIN, HVAÐ ERTU AÐ GERA BERRASSAÐUR UPPI Á STÓL? Kalvin & Hobbes SJÁÐU! MEXÍKANAHATTUR NÚ ER ÉG SVALUR ÞAÐ ER EKKERT SVALT VIÐ AÐ VERA MEÐ MEXÍKANAHATT! HVERNIG DETTUR ÞÉR ÞESSI VITLEYSA Í HUG? HVÍ AÐ VERA SVALUR EF MAÐUR MÁ EKKI VERA MEÐ HATT? Kalvin & Hobbes NÚ ER ÉG ORÐINN VIRKI- LEGA SVALUR! SJÁÐU BARA ÞESSAR STÓRU, GULU TÖLUR ÞÚ ERT EKKI SVALUR. ÞÚ LÍTUR ÚT EINS OG FÁVITI! KANNSKI ER ÞETTA NÝ TÍSKA KANNSKI ERT ÞÚ HEIMSKUR SJÁÐU, KALVIN! ÉG FANN MIKKA MÚS BUXUR Hrólfur hræðilegi ALLT Í LAGI! HVER BJÓ TIL ÞESSA STIGA?!? Gæsamamma og Grímur BÍDDU AUGNA- BLIK... ÉG ÞURFTI AÐ SETJA INN NÝJA FÆRSLU Á BLOGGIÐ MITT Ferdinand Kátína skein úr andlitum barnanna sem léku sér á skólalóð Austurbæj- arskóla á dögunum þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Leik- urinn heitir að sögn barnanna „Úlfur úlfur.“ Morgunblaðið/Eggert Úlfar að leik Draumur MIG dreymdi draum fyrir nokkru. Þannig var að mér fannst ég syngja lag fyrir litla ljóshærða stúlku, lag- ið er í gömlum skóla- söngvum fyrir barna- skóla og heitir „Ég vil elska mitt land.“ Ég vil elska mitt land. Ég vil auðga mitt land. Ég vil efla þess dáð. Ég vil styrkja þess hag. Ég vil leita’ að þess þörf. Ég vil létta þess þörf. Ég vil láta það sjá margan hamingjudag. Þessum holtum ég ann. Þessum heiðum ég ann Þessi hraun eru mein, sem að græða mér ber. Þessi fannhvítu fjöll eru fornvinir öll Og hver fossandi smálækur vinur minn er. Þetta’ er játningin mín, kæra móðir til þín. Ég get miklast af því, að ég sonur þinn er. Það er svipurinn þinn, er í sál mér ég finn. Hann er samgróinn öllu því besta hjá mér. Það var unaðslegt að vakna með þennan draum á vörum og finna áhrifin í sálinni. Því legg ég til að útvarpið spili nú meira af þessum gömlu söngv- um til að m.a. rifja upp sakleysi og fegurð Íslands. Það er viss heilun í að lesa gömlu skólaljóðin nú þegar allt virðist vera í öngstræti hjá Íslend- ingum. Við þurfum að vera lítillátari og virða það sem við höfum. Þóra. Brottfluttir Búrfellingar KÆRU Búrfellingar. Við höfum ákveðið að kalla þá saman sem bjuggu við Búrfell á árunum 1969 til dagsins í dag eða í tæpa 40 ára sögu staðarins. Formleg dagskrá hefst laug- ardaginn 6. júní nk. kl. 13 og verð- ur fram á kvöld en fólki er vel- komið að koma á föstudeginum og tjalda á svæðinu til sunnudags. Þátttöku þarf að staðfesta fyrir miðvikudaginn 27. maí. Vinsamleg- ast hafið samband við Benedikt G. Sigurðsson (s. 863-4117, ben.sig@simnet.is) eða Huldu Böðv- arsdóttur (s. 897- 2969, huldabodv- ars@internet.is). Ferðamálaráð- herra NÝLEGA var bent á það hjá Velvakanda að í viðræðum við stjórnmálamenn og í umræðum þeirra væri aldrei talað við eða um ferða- málaráðherra. Síð- ustu daga hafa marg- ar umræður spunnist um væntanlega ráðherra og hverjir myndu hljóta þau emb- ætti. Enginn virtist velta fyrir sér hver yrði væntanlegur ferða- málaráðherra. Enn hafa engar fréttir borist um hver það er eða verður. Gummi gogg. Góðan dag og daginn MIG langar endilega að vita hvort það sé rétt að segja „góðan dag- inn“ eða „góðan dag“. Þótt við heyrum í hvívetna notað „góðan daginn“, meira að segja í fjöl- miðlum, held ég að það sé rangt. Ef það er rétt ættum við þá ekki að segja „góða nóttina“? Svör óskast. Ágústa. Stolin kerra KERRA var tekin fyrir utan heimili okkar á Álfaskeiði 56, Hafnarfirði, aðfaranótt 10. maí. Kerran er atvinnutæki ungs manns í sumarvinnu svo að miss- irinn er gríðarlegur. Kerran er heimasmíðuð og auð- þekkjanleg, galvaniserað járn og stál í botni og skjólborðum. Hærri skjólborð, vantar annað brettið, aukasuða á beisli og fleira. Ef einhver varð var við bíl eða menn með kerru í eftirdragi á þessum tíma eða veit hvar kerran er niðurkomin er hann beðinn að hafa samband við lögreglu eða síma 862-9787. Fundarlaun.         Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Bólstaðarhlíð 43 | Handverkssýning, sýnt það helsta sem unnið hefur verið í félagsstarfinu í vetur. Sýningin stendur til 29. maí og er opið virka daga kl. 9-16. Línudanssýning á þriðjudögum kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Tón- leikar Kórs Félags eldri borgara í Reykja- vík og Hverafugla frá Hveragerði verð 22. maí í Grensáskirkju kl. 17. Miðaverð 1.000 kr. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur kl. 20-23.30, Borgartríó leikur fyr- ir dansi. Sjá feb.is. Félagsstarf Gerðubergi | Alla virka daga kl. 9-16.30 er dagskrá. Þriðjud. og föstud. kl. 10.30 er stafganga, og miðvi- kud. kl. 10.30 er leikfimi. Fimmtud. 21. maí (uppstigningardagur) kl. 11 syngur Gerðubergskórinn við messu í Háteigs- kirkju og kl. 14 í Hafnarfjarðarkirkju. Hæðargarður 31 | Myndlistarsýning Erlu Þorleifsdóttur og Stefáns Bjarna- sonar er opin í dag kl. 14-17. Bókmennta- hópur þriðjudag kl. 20, Soffíuhópur flyt- ur dagskrána: „þá rigndi blómum“ föstudag kl. 14. Lokahóf 28. maí kl. 13.30. Aðgangur 400. kr. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum á mánud. kl. 10.40. Hringdansar í Kópavogsskóla kl. 16 og línudans á þriðjud. byrjendur kl. 14.30 og framhald kl. 15.30. Hringdansar á miðvikud. í Lindaskóla kl. 15. Uppl. í síma 564-1490, 554-5330 og 554-2780.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.