Morgunblaðið - 17.05.2009, Síða 47

Morgunblaðið - 17.05.2009, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Staðurinn - Ræktin telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is Ekkert lát hefur verið á aðsókn í TT aðhaldsnámskeiðin og er okkur því ánægja að bjóða þessa tíma sem henta sérlega vel heimavinnandi mæðrum. TT tímar sem eru í boði til 21. ágúst: 6:15 – mán, mið, fös 10:15 – mán, mið, fös - Barnapössun 12:05 – mán, mið, fös - Barnapössun 16:40 – mán, mið, fim - Barnapössun 17:40 – mán, mið, fim - Barnapössun Lokuð 5 vikna námskeið 3x í viku. Verð kr. 19.900. Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Innritun hafin á síðustu TT námskeiðin fyrir sumarfrí! Sími 581 3730 ÖLLUM NÁMSKEIÐUM FYLGIR OPIÐ KORT Í STÖÐINNI TIL 21. ÁGÚST Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Listamannaspjall í Galleríi Fold Síðasta sýningarhelgi Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu sunnudag milli kl. 15–16 Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Tryggvi Ólafsson sýnir málverk Daði Guðbjörnsson sýnir málverk „Ísland án tára“ Afmælisþakkir Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra fjölmörgu vina og ættingja sem glöddu okkur þann 1. maí sl. í tilefni níræðisafmælis Þorsteins þann 27. apríl 2009 og áttatíu og fimm ára afmælis Aðalbjargar þann 17. desember 2008. Guð blessi ykkur öll. Aðalbjörg Magnúsdóttir og Þorsteinn Sigurðsson frá Fáskrúðsfirði. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ er fátt meira upplífgandi fyrir sálina í gráum hversdeginum en að kíkja inn á vefsíðuna www.cuteo- verload.com. Eins og nafnið gefur til kynna er þar að finna mikið magn af yfirþyrmandi sætum myndum af sætum dýrum. Þeir sem standa að síðunni segj- ast skanna vefinn á hverjum degi í leit að sætum myndum af dýrum sem þeir setja svo inn á vefsíðuna öðrum til ánægju. Það er mjög af- stætt hvað hverjum og einum þykir sætt og sést það á þessari síðu. Ekki get ég sagt að ég hafi öskrað „sssææætttt“ yfir mig þegar ég sá mynd af leðurblökuunga eða hamst- urskvikindi í bleiku dúkkurúmi ét- andi gulrót. Súrsætt Myndaúrvalið á síðunni er nokk- uð fjölbreytt þótt kettlingar og hvolpar séu örugglega á 60% mynd- anna. Sem dæmi um fjölbreytileik- ann var nýlega sett inn mynd af ís- lenskum hestum í hóp í heimahaganum sem er mjög falleg en kannski ekki sæt þótt útlending- arnir sem standa að síðunni segi þá vera smáhesta. Myndbönd af sniðugum dýrum fá líka að fljóta með og eru þarna dæmi um margt fáránlegt sem gæludýraeigendur gera til að skemmta sjálfum sér, t.d. er hamst- ur látinn stökkva á litlu mótorhjóli, frekar súrt en sætt. Það súrasta og sætasta á síðunni er þó myndin af manninum sem fer út að labba með gullfiskana sína í sérstökum vatns- tanki á hjólum. Honum fannst þeim leiðast svo að synda hring eftir hring í búrinu sínu heima að hann ákvað að fara út að labba með þá eins og hunda. Að sögn eigandans, sem hefur léð gæludýrunum sínum persónuleika og hugsanir, elska þeir það víst. Það er alltaf gaman að gleyma sér við að skoða sætar og sniðugar myndir af saklausum dýrum, þessi vefsíða býður upp á nóg af þeim og áður en maður veit af er maður far- inn að segja „krúttípúttí“ við tölvu- skjáinn og kitla hann létt undir kverkina. En eins og með allt sem er svona ofursætt er stutt í ógleð- ina og því nauðsynlegt að kíkja á fréttasíður strax á eftir til að ná úr sér mesta sykurfroðuhrollinum. Hamstur í bleiku dúkkurúmi Reuters Sætt Þessir tígrísdýrahvolpar eru voðalega krúttlegir. VEFSÍÐA VIKUNNAR: www.cuteoverload.com» @ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.