Morgunblaðið - 17.05.2009, Side 55

Morgunblaðið - 17.05.2009, Side 55
Menning 55 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Álfheimar 74 Sími: 414 4000 hreyfing@hreyfing.is www.hreyfing.is 21 DAGUR ÁRANGUR & DEKUR Forskot í átt að nýjum og betri lífsstíl >> Þjálfun 4x í viku Sérhannað æfingakerfi sem miðar að því að „ögra“ líkamanum að komast út úr stöðnun og tryggja að þú komist í þitt allra besta form >> Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum >> Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum >> Dagleg hvatning, fróðleikur og uppskriftir í tölvupósti frá Ágústu Johnson >> Sérstakt mataræði sem er byggt upp á sama hátt og vinsælt er hjá Hollywood stjörnum sem þurfa að koma sér í toppform fyrir rauða dregilinn – við tryggjum að það er heilsusamlegt og skynsamlegt! >> Mælingar – vigtun og fitumælingar – fyrir og eftir Fljótandi djúpslökun –Sannkölluð draumameðferð sem felst í djúpri slökun í vatni með náttúrulegri Blue Lagoon saltlausn. Slökunin er talin jafnast á við allt að átta tíma svefn. Tilvalin endurnærandi meðferð fyrir þá sem þjást af streitu og þreytu. Kísil leirmeðferð – Í þessari einstöku meðferð berðu hvítan kísil á húðina og slakar á í 20 mínútur í sérhönnuðum leirgufuklefa. Veitir húðinni heilbrigðan ljóma og fallegt yfirbragð. Húðgreining og vörukynning á BlueLagoon húðvörum –Snyrtifræðingur aðstoðar þig við að finna út hvað hentar húðinni þinni best til að vernda hana og ná fram því besta í henni. Auk þess er 10% afsláttur af öllum meðferðum á meðan á námskeiðinu stendur. Verð: 29.900 kr. [Heildarverðmæti námskeiðsins 35.800 kr.] Námskeiðið hefst 25. maí. Þjálfun og mataræði tekið í gegn Innifalið í námskeiðinu: Glæsilegur dekurpakki í Blue Lagoon spa Við erum stolt og ánægð yfir framúrskarandi dómum frá þátttakendum á námskeiðunum Allar upplýsingar á www.hreyfing.is 97,7% segja námskeiðið hafa upp- fyllt eða farið fram úr væntingum þeirra. 99,5% segja að þær/þeir myndu mæla með námskeiðinu við aðra. Átaksnámskeið Hreyfingar hafa aldrei verið betri. Leiðbeinendur sem búa yfir áralangri reynslu hafa fengið sérþjálfun í að leiða hin nýju og árangursríku námskeið sem skila þér pottþéttum árangri. Veldu námskeið sem hentar þér: Árangur Árangur / FRAMHALD Árangur / PÍLATES Árangur / KARLAR ÁRANGUR Ný 4ra vikna námskeið hefjast 2. juní Verð: 22.900 kr. Hann bendir á skóna mína.Þeir eru brúnir, ekki svart-ir. Það hlaut að koma að því að snobbaða Cannes léti á sér kræla, maður hlaut að verða fyrir fatafasisma á endanum – þrátt fyrir að vera í splunkunýjum jakkafötum og með fagurrautt bindi. Og þeir eru ekki einu sinni samkvæmir sjálfum sér, sem skýrir af hverju ég fór áhyggjulaus í þessari múnder- ingu af stað eftir að hafa leitað ráða hjá mér reyndari Cannes-förum. Fyrsti vörðurinn gerði athugasemd- ir við bindið (þess ber að geta að um það bil helmingur allra karlmanna á svæðinu var með bindi) og heimtaði svarta slaufu – en sagði að slíkt hálstau mætti nálgast á næstu stoppistöð. Þeir voru hins vegar fullkomlega sáttir við bindið mitt en vildu svarta skó. Hversu ljúft það hlýtur að vera að vera kona og geta mætt í kjól í hvaða lit sem er og vera samt hleypt í bíó – en kannski er bara mátulegt á okkur karlana að það megi einhvers staðar finna ósanngjarna misnotkun í þessa átt- ina.    Þessi ekki-bíóferð kristallaðiágætlega þennan þriðja dag í Cannes, sem ólíkt tveimur þeim fyrstu var ekki uppfullur af góðum bíómyndum. Mér tókst meira að segja að finna vondan matsölustað sem er meira en að segja það hér í Cannes. Og Michel Gondry, einn af mínum uppáhaldsleikstjórum, brást illilega. Þyrnir í hjartanu (L’épine dans le coeur) fjallar um frænku hans Suzette, sem var grunnskóla- kennari í þrjátíu ár. Gondry leitar uppi gamlar myndir og upptökur, tekur viðtöl og málar mynd af frænkunni en sú mynd er aldrei nógu forvitnileg, þótt sú gamla virð- ist vera það, og hefði aldrei átt að yfirgefa fjölskylduboðið. Líklega orðaði gagnrýnandi sem var á svæð- inu, Mike D’Angelo, þetta best: „I have half a dozen perfectly nice aunts who’ve led happy nondescript lives. Be glad I have no camera.“    Ang Lee gerði svo það sem hanngat til þess að bjarga deginum og tókst það svona hálfpartinn. En þegar maður sér tvo magnaða leik- stjóra misstíga sig svona illilega langar mann helst að stofna sál- fræðiþjónustu fyrir kvikmyndaleik- stjóra. Meðferðin myndi einfaldlega byrja svona: „Hey, við vitum að þú getur gert frábærar bíómyndir – af hverju ertu eiginlega í þessu rugli?“ Þessi þjónusta hefði að sjálfsögðu þann tilgang einann að fá þá til að gera góðar bíómyndir aftur, ef þeir verða að vera þunglyndir til þess verður bara að hafa það – en mig grunar hins vegar að flestir gleðjist þeir frekar en hitt ef myndirnar batna. asgeirhi@mbl.is Handan rauða dregilsins »Hey, við vitum að þúgetur gert frábærar bíómyndir – af hverju ertu eiginlega í þessu rugli? Reuters Svalur Quentin Tarantino á rauða dreglinum fyrir frumsýningu á myndinni Bak-Jwi. FRÁ CANNES Ásgeir H Ingólfsson Morgunblaðið kynnir þær mynd- ir sem keppa um Gullpálmann í Cannes. Nú er komið að næstu tveimur. Taking Woodstock e. Ang Lee Ang Lee er duglegur að hoppa á milli kvikmynda- forma og hér er hann að gera Cameron Crowe-mynd. Og það tekst honum engan veginn, hippisminn er hvorki sérstak- lega sannfærandi né heillandi nema rétt í byrjun. En Ang Lee er hins vegar meistari í sögum af brotnum, bækluðum og skrítnum fjölskyldum og ein slík leynist í Taking Woodstock og væri efni í miklu betri bíómynd ef hipparnir væru ekki alltaf að trufla þau. Bright Star e. Jane Campion Skærustu stjörnurnar brenna upp hraðast og þessi mynd Jane Camp- ion gerist ár- ið 1818 þeg- ar ennþá var einhver raunveruleiki í klisjunni um ungskáldið sem tærðist upp af berklum eða öðrum ófögnuði. Það voru örlög enska sonnett- uskáldsins Johns Keats, sem lifði aldrei 26. afmælisdaginn, en í myndinni rifjar Campion upp kynni Keats og tískuhönn- uðarins Fanny Browne. Keppa um Gullpálmann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.